Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Page 48
48 | Lífsstíll 2.–4. september 2011 Helgarblað Þrjár vörur sem gera kraftaverk. Eat Control, Ultra Loss Shake og Active fat burner — Þessi pakki hjálpar þér að ná undraverðum árangri á aðeins 21 dögum. Fæst í Sportlíf í Glæsibæ og á www.sportlif.is Pink it pakkatilboð d v e h f. 2 01 1 aðeins fyrir konur Læknir mælir með maga- minnkun Læknirinn dr. Oz, sem er þekktur úr sjónvarpi í Banda- ríkjunum, er sannfærður um að okkur takist að ná tökum á offituvandanum á næstu áratugum. „Það er mun auð- veldara að lækna offitu en krabbamein,“ segir stjörnu- læknirinn sem vill sjá fleiri of feita einstaklinga fara í maga- minnkunaraðgerð. „Við fram- kvæmum líklega aðeins 1% af þeim magaminnkunarað- gerðum sem við þyrftum að framkvæma. Ef þú ert 50 ára og 50 kílóum of þungur hef- urðu sömu lífslíkur og krabba- meinssjúklingur. Myndirðu láta skera krabbann í burtu? Auðvitað! Ef þér tekst ekki að léttast skaltu tala við skurð- lækni,“ segir Oz, en bætir við að auðvitað þurfi að skoða hvert tilfelli fyrir sig. Góðir grannar bæta heilsuna Að sögn vísindamanna við háskólann í Missouri getum við bætt heilsuna með því að treysta nágrönnunum. Eileen Bjornstrom, prófessor í félags- fræði, rannsakaði fjölda fjöl- skyldna í Los Angeles. Í ljós kom að eftir því sem fólk er ríkara því síður treystir það ná- grönnum sínum. Einnig kom í ljós að þeir sem treystu ná- grönnum sínum best mældust heilsuhraustari en þeir sem tortryggja nágrannann. Einnig þegar breytur eins og mennt- un, tekjur og aldur voru teknar með í reikninginn. Heppin hertogaynja K ate Middleton, her- togaynjan af Cam- bridge, og systir henn- ar Pippa eru á meðal þeirra útvöldu sem hafa fengið nýja „töfra“-and- litskremið frá Lancome sent heim í pósti. Eftirspurnin eftir kreminu er svo mikil að nú eru þúsundir óþolinmóðra við- skiptavina komnir á biðlista. Önnur bresk stjarna sem held- ur þarf ekki að bíða í röð og berjast um þær krukkur sem berast í verslanir er leikkonan unga Emma Watson enda er leikkonan andlit Lancome. Talsmaður Lancome hefur staðfest að Kate og Pippa hafi fengið kremið þar sem þær séu hluti af „tryggustu við- skiptavinum fyrirtækisins“ en stutt er síðan Kate sást end- urnýja Lancome-birgðirnar í verslunarferð rétt fyrir brúð- kaupið. Kremið inniheldur LR 2412 sem í daglegu tali nefnist „feg- urðarsameindin“ en mólekúlið er talið svo öflugt að með til- komu þess muni þörfin fyrir bótox-sprautur snarminnka. Samkvæmt lítilli könnun Lan- come hafa tryggir viðskiptavin- ir fyrirtækisins það mikla trú á kreminu að önnur hver kona, sem ætlaði að láta flikka upp á sig með lýtaaðgerð, hefur nú ákveðið að bíða og sjá til þar til hún hefur prófað Visionnaire. n Kate og Pippa fengu nýjasta krem Lancome sent heim n Prevention.com hefur valið þá sjónvarpsþætti sem hafa hvað jákvæðust áhrif á lífið Sjónvarp jákvætt fyrir heilsuna H eilsuvefsíðan prevent- ion.com hefur val- ið þá sjónvarpsþætti sem hafa hvað jákvæð- ust áhrif á líf okkar. Talsmenn síðunnar tilnefndu þætti, allt frá raunveruleikaþáttum sem snúast um að koma þátttak- endum í fantagott form, yfir í dramatískar þáttaraðir sem fjalla um flókin læknisfræði- leg hugtök og fyndna grínþætti sem stinga að okkur sniðugum ráðum inn á milli hláturskasta. Sigurvegarinn er þátturinn Hot in Cleveland. Aðalstjarn- an, Valerie Bertinelli, hefur grennst mikið upp á síðkastið auk þess sem hin eldhressa 89 ára Betty White stelur reglu- lega senunni. Vinsæli þáttur- inn Grey’s Anatomy var val- inn sem besta læknadramað en þátturinn þykir taka á erfið- um læknisfræðilegum vanda- málum á raunsæjan hátt. Þátturinn Parenthood hlaut verðlaun fyrir góða umfjöll- un um einhverfu en í þætt- inum takast Adam og Krist- ina Braverman á við lífið eftir að hafa fengið að vita að son- ur þeirra sé með einhverfu. Lögguþátturinn Rizzoli and Isles fékk verðlaun fyrir snið- ugheit en í þættinum er leyni- löggan Rizzoli alltaf með góð heilsuráð á takteinunum sem hún skýtur að samstarfsfólki sínu en karakterinn barðist við offitu á sínum yngri árum. All- ir þessir þættir eru sýndir í ís- lensku sjónvarpi svo nú er um að gera að byrja að horfa og læra. Hinar útvöldu Syst- urnar þurfa ekki að bíða í röð eins og við hin. Töfrakremið Kremið er talið virka svo vel að aðgerðir eins og bótox- sprautur muni fljótlega heyra sögunni til. Grey’s Anatomy Þátturinn þykir hafa jákvæð áhrif á heilsu fólks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.