Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 2
Geir tilkynnir bullur Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur sent inn tilkynningu til UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, vegna hegðunar stuðningsmanna Manchester City á leik liðsins í meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Stuðningsmennirnir bauluðu þegar meistaradeildarlagið hljómaði. Tilkynning Geirs hefur vakið mikla athygli – um hana hefur verið meðal annars verið fjallað á vef Telegraph, Daily Mail, Mirror og Independent. Í tilkynningu Geirs til UEFA kemur fram að stuðnings- menn City-liðsins hafi baulað þegar svokallað meistaradeildarlag hljómaði. Lagið er útsetning Tony Britten á verki Handel, Presturinn Zadok. Forsvars- menn City hafa ekki tjáð sig um málið en fastlega er búist við að liðið verji sína menn. RÚV greindi frá. Eins og komið hefur fram í fréttum reyndist viðtal Fréttatímans við rit- höfundinn Evu Magnúsdóttur í síð- asta tölublaði vera byggt á blekkingu og biður Fréttatíminn lesendur sína velvirðingar á því. Eva Magnúsdóttir er dulnefni og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að fá fram hvaða höfundur leynist á bak við það. Útgefandi Forlagsins, Jóhann Páll Valdimarsson, hefur beðist afsökunar á blekkingunni og sagði þá meðal annars: „Það er mér bæði ljúft og skylt að biðja blaðið og lesendur þess velvirðingar. Þetta var sannarlega ekki illa meint en vissulega mjög van- hugsað að upplýsa ekki blaðamann- inn um að um dulnefni væri að ræða. Það var alfarið ákvörðun mín og raun- verulegs höfundar að standa svona að málum og á því biðst ég afsökunar.“ Upp hefur sprottið lífleg umræða um það hver hinn raunverulegi höf- undur sé og á Smartlandinu á mbl.is var fullyrt að það væri rithöfundurinn Steinar Bragi. Hann ber það þó af sér. „Ég er ekki Eva. Þótt Marta Smarta sé eflaust sæmilega læs er ég ekki Eva. Þótt sjálfur páfinn lýsti Evu á hendur mér myndi það engu breyta, ég er ekki Eva. Hins vegar hef ég skrifað bækur undir höfundarnafn- inu Steinunn Sigurðardóttir í mörg ár!“ segir hann í svari við fyrirspurn Fréttatímans. Jóhann Páll segist bundinn trúnaði við höfundinn og geti því ekki ljóstr- að upp hver hann sé, en hefur þó ekki mótmælt þeirri fullyrðingu að Steinar Bragi leynist á bak við dulnefnið. Í Kiljunni á RÚV var því velt upp á miðvikudagskvöldið að bókin væri samstarf fleiri en eins höfundar, en það hefur hvorki verið staðfest né því neitað. - fb  Bókmenntir Steinar Bragi Sver evu af Sér „Ég er ekki Eva“ 2 fréttir Helgin 23.-25. október 2015 „Þótt sjálfur páfinn lýsti Evu á hendur mér myndi það engu breyta, ég er ekki Eva,“ segir Steinar Bragi. Sorgardagur í Svíþjóð Tveir létust í árás sem gerð var í Kronan-skólanum í Trollhättan í Svíþjóð í gærmorgun, fimmtudag, kennari og nemandi. Tveir eru þungt haldnir eftir árásina, en árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu og lést af sárum sínum. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn 21 árs, búsettur í Trollhättan. Hann kom í skólann vopnaður sverði með grímu fyrir andliti og réðst á kennara og nemendur. Húsleit er nú gerð á heimili hans. Stefan Löfven, for- sætisráðherra Svíþjóðar, fór til Trollhättan til að kynna sér aðstæður. Hann sagði eftir árásina að þetta væri sorgardagur og sagðist hugsa til fórnarlambanna og ættingja þeirra. 6,5 milljónir Toyotabíla innkallaður Bílarisinn Toyota kallar nú inn einar 6,5 milljónir bifreiða um heim allan eftir að ör- yggisvandamál kom upp í gluggaopnurum. Var þá hætta á að eldur kviknaði. Þetta er í fjórða sinn sem bílframleiðandinn japanski hefur þurft að kalla inn bifreiðar vegna sama gluggavanda. Bilunin felst í því að hluti tækjabúnaðarins sem opnar og lokar gluggum bifreiðanna var ekki nægilega olíuborinn, sem gæti skapað núning og ofhitnað, og mögulega kveikt í út frá sér. Slæm staða Century Aluminium Í nýrri greiningu vefsíðunnar Seeking Alpha er Century Aluminum, móðurfyrir- tæki Norðuráls, spáð miklum erfiðleikum og í versta falli gjaldþroti. Seeking Alpha dregur þessa ályktun út frá því að gróði fyrirtækisins frá 2014 inn í 2015 hafi verið vegna sérstakrar Midwest álagningar, sem á að hafa hækkað óvenjulega mikið í þetta eina skipti og sé ekki breyta til langs tíma sem má reiða sig á í verðmati á fyrirtækinu. Icelandair í forgangi Fyrirkomulag Isavia á úthlutun afgreiðslu- tíma fyrir flugfélög á Keflavíkurflugvelli hindrar samkeppni og Icelandair nýtur samkeppnisforskots hjá Isavia. Þetta kemur fram í nýju áliti Samkeppniseftir- litsins, sem vill að innanríkisráðuneytið og Samgöngustofa grípi til aðgerða vegna þessa. Almenningur hafi hag af því að virk samkeppni verði sett í forgang. u m síðustu helgi leituðu tvær mann-eskjur til okkar eftir að hafa verið byrlað lyf í drykk á skemmtistað,“ segir Anna Bentína Hermansen, starfsmaður hjá Stígamótum. „Önnur þeirra hafði verið á skemmtistað í Reykjavík þar sem hún datt niður, missti allan mátt og varð alveg stjörf. Hún hafði ekki drukkið mikið áður en þetta átti sér stað og sem betur fer var kærastinn með henni þegar þetta gerðist því hann hringdi í neyðarlínuna um leið,“ segir Anna Bentína sem blöskrar viðbrögð neyðarlínunn- ar. „Kærastanum var sagt að fara bara með stúlkuna heim og láta hana æla. Mér finnst mjög alvarlegt að fólk fái svona viðbrögð því hvað sem er hefði getað verið að hrjá stúlk- una, jafnvel heilablóðfall.“ Mikilvægt að tilkynna glæpinn Anna Bentína furðar sig á viðbrögðum neyð- arlínunnar við lyfjabyrlan og reyndar líka á móttöku hjúkrunarfræðings á bráðamóttöku Landspítalans. „Önnur stúlka sem kom til okkar hafði farið á bráðamóttökuna eftir að hafa verið byrlað lyf á skemmtistað þar sem hún talaði við hjúkrunarfræðing. Hjúkrunar- fræðingurinn sagði stúlkunni að þar sem ekki hefði verið um nauðgun að ræða að þá yrði ekki tekin skimun á blóðsýni. Það finnst mér líka mjög alvarlegt því þetta er ekkert nema nauðgunartilraun.“ „Hlutverk okkar á Stígamótum er að segja frá reynslu fólks til að upplýsa samfélagið og reyna að hafa áhrif til batnaðar. Okkur finnst þetta mjög alvarlegt mál,“ segir Anna Bentína. Hún segir erfitt að meta það hvort nauðgunartilraunir á borð við þessar séu að aukast. „Tvær manneskjur hafi komið til Stígamóta þessa einu helgi en líklegast séu þær sem hafi lent í þessu miklu fleiri. Þegar við skimum eftir þessu og gerum komu- skýrslu við fólk þá er ein spurningin; „hvers konar ofbeldi hefur þú orðið fyrir“ og þá heyrir þetta undir nauðgunartilraun. Við þurfum í raun að bæta þetta kerfi og setja nýjan flokk inn í komuskýrsluna því við erum að heyra meira af þessu,“ segir Anna Bentína sem ítrekar mikilvægi þess að tilkynna glæp- inn til lögreglu. Bráðamóttaka sér ekki aukningu „Við sjáum ekki aukningu í þessum málum hjá okkur,“ segir Guðný Helga Herberts- dóttir, deildarstjóri Samskiptadeildar Land- spítalans. „Ef grunsemdir eru fyrir því að ein- staklingi hafi verið byrlað lyf og hann kemur á neyðarmóttöku innan 2 sólarhringa eru teknar blóðprufur en lyfin eru fljót að hverfa úr blóðinu. Blóðið er svo skimað. Einstakling- ar sem leita til neyðarmóttöku ráða því sjálfir hvort haft er samband við lögreglu. Í þeim tilvikum sem einstaklingar eru undir 18 ára aldri er það gert í samráði við forráðarmenn.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Stígamót nauðgunarlyf á SkemmtiStöðum í reykjavík Tveimur konum byrlað lyf í drykk Tvær konur leituðu til Stígamóta síðastliðna helgi eftir að hafa verið byrlað lyf í drykk á skemmtistöðum í Reykjavík. Stígamót furða sig á viðbrögðum neyðarmóttöku sem sögðu viðkomandi „að fara heim og æla“. Stígamót ítreka mikilvægi þess að tilkynna lögreglu um lyfjabyrlan sem flokkist undir tilraun til nauðgunar. Starfsmenn bráðamóttöku sjá ekki aukningu á þessum málum. Tvær konur leituðu til Stígamóta um liðna helgi eftir að hafa verið byrlað lyf í drykk á skemmtistað. ... sem bet- ur fer var kærastinn með henni þegar þetta gerðist því hann hringdi í neyðar- línuna um leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.