Fréttatíminn - 23.10.2015, Side 16
Streita kostar samfélagið milljarða
U m 60 % forfalla á vinnumark-aði má rekja til vinnutengdr-ar streitu og segja sér-
fræðingar streitu vera eitt stærsta
vandamál vestrænna ríkja. Streitu-
einkenni eru náttúruleg viðbrögð
líkamans við of miklu áreiti og eru
okkur í raun nauðsynleg. En, líkt og
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir
sálfræðingur bendir á, þá felst vand-
inn í því að við kunnum ekki lengur
að hlusta á líkamann og bregðast við
streitunni. Fólk ráfar um heilbrigðis-
kerfið í leit að svörum við vanda sem
kemur svo í ljós, oftast allt of seint,
að er afleiðing streitu. Andleg vanda-
mál sem má rekja til streitu hafa
tekið við af stoðkerfisvandamálum
sem stærsti útgjaldaliður sjúkra-
sjóðs. Rannveig Sigurðardóttir, for-
maður framkvæmdastjórnar Sjúkra-
sjóðs VR, segir ábyrgðina liggja hjá
vinnuveitendum sem taki allt of seint
eftir vanda launamannsins og undir
það taka allir viðmælendur Frétta-
tímans. Ólafur Kári Júlíusson, vinnu-
sálfræðingur hjá Vinnuvernd, segir
kostnað samfélagsins vegna streitu
hlaupa á milljörðum og kallar eftir
því að stjórnvöld bregðist við vandan-
um. Kristinn Tómasson, yfirlæknir
Vinnueftirlitsins, segir lausnina fel-
ast sveigjanlegum vinnutíma.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Kostnaður vegna
streitu hleypur á
milljörðum
Ólafur Kári Júlíusson, vinnusálfræð-
ingur hjá Vinnuvernd.
„Þegar ég kem inn í fyrirtæki vegna
streituvandamála þá er vanalega fyrsta
skrefið að biðja mig um að taka einhvern
stressaðan einstakling í viðtal
í stað þess að fara í að greina
vandann. Stóran part af streitu
má rekja til sálfræðilegra þátta,
sem eru ósýnilegir á vinnu-
staðnum. Þá erum við ekki að
tala um skrifborðið eða stólinn
heldur eðli stjórnunar, kröfurnar
og fjölda verkefna. Þetta eru að
mati stjórnenda hér á landi mest
krefjandi og flóknustu þættir sem hægt
er að vinna með en á sama tíma eru þetta
þættir sem stjórnendur leita síst með
til sérfræðinga. Það eru ekki nema 11%
stjórnenda sem nýta sér þjónustu fagaðila
á þessu sviði, sem þýðir að það er gripið
allt of seint inn í, en það er einmitt dálítið
trendið í flestu á Íslandi, að það er allt of
seint gripið inn í vandann.“
„Þetta kostar fyrirtæki að sjálfsögðu ótrú-
legar fjárhæðir á ári. Starfstengd streita
vegna andlegs álags getur á endanum leitt
til örorku og kostnaðurinn fyrir samfélagið
veltur á tugum milljóna. Í Evrópusamband-
inu árið 2004, þegar sambandsríkin voru
14, þá velti kostnaðurinn vegna streitu á
3.333 milljörðum evra. Þannig að þetta eru
þúsundir milljarða í Evrópu og við getum
sagt með öryggi að kostnaðurinn vegna
streitu hleypur á tugum milljarða
hér á Íslandi. En þessa tölu væri
hægt að lækka verulega með
tímabæru inngripi á vinnustöðum.
Því miður erum við langt á eftir
nágrannalöndunum í að fylgjast
með starfsfólki. Við erum með
vinnuverndarlög sem gera ráð
fyrir algjöru lágmarkseftirliti og
það er mjög auðvelt að tikka bara
í nokkur box og málið er dautt. Við vitum
hver vandinn er, en vandamálið er að
fólkið sem hefur völdin er ekki að bregðast
við. Hugarfarið er alltaf það sama hér, það
er horft á það hversu miklum peningum
er eytt í málaflokka í dag, í stað þess að
reikna út hversu mikið útgjöldin eiga eftir
að spara okkur til framtíðar.“
Sveigjanleiki í
vinnutíma er
lykilhugtak í dag
Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnu-
eftirlitsins.
Stórfelldur hluti heilsutjóns í vestrænu
samfélagi grundvallast af streitu. Rann-
sóknir sýna að um 60% tapaðra vinnudaga
í Evrópusambandinu megi tengja við streitu
og það er engin ástæða til að ætla að það
öðruvísi hér á landi. Hlutfall geðraskana í
örorku er vaxandi hér á landi og fólk er að
hrökklast af vinnumarkaði fyrst og fremst
vegna þeirra, en líka vegna stoð-
kerfisvandamála. Við erum að eyða
umtalsverðum tíma, fé og fyrirhöfn
í að endurhæfa einstaklinga en
gleymum að spyrja hvernig við
getum skipulagt vinnudaginn betur.
Hvernig stjórnendur geta skipu-
lagt tímann betur og komið í veg
fyrir árekstra á vinnustaðnum og
almennt ónæði.
Almennt talið væri jákvætt mál að stytta
vinnudaginn niður í 35 vinnustundir en það
sem skiptir mestu máli er að hafa vinnu-
daginn sveigjanlegan, þannig að
hann falli að mismunandi þörfum
hvers starfsmanns. Sumum
hentar að vinna hægt á meðan
það hentar öðrum að vinna hratt,
en afköstin geta verið þau sömu.
Vinnulag okkar er mismunandi
svo sveigjanleiki er lykilhugtak
þegar kemur að því að bæta um-
hverfi á vinnustöðum.
Keppnin um hámarksárangur getur verið
Streitan er að drepa okkur
Fjöldi fólks flakkar um heilbrigðiskerfið í leit að skýringu á
líkamlegum einkennum sem síðar reynast vera afleiðing streitu.
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir vinnusálfræðingur segir
streituna vera nauðsynlegt öryggistæki sem vari okkur við
hættu en vandamálið sé að við kunnum ekki lengur að bregðast
við henni. Hún segir streitu hafa mun meiri áhrif á samfélagið
en við gerum okkur grein fyrir.
F ólk er að hrynja niður eins og tindátar því streitan er að drepa okkur,“ segir Ragn-
heiður Guðfinna Guðnadóttir, sál-
fræðingur og sérfræðingur í fé-
lags- og vinnusálfræði. Ragnheiður
vinnur sem ráðgjafi og kennari inn-
an Streituskólans þar sem hún tekur
reglulega á móti fólki sem hefur rek-
ist á veggi í heilbrigðiskerfinu vegna
óútskýrðra einkenna sem síðar reyn-
ast vera vegna langvarandi streitu.
Árásargirni og grátköst
Ragnheiður segir langflest nútíma-
fólk vita hverjir streituvaldarnir séu
og samhæfing atvinnulífs og fjöl-
skyldulífs komi þar sterkt inn. Það
sé þó erfitt að benda á einstaka þætti
því fólk bregðist svo misjafnlega við
áreiti. Einkennin séu þó alltaf þau
sömu. „Það fyrsta sem við finnum
er að okkur bregður og óttaviðbrögð
líkamans fara af stað. Við fáum hnút
í magann og hjartað fer að slá örar.
Við fáum mikið af fólki til okkar
sem heldur hreinlega að það sé að
fá hjartaáfall. Margir eru búnir að
fara í öll möguleg líkamleg tékk og
ekkert fundist svo fólk bara trúir því
ekki að taugakerfið sé uppskrúfað
vegna streitu. Taugakerfið setur
líka af stað svokallað „fight flight“
viðbragð, sem lýsir sér þannig að
við verðum pirruð og árásargjörn í
hegðun því við erum að hrinda frá
okkur einhverju sem við viljum ekki
hafa í nærumhverfinu. Eða þá að við
förum að gráta við minnsta tilefni,
einangrum okkur og verðum óvenju
viðkvæm. Það sem upphaflega olli
streitunni, sem oft á tíðum er of mik-
il vinna, byrjar að smita út frá sér og
hafa áhrif á heimilið og vinahópinn
því þú getur ekki tekist á við álagið.“
Streitan er líka jákvæð
Ragnheiður segir streituna þrátt
fyrir allt vera okkur nauðsynlega
þó afleiðingar hennar geti verið ban-
vænar. „Streitan er í raun jákvæð
því streituviðbrögð eru hluti af ör-
yggiskerfinu. Þegar líkaminn er
undirlagður og útkeyrður fara flók-
in taugaviðbrögð í gang sem hægt
er að líkja við það þegar við opnun
dyrnar heima hjá okkur og öryggis-
kerfið fer af stað. Stóra vandamálið
er að við hlustum ekki á líkamann.
Þegar öryggiskerfið fer í gang þá á
annað kerfi að taka við sem kallar
á slökun. Það sem frummaðurinn
gerði þegar hann var sloppinn frá
tígrisdýrinu var að leggjast upp
í tré og slaka á til að koma líkam-
anum aftur í jafnvægi. En í dag eru
streituvaldarnir allt annars eðlis en
þeir voru áður, við komumst ekk-
ert svo auðveldlega frá þeim. Í dag
eru streituvaldarnir viðvarandi,
langvarandi og líka margir hverjir
áskapaðir í hausnum á okkur segir
Ragnheiður og bendir á að rann-
sóknir sýni að áhrif efnishyggju og
útlitsdýrkunar séu stórir streitu-
valdar í lífi okkar. „Óraunhæfar
væntingar valda mikilli streitu því
þær skapa misræmi í huga okkar
um það hver við erum og hver við
viljum vera.“
Kulnun í starfi er vandamál
stjórnenda
Ragnheiður segir streitu oftar en
ekki tengjast vinnustaðnum. Álag
á starfsfólk, fleiri verkefni á færri
herðar og léleg verkefnastjórn-
un séu atriði sem ættu að hringja
viðvörunarbjöllum í fyrirtækjum.
„Kulnun í starfi, eða „burnout“, er
andleg örmögnun og þreyta sem
snýst upp í andúð gagnvart starf-
Einkenni streitu:
Maganónot (hnútur í maga, bakflæði, ógleði, niður-
gangur), hraður og ör hjartsláttur (teljum okkur vera
að fá hjartaáfall), þyngsli yfir brjósti og grunn öndun,
fölleiki húðar, svimi og sjóntruflanir, vöðvabólga í
herðum og hálsi, höfuðverkir, slakt ónæmiskerfi.
Verðum þreyttari, meiri klaufar, gerum mistök, minni
áhugi á kynlífi, flótti frá félagssamskiptum, svefn fer
að raskast, grátum eða reiðumst vegna lítilla hluta,
neyslumynstur verður neikvætt eins og að borða
óreglulega, óhollt, grípum í skyndibita, neytum meira
áfengis.
Aukinn ótti gagnvart óþarfa hlutum, verðum döpur,
styttri þráður sem einkennir reiði eða sorg, andúð fer
að koma fram gagnvart umhverfinu eða jafnvel sjálfum
sér – taugakerfið er í hnút og hormónakerfið raskað.
Hugurinn verður skekktur, ber á miklum og mörgum
hugsanaskekkjum, neikvæðni, svartsýni, vonleysi og
eirðarleysi. Gerum úlfalda úr mýflugu, sjáum glasið
hálftómt, upplifum allt á herðum okkar, túlkum hegðun
annarra persónulega of neikvætt, eigum erfitt með
einbeitingu, hugsun verður óskýr og ónákvæm, tökum
skrýtnar ákvarðanir, slök og veik sjálfsmynd og dettum
í efasemdir gagnvart sjálfum okkur. Rökhugsun
hverfur.
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er sálfræðingur og sérfræðingur
í félags- og vinnusálfræði. Hún tekur reglulega á móti fólki sem hefur
rekist á veggi í heilbrigðiskerfinu vegna óútskýrðra einkenna sem síðar
reynast vera vegna langvarandi streitu. Mynd/Hari
16 fréttaskýring Helgin 23.-25. október 2015