Fréttatíminn - 23.10.2015, Side 22
B
Blaðaauglýsingar Samtaka um Betri spítala
á betri stað hafa vakið athygli að undanförnu
en þar segja nafngreindir einstaklingar, sem
jafnframt kosta auglýsingarnar, að sterk rök
bendi til þess að ódýrara, fljótlegra og betra
verði að byggja nýjan Landspítala frá grunni
á besta mögulega stað, fremur en byggja við
og endurnýja gamla spítalann við Hringbraut.
Skorað er á alþingi og ríkisstjórn að láta gera
nýtt staðarval með opnum og faglegum hætti.
Í hópi þeirra sem senda
áskorunina eru margir heil-
brigðisstarfsmenn en meðal
þess sem þeir telja að skoða
þurfi er stofnkostnaður og
rekstrarkostnaður „bútasaum-
aðs“ spítala annars vegar og
nýs spítala á „betri stað“ hins
vegar, áhrif hækkandi lóða-
verðs í miðbænum, umferðar-
þungi og nauðsynleg umferð-
armannvirki, byggingartími,
ferðatími og ferðakostnaður
notenda spítalans eftir staðsetningum og
hversu aðgengilegir bráðaflutningar eru með
sjúkrabílum og þyrlum.
Fyrir liggur þingsályktun frá því í fyrra þar
sem Alþingi fól ríkisstjórninni að byggja upp
spítalann við Hringbraut og eftir þeirri ályktun
vinnur heilbrigðisráðherra. Ráðherrann fól
fyrr á árinu Nýjum Landspítala ehf. að hefj-
ast handa við undirbúninginn. Áskorenda-
hópurinn sem vill mat á staðarvalinu bend-
ir hins vegar á að margt vinnist með því að
byggður verði nýr spítali á „besta mögulega“
stað. Það sé fjárhagslega hagkvæmt því selja
megi núverandi eignir sem losna, þörf fyrir
umferðarmannvirki verði minni og árlegur
kostnaður lægri. Þá verði fljótlegra að byggja
á nýju svæði. Góðir stækkunarmöguleikar
séu enn fremur gríðarlega verðmætir þar sem
notendum spítalans muni stórfjölga á næstu
áratugum og fyrirséð að spítalinn þurfi að
stækka mikið. Þó búið sé að eyða 3-4 milljörð-
um króna í undirbúning fyrir spítala við Hring-
braut margborgi sig að byggja nýjan spítala frá
grunni á besta mögulega stað og hluti undir-
búningsins nýtist þar. Þeir sem vilja spítalann
burt frá Hringbraut benda á að hagkvæmast
sé að byggja nýjan spítala frá grunni, nálægt
búsetumiðju höfuðborgarsvæðisins og nálægt
stórum umferðaræðum. Svæðið kringum Víf-
ilsstaði hefur verið nefnt í því sambandi.
Þótt fyrir liggi þingsályktun um byggingu
nýs spítala við Hringbraut hefur komið fram
hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætis-
ráðherra að til lengri tíma litið væri skynsam-
legt að byggja nýjan spítala annars staðar en
þar. Nýta mætti söluandvirði húsnæðis Land-
spítalans við Hringbraut til að reisa nýjan
spítala. Mat forsætisráðherra var að fá mætti
meira en 21 milljarð króna fyrir húsin.
Um staðsetninguna eru, og hafa lengi verið,
skiptar skoðanir, hvort heldur er hjá almenn-
ingi eða sérfræðingum. Fram hefur komið
hjá Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur, forstjóra
Skipulagsstofnunar, að staðsetning spítal-
ans við Hringbraut falli best að aðalskipulagi
Reykjavíkur og markmiðum þess um þéttingu
byggðar, auk nálægðar við háskólana tvo.
Bygging nýs spítala hefur lengi verið í um-
ræðunni enda endurnýjunar þörf. Starfsemi
Landspítalans er á nærri tuttugu stöðum á
höfuðborgarsvæðinu. Það er óhagkvæmt
rekstrarlega og óhagræði bæði fyrir sjúk-
linga og starfsfólk. Athyglisverð er hins veg-
ar niðurstaða könnunar meðal 800 íslenskra
lækna um staðsetningu nýs Landspítala, sem
Ríkisútvarpið greindi frá í mars síðastliðn-
um. Þar kom fram að innan við 20% þeirra
eru sáttir við að nýr spítali verði byggður á
lóð þess gamla við Hringbraut. Hins vegar
vilja 44% sérfræðilækna nýja spítalann ekki
á þeim stað. Styrmir Gunnarsson, fyrrver-
andi ritstjóri, vek að þessum niðurstöðum í
pistli og sagði það vera mikið umhugsunar-
efni að svo lítill stuðningur væri meðal lækna
við staðsetningu nýs spítala við Hringbraut.
Jafnframt er augljóst, sagði hann, að við Víf-
ilsstaði er miklu meira svigrúm til uppbygg-
ingar spítala til lengri framtíðar. Þar vitnaði
hann meðal annars í Hróðmar Helgason, sér-
fræðing í hjartaskurðlækningum barna, sem
sagði staðsetninguna við Hringbraut í besta
falli vafasama og benti á Vífilsstaði.
„Sennilega er tímabært,“ sagði Styrmir í
mars síðastliðnum, „að ítarlegri umræður
fari fram um staðsetningu spítalans en fram
hafa farið til þessa.“
Undir það skal tekið.
Staðsetning nýs Landspítala
Hringbraut eða „besti staður“
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR
Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk-
uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson
teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39
kuldaleg og
spennandi
Hvít sem mjöll er önnur bókin
í finnska þríleiknum um Mjallhvíti
– áhrifarík bók um stelpu sem á
sér leyndardómsfulla fortíð.
„Kuldaleg spenna …
kraftmikil unglingabók.“
ÁM / MORGUNBLAÐIÐ
22 viðhorf Helgin 23.-25. október 2015