Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 23.10.2015, Qupperneq 28
Auðvitað þarf maður að næra sig á þessum langa tíma og ég tók inn svokall- að gel sem inniheldur öll helstu nær- ingarefnin, en maður vill síður vera að stoppa til þess að fara á klósettið og slíkt. Maður þarf bara að gera sitt á hjólinu Það kom aldrei til greina að hætta Verkfræðingurinn Geir Ómarsson er nýkominn frá Hawaii þar sem hann keppti í einni stærstu aflþraut heims, svokölluðum járnkarli. Geir var á meðal 2400 keppanda í járnkarlinum og vann sér þátttökurétt sjö vikum fyrir keppni. Hann segir hugar- farið hafa farið með sig alla leið, en viðurkennir að þreytan hafi sagt til sín á lokametrunum. Hann kláraði keppnina á rétt rúmum tíu klukkustundum og var á meðal þeirra 600 efstu. Rúmlega 2000 manns kláruðu keppnina svo árangurinn var nokkuð góður hjá fertugum verkfræðingi. Meðal þeirra sem kláruðu ekki var kokkurinn góðkunni Gordon Ramsay. É g var alltaf í handbolta og fót-bolta í gamla daga og síðan hef ég nú alltaf verið að skokka, svona öðru hvoru,“ segir Geir Óm- arsson, fertugur verkfræðingur sem keppti á dögunum í stærstu Ironman keppni heims, á Hawaii, eða svoköll- uðum járnkarli. „Ég hafði öðru hvoru farið í maraþon, eins og gengur. Svo fyrir fimm árum þá plataði vinur minn mig til þess að fara í hálfan járnkarl hérna heima,“ segir hann. „Eftir það setti ég það á fimm til tíu ára planið að taka heilan. Þessi vinur minn er samt löngu hættur, en hann er að byrja aftur,“ segir Geir. Mikill hiti á Hawaii Þríþrautin getur verið allskonar vega- lengdir, en járnkarlinn er stærsta keppnin þar sem lengstu vegalengd- irnar eru farnar í hverri þraut. Geir tók þátt í Ironman í Kaupmannahöfn í lok ágúst og vann sér þátttökurétt- inn til þess að keppa á mótinu sem haldið var í Kona á Hawaii. „Þetta er allt tekið í einni beit, með skipting- um á milli greina,“ segir hann. „Þeir hröðustu eru rúma 8 tíma að þessu og þeir síðustu fá 17 tíma til þess að klára. Ég var tíu tíma og tuttugu og fimm mínútur,“ segir Geir. „Ég hafði vonast til þess að fara hraðar. Ég var í rauninni ennþá þreyttur eftir keppn- ina í Kaupmannahöfn. Þeir sem eru að þessu að atvinnu keppa í mesta lagi þrisvar á ári, en keppnin í Dan- mörku var bara sjö vikum áður, sem er of stutt,“ segir hann. „Þetta er dellusport eins og annað og það er auðvelt að missa sig í því að kaupa dýrustu og flottustu hjólin og hjálmana. Það er samt ekkert mál að keppa í þríþraut á fjallahjólinu sínu og synda bara í venjulegri sundskýlu. Það geta allir tekið þátt.“ Ljósmynd/Hari Geir kemur í mark í Járnkarlinum í Kona á Hawaii. Gleðin leynir sér ekki enda búinn að keppa í 10 klukkutíma.Framhald á næstu opnu 28 viðtal Helgin 23.-25. október 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.