Fréttatíminn - 23.10.2015, Qupperneq 40
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík
sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-15
ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM
MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI
Mósel Basel HavanaRoma
Torino
Með nýrri AquaClean tækni
er nú hægt að hreinsa nánast
alla bletti aðeins með vatni!
Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að
segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu.
Áklæði
mæta á svæðið og hann sogast aftur inn í
þessar klassísku viðjar.“
Enn einn kallinn með endurminningar
Þegar þú talar um bókina þá segirðu alltaf
að þetta sé lýsing á meðgöngu, getur þú sem
femínisti notað þá líkingu? Veistu eitthvað
hvernig það er að ganga með barn? „Nei, en
mér fannst það ágætis leið til að lýsa þessu,
en það er best ég hætti því. Svona gamlir
femínistar eins og ég þurfa sífellt að vera í
endurmenntun og nú er að skrá sig á nýtt
námskeið. Ég hafði einmitt smá áhyggjur af
því hvað það eru margir karlmenn að skrifa
endurminningar sínar núna og hvað þetta
er orðin vel mönnuð bókmenntagrein, til
dæmis eru tvær eða þrjár bækur á þessari
vertíð endurminningabækur miðaldra karla
eins og ég er orðinn. En auðvitað heldur fólk
áfram að skrifa æviminningar og hver mað-
ur á víst bara eina ævi, og hjá sumum er hún
karlkyns. En ég varð samt að finna mína
leið, reyndi að gera þetta aðeins öðruvísi.“
Listamaðurinn sem þú gekkst með í þessa
níu mánuði var ekki rithöfundurinn heldur
myndlistarmaðurinn, eða hvað? „Ja, nú er að
lesa bókina… Að vera ófæddur listamaður
er dálítið eins og að vera inni í skápnum en
vita samt ekkert hvað samkynhneigð er.
Maður gat ekki útskýrt þetta fyrir neinum,
en var að bögglast með þetta einn og það var
ekki svo létt.“
Sambúð var frelsisskerðing andskot-
ans
Þú varst alltaf alveg einn, áttir aldrei neinar
kærustur og leitaðir ekki einu sinni eftir því.
Varstu hræddur við sambönd? „Já. Þegar
maður er í svona erfiðu sambandi við sjálfan
sig þá er ekkert pláss fyrir þriðju manneskj-
una. Það var líka ákveðinn ótti í mér við að
binda mig og algjört tabú í mínum augum að
fara í sambúð. Það var frelsisskerðing and-
skotans að fara að búa með konu sem gæti
svo orðið ólétt og þá væri lífið bara búið! Ég
var mjög hræddur við það.“
Hvaðan hafðirðu þessa fyrirmynd af hinu
frjálsa listamannalífi? „Ég var eingyðistrúar
og dýrkaði Marcel Duchamp, skrifa mikið
um það í bókinni. Þessi franski myndlista-
maður sem bjó mest í New York var stóra
fyrirmyndin mín, ég lagðist í djúpar stúder-
ingar á honum og bókin fjallar líka um þær.
Hann var leiðtogi lífs míns. Svona framan
af. Svo fékk ég nóg af honum, list hans
er auðvitað mjög vitræn. Ungt fólk tekur
gjarnan svona trú á eitthvað, hvort sem
það er kommúnismi, anarkismi, dauðarokk
eða í þessu tilfelli dadaískur konsept-snill-
ingur með stærðfræðigáfu, og trúir á það
eingöngu. Æskan er alltaf soldið fasísk hvað
þetta varðar, þarf haldreipi í óreiðukennt líf
sitt. En svo kemur að því að maður þroskast,
vex upp úr þessu og leggur æskugoðið til
hliðar, hættir vera einfaldur aðdáandi og fer
að gera sína eigin hluti.“
Þú passaðir ekki inn í þær kreðsur sem
þú varst í þarna í München, fílaðir ekki
borgina, fannst þig ekki í náminu, hvers
vegna fórstu ekki bara eitthvert annað? „Það
er góð spurning, en mér bara datt það ekki
í hug. Ég er svo skyldurækinn sérðu, var
búinn að komast inn í skólann og leigja mér
herbergi og það hvarflaði aldrei að mér að
gefast upp. Ég hélt þetta út fram á vorið 1982
og þá bara fór ég heim og hóf minn feril upp
á eigin spýtur, fór að mála og sýna.”
Óttast viðbrögð barnanna
„The rest is history“ eins og sagt er. Hall-
grímur hélt sína fyrstu einkasýningu 1984,
flutti til New York og síðan Parísar, var
með goðsagnakennda pistla á Rás 2, gaf
út sína fyrstu bók árið 1990 og er löngu
orðinn einn virtasti rithöfundur og mynd-
listamaður þjóðarinnar. Var erfitt að takast
á við þennan unga týnda mann frá 1981?
„Já, það var soldið erfitt, en létt líka, því það
er að mörgu leyti auðveldara að skrifa um
hluti sem maður hefur sjálfur upplifað, í stað
þess að þurfa að skálda allt út í loftið. Erfið-
leikarnir sneru þá mest að því hverju bar að
sleppa og síðan hinu: Að horfast aftur í augu
við þá hluti sem gerðust. Um suma kafla
fékk ég þau komment frá yfirlesurum að
þeir væru ekki nógu sannfærandi, þá hafði
Það var frelsisskerðing
andskotans að fara að
búa með konu sem
gæti svo orðið ólétt og
þá væri lífið bara búið!
Ég var mjög hræddur
við það.
40 viðtal Helgin 23.-25. október 2015