Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Síða 44

Fréttatíminn - 23.10.2015, Síða 44
Óhefðbundið stöðvunarskilti É Ég man þá tíð sem strákur í sveit að fólk tjaldaði þar sem því datt í hug, kom á sínum Fólksvagni og dró tjaldið undan húddinu á bjöllunni, enda vélin að aftan. Fæstir báðu um leyfi og bændur voru yfirleitt ekkert að amast við tjaldbúum í sumar- fríi. Það var svo sem engin örtröð ferðamanna. Tjaldað var við læk eða nærri ánni sem liðaðist eftir dalnum til þess að vera nærri vatni. Það þurfti vatn í pott til að sjóða pylsur á prímus enda ekki búið að finna upp grillið. Stundum röltu tjaldbúar heim að bæ og báðu um mjólk handa börn- um sínum. Því var vel tekið. Fólk var gestrisið til sveita. Tjaldbúar héldu síðan leiðar sinnar næsta morgun. Öllu dótinu var hlaðið í bílinn og krökkunum hrúgað aftur í. Farþegarnir gátu verið fleiri en leyfilegt var ef miðað var við skráningarskírteini bílsins en það var enginn að velta því fyrir sér. Það var heldur ekki búið að finna upp bílbelti þannig að hluti barnaskarans stóð á milli framsæta foreldra sinna. Flestir gengu vel um en stundum mátti þó sjá leifar sóða, tómar gos- flöskur og niðursuðudósir ef splæst hafði verið í saxbauta á prímusinn. Það góss fór heldur illa í fallegu landslaginu og lenti á heimafólki að hreinsa. Sígarettustubbar þessara sömu sóða lágu líka eftir sem hrá- viði en þá voru reykingar algengari en nú. Þá tíðkaðist líka sá ósiður margra að henda úr öskubökkum bíla sinna á ferð. Af slíkri hegðun hefur ekki frést í háa herrans tíð enda er batnandi fólki best að lifa. Sama gildir um flöskur. Fátítt er að sjá tómar flöskur og dósir á almannafæri enda er skilagjald á drykkjarföngum svo það er hagur allra að koma þeim á réttan stað eftir notkun. Fyrir kom að við kúasmalarnir gengum fram á heldur óskemmti- legri úrgang tjaldbúa og kannski annarra ferðalanga sem hafði orðið brátt í brók. Í þeim tilfellum varð að treysta á það að náttúran sæi um afganginn og í tímans rás sprytti fagurt blóm upp af áburðinum. Þetta var ekki til teljandi vandræða enda fáir á ferð. Það hefur hins vegar breyst í seinni tíð. Nú streyma hingað erlend- ir ferðamenn eftir að Ísland komst á kortið, einkum eftir gosið fræga í Eyjafjallajökli sem kom í veg fyrir flugsamgöngur víða um lönd. Sífellt fleiri gestir kjósa að skoða þetta furðuland í norðri – og er ekkert nema gott um það að segja. Erlendu ferðamennirnir eru velkomnir og við tökum vel á móti þeim enda hafa þeir rétt af villukúrs þjóðarskútunnar frá því er stællinn var sem mestur á útrásarvíkingunum og bönkunum þeirra, sem áttu víst að heita alþjóð- legir en höfðu engu að síður heim- ilisfesti hér. Þessir gestir okkar gista ýmist á hótelum, gistihúsum, tjaldsvæð- um eða heimagistingu og hafa þá aðgang að salerni þegar á þarf að halda. Svo eru það hinir sem enn ferðast upp á gamla mátann, njóta víðernis Íslands og tjalda þar sem hugurinn girnist, utan alfaraleiða. Það er draumur margra en þá vandast málið þegar líkaminn segir til sín og gera þarf stórt. Þá er hætt við að kúasmalar nútímans og jafn- vel fleiri rekist á svipaðan úrgang og við sveitadrengirnir í gamla daga. Svo rammt kveður að þessu að heilu sveitarfélögin leggjast nú gegn því að leyft verði að tjalda annars staðar en á skipulögðum tjaldsvæðum. Það á til dæmis við um Hornfirðinga sem eru orðnir þreyttir á ferðafólki sem skilur eftir sig úrgang af ýmsu tagi, eins og fram kemur í umsögn þeirra um breytingar á frumvarpi til laga um náttúruvernd. Menn austur þar nenna hvorki að eyða mannafla né fjármunum í að hreinsa upp leifar eftir ferðamannaskarann, svo ekki sé minnst á kúkinn undir beru lofti. Þeir hafa ekki tíma til þess að bíða eftir blóminu sem upp sprettur síðar, eins og var í mínu ungdæmi. Hið sama á eflaust við um menn víða um land. Á það rákumst við hjónin þegar við héldum á fornar slóðir mínar sem smaladrengs um síðustu helgi. Í nálægum firði rákum við augun í skilti við fjárrétt sem við fyrstu sýn virtist vera umferðar- skilti. Þegar betur var að gáð var alls ekki svo. Skiltið var að vísu bann- eða stöðvunarskilti en ekkert líkt neinu sem maður lærði fyrir bílprófið fyrir margt löngu. Það sýndi mann á hækjum sér á gulum fleti en strikað var yfir með rauðu yfir bæði mann og kúk sem frá honum hafði komið. Augljóst mátti vera að ferðalangar í spreng höfðu fundið sér skjól í fjár- réttinni og létt á sér. Þolinmæði heimamanna var augljóslega þrotin og því var skiltið sett upp. Hvort bannskiltið dugar til að halda ferðamönnum með ólgandi ristil frá fjárréttinni skal ósagt látið. Það hlýtur að verð eitt helsta verk- efni nýrrar Stjórnstöðvar ferðamála að finna lausnir á þessum vanda. Nái bann við því að tjalda á víðavangi fram að ganga dregur að vísu úr þrýstingi, í bókstaflegri merkingu, en vandamálið hverfur ekki, allra síst á auðnum hálendisins. Þar má búast við blómabreiðu þegar fram í sækir og ferðamennirnir sem koma hingað til lands fylla tvær milljónir á ári, ef upp sprettur blátt lítið blóm af hverri áburðardreifingu. Blómin gleðja, eins og segir í aug- lýsingum blómasalanna. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Kolklikka ur „Frábær saga, klikkuð og öskrandi fyndin!“ Aftenposten Doktor Proktor Tvær fyrstu bækurnar um Lísu, Búa og hin stór- kostlega Doktor Proktor. w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 44 viðhorf Helgin 23.-25. október 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.