Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Side 69

Fréttatíminn - 23.10.2015, Side 69
Hið fullkomna léttvíns-snakk Margir þekkja það að fá sér rauðvín og osta. Samsetning sem hefur verið vinsæl um allan heim svo öldum skiptir. Í dag er svokallað snakk með léttvíni mjög fjölbreytt og misjafnt eftir víntegundum, og bjór. Hér eru hugmyndir að góðum bakka sem hentar með rauðvíni, hvítvíni og bjór. Chorizo pylsa. Prosciutto skinka. Primadonna ostur. Mildur geitaostur. Chili-sultu uppskrift: 1 stk rautt chili 200 g frosin rauð paprika 2 hvítlauksgeirar 80 g tómatar í dós 150 g sykur 25 ml hvítvínsedik Aðferð: 1. Setjið allt í pott og sjóðið í 30 mín 2. Maukið með töfrasprota Uppskriftir frá Vínbúðinni og Hagkaup Maríneraðar ólífur 400 g blandaðar ólífur 5 msk. fersk bergminta, söxuð 1 haus fennel, skorinn í þunnar sneiðar 1 stk. appelsína, safi og börkur Þessar ólífur er frábært að bera fram á hlaðborði, sem meðlæti, eða hafa á miðju borði þar sem allir ná til. Best er að hafa 3-4 tegundir af ólífum og velja þær sem að ykkur þykja bestar. Blandið ólífum, bergmintu og fennel saman í skál. Raspið appelsínubörk yfir og kreistið appelsínusafa yfir. Blandið öllu vel saman. Regína Ósk og Örn Árna sameina krafta sína á ný við undirleik Jónasar Þóris á jólahlaðborði Hótel Sögu í Súlnasal. Regína Ósk og Örn hafa heillað gesti í Súlnasal undanfarin ár. Hinn eini sanni Siggi Hlö þeytir skífum fram á nótt. Ekki missa af girnilegum jólakræsingum og frábærri skemmtun á Hótel Sögu. Föstud. 20.11 Laugard. 21.11 Föstud. 27.11 Laugard. 28.11 Föstud. 04.12 Laugard. 05.12 Föstud. 11.12 Laugard. 12.12 Jólahlaðborð í Súlnasal. Verð kr. 10.500 á mann. Bókaðu þinn hóp á hotelsaga@hotelsaga.is eða í síma 525 9930 www.hotelsaga.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.