Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Síða 74

Fréttatíminn - 23.10.2015, Síða 74
74 bækur Helgin 23.-24. október 2015  RitdómuR dúkka eftir Gerði Kristnýju Skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Hundadagar, trónir á toppi metsölulista Eymundsson þessa vikuna og toppbókin frá fyrri viku, Þarmar með sjarma, dettur niður í 4. sæti. Á milli þeirra sitja Hrellir Lars Kepler og vinnings- hafi Íslensku barnabókaverðlaunanna, Arftakinn eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur. Listinn lítur svona út: 1. Hundadagar 2. Hrellirinn 3. Skuggasaga-Arftakinn 4. Þarmar með sjarma 5. Gildran 6. Íslensk litadýrð-Colorful Ice 7. Stúlkan í trénu-Kilja 8. Grimmi tannlæknirinn 9. Sjóveikur í München 10. Lausnin HundadagaR á toppinn  BækuR ÞóRdís gísladóttiR með tvæR BækuR í jólaflóðinu æ tlarðu að spyrja mig um typpi,” spyr Þórdís Gísladóttir þegar hún heyrir að það er blaðamaður á lín- unni. „Það eru typpi í bókum, Bubba, Jóns Gnarr og Hallgríms, það er það eina sem ég veit um það mál. Það eru engin typpi í mínum bókum, eða jú, það eru reyndar munnmök í Tilfinningarökum svo það er dálítið óljóst. Og ekki minnst einu orði á typpi í Randalín og Munda.“ Byrjaði sem sálmur Með þessari opnun er Þórdís eiginlega búin að rústa byrjunarlínunni minni sem átti að snúast um það að mér fyndist ekki eins mikil kaldhæðni í tilfinningarökum og í fyrri ljóða- bókum hennar, en ég læt hana samt vaða. „Veistu, ég held það sé bara rétt hjá þér,“ seg- ir Þórdís. „Ég skrifaði þessa bók eiginlega í einum rykk síðastliðinn vetur og ástæðan fyrir því að ég byrjaði var að ég var beðin að semja sálm fyrir Dómkirkjuna, sem síðan var frumfluttur á Menningarnótt. Ég hafði aldrei skrifað sálm og svo sem ekki velt þeim sér- staklega fyrir mér, þótt ég hafi lengi verið í kór og sungið mjög mikið af sálmum. Ég settist niður og fór að velta þessu fyrir mér og fékk ýmsar hugmyndir, meðal annars þó nokkrar sem ég vissi að ég gæti ekki notað í sálmi og þá urðu þessi ljóð til.“ Fjórtán ára og langar að vera á föstu Þórdís segist hafa haft það bak við eyrað í töluverðan tíma að skrifa söguljóð með sam- hangandi sögu og látið reyna á það við skriftir þessara ljóða til að sjá hvort hún gæti það og hvernig það kæmi út. Spurð hvort það merki að hún sé á leiðinni yfir í prósa, hummar hún dálítið og vill lítið gefa upp. „Ég veit það bara ekki, það getur alveg verið,“ segir hún. „Ljóð- in mín eru nú flest smáprósar svo það er ekki stórt stökk. Reyndar erum við Hildur Knúts- dóttir langt komnar með raunsæja unglinga- bók þar sem aðalpersónurnar eru strákar og hún verður vonandi það næsta sem kemur út.“ Spurð hvort raunsæ unglingabók þýði ein- hvers konar áframhald á Fimmtán ára á föstu og Sextán ára í sambúð hlær Þórdís og segir að þetta sé frekar Fjórtán ára sem langar að vera á föstu. Ekkert yfirskilvitlegt Talandi um unglinga er stutt skref yfir í barnabækurnar en þriðja bók Þórdísar um Randalín og Munda er væntanleg hvað úr hverju. Henni hefur verið legið á hálsi fyrir að láta aðalpersónurnar framkvæma ýmsa hluti sem börn eigi ekkert að gera, eru þau skötuhjúin enn við það heygarðshornið í nýju bókinni? „Ég fékk nú ekki beint skammir, en það svelgdist sumum dálítið á við lestur fyrri bókanna, jú,“ viðurkennir hún. „Þetta eru uppátækjasamir krakkar, en þau gera ekkert af sér í þessari bók sem ekki er leið- rétt fljótlega.“ Spurð hvort afturgöngurnar í titlinum þýði að hún sé farin að skrifa um yfirskilvitlega heima harðneitar hún því. „Það er kannski leiðinlegt að ljóstra því upp, en annars vegar telja þau sig sjá afturgöngur og hins vegar fá þau hlutverk í bíómynd þar sem þau leika afturgöngur, þaðan kemur nú þessi titill.“ Nauðsynlegt að þýða Auk þess að senda frá sér tvær frumsamdar bækur í haust er Þórdís afkastamikill þýð- andi sem síðast þýddi Skuggadreng eftir Carl- Johan Vallgren sem kom út í vor, er hún með nýja þýðingu í tölvunni? „Nei, ég er í smá- pásu núna meðan vertíðin er að ganga yfir, en ég fer sjálfsagt eitthvað að þýða fljótlega. Mér finnst það eiginlega alveg nauðsynlegt. Ég náttúrulega byrjaði sem þýðandi og mér finnst einhvern veginn að ég þurfi að þýða til að fara í saumana á textum, pæla virkilega í tungumálinu og hvernig orðin raðast saman. Það hjálpar mér í mínum skrifum.“ Þórdís er ein þeirra ljóðskálda sem lesa upp í Ljóðapartíi á Gauknum í kvöld, föstudags- kvöld 23. október, og hún segist finna fyrir miklum áhuga á ljóðum í samfélaginu. „Já, ég held það að áhugi á ljóðum sé að aukast. Ég fæ stundum símtöl og pósta frá menntaskóla- nemum og mömmum menntaskólanema sem segja mér að þeim hafi alltaf þótt ljóð leiðin- leg en svo lesið bækurnar mínar og skipt um skoðun. Það er nú varla hægt að fá meira hrós en það.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Það eru engin typpi í mínum bókum Ítalska bókaforlagið Marsilio Editori hefur keypt útgáfurétt að glæpasögu Ragnars Jónassonar, Snjóblindu. Forlagið er umsvifamikið í glæpasögum á ítölsku og gefur meðal annars út bækur eftir Stieg Larsson, Henning Mankell, Lizu Marklund, Camillu Läckberg og Jussi Adler-Olsen. Ragnar er á miklu flugi þessa dagana en á bókamessunni í Frankfurt var gengið frá sölu þriggja bóka úr Siglufjarðarseríu hans til Bretlands. Snjóblinda kom upphaflega út á íslensku árið 2010 og gerist að vetrarlagi á Siglufirði, þegar snjóflóð lokar bænum í miðri morðrannsókn. Bókin hefur nú þegar komið út í Þýskalandi, Póllandi og Bretlandi, en í síðast- nefnda landinu náði hún efsta sæti á metsölulista Amazon Kindle af metsölubókinni Stúlkan í lestinni. Snjóblinda hefur jafnframt verið seld til Bandaríkjanna. Ný spennubók eftir Ragnar, Dimma, kemur út hjá Veröld í lok mánaðarins, en þar segir frá lögreglukonu í Reykjavík sem er á leið á eftirlaun en tekur að sér að rann- saka eitt mál að lokum, voveiflegt dauðsfall hælisleitanda. Snjóblinda Ragnars til Ítalíu Íslenskir útgefendur eru nokkuð kátir með árangur af ferð sinni á bókamessuna í Frankfurt um síðustu helgi, enda hefur eftirspurn eftir íslenskum bókum aukist gríðarlega og öll samningagerð við erlenda útgefendur auðveldari en áður. Hver útgáfusamningurinn af öðrum var undirrit- aður og meðal annars var væntanleg bók Arnaldar Indriðasonar, Þýska húsið, seld risaútgefandanum Random House í Bretlandi. Auk nýju bókarinnar, sem kemur út 1. nóvember að vanda, var gengið frá fimm öðrum samningum um bækur Arnaldar. Heimska, ný skáldsaga Eiríks Arnar Norðdahl, var seld til Svíþjóðar og Frakklands en síðasta bók hans, Illska, hefur átt mikilli velgengni að fagna í Frakklandi undanfarin misseri. Þá var gengið frá útgáfu á Drápu Gerðar Kristnýjar í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Arnaldur til Random House Það er fátt eins ógnvekjandi og dúkkur. Þetta frosna bros og dauðu augu vekja martraðarkennd- an óhug og það er með ólíkindum að börnum skuli vera ætlað að líta á þessi afstyrmi sem börnin sín. Nær væri að kenna þeim að forðast þessi dauðu plastskrímsli eins og heitan eldinn og Gerður Kristný leggur sitt lóð á þá vogarskál í nýjustu bók sinni Dúkku sem kynnt er sem hrollvekja fyrir 8 til 12 ára börn. Því miður verður að segjast að þótt dúkkurnar sem sagan hverfist um séu skrímsli þá næst aldrei upp raunverulegur óhugnaður og verð- ur að teljast ólíklegt að börn fleygi frá sér dúkk- unum sínum í hryllingskasti að lestri loknum. Því miður. Dúkkurnar í sögunni eru fyrirmyndir eigenda sinna og vísa óhugnanlega til þess hvernig reynt er með öllum ráðum að dúkkuvæða ungar stelpur með stöðugum áróðri um að þær þurfi að vera sætar og góðar. Með því að gangast dúkkuvæð- ingunni á hönd verða þær smátt og smátt sjálfar leikföng og missa áhugann á því sem áður veitti þeim ánægju í lífinu. Þær verða batteríslausar og óvirkar. Dúkkur í stað heilbrigðra stelpna. Gerður byggir söguna vel upp, það liggur spenna í loftinu og lesandinn á sífellt von á því að verða skelfdur upp úr skónum en jafnvel í hápunkti sögunnar, þegar önnur aðalstelpan er að hverfa úr sjálfri sér, verður hryllingsaugnablikið dauft og bitlaust. Ég geri mér grein fyrir því að sagan er skrifuð með ung börn í huga, en börn þurfa alvöru hrylling til að hrista upp í sér og hér hefði mátt ganga mun lengra í þá átt. Spennuuppbygging án raunverulegs átakapunkts í endann missir marks og lesandanum finnst hann hafa verið snuðaður. Inn í söguna fléttast sorg og sjálfsásökun aðal- persónunnar vegna föðurmissis og þar nær Gerður sér virkilega á strik. Maður finnur nístandi sorg- ina í gegnum textann frekar en lýsingarnar sjálfar og vorkennir þessari tíu ára stúlku óskaplega. Textinn er reyndar aðall bókarinnar, frábærlega tær og blæbrigðaríkur og ljósárum framar texta flestra bóka sem skrifaðar eru fyrir börn. Fyrir það á Gerður Kristný ómælt hrós skilið. Þrátt fyrir vonbrigðin vegna skorts á óhugnaði er óhætt að mæla með Dúkku sem lesefni fyrir börnin, lestur á slíkum eðaltexta er mannbætandi fyrir alla. -fb Dúkkur dauðans  dúkka Gerður Kristný Mál og menning 2015 Ragnar Jónasson. Arnaldur Indriðason gerir það gott hjá erlendum útgef- endum. Þórdís Gísladóttir á tvær bækur í flóðinu þetta haustið, ljóðabókina tilfinn- ingarök og barnabók- ina Randa- lín og Mundi og afturgöng- urnar. Hún er auk þess mikilvirtur þýðandi og langt komin með raunsæja unglinga- bók. Þórdís Gísladóttir er bæði með ljóða- bók og barnabók á þessari vertíð. KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ. UMGJARÐADAGAR Í PROOPTIK Fullt verð: 19.900,- TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ: 1 kr. við kaup á glerjum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.