Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Qupperneq 76

Fréttatíminn - 23.10.2015, Qupperneq 76
 Tónleikar TexTasmiður almúgans læTur Til sín Taka Sálfræðingar og geðlækn- ar koma í tíma til mín Hljómsveitin Thin Jim sendi á dögunum frá sér lagið Ást úr steini sem er samið af þeim Mar- gréti Eir, söngkonu sveitarinnar, og Jökli Jörgensen bassaleikara, sem semur tónlist og texta sveitarinnar. Jökull er mikill Reykvíkingur og er annt um borgina og er textinn tileinkaður Reykjavíkurborg. Honum finnst mikil neikvæðni í borginni þessa dagana. Mikið um mótmæli og fólk er ósátt við ráðamenn borgarinnar. Jökull ákvað að þetta væri besti tíminn til að koma með mjúkan og róandi tón inn í höfuðborgina. Reykjavík ber með sér mikinn þokka og í leiðindum og hversdagsleikanum gleymist það gjarna. J ökull Jörgensen, bassaleik-ari og lagahöfundur Thin Jim, er rakari. Hann hefur klippt og rakað Reykvíkinga um árabil á Rakarastofu almúgans sem hann rekur á Laugaveg- inum. Hann segir starf rakarans oft vera eins og sáluhjálp. „Það er auðvitað mikil neikvæðni allt í kringum okkur. Maður þarf ekki annað en að opna Facebook þar sem neikvæðnin er mjög ráðandi, og Íslendingar eru fóðraðir af nei- kvæðni alla daga,“ segir hann. „Það gleymist oft að líta á það sem jákvætt er. Ég var orðinn svo leiður á þessari neikvæðni og fór að hugsa til þess þegar ég var lítill gutti, áhyggjulaus heima hjá mér. Þá var hlustað á óskalög sjúklinga og sjómanna og þá voru þessi rómantísku lög sem voru sungin. Lögin sem Elly og Villi sungu ásamt fleirum sem voru alltaf smá halló, en svo fallega saklaus. Mig langaði að gera eitthvað sem væri afturhvarf til þessara laga,“ segir hann. „Gefa borginni smá séns. Þetta er góð borg og mig langaði að benda á það sem er svo gott og fallegt. Ég er búinn að vera með rak- arastofuna á Laugaveginum í 30 ár í ár,“ segir Jökull. „Í gegnum tíðina hafa geðlæknar og sálfræð- ingar komið í tíma til mín,“ segir hann og hlær. „Frægir geðlæknar koma kannski tvær vikur í röð í stólinn. Það er auðvelt fyrir sæmi- lega greindan mann að finna púls- inn í samfélaginu með því að reka rakarastofu. Ég gæti skrifað heilu bækurnar um það sem gerist í götunni. Um daginn kom til mín maður sem fannst ég full fínn í tauinu fyrir að kalla mig rakara almúgans,“ segir hann. „Ég sagði honum að það væri ekkert göfugt við fátækt, en ekki við ríkidæmi heldur. Almúgamaður er huglægt ástand og spurning um hjarta- lag,“ segir Jökull. Thin Jim er hljómsveit Jökuls og Margrétar Eirar söngkonu, sem einnig er sambýliskona hans. Sveitin er alltaf að og segir Jökull svona verkefni vera skuld- bindingu. „Þetta er eins og hvert annað barn og svona verkefni er hugsað sem lífvera sem maður hefur alið af sér, og það verður alltaf til,“ segir hann. „Þetta er vettvangur fyrir mína sköpun og okkar. Þetta lag er það fyrsta sem við Margrét semjum saman, og bara það fyrsta sem hún semur yfir höfuð. Sem segir manni að það er aldrei of seint. Það er alltaf von,“ segir hann. „Sem er einmitt inntakið í textanum. Það er alltaf von. Þetta er lag vonarinnar. Mér finnst oft vanta rómantík og skáldskap í textum í dag og við verðum að hafa þessa hluti uppi við til þess að hafa svigrúm fyrir ímyndunaraflið,“ segir Jökull Jörgensen, tónlistarmaður og rakari almúgans. Thin Jim heldur tónleika á Ró- senberg laugardaginn 31. október og mun frumflytja nýja lagið, Ást úr steini, ásamt fleira af nýju efni í bland við önnur lög sveitarinnar og annarra. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Jökull Jörgensen og Margrét Eir sömdu saman lagið Ást úr steini. Þau búa saman og stíga einnig á stokk saman með hljóm- sveitinni Thin Jim. Ljósmynd/Hari SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP 360° SNÚNINGUR FARTÖLVA, STANDUR OG SPJALDTÖLVA QHD+IPSFJÖLSNERTISKJÁR MEÐ178° SJÓNARHORNI Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is 2 DAGA TILBOÐ VERÐ ÁÐUR 1 99.900 4BLS BÆKLINGURSTÚTFULLUR AF ÖLLUM HEITUSTU TÖLVU-GRÆJUNUM YOGA 3 PRO Sú allra flottasta frá L enovo og ein glæsilegasta fa rtölvan í dag QHD+ IPS fjölsn ertiskjá sem hægt er að snúa 360° og mögnuðu JBL Waves Audio! 169.900 Sími: 5 700 900 - prooptik.is Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik 25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar! Söngskólinn í Reykjavík Næsta 7 vikna námskeið vetrarins hefst 26. október 2015 og lýkur 11. desember. Einnig er hægt að fá einkatíma í söng - fjöldi tíma samkomulag SÖNGNÁMSKEIÐ Nánari upplýsingar www.songskolinn.is / ☎ 552-7366 Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmtilegt við sitt hæfi! • Fyrir fólk á öllum aldri: Sem undirbúningur fyrir frekara söngnám eða tómstundagaman fyrir söngáhugafólk • Kennslutímar: Morguntímar / Síðdegistímar / Kvöldtímar • Söngtækni: Raddbeiting / Túlkun / Einsöngur / Raddaður söngur • Tónmennt: Tónfræði / Tónheyrnarþjálfun / Nótnalestur 76 menning Helgin 23.-25. október 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.