Fréttatíminn - 23.10.2015, Síða 78
Það er mikið
af nýju efni
í þessu hjá
okkur og
við rifjum
upp gamla
karaktera
sem koma
ljóslifandi úr
sjónvarpinu.
Mér sýnist
þeir allir
pluma sig vel
á stóru sviði,
enda eru þeir
margir stórir
og grófir.
www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39
SPENNANDI
FURDUSAGA
Skuggasaga – Arftakinn er
fyrsta bók Ragnheiðar
Eyjólfsdóttur, margslungin
og spennandi furðusaga
fyrir alla aldurshópa
sem bar sigur úr býtum
í samkeppninni um Íslensku
barnabókaverðlaunin 2015.
Metsölulisti
Eymundsson
BARNABÆKUR VIKA 42
1.
Þ
að er alltaf fiðringur fyrir
frumsýningu,“ segir Rand-
ver Þorláksson leikari um
frumsýningu Spaugstof-
unnar í Þjóðleikhúsinu á
laugardag.
„Við gubbum samt ekki neitt. Við
erum hættir því,“ segir hann.
„Það er góður andi í hópnum og hefur
alltaf verið. Ég var í fríi frá hópnum í
einhvern tíma en það var ekkert mál að
finna taktinn aftur. Þetta er allt á harða
disknum og svo höfum við aldrei hætt
alveg að vinna saman,“ segir hann. „Við
unnum þetta saman að miklu leyti en
svo kláruðu strákarnir þetta. Þetta er
ekki beint efni úr sjónvarpinu, heldur
meira blanda af efni sem við höfum
verið að nota og skrifum upp á nýtt
ásamt alveg glænýju. Þetta er svona
kabarett með mörgum atriðum. Þetta
er upprifjun,“ segir Randver. „Þetta eru
hátíðahöld. Eru ekki allir að halda upp
á afmæli,“ segir hann. „Það er mikið af
nýju efni í þessu hjá okkur og við rifjum
upp gamla karaktera sem koma ljós-
lifandi úr sjónvarpinu. Mér sýnist þeir
allir pluma sig vel á stóru sviði, enda
eru þeir margir stórir og grófir. Við
erum vanir þessu og flestir okkar búnir
að vera sem áratugum skiptir í þessu
húsi. Ég byrjaði 1970 hjá Þjóðleikhús-
inu en er í dag kominn á aldur, eins og
sagt er,“ segir Randver.
„Það er fínt og ég get einbeitt mér að
öðru. Ég vatt mér í ferðamennskuna og
er leiðsögumaður. Ég er búinn að vera
í því á fullu. Svo hef ég sinnt óperunni
vel sem er mitt uppáhald og í rauninni
það skemmtilegasta sem ég veit,“ segir
hann. „Tónlistin og óperuformið inni-
ber allt sem maður vill sjá í leikhúsi.
Þetta er „maximum“ form og ég hef
fylgst með óperum lengi. Við frumsýn-
um á laugardaginn og það er að seljast
vel. Við verðum allavega fram að jólum
og svo sjáum við til,“ segir Randver.
„Svo veltur þetta bara á eftirspurn eins
og venjan er. Það er bara svo mikið og
gott starf og prógram í Þjóðleikhúsinu
að það kemst auðvitað ekki allt fyrir.
Við vonumst til að fá sem flesta af þeim
sem höfðu gaman af þessu í sjónvarp-
inu á sínum tíma,“ segir Randver.
„Þessir þættir voru auðvitað með
alveg svakalegt áhorf þegar best lét og
þetta var fjölskylduþáttur. Okkar helstu
fylgjendur eru nú líklega farnir að
reskjast, en það er von til þess að þeir
vilji koma og rifja þetta upp með okk-
ur,“ segir hann. „Spurning hvort börn
þess tíma séu ekki líka bara fullorðið
fólk í dag og taki sín börn á sýninguna
til þess að kynna þau fyrir okkur. Þetta
verður ekkert bannað börnum. Við
vorum nú dæmdir á sínum tíma fyrir
guðlast og klám, en þetta er ekki of
gróf sýning. Við höfum möguleika á því
líka að bæta inn efni ef það er eitthvað
merkilegt sem gerist í fréttum, svo það
er von á einhverju nýju í einhverjum
sýningum,“ segir Randver Þorláksson
leikari.
Yfir til þín, er frumsýnt í Þjóðleikhús-
inu á laugardag.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Kópavogur Fjölbreytt dagsKrá í menningarhúsum
Nóg að gera í haustfríinu
Menningarhúsin í Kópavogi
bjóða fjölbreytta dagskrá í
haustfríi skólanna í bænum.
Leikurinn hefst í Bókasafni
Kópavogs morgun, laugardaginn
24. október, en þá verður boðið
upp á brúðuleikhús klukkan
13 í Lindasafni og klukkan 15
í Hamraborg. Harry Potter
maraþon fer fram í Hamraborg
á mánudaginn 26. október og
þriðjudaginn 27. október þegar
sýndar verða fyrstu þrjár mynd-
irnar um galdrastrákinn. Harry
Potter og viskusteinninn verður
sýnd klukkan 11 á mánudag,
Harry Potter og leyniklefinn
verður sýnd á þriðjudag klukkan
11 og Harry Potter og fanginn frá
Azkaban verður sýnd á þriðjudag
klukkan 14. Boðið verður upp á
popp með bíóinu, að því er fram
kemur í tilkynningu Kópavogs-
bæjar.
Gerðarsafn býður upp á
ókeypis tveggja daga skúlptúr-
námskeið fyrir 8-12 ára krakka.
Námskeiðið fer fram í haustfríi
skóla Kópavogsbæjar – mánudag-
inn 26. október og þriðjudaginn
27. október klukkan 13-15. Linn
Björklund myndlistarmaður
leiðir námskeiðið. Gerðir verða
skúlptúrar en námskeiðinu lýkur
á sýningu á verkunum í Stúdíó
Gerður á neðri hæð safnsins.
Ókeypis er inn og allir velkomnir.
Námskeiðið tekur um tvær
klukkustundir hvorn dag.
Í Náttúrufræðistofu Kópavogs
verður smásjáin dregin fram
dagana 24.-27. október og geta
börn og fullorðnir skoðað dýr í
smásjánni og fræðst nánar um
þau.
leiKhús ný sýning spaugstoFunnar í ÞjóðleiKhúsinu
Gubbum ekki fyrir sýningu
Spaugstofan er fyrir löngu orðin stofnun í íslensku gríni og leiklistarlífi. Fyrir 30 árum mynduðu
fimm kumpánar hóp sem tók að hittast reglulega og hafa í flimtingum flest milli himins og
jarðar. Sumir kölluðu þá rugludalla, aðrir kölluðu þá snillinga, enn aðrir dóna, klámhunda og
guðlastara. Sjálfir kölluðu þeir sig Spaugstofuna. Þetta samstarf reyndist í meira lagi vana-
bindandi – og enn hefur þeim ekki tekist að hætta. Nú birtast þeir á Stóra sviði Þjóðleikhússins
í sýningunni Yfir til þín, og hafa líklega aldrei verið ruglaðri. Að minnsta kosti er þeim ennþá
ekkert heilagt. Randver Þorláksson segir grínið allt vera til staðar á harða diskinum.
„Okkar helstu fylgjendur eru nú líklega farnir að reskjast, en það er von til þess að þeir vilji koma og rifja þetta upp með
okkur,“ segir Randver en Spaugstofan er 30 ára. Ljósmynd/Hari
78 menning Helgin 23.-25. október 2015