Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Qupperneq 4
4 Fréttir 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Framsókn trónir á toppnum n Björt framtíð tapar forskotinu E f kosið yrði til Alþingis í dag myndi Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, að öllum lík- indum verða næsti forsætisráðherra Íslands – ef marka má niðurstöð- ur nýrrar skoðanakönnunar MMR. Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi og mælist nú með mest fylgi allra flokka: 29,5 prósent aðspurðra styðja Framsóknarflokk- inn. Í könnun MMR fylgir Sjálfstæðis- flokkurinn á eftir Framsókn með 24,4 prósent atkvæða en flokkurinn hefur haldið áfram að tapa fylgi og er í raun í frjálsu falli frá því sem flokkurinn mældist með fyrir nokkrum mánuð- um. Fylgi Bjartrar framtíðar hefur einnig dalað nokkuð frá því í byrj- un febrúar, þegar flokkurinn mæld- ist með um sautján prósent atkvæða. Fylgið mælist nú tólf prósent og er framboðið komið 0,5 prósentum undir fylgi Samfylkingar. Þá eru Vinstri græn með 8,7 pró- senta fylgi og halda því áfram að tapa hylli kjósenda. Aðrir flokkar mælast með undir 4 prósentum atkvæða. 81,7 prósent aðspurðra gáfu upp af- stöðu sína í könnuninni, en fjöldi svarenda var 893. Framsókn hefur lagt áherslu á afnám verðtryggingarinnar sem hef- ur greinilega hlotið góðan hljóm- grunn hjá kjósendum. Þar að auki hefur Framsókn talað fyrir almennri leiðréttingu húsnæðislána, sem myndi væntanlega hafa í för með sér tilheyrandi tekjuskerðingu fyrir bankana. n simon@dv.is Sigmundur í sókn Framsóknarflokkurinn mælist nú stærstur. Fara í hart við Elkem Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) mun draga stóriðjufyrirtækið Elkem á Grundartanga fyrir félagsdóm. El- kem hefur ekki getað sýnt fram á að starfsmenn verktaka á athafnasvæði fyrirtækisins starfi eftir þeim kjara- samningum sem á svæðinu gilda. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, kveðst hafa krafið Elkem um svör þar sem kom fram að starfs- menn verktakafyrirtækisins, sem er með starfsemi allan ársins hring á Grundartanga, væru að vinna sam- kvæmt kjarasamningi á hinum al- menna vinnumarkaði. Þetta sættir VLFA sig ekki við enda liggur þá fyrir að starfsmenn verktakans eru að vinna á lakari kjörum en kjara- samningur Elkem Ísland við VLFA kveður á um. VLFA bauð Elkem að leiðrétta þetta en þeirri ósk félagsins var hafnað. „Þessu verður mætt af fullri hörku og meðal annars liggur fyr- ir að þetta mál mun fara fyrir fé- lagsdóm. Það liggur einnig fyrir að Verkalýðsfélag Akraness mun ekki undir neinum kringumstæð- um skrifa undir samning í komandi kjarasamningum þar sem ekki verð- ur tryggt að þau kjör sem um hefur verið samið inni á athafnasvæði El- kem Ísland gildi fyrir alla sem þar starfa,“ segir Vilhjálmur. Sigurður hjólar í saksóknara Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, læt- ur sérstakan saksóknara heyra það í Viðskiptablaðinu. Segir Sigurð- ur að embættið hafi verið stofn- að til þess að finna glæpi þar sem enginn sé viss um að glæpir hefðu verið framdir. Sigurður er ákærður í al-Thani málinu en hann sakar saksóknara um afbrot án þess að tilgreina það nánar. „Hvað sem aðilum kann að finnast um hina rannsökuðu í þessum núverandi málum og hvað þeir kunna að eiga skilið, þá hlýt- ur að setja hroll að mönnum þegar hugsað er til þess fordæmisgildis sem afbrot hins sérstaka embættis kunna að hafa til frambúðar.“ Þ eir Andri Már Þórðarson og Örvar Arnarsson, sem létust í fallhlífarstökki í Flórída á laugardag, lét- ust við höggið af fallinu. Þetta eru niðurstöður úr skýrslu dánardómstjóra í Pasco-sýslu sem birt var á mánudag. Enn er beðið niðurstaðna úr lögreglurann- sókn á slysinu en talið er að Örv- ar, sá reyndari, hafi reynt að koma hinum óreyndari, Andra Má, til bjargar en þegar það hafi ekki tek- ist hafi þeir báðir hrapað til jarðar. Andri Már var aðeins 25 ára þegar hann lést, ókvæntur og barn- laus námsmaður með brennandi áhuga á fallhlífarstökki. Örvar var fertugur, mikill íþróttamaður og stundaði á sínum yngri árum fimleika með meistaraflokki Ár- manns. Örvar var reyndur fallhlíf- arstökkskennari auk þess að vera einn reyndasti fallhlífarstökkvari landsins og rak fyrirtæki í þeim geira ásamt félögum sínum. Með myndavél á hjálminum Andri Már og Örvar voru í hópi Ís- lendinga í árlegri kennsluferð á veg- um Fallhlífastökkfélagsins Frjáls falls í þjálfunarbúðir hjá Skydive City. Um 75.000 fallhlífarstökk fara árlega fram á vegum Skydive City, og yfir pásk- ana flykkjast jafnan hundruð manna þangað til að stökkva. Missti náinn vin í stökki Ekki hafa margir Íslendingar látist í slysum af þessum toga. Árið 2007 lést þó íslenskur karlmaður í stökki í Nýja Suður-Wales í Ástralíu. Sá mað- ur var náinn vinur Örvars en þeir höfðu lengi stundað íþróttina saman. Þeir sem DV hefur rætt við innan fall- hlífarstökkheimsins eru allir harmi slegnir yfir slysinu. „Þetta er lítið sam- félag. Við þekkjumst nánast öll,“ segir fallhlífarstökkvari sem DV ræddi við en vill ekki láta nafns síns getið. „Þetta minnir mann á að þetta er ekki hættu- laust sport,“ segir hann. Örvar kenndi honum líkt og svo mörgum öðrum ungum fallhlífarstökkvurum listina og hann ber honum vel söguna. „Þetta var bara frábær náungi, alltaf hress, alltaf til í að djóka eitthvað. Í rauninni er bara ekkert slæmt um hann að segja,“ segir hann. Varafallhlífar taldar hafa opnast of seint Slysið virðist hafa orðið með þeim hætti að aðalfallhlífar þeirra hafi ekki opnast en varafallhlífar beggja opn- uðust. Hins vegar hafi það gerst of seint og hraðinn verið of mikill. Örv- ar var afar vanur stökkvari og átti þúsundir stökkva að baki. Andri Már var óvanari og átti aðeins að baki sjö stökk í frjálsu falli. Myndband sem Örvar tók með myndavél á hjálmi sínum er nú til rannsóknar, en það verður ekki gert opinbert fyrr en að rannsókn lokinni. Í umfjöllun DV á mánudag kom fram að samkvæmt upplýsingum frá eiganda Skydive City höfðu æfingar þeirra Örvars og Andra Más gengið eins og í sögu. Þeir stukku hvor í sínu lagi, en skoðun á búnaði mannanna sýnir að aðalfallhlífar þeirra hafi ekki opnast. Sérstök tölva á að sjá um að ræsa varafallhlífina í ákveðinni hæð og hún virðist hafa gert það, en að öllum líkindum opnuðust varafall- hlífarnar of seint. Fundust eftir níu tíma leit Hópurinn fór í loftið um klukkan 10 að staðartíma í borginni Zephyrhills í Tampa í Flórída á laugardag. Allur hópurinn skilaði sér til baka nema þeir Andri og Örvar. Þegar þeir skil- uðu sér ekki til baka hófst leit að þeim. Flugmenn á vegum fyrirtækisins leit- uðu í um hálftíma að þeim en án ár- angurs. Í kjölfarið var haft samband við lögregluna í Zephyrhills sem hóf leit að þeim. Þegar líða fór á daginn, klukkan orðin hálf fjögur og leitin hafði enn ekki borið árangur var leitað til sýslu- mannsins í Pasco-sýslu sem sendi sína menn einnig á vettvang. Eftir um níu klukkutíma leit var það svo þyrlu- liðið sem fann þá báða í skóglendi við flugvöllinn í Zephyrhills, laust fyrir miðnætti á laugardag. Beðið er niðurstaðna lögreglunn- ar í Pasco-sýslu. n „Þetta minnir mann á að þetta er ekki hættulaust sport. Missti náinn vin í fallhlífarstökki n Létust við höggið af fallinu n Örvar var með myndavél á hjálminum Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Þaulreyndur Örvar var þaulreyndur fallhlífarstökkvari og kennari. Hann átti að baki þúsundir stökkva. Örvar missti góðan vin sinn í fallhlífarstökki árið 2007. Átti að baki sjö stökk Andri Már var aðeins 25 ára þegar hann lést.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.