Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Pabbinn í farbann n Harmleikurinn í Smáíbúðahverfinu E rlendur karlmaður á þrítugs­ aldri var á þriðjudag úrskurð­ aður í farbann til 23. apr­ íl næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er grunaður að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða dóttur sinn­ ar í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík á dögunum. Samkvæmt upplýsingum frá lög­ reglu renna nánari bráðabirgða­ niðurstöður réttarlæknisfræðilegrar rannsóknar stoðum undir að and­ lát barnsins megi rekja til þess að það hafi verið hrist það harkalega að það hafi orsakað blæðingar inn á heila þess – svokallað „Shaken Baby Syndrome“. Farbann er til að tryggja nærveru sakbornings á landinu á meðan mál­ ið er til meðferðar í réttarvörslukerf­ inu. Rannsóknarhagsmunir voru ekki lengur taldir fyrir hendi og því var ekki lögð fram krafa um gæslu­ varðhald á þeim forsendum, né var gæsluvarðhald talið nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. n staðfestir viðræður við erlenda banka O rkuveita Reykjavíkur (OR) á í viðræðum við bandaríska fjárfestingarbankann Gold­ man Sachs, meðal annarra, um endur fjár mögnun á einhverjum hluta af skuldum stofn­ unarinnar. Þetta herma heimildir DV. Í aug lýsingu um nýbirtan árs­ reikning OR – hann var birtur á föstudag inn – kemur fram að OR hafi verið í viðræðum við innlend­ ar og erlendar fjármálastofnanir um endurfjármögnun: „Markvisst er unnið að því að draga úr áhættu í rekstrinum vegna þróunar álverðs, gengis og vaxta með samningum við íslenskar og erlendar fjármálastofn­ anir.“ OR er í eigu Reykjavíkurborgar að tæplega 95 prósent leyti. Eiríkur Hjálmarsson, upplýs­ ingafulltrúi OR, segist ekki geta tjáð sig um málið umfram það sem fram kom í auglýsingunni á föstu­ daginn og vitnað er til hér að ofan. Því er ekki hægt að fullyrða ná­ kvæmlega í hverju aðkoma Gold­ man Sachs að OR muni felast. Goldman Sachs er einn stærsti og öflugasti fjárfestingarbanki Banda ríkjanna. Forstjóri bankans heitir Lloyd Blankfein en hann tók við starfinu af Hank Paulson sem varð fjármálaráðherra í ríkisstjórn George Bush á sínum tíma. Starfs­ menn Goldman Sachs hafa dval­ ið hér á landi vegna viðræðna um fjárhagslega endurskipulagningu OR. Sú deild innan Goldman Sachs sem hefur séð um viðræðurnar við OR heitir Goldman Sachs Struct­ ured Solutions. Goldman með mikil umsvif á Íslandi Goldman Sachs er einn af þeim er­ lendu aðilum sem á kröfur á Glitni banka og sem mun verða einn af hluthöfum Íslandsbanka þegar kröfuhafar þrotabús Glitnis taka formlega við eignarhaldi Íslands­ banka. Eignarhaldsfélagið Gold­ man Sachs Lending Partners LLC á kröfur á Glitni sem nema 1,21 pró­ senti af hlutafé þrotabús bankans. Þá á Goldman Sachs einnig hlut í fjárfestingarbankanum Straumi í gegnum sama félag. Ómögulegt er að segja hvaða aðilar það eru sem eiga þessar kröfur á bankana sem félag Goldman Sachs heldur utan um en félag bandaríska bankans heldur einungis utan um þessar kröfur fyrir aðra aðila. Þá hefur Goldman Sachs ver­ ið miðlari í viðskiptum með kröf­ ur á íslensku bankana um árabil og hefur verið sagt að kröfuhafar íslensku bankanna „tengist í gegn­ um Goldman Sachs“. Vilja laga lánshæfismatið Viðræður Orkuveitu Reykjavíkur við Goldman Sachs gætu snúist um að bandaríski fjárfestingarbankinn veiti stofnuninni áhættustýringu í framtíðinni og jafnframt að bank­ inn taki að sér endurfjármögnun á hluta af skuldum OR. Ljóst er hins vegar, samkvæmt heimildum DV, að ekki er um að ræða viðræður um allsherjar endurfjármögnun á skuldum OR. Orkuveitan skuld­ ar rúmlega 236 milljarða króna en eignasafn félagsins er metið á tæpa 300 milljarða. Félagið skilaði tapi upp á 2,2 milljarða króna í fyrra og vógu vextir af lánum þar þungt. Orkuveita Reykjavíkur gæti með væntanlegum samningum við Goldman Sachs, eða aðra innlenda eða erlenda aðila, verið að reyna að bregðast við þeirri niðurstöðu lánshæfisfyrirtækisis Moodys, sem kynnt var í lok síðasta mánað­ ar, að horfurnar í rekstri OR séu neikvæðar. Moodys gaf OR sömu einkunn og í fyrra eða B1 með nei­ kvæðum horfum. Benti fyrirtæk­ ið meðal annars á að OR þyrfti „að verja sig frekar fyrir ytri sveiflum í álverði, vöxtum eða gengi“. Orku­ veitan gæti meðal annars náð að bregðast við með þessum hætti með endurfjármögnun á hluta skulda sinna. DV hefur heimildir fyrir því að þess verði ekki langt að bíða að Orkuveita Reykjavíkur tilkynni um niðurstöður úr samningavið­ ræðunum við hinar innlendu og erlendu fjármálastofnanir sem vísað er til í ársreikningi félags­ ins. n n Orkuveitan í viðræðum við banka um endurfjármögnun skulda Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Rætt við Goldman Bandaríski bankinn Goldman Sachs, sem Lloyd Blankfein stýrir sem forstjóri, hefur átt í viðræðum við Orku- veitu Reykjavíkur um endurfjármögnun á skuldum stofnunarinnar. Orkuveitan hefur staðfest viðræður við erlenda aðila en gefur ekki upp við hvern hefur verið rætt. „Markvisst er unnið að því að draga úr áhættu í rekstrinum vegna þróunar álverðs, gengis og vaxta með samningum við íslenskar og erlendar fjármála- stofnanir. 300 milljóna króna sekt Skipti hf., eigandi Símans, hef­ ur fallist á að greiða 300 milljóna króna stjórnvaldssekt í tengsl­ um við sátt vegna kvartana til Samkeppniseftirlitsins um að Sím­ inn hafi misnotað markaðsráð­ andi stöðu sína og þar með brotið samkeppnislög. Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar ýmsar kærur frá keppinautum Símans vegna þessa. Í september 2012 sendi Síminn eftirlitinu beiðni um við­ ræður sem leiddu svo til heildar­ sáttar. Skipti á einnig fyrirtækið Mílu en félagið hefur fallist á að greiða stjórnvaldssektina því að í henni felast varnarhrif. Í sáttinni felst einnig að Skipti muni tryggja full­ an aðskilnað fjarskiptaneta sam­ stæðunnar frá annarri starfsemi hennar auk þess sem mikilvægar heildsöluafurðir, sem áður voru í boði hjá Símanum, færast til Mílu. Harmleikur Telpan litla var kvödd í kyrrþey af ættingjum sínum á þriðjudag. Mynd úR Safni Finnbogi leiðir listann Finnbogi Vikar leiðir lista Lýð­ ræðisvaktarinnar í Suðurkjör­ dæmi fyrir komandi alþingiskosn­ ingar. Finnbogi hefur látið til sín taka í umræðu um sjávarútvegs­ mál og hefur gagnrýnt kvótakerfið um árabil. Hann er viðskiptalög­ fræðingur að mennt og sjómað­ ur. Kristín Ósk Wiium, húsmóðir og nemi, skipar annað sæti á list­ anum. Í þriðja sæti er Jón Gunn­ ar Björgvinsson flugstjóri, í því fjórða Sjöfn Rafnsdóttir hrossa­ bóndi, Þórir Baldursson tónskáld er í því fimmta og Hanna Guðrún Kristinsdóttir, sjúkraliði og kaup­ kona, er í sjötta sætinu. Lýðræðisvaktin, undir stjórn Þorvaldar Gylfasonar prófessors, býður fram í öllum kjördæmum. Kosið verður 27. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.