Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Page 8
90 milljónir í að lagfæra eina götu 8 Fréttir 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Leynd yfir eignarhaldinu n Segir enga erlenda aðila á bak við sjóðinn Þ að eru engir erlendir að- ilar á bak við sjóðinn. Það eru fagfjárfestar í þessu,“ segir Gísli Hauksson, fram- kvæmdastjóri sjóðsstýringarfyr- irtækisins GAM Management, aðspurður um eignarhaldið á fjár- festingarsjóðnum Centrum sem keypt hefur um 140 íbúðir í Reykja- vík á síðustu mánuðum fyrir um fjóra milljarða króna. Íbúðirnar eru aðallega í miðbænum, Vestur- bænum og Hlíðunum. GAM Management er í eigu Gísla, Agnars Möllers, MP Banka og annarra starfsmanna GAM. Fagfjárfestum er svo boðið að fjár- festa í tilteknum sjóðum fyrirtæk- isins, meðal annars Centrum. Í reglum sjóðsins kemur fram að hann gefi út hlutdeildarskírteini sem fjárfestar fjárfesta svo í. Sam- þykktir sjóðsins eru frá því í lok júlí síðastliðinn en í þeim er ekki tekið fram hverjir hafi fé í sjóðinn. Gísli segir að hann geti ekki greint frá því hverjir það eru sem hafa fjárfest í sjóðnum. Hann seg- ir þó að eingöngu sé um að ræða innlenda aðila og að engir lífeyr- issjóðir hafi sett fjármuni í Centr- um. Engar opinberar upplýsingar liggja fyrir um hverjir það eru sem eiga sjóðinn sem keypt hefur íbúð- irnar 140. n ingi@dv.is Bótalaus yfir páskana Atvinnulausir eru ósáttir með það fyrirkomulag Vinnumálastofnun- ar að greiða ekki út atvinnuleys- isbætur fyrr en 2. apríl næstkom- andi. Það þýðir að atvinnulausir verða að líkindum margir hverj- ir auralausir yfir páskahátíðina. Vinnumálastofnun segir margar fyrirspurnir hafa borist vegna málsins í vikunni en þar bera menn fyrir sig að í lögum um at- vinnuleysistryggingar sé tekið fram að bætur skulu greiddar út fyrsta virka dag hvers mánaðar og greiddar eftir á fyrir undanfarandi mánuð eða hluta úr mánuði. Dögun í öllum kjördæmum Dögun hefur gengið frá fram- boðslistum í öllum sex kjördæm- um sínum. Síðasti listinn til þess að berast er í Suðurkjördæmi, þar sem Andrea J. Ólafsdóttir, fyrrver- andi forsetaframbjóðandi, trónir í fyrsta sæti. Í öðru sæti er Þorvaldur Geirs- son kerfisfræðingur. Þór Saari al- þingismaður vermir fimmta sæti listans í Suðurkjördæmi. Tíu þing- menn eru í kjördæminu. Guðrún Dadda Ásmundar- dóttir iðjuþjálfi er í fyrsta sæti list- ans í Norðvesturkjördæmi. Mar- grét Tryggvadóttir þingmaður er í fyrsta sæti í Suðvestur. Þórð- ur Björn Sigurðsson varabæjar- fulltrúi er í fyrsta sæti í Reykjavík suður. Ólöf Guðný Valdimars- dóttir arkitekt er oddviti í Reykja- vík norður og Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, er oddviti í Norðausturkjördæmi. Fagfjárfestar á bak við sjóðinn Gísli Hauksson segir að fagfjárfestar hafi sett peninga í Centrum. Þ etta er algjörlega óskiljanlegt. Að það eigi að setja 90 millj- ónir í fjögur hundruð metra vegstúf sem enginn býr við og ekkert hús stendur við nema Norræna húsið,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í skipulagsráði Reykja- víkurborgar. Borgin samþykkti fyrr í mánuðinum að verja 90 milljón- um króna til lagfæringar á hluta Sæ- mundargötu í Reykjavík. Í bókun meirihlutans af fundi skipulagsráðs þar sem breytingarnar voru sam- þykktar segir að háskólasamfélagið hafi ítrekað lýst yfir vilja til þess að umhverfisvænar ferðavenjur verði gerðar aðgengilegar og þægilegar. Telur meirihlutinn að með þessum breytingum sé komið til móts við þær kröfur. Furðar sig á ákvörðuninni Tilgangurinn með breytingunum er að gera hjólreiðastíg meðfram Sæ- mundargötu og þverun fyrir gang- andi og hjólandi vegfarendur yfir Hringbraut. Í skipulagsráði náðist samstaða þvert á flokka um málið en Júlíus Vífill, sem er einn þriggja full- trúa Sjálfstæðisflokksins, mótmælti. Hann er ósáttur við framkvæmdina og segir að mörg mikilvæg verkefni sitji á hakanum. „Það er bara hjólað eftir gangstéttum þarna í dag og hef- ur ekki kallað á neinar aðgerðir eða viðbrögð við því og allt saman gengið vel,“ segir hann. „Það hafa engin slys orðið við þessa götu, það virðist ekkert ónæði vera af þessari götu, það hafa engar kvartanir borist vegna umferðar um þessa götu og engar mælingar búa að baki því að fara að gera stórkostlegar ráðstafanir í því að takmarka um- ferð um götuna,“ segir Júlíus Vífill um málið. „Gatan er frekar breið og það virðist fara í taugarnar á sumum hér í borginni en núna á að mjókka hana svo mikið að til dæmis tveir strætis- vagnar gætu ekki mæst á henni.“ Ekki gæluverkefni stjórnmálamanna Gísli Marteinn Baldursson, flokks- bróðir Júlíusar og fulltrúi í skipulags- ráðinu, er ósammála þessu og segir að verið sé að auðvelda samgöngur þeirra stúdenta sem komi til með að búa í stúdentaíbúðum sem rísa nú í grennd við Sæmundargötu. „Við Hildur Sverrisdóttir vorum sam- mála meirihlutanum um að það væri nauðsynlegt að búa í haginn fyr- ir byggð stúdenta sem verður þarna á nýjum stúdentagörðum fyrir neð- an Oddagötu,“ segir hann aðspurður um framkvæmdirnar. Hann segir að stúdentarnir muni koma til með að fara Sæmundargötu á leið sinni í bæ- inn. „Þeirra meginleið niður í bæ er eftir Sæmundargötunni, yfir Hring- brautina og áfram niður í bæ í gegn- um Hljómskálagarðinn.“ Breytingarnar eru í samræmi við þá hjólastígaáætlun sem borgin samþykkti árið 2010. Gísli Marteinn segir verkefnið hafa komið á borð skipulagsráðsins frá samgönguskrif- stofu borgarinnar. „Þetta er ekki gælu verkefni einhverra stjórnmála- manna sem báðu um þetta. Þetta er samkvæmt þessari hjólaáætlun og þetta verkefni er tilbúið til fram- kvæmda,“ segir hann. „Við höfum eytt svakalegum upphæðum í umferðar- mannvirki fyrir bíla en við höfum ekki staðið okkur jafnvel hingað til í að- stöðu fyrir gangandi og hjólandi. En það er smám saman að batna og mér finnst alveg eðlilegt að það sé horft til svæða eins og Háskólans þar sem margir koma á hjóli og gangandi, og reyna að laga aðstöðuna þar.“ n n Gera göngu- og hjólreiðastíg meðfram Sæmundargötu n Ekki gæluverkefni Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Ekki gæluverkefni Gísli Marteinn segir breytingarnar ekki gæluverkefni stjórn- málamanna. Mynd PrESSPhotoS.biz Annað geymt Júlíus Vífill er ósáttur við framkvæmdina og segir að mörg mikilvæg verkefni sitji á hakanum. Mynd róbErt rEyniSSon tengingin Gísli Marteinn segir Sæmundargötu á stúdentagörðum fyrir neðan Odda- götu tengja stúd- enta við miðbæinn. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.