Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 20
20 Fréttir 27. mars – 2. apríl 2013 Páskablað
A
ndrúmsloftið í innanríkis
ráðuneytinu er þrungið
spennu daginn sem niður
stöður skýrslu starfshóps
um Guðmundar og Geir
finnsmálið eru kynntar. Það er fal
legt veður og sólin skín, líkt og hún
vildi leggja sitt af mörkum á þessum
tímamótum.
Litla fundarherbergið sem hýsir
blaðamannafundinn er þétt setið,
ekki bara af fréttamönnum og ljós
myndurum, heldur einnig aðstand
endum Sævars Marinós Ciesielskis.
Á fundinum er einnig Erla Bolla
dóttir, ein dómfelldu í málinu. Það
er ljóst að öll eru þau þangað komin
með von í brjósti, enda búin að bíða
lengi eftir þessari stund. Þungu fargi
er af þeim létt þegar starfshópurinn
hefur gert grein fyrir niðurstöðum
sínum.
Óáreiðanlegir framburðir
Helstu niðurstöður eru þær að
„það er hafið yfir allan skyn
samlegan vafa að framburðir“
Erlu Bolladóttur, Sævars Mar
inós Ciesielskis, Kristjáns Viðars
Viðarssonar, Tryggva Rúnars Leifs
sonar og Albert Klahn Skaftason
ar í Guðmundar og Geirfinnsmál
inu, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi
„hafi verið óáreiðanlegir.“ Þá er
„hafið yfir allan skynsamlegan vafa
að framburður Guðjóns Skarphéð
inssonar í Geirfinnsmálinu bæði
hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið
falskur.“
Leggja til endurupptöku
Í ljósi þeirrar afdráttarlausu niður
stöðu að framburðir dómfelldra í
Guðmundar og Geirfinnsmálum
hafi verið óáreiðanlegir telur starfs
hópurinn veigamiklar ástæður fyrir
því að málin verði tekin upp á ný.
Hópurinn bendir á þrjár leiðir til
að málunum verði komið í tilhlýði
legan farveg:
n Að ríkissaksóknari meti hvort
tilefni sé til aðgerða af hálfu ákæru
valds.
n Að dómfelldu í málunum leiti
eftir því að þau verði tekin upp á ný
og að slík umleitan verði studd með
opinberu fé.
n Að lagt verði fram lagafrum
varp sem mæli fyrir um endurupp
töku málanna.
Tveir fyrri valmöguleikarnir
henta þó aðeins í málum þeirra
dómfelldu sem enn eru á lífi, en
samkvæmt íslenskum lögum er
ekki unnt að beiðast endurupp
töku sakamála fyrir hönd látinna
einstaklinga. Sævar og Tryggvi eru
hins vegar báðir látnir og eina leiðin
til að mál þeirra verði endurupp
tekin er að Alþingi grípi inn í með
lagasetningu.
„Þetta er mikill áfangi“
„Ég held að þetta sé það besta sem
gat komið út úr þessu. Þetta er
mikill áfangi,“ segir Sóley Brynja
Jensen, fyrrum sambýliskona og
barnsmóðir Sævars eftir að niður
stöðurnar lágu fyrir. Hún kom til
blaðamannafundarins ásamt börn
um hennar og Sævars, Victori Blæ
og Lilju Rún. Sóley var ekki búin
að gera sér vonir um að niðurstöð
ur nefndarinnar yrðu svo afgerandi.
„Þetta kom skemmtilega á óvart,“
segir hún og brosir einlægt.
Hún segir skýrsluna vel unna og
augljóst að starfshópurinn hafi far
ið djúpt ofan í málið. „Mér finnst
það virðingarvottur við Sævar
heitinn að hann skuli loksins fá
áheyrn.“
Baráttan skilaði árangri
Synir Sævars frá fyrra sambandi,
Hafþór og Sigurþór, voru einnig
mættir til að hlýða á niðurstöð
urnar. „Þetta eru mikil tímamót en
mér finnst sorglegt að pabbi skuli
ekki vera með okkur í dag að fagna
þessu. Hann lifði fyrir að hreinsa
nafn sitt af þessum málum,“ segir
Hafþór. Hann bendir á að með
skýrslunni sé búið að hreinsa nafn
Sævars og annarra sakborninga og
það sé fagnaðarefni. „Það er gott að
fá sannleikann loksins upp á borð í
þessu máli. Það er ánægjulegt, jafn
vel þó að pabbi sé ekki með okkur
í dag, að hans barátta hafi skilað
grundvelli fyrir þeim þrýstingi sem
varð til þess að starfshópurinn var
skipaður.“
„Það er mjög
óvenjulegt, nema
í hryðjuverkamálum, að
mönnum sé haldið í
einangrun nema í eina
til tvær vikur.
Grafið undan
minninGum
sakborninGa
n Einblínt á sekt n Ýtt undir minnisvafaheilkenni n Hugsanleg brot í opinberu starfi
Ánægð
með skýrsluna
Fyrrverandi sambýl-
iskona og barnsmóðir
Sævars, Sóley Brynja,
ásamt börnum þeirra
Victori Blæ og Lilju
Rún. Á myndinni eru
einnig synir Sævars
frá fyrra sambandi,
Hafþór og Sigurþór.
mynd sigtryggur ari
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Þau voru dómfelld
Sævar Marinó Ciesielski sætti gæsluvarðhaldi í 1533
daga, þar af var hann vistaður í 615 daga í einangrun í Síðu-
múlafangelsi. Hann var ákærður fyrir manndráp, með því að eiga
þátt í dauða Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar.
Sævar hlaut með dómi sakadóms Reykjavíkur ævilanga fangelsis-
vist, en Hæstiréttur dæmdi hann í 17 ára fangelsi 22. febrúar 1980.
Erla Bolladóttir var 20 ára þegar fyrst var tekin af henni
skýrsla og sætti gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á Guðmundar-
og Geirfinnsmálunum í 239 daga. Hún var dæmd í Hæstarétti til
þriggja ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að málunum.
Kristján Viðar Viðarsson sætti gæsluvarðhaldi í samtals
1522 daga, þar af var hann vistaður í 503 daga í einangrun í Síðu-
múlafangelsi. Með dómi sakadóms hlaut hann ævilangt fangelsi en
Hæstiréttur dæmdi hann í 16 ára fangelsi.
Tryggvi Rúnar Leifsson var vistaður í 1522 daga, þar af
655 daga í einangrun í Síðumúlafangelsinu. Hann var dæmdur í
16 ára fangelsisrefsingu í sakadómi Reykjavíkur en Hæstiréttur
mildaði dóminn niður í 13 ára fangelsi.
Albert Klahn Skaftason var vistaður í einangrun í
gæsluvarðhaldi í 87 daga. Hæstiréttur dæmdi hann til 12 mánaða
fangelsisvistar og til greiðslu fésektar vegna aðildar að málinu.
Guðjón Skarphéðinsson sætti gæsluvarðhaldi í 1202
daga, þar af var hann vistaður í 412 daga í einangrun í Síðu-
múlafangelsinu. Guðjón hlaut með dómi sakadóms Reykjavíkur 12
ára fangelsisrefsingu en sá dómur var mildaður í 10 ára fangelsi í
Hæstarétti.
„svolítið óraunverulegt“
Blaðamaður nær einnig tali af Erlu
Bolladóttur, sem er ein dómfelldu í
málinu. Hún stendur með skýrsluna
í fanginu, þykkan doðrantinn sem
bíður lesningar. „Ég er ánægð með
að niðurstaðan sé komin,“ seg
ir Erla. Aðspurð segist hún þó ekki
vera búin að taka ákvörðun um það
hvort hún muni fara fram á endur
upptöku í málinu. „Þetta er svolítið
óraunverulegt, það er ekki svo langt
síðan að ég hefði ekki trúað því að
þetta myndi gerast.“ Hún segist þó
hafa verið farin að hallast að því
að niðurstöðurnar yrðu í þessum
dúr miðað við heilindin sem henni
fannst liggja að baki vinnu hópsins.
„Ég þorði samt ekkert að gefa mér,“
segir Erla yfirveguð. Um leið og
hún nær áttum og getur einbeitt sér
hyggst hún leggjast yfir skýrsluna
og rýna gaumgæfilega í hana. Þess
ber að geta að umrædd skýrslan
er engin smásmíði, rétt tæpar 500
blaðsíður.
minnisaukandi aðferðir
Í niðurstöðukafla skýrslunnar um sál
fræðimat á framburðum sakborn
inga kemur fram að eftirfarandi þætt
ir hafi dregið úr áreiðanleika þeirra: Í
fyrsta lagi, lengd einangrunarvistar og
tíðar og langar yfirheyrslur. Í öðru lagi,
einstaklingsbundnir áhættuþættir líkt
og sálrænir veikleikar. Í þriðja lagi,
tíð óformleg samskipti rannsakenda
við sakborninga á meðan á rannsókn
stóð, svo sem heimsóknir í klefa þeirra
og ferðir með þá út úr fangelsinu. Í
fjórða lagi, fjöldi samprófana, sem
gat ýtt undir að sakborningar breyttu
framburði sínum, aðeins vegna áhrifa
annarra sakborninga. Í fimmta lagi,
fjöldi vettvangsferða og tilrauna til að
leita að líkum Guðmundar og Geir
finns. Í sjötta lagi, takmörkuð aðstoð
lögmanna, en ljóst er að sakborn
ingarnir fengu sjaldan að ræða eins
lega við lögmenn sína og dæmi eru
um að þeim hafi beinlínis verið neit
að um aðgang að þeim. Í áttunda lagi,
óttinn við að gæsluvarðhaldið yrði
framlengt ef rannsakendurnir væru
ekki sáttir við framburð þeirra. Í ní
unda lagi, þá voru fangaverðir í ein
hverjum tilvikum að ræða við sak
borninga um atvik málanna. Í tíunda
lagi, þá virðist sem rannsakendur
hafi haft „rörsýn“ við rannsókn mál
anna og haft fyrirfram skoðun á sekt
sakborninganna og neikvæð viðhorf
til sumra þeirra, einkum Sævars og
Kristjáns Viðars. Sem dæmi um rör
sýn rannsakenda má nefna að hugs
anleg fjarvistarsönnun Sævars í Guð
mundarmálinu var ekki könnuð.
Játningar þvingaðar fram
Að mati skýrsluhöfunda er greinilegt
að þýski rannsóknarlögreglumaður
inn Karl Schütz sem fenginn var til að
aðstoða við rannsókn málsins, leit á
sakborningana sem seka og sitt hlut
verk að samræma framburð þeirra.
Einnig er greinilegt að Schütz leit á
ósamræmi í framburði sakborninga
sem tilraunir þeirra til flækja málin og
tók ekki mark á þeim þegar þau drógu
framburð sinn til baka.
Ljóst er að játningar í Guðmundar
og Geirfinnsmálum voru þvingaðar
fram af hörku og fram hefur komið
í yfirlýsingum fangavarða í Síðu
múlafangelsinu að framkvæmd ein
angrunar hafi verið strangari en
venja var til. Virtist allt til þess gert
að fá fram játningar sakborninga
sem allra fyrst, en í fangelsinu ríkti
sú skoðun að sakborningarnir væru
sekir.
Starfshópurinn
Starfshópur um Guðmundar- og Geir-
finnsmálið var skipaður 7. október 2011
og var honum falið að fara yfir rann-
sókn tveggja sakamála í heild sinni
en sérstaklega þá þætti sem lúta að
rannsókninni og framkvæmd hennar
á sínum tíma. Starfshópnum var jafn-
framt falið að taka til athugunar þau
gögn sem komið hafa fram á síðustu
árum og að greina í skýrslu sinni frá því
hvort og þá til hvaða ráðstafana þyrfti
að grípa varðandi framhald málanna.
Upphaflega átti starfshópurinn að
skila áfangaskýrslu í apríl á síðasta ári
en málið var töluvert umfangsmeira
en í fyrstu var talið.
Starfshópinn skipuðu Arndís
Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur
og lögreglumaður, formaður hópsins,
Haraldur Steinþórsson lögfræðingur
og Jón Friðrik Sigurðsson prófessor og
yfirsálfræðingur. Með starfshópnum
störfuðu Gísli H. Guðjónsson prófessor
og Valgerður María Sigurðardóttir,
lögfræðingur hjá innanríkisráðu-
neytinu.