Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 21
Fréttir 21Páskablað 27. mars – 2. apríl 2013 „Sorglegt að pabbi skuli ekki vera með okkur Hæstiréttur sagði galla á málinu Í dómi Hæstaréttar frá árinu 1980 í þessu umfangsmesta sakamáli á Ís- landi kemur fram að ýmsir gallar hafi verið á rannsókn málsins. Er þar meðal annars gagnrýnt að yfirheyrsl- ur hafi í einhverjum tilfellum staðið lengur en leyfilegt var samkvæmt lög- um. Þá er það ítrekað að fangavörð- um sé ekki heimilt að hafa afskipti af rannsókn mála líkt og gerðist í Guð- mundar- og Geirfinnsmálunum. Þrátt fyrir þessar athugasemdir Hæsta- réttar og ýmsar fleiri þá voru felldir þungir dómar í málinu. Skýrsluhöf- undar telja að rétturinn hafi ekki haft nægilega góða yfirsýn yfir aðgerðir lögreglu við rannsókn málanna. Í kafla skýrslunnar um lögreglu- rannsókn og meðferð ákæruvalds- ins segir meðal annars: „Svo virðist sem lögreglan hafi einblínt um of á sekt sakborninganna og litið svo á að hlutverk hennar væri að samræma þá framburði sem komu fram við rann- sókn málanna. Að mati lögreglunnar voru ekki fyrir hendi skynsamlegar ástæður til að efast um að sakborn- ingar ættu aðild að hvarfi Guðmund- ar og Geirfinns. Það sama virðist hafa átt við um embætti ríkissaksóknara.“ Minnisvinnsla trufluð Af þessum niðurstöðum skýrslunnar má ætla að þeir sem að rannsókn- inni stóðu hafi lagt sig fram við að fá fram játningar í málinu, hvað sem það kostaði. Ljóst er að vafasömum og oft á tíðum ólöglegum aðferðum var beitt til að fá fram játningar. Sak- borningar virðast hafa verið leiddir áfram í yfirheyrslum þangað til fram- burðir þeirra voru samræmanlegir. Fram kemur í skýrslunni að rann- sakendur hafi notað minnisaukandi aðferðir til að ná fram áþreifanlegum sönnunum í málinu. Talið er líklegt að þær aðferðir hafi hins vegar truflað eðlilega minnisvinnslu sakborninga og styrkt trú þeirra á því að þeir hafi orðið vitni að eða verið þátttakendur í einhverri atburðarás án þess að muna eftir því. Þetta er talið hafa ýtt undir minnisvafaheilkenni sem er „ástand þar sem fólk fer að vantreysta veru- lega eigin minni. Þetta hefur þær af- leiðingar að það er í mikilli hættu á að reiða sig á ytri áreiti og það sem er gef- ið í skyn,“ að segir í skýrslunni. „Þetta getur komið til þegar lögregla gref- ur undan minningum sakbornings- ins um hvar hann var niðurkominn þegar hinn saknæmi atburður átti sér stað og sakborningurinn kemst á þá skoðun að hann hafi hugsanlega gerst brotlegur án þess að muna eftir því.“ Fangelsi við hugsanlegum brotum Af niðurstöðum skýrslunnar má ætla að rannsóknaraðilar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi í ein- hverjum tilfellum gerst sekir um brot í opinberu starfi. Í almennum hegningarlögum um brot í opinberu starfi segir meðal annars: Ef hand- hafi dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds um lögskipti gerist sekur um ranglæti við úrlausn máls eða meðferð þess í því skyni, að niðurstaðan verði ranglát, þá skal hann sæta fangelsi í allt að 6 árum. Hafi verknaðurinn haft eða verið ætl- að að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsingin vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum. Ef dómari eða annar opinber starfsmaður, sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins, beitir ólöglegri að- ferð til þess að koma manni til játn- ingar eða sagna, framkvæmir ólög- lega handtöku, fangelsan eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni, þá varðar það sektum eða fangelsi, allt að 3 árum. Fleiri yfirheyrslur en í skýrslunni Gísli H. Guðjónsson, prófessor í réttar sálfræði, sem vann með starfs- hópnum hefur unnið við sálfræði- mat í yfir þúsund sakamálum víða um heim. Hann segir það mjög slá- andi hve sakborningar voru hafðir lengi í einangrun. „Ég hef ekki unnið að neinu máli, neins staðar í heim- inum, þar sem hefur verið jafn mikið um einangrun á sakborningum eins og í þessum tveimur málum. Það er mjög óvenjulegt, nema í hryðju- verkamálum, að mönnum sé haldið í einangrun nema í eina til tvær vikur,“ segir Gísli. Hann segir málin mjög flókin bæði vegna þess að ekki er vitað hvað varð um Guðmund og Geirfinn og hve sak- borningar eru margir. Þá er fjöldi yfir- heyrslna mikill og mismunandi að- ferðir voru notaðar. „Ég hef unnið að mörg hundruð málum í mörgum löndum þar sem játningar hafa verið dregnar til baka en ég hef aldrei lagt eins mikla vinnu í neitt mál eins og þetta. Vinna við þetta mál var miklu meiri heldur en ég reiknaði með í upphafi út af því hve málið er flókið.“ Niðurstaða á lokametrunum Við gerð skýrslunnar fór starfshópur- inn meðal annars yfir allar dagbækur Síðumúlafangelsisins. „Þar sá maður að það var mikið að gerast. Það var mikið um yfirheyrslur og í raun mik- ið meira en kom fram í skýrslu tökum. Ef maður einblínir bara á skýrslu- tökurnar, þá eru þær mjög villandi, því þar fæst engin heildarmynd.“ Hann segir þá niðurstöðu nefndar- innar, að það væri hafið yfir allan vafa að játningar sakborninga væru Beðið eftir niðurstöðum Andrúmsloftið var þrungið spennu þegar niðurstöður starfshópsins voru kynntar á blaðamannafundi í innanríkisráðuneytinu. Erla Bolladóttir var ánægð með niðurstöðuna. óáreiðanlegar, ekki hafa legið fyrir fyrr en á lokametrum vinnunnar. „Við metum ekki áreiðan leikann fyrr en í lokin; fyrr en búið er að meta allt.“ Ekki óvenjulegt á þessum tíma Aðspurður hvort hann telji að rann- sóknaraðilar hafi á sínum tíma reynt að þvinga fram ákveðna niðurstöðu í Guðmundar- og Geirfinnsmál- inu, segir Gísli það líta svo út að lögreglan hafi talið að réttir aðilar væru í haldi. „Ef þú telur að einhver sé sekur og að þú hafir morðingja í haldi þá eykur það álagið á sak- borninginn. Um leið og þú hefur þá skoðun þá ertu ekki með opinn huga.“ Gísli bendir þó á að slíkt hafi verið eðlilegt í yfirheyrslum á þess- um tíma. Það hafi ekki verið fyrr en um 1990 að yfirheyrendur fóru að yfirheyra með opnum huga. ¬„Það var því ekkert óvenjulegt á þeim tíma að ákveða um sakleysi eða sekt einstaklinga. Þú tókst ákvörðun um að einstaklingur væri sekur og yfir heyrðir samkvæmt því. “ Hann segir það því ekki hafa verið óeðli- legt á þessum tíma að reynt væri að þvinga fram einhverja ákveðna niðurstöðu í málinu. Þá telur Gísli að þekkingarleysi ís- lenskra rannsóknarlögreglumanna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. En lögreglumenn höfðu litla þjálfun í yfirheyrslum í svo erfiðum og viða- miklum málum. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.