Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Side 29
Ég hef áhyggjur En mér dettur ekki í hug að fordæma hana Rakel Árnadóttir óttast skert ferðafrelsi. – DVStefán Jón Hafstein er hissa á Vigdísi Hauksdóttur. – DV Allt var betra fyrir hrun Spurningin „Já, hví ekki það?“ Natan Kolbeinsson 19 ára nemi „Ég hef bara ekki þekkingu á því. Hef ekki kynnt mér þetta.“ Særún Samúelsdóttir 40 ára nemi „Já.“ Edda Guðmundsdóttir 54 ára kennari „Ég veit það ekki.“ Hlífar Hlífarsson 15 ára nemi „Já, ég vil það.“ Steinlaug Sigurjónsdóttir 77 ára ellilífeyrisþegi Á að taka Guð- mundar- og Geirfinnsmál aftur upp? Flokkur í slag við sjálfan sig M esta áherslu leggur Fram- sóknarflokkurinn nú á að afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga – bæði til fortíðar og framtíðar. Flokkurinn telur verðtrygginguna ekki aðeins vera mesta þjóðarbölið heldur hafi frá upphafi aðeins verið gert ráð fyrir verðtryggingu sem skammtíma- lausn og sá skammtími sé löngu liðinn. Sá sem þetta skrifar sat á Alþingi þegar lögin um verðtryggingu voru afgreidd og var einn af þeim, sem greiddu at- kvæði með. Ekki minnist ég þess að litið hafi verið svo á að um skamm- tímalausn væri að ræða heldur fram- tíðarviðbrögð við verðbólguþjóðfélagi. „Ólafslög“ Það var formaður Framsóknarflokks- ins, Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra, sem lagði frumvarpið um verð- tryggingu fjárskuldbindinga fram á Alþingi í sínu eigin nafni en stutt af Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. Í framsöguræðu sinni um málið, sem var útvarpað, sagði Ólafur orðrétt: „En tilfærsla eigna frá þeim, sem skulda í peningum með vöxtum, sem liggja undir hraða verðbólgunnar, til hinna, sem geyma fé sitt á vöxtum undir verð- breytingum er e.t.v. einn alvarlegasti fylgikvilli verðbólgunnar. Auk eignatil- færslu fylgir því ástandi, sem hér hef- ur ríkt, óhófleg eftirspurn eftir lánsfé og jafnframt brenglar verðbólga mat á framtíðargildi fjárfestingar þegar raun- verulegur vaxtakostnaður kemur ekki fram í lánskjörum.“ Hér er ekki rætt um neina „skammtímalausn“ heldur við- varandi viðbrögð við afráni verðbólgu á sparnaði landsmanna. Lögin um verðtryggingu fjárskuldbindinga voru síðan kennd við skapara sinn og nefnd Ólafslög. Var það réttnefni sem Ólafur Jóhannesson var mjög sáttur við enda um að ræða einhverja þýðingarmestu lagasetningu, sem hann stóð að á stjórnmálaferli sínum. „Annars er frá þeim stolið“ Kjartan Jóhannsson, talsmaður Al- þýðuflokksins í umræðunum, orðaði afstöðu flokksins svo: „Við Alþýðu- flokksmenn höfum barist fyrir því að upp verði teknir jákvæðir raunvextir jafnframt því sem greiðslubyrði yrði lækkuð á lánum og henni dreift yfir lengri tíma. En hvers vegna höfum við barist fyrir þessu máli? Jú, vegna þess að þá peninga, sem menn fá að láni, eiga þeir að greiða til baka í sömu verðmætum og þegar þeir fengu þá að láni. Annars er hreinlega um skuld að ræða. Og þeir, sem eiga sparifé, eiga að fá eðlilega ávöxtun af því. Annars er frá þeim stolið.“ Þessi orð eru jafn sönn í dag og þau voru fyrir 34 árum. Skjaldborg um Ólafslög Þá hafa forvígismenn Framsóknar- flokksins gagnrýnt harkalega þá ákvörðun að afnema verðtryggingu launa en láta verðtryggingu fjárskuld- bindinga standa óhreyfða. Sá forsætis- ráðherra, sem beitti sér fyrir að það yrði gert, var Steingrímur Hermanns- son. Hann var líka formaður Fram- sóknarflokksins. Í þann hálfa fjórða áratug, sem liðið hefur frá því Ólafslög voru sett hef- ur Framsóknarflokkurinn verið nær- fellt óslitið í ríkisstjórn. Á þeim tíma hefur Ólafslögum nokkru sinni verið breytt og sömuleiðis viðmiðum verð- tryggingarinnar en meginefni málsins, verðtrygging fjárskuldbindinga, hef- ur ætíð staðið óröskuð. Framsóknar- flokkurinn hefur ávallt gætt þess. Ávallt staðið vörð um verðtryggingu Ólafslaga. Ráðist gegn sjálfum sér Nú er forysta Framsóknarflokksins komin í uppreisn gegn sinni eigin sögu og sínum eigin forystumönnum um áratuga skeið. Sá slagur við eigin sögu og eigin forystu er ekki einskorð- aður við formennina tvo, Ólaf Jóhann- esson og Steingrím Hermannsson, og þeirra verk. Forystan vill hvorki vita af, heyra né sjá formanninn Halldór Ásgrímsson og snerist öndverð gegn Jóni Sigurðssyni, arftaka hans, sem vildi ljúka viðræðum við Evrópusam- bandið þannig að þjóðin fengi að af- greiða málið á grundvelli réttra upp- lýsinga. Það mun vera einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu að flokkur ráðist gegn sjálfum sér – eigin forystu, eigin sögu og eigin verkum – eins og Framsóknar- flokkurinn gerir nú. Hann ætlar sér augsjáanlega að hafa fullan sigur í þeirri baráttu. Láta kné fylgja kviði. Láta forna foringja flokksins, sögu hans og verk liggja eftir í valnum. Á árunum fyrir hrun var allt svo mörgum sinnum betra en það er í dag. Hér draup smjör af hverju strái og jafnvel fátækustu oln- bogabörn þjóðarinnar flögguðu alvöru platínukortum á heimsreisu (sem kostaði ekki meira en svosem eina undirskrift eða tvær). Svo komu menn heim, settust upp í nýja jeppann, sem kostaði álíka margar undirskriftir og heimsreisan, óku að villunni sem var öll á lánum (og var bara talin hin dægi- legasta eign – jafnvel þótt hún hefði verið keypt á uppsprengdu verði). Bankafólkið talaði bara um blússandi hagvöxt og lánin okkar fengu svo flotta spádóma að sá mátti heita afar óhepp- inn sem hlaut þau skelfilegu örlög að tapa á viðskiptum við banka. Grilljarða hagnaður var hjá öllum sem nenntu að græða. Já, það var nú betra að lifa fyrir hrun; þá var allt í lukkunnar velstandi. Og þá lofuðu framsóknarmenn að gera lífið svo létt, að þjóðin sveif í draum- þoku og sá ekki fram á að þurfa nokkru sinni að lenda. Við seldum bank- ana, reistum stíflu, byggðum álver og græddum á öllu sem við gerðum. Ís- lendingar voru ríkasta þjóð í heimi. Það var ekki fyrr en í stjórnartíð hinn- ar afturhaldssömu vinstristjórnar að menn tóku fyrir það frjálsræði sem hér hafði ríkt öldum saman. Já, vinnan var meira að segja tekin af gleðikonum – sem þó höfðu haldið uppi blómlegri starfsemi um langa hríð. Allt var gott fyrir hrun. Þá gátu bankamenn, þingmenn og ráðherr- ar keypt sér hóru og höfðu ekki einu sinni eigið álit að óttast, þar eð allt var fullkomlega löglegt nema það hefði sérstaklega verið bannað. Hér var allt í blóma, allir áttu nóg af öllu og menn voru ekki að demba þessu árans eft- irliti yfir þá sem unnu á gráum svæð- um samfélagsins. Hér var ekki þessi horngrýtis forræðishyggja sem í dag ætlar hvern mann lifandi að drepa. Í þá daga höfðu menn frelsi til að byggja blokkir á víð og dreif – minnst tvær íbúðir á mann – og enginn þurfti að borga neitt. Með hækkandi sól kemur vonandi aftur það góðæri sem þessi yndislega þjóð á svo sannarlega skilið. Bráðum getum við grætt á daginn og grillað á kvöldin. Við þurfum ekki fleiri leiðin- legar vinstristjórnir sem alltaf eru á móti öllu. Við þurfum frjálshyggju og græðgi; menn sem þora að bora, kalda karla sem vilja virkja og hafa kjark til að velta skuldavanda okkar yfir á komandi kynslóðir. Börnin okkar munu hvort eð er öll fæðast ýmist með gull- eða silfurskeið í kjafti og demantsglampa í augum. Við þurfum ekkert bévítans afturhald sem stöðugt ergir okkur með skoðanakúgun og eilífri þöggun. Við þurfum menn einsog Davíð Odds- son, menn einsog Finn Ingólfsson; sannar hetjur sem koma fram í nafni flokka sem virkilega kunna á hinn erf- iða og margslungna helmingaskipta- bransa. Við þurfum nýtt góðæri, verð- bréf, kaupahéðna og kjölfestufjárfesta; jeppa, einkaþotur og snekkjur. Við Íslendingar þurfum ekki lyddur sem nöldra um lýðræði og heimta nýja stjórnarskrá. Við þurfum fólk sem bros- andi tekur við þeim arði sem útgerðin skilar. Við þurfum að fá stjórn sem leyf- ir okkur að eyða um efni fram. Ekki aft- urhaldskomma sem halda því fram að einhver aulalegur jöfnuður geti bjargað þjóðinni frá glötun. Það hefur aldrei neinn grætt á því að vera stöðugt að hjálpa öðrum. Ef Guð er til, þá er hann nógu skynsamur til að hjálpa einungis þeim sem nenna að hjálpa sér sjálfir. Mitt sæla fólk í sýnd og reynd er sátt við aðrar þjóðir þótt varla mælist meðalgreind hjá mönnum hér um slóðir. Umræða 29Páskablað 27. mars-2. apríl 2013 Mín stúlka er hólpin Móðir Maríu Birtu Bjarnadóttur segir alla harmi slegna eftir lát fallhlífarstökkvara. – DV Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Við þurfum ekkert bévítans afturhald sem stöðugt ergir okkur með skoðanakúgun og eilífri þöggun. „Nú er forysta Fram- sóknarflokksins komið í uppreisn gegn sinni eigin sögu og sínum eigin forystumönnum um ára- tuga skeið. Aðsent Sighvatur Björgvinsson 1 Nýtt líf eftir að hafa skilað demantshring Heimilislaus maður frá Missouri skilaði hring sem kona lét hann hafa í misgripum. Hann hefur nú fengið nýtt heimili, vinnu og endur- heimt sambandið við systur sína. 2 „Næstum því kjánalegt að hlusta á þetta“ Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður Vilhjálms Bjarna- sonar í máli hans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni, lét þessi orð falla við munnlegan málflutning í héraðsdómi í síðustu viku. 3 Bílnum stolið með farangrin-um öllum Birna Gunnlaugsdóttir varð fyrir því að bifreið hennar með farangri sem sonur hennar ætlaði að taka með sér í keppnisferð til Danmerk- ur var stolið á Akranesi aðfaranótt þriðjudags. 4 Hestafréttir Fjölnis í þrot Félag athafnamannsins Fjölnis Þorgeirssonar, Hestafréttir ehf., var úrskurðað gjaldþrota en það átti og rak samnefndan vef sem er afar vinsæll meðal hestamanna. 5 Íslendingarnir létust við höggið af fallinu Enn berast frekari upplýsingar frá Flórída um fallhlífarslysið sem varð tveimur Íslendingum að bana á laugardag. Mest lesið á DV.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.