Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Qupperneq 35
Umræða 35Páskablað 27. mars–2. apríl 2013 Í þessari grein er útskýrt í stuttu máli hvernig afnám verðtrygg­ ingar getur leitt til almennt lægri vaxta, minni verðbólgu og betri möguleika hagkerfisins til að jafna sig eftir áföll í framtíðinni. Einnig verður útskýrt hvernig megi afnema verðtryggingu. Verðtrygging deyfir vaxtaskyn Raunvextir hafa verið mjög háir hér á landi og það má færa rök fyrir því að vextir hefðu verið mun lægri ef verðtryggð lán hefðu verið bönnuð. Það er staðreynd að þegar vext­ ir hækka þá eykst greiðslubyrði verðtryggðra lána minna en óverð­ tryggðra lána. Lántakendur finna því lítið fyrir vaxtahækkunum og sætta sig þess vegna við miklu hærri vexti en ef lán væru almennt óverðtryggð. Höfuðstóll verð­ tryggðra lána hækkar og vandan­ um er þannig velt inn í framtíðina. Verðtrygging hefur þannig deyft vaxtaskyn almennings. Afleiðingin er sú að vaxtahækkanir hafa lítið dregið úr eftirspurn eftir lánsfé og lánastofnanir hafa fengið allt of lítið aðhald frá lántakendum. Við þetta má bæta að Seðla­ bankinn notar stýrivexti sem tæki til að draga úr þenslu. En vegna víðtækrar verðtryggingar hafa stýrivaxtahækkanir Seðlabanka bitið illa, og þurft að vera meiri en ella. Ef öll lán væru óverðtryggð með breytilegum vöxtum myndu jafnvel litlar stýrivaxtahækkanir hafa tilætluð áhrif. Vextir þyrftu því að hækka minna. Vertrygging eykur verðbólgu Verðtrygging veldur líka aukinni verðbólgu. Jacky Mallet hefur fært rök fyrir því að verðtryggð útlán banka leiði sjálfkrafa til aukinnar verðbólgu. Verðbólga hækki höf­ uðstól lána, sem aftur hækki eignir banka og útlánagetu þeirra og þar með verðbólgu. Einnig hefur ver­ ið bent á að stór hluti þeirra vöru­ liða sem mældir eru í lánskjara­ vísitölunni hækki sjálfkrafa þegar verðtryggð lán hækki. Þarna eru tvær ólíkar hringrásir sem byggja á verðtryggingu og báðar leiða til meiri verðbólgu. Verðtrygging leiðir einnig til þess að bankar og ríki hafa lítinn hvata til að berjast gegn verðbólgu. Ríkis­ sjóður skuldar 700 milljarða óverð­ tryggt og græðir því 7 milljarða á hverju 1% í verðbólgu. Bankar skulda 150 milljörðum meira óverð­ tryggt en þeir eiga verðtryggt og græða því 1,5 milljarða á hverju 1% í verðbólgu. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra, því bankar og ríki geta með starfsemi sinni haft mikil áhrif á verðbólgu í landinu. Án verðtryggingar myndi hag- kerfið jafna sig fyrr af áföllum Í flestum hagkerfum sem verða fyrir áföllum lækkar gjaldmiðillin og þar með allar eignir, tekjur og skuld­ ir í hagkerfinu. Hér á landi lækkar gjaldmiðillinn, eignir og tekjur en ekki verðtryggðar skuldir. Engin rök eru fyrir því að skuldir haldi þannig verðgildi sínu þegar allar aðrar eignir falla í verði. Það tefur líka mjög fyrir bata hagkerfisins eftir áföll að stór hluti þjóðfélagsins glími við greiðslu­ erfiðleika og tapi eigin fé. Gjald­ þrotaleiðin er allt of tímafrek og í raun ekki heppileg leið til að vinna úr efnahagsáföllum. Gjaldþrot, uppsagnir og atvinnuleysi í stór­ um stíl dýpka kreppur og tefja bata um mörg ár. Ef skuldir væru óverð­ tryggðar, myndu þær lækka með gjaldmiðlinum, minna yrði um gjaldþrot og hagkerfið gæti þannig jafnað sig fyrr. Það væri betra fyrir alla og líka kröfuhafa. En er óhætt að afnema verðtryggingu? Sá misskilningur er útbreiddur að ef verðtrygging væri afnumin þá muni sparnaður landsmanna brenna upp á verðbólgubáli. Staðreyndin er sú að meirihluti eigna lífeyrissjóða er óverðtryggður. Mikið af sparnaði landsmanna er á óverðtryggðum bankabókum. Ef eftirspurn verður eftir verðtryggðum sparnaðarkost­ um geta ríki og fjármálafyrirtæki gefið út verðtryggð skuldabréf til að anna þeirri eftirspurn. Það væri kostur, því þá myndu hvorki ríki né bankar hafa hag af verðbólgu eins og nú er. Verðbólga hér á landi er að stóru leyti til komin vegna taumlausrar aukningar peningamagns, en þar hafa bankar verið í aðalhlutverki og haft nánast frítt spil. Á því vanda­ máli þarf að taka til að fyrirbyggja frekari verðbólgu af þeirri ástæðu til framtíðar. Hugveitan Betra pen­ ingakerfi hefur einmitt bent á færar leið til að koma böndum á peninga­ þenslu. Er ekki gott að hafa val um verðtryggingu? Valfrelsi er gott, en í sumum tilfell­ um er þó betra að setja takmörk. Það á við um verðtryggingu. Fái verðtrygging að breiðast út í þjóð­ félagi, leiðir hún til aukinnar verð­ bólgu og hærri vaxta. Enginn deilir um að það er nauð synlegt að banna gengistryggð lán til heimila sem ekki hafa tekjur í gjald eyri. Með sömu rökum hlýtur að vera skynsamlegt að banna verð­ tryggð lán til heimila sem ekki hafa verðtryggðar tekjur. Afnám verðtryggingar Það er yfirlýst stefna Framsóknar­ flokksins að afnema verðtryggingu. En hvernig gæti afnám verðtrygg­ ingar farið fram? Fyrsta verk væri að mínum dómi að banna verð­ tryggingu á nýjum lánum. Það er hins vegar stærra ver­ kefni að afnema verðtryggingu á núverandi íbúðalánum. Ef ný lán væru óverðtryggð frá deginum í dag þá myndu umskiptin gerast af sjálfu sér smátt og smátt, líklega á einum til tveimur áratugum. En það mætti hraða þeim umskipt­ um mjög mikið. Hvetja mætti lán­ takendur og lánastofnanir til að skuldbreyta yfir í óverðtryggð lán með skattalegum hvötum og regl­ um. Sjá þyrfti til þess að kostnað­ ur lántakenda af umbreytingu yfir í óverðtryggð lán yrði í algeru lág­ marki. Afnám verðtryggingar af íbúðalánum gæti þá gengið hratt í gegn, líklega á einu eða tveimur árum. Að lokum Skoðun mín er eindregið sú að afnám verðtryggingar sé nauðsyn­ legur áfangi til að lækka vexti, draga úr verðbólgu og bæta möguleika hagkerfisins til að jafna sig eftir áföll í framtíðinni. Afnám verðtryggingar getur tekið skamman tíma, ef hvöt­ um verður rétt stillt upp. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður. Hvers vegna að afnema verðtryggingu?„Staðreyndin er sú að meirihluti eigna líf­eyrissjóða er óverðtryggður Aðsent Frosti Sigurjónsson góð gjöf Model TWO Hnota Verð 52.500,- Tilboð 38.800,- Ármúla 38 | Sími 588 5011 | Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.