Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Page 40
Kóngurinn við Austurvöll G arðar Kjartansson, oft kenndur við Óðal, kom víða við á þeim 16 árum sem hann var í veitinga­ rekstri. Hann lærði tré­ smíði á árum áður og starfaði við smíðar til fjölda ára. Hann hef­ ur yndi af því að gera upp gömul hús og hefur tekist vel til með það í gegnum tíðina. Hann átti góða og fallega konu, börn, einbýlishús og jeppa og venjulegt fjölskyldulíf þegar hann stóð á tímamótum og langaði til að breyta til, sem hafði afleiðingar í för með sér. Átti sér draum Hann var fimmtán ára þegar hann gekk inn á skemmtistað í fyrsta skipti. „Þá gekk ég inn á skemmti­ staðinn Nasa, sem hét þá Sigtún, á háhæluðum bítlaskóm með axlasítt hár og þegar ég kom inn þá sá ég hvað fólkið var glatt þarna inni. Ég var að koma inn á skemmtistað í fyrsta skipti og það voru allir svo frjálslegir og glaðir. Ég sagði við sjálfan mig að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera, að búa til skemmtistað þar sem gleðin réði ríkjum. Þessi draumur var alltaf til staðar í huga mér,“ segir Garðar Kjartansson um aðdraganda þess að hann opnaði skemmtistaðinn Nasa á sínum tíma. Svo liðu árin Hann kvæntist og eignaðist börn, lærði trésmíði og stefndi að því að eignast fallegt heimili fyrir fjöl­ skylduna. „Við eignuðumst fyrstu íbúðina og því næst sérhæð og svo kom einbýlishús með snjósleðan­ um, jeppanum og þessu týpíska sem margir stefna að.“ Allt í einu var hann orðinn 45 ára og börnin vaxin úr grasi. „Þá langaði mig til að breyta til og þessi hugmynd um að opna skemmtistað var alltaf til staðar. Ég lét verða af því, gegn vilja konu minnar, og fólk sagði: „Hvað er maðurinn eiginlega að hugsa? – Hann lifir góðu lífi, á einbýlishús og góða konu og yndisleg börn og allt í blóma.“ En ég óð í þetta og opnaði minn fyrsta skemmtistað án þess að hafa nokkurn tímann hellt áfengi í sjússa­ mæli áður og fjárfesti í Óðali sem var þá frekar slappur skemmtistaður.“ Hann sló til þótt hann ætti lítið af peningum, enda staðráðinn í að láta drauminn rætast, jafnvel þótt hann kynni ekki neitt í þessum bransa. Dreymdi um að verða kóngur „Þarna upplifði ég mig sem kóng,“ segir Garðar sem vildi verða vin­ sæll eins og Ólafur Laufdal var á þessum tíma. „Ég sá þetta líf í hillingum og þráði að verða um­ kringdur fólki og dáður. Þetta var bara sýndarmennska og það fór svo að ég skildi við konu mína að­ eins þrem mánuðum eftir að ég fór að reka Óðal.“ Um svipað leyti kynntist hann konu sem heitir Inga, betur þekkt sem Inga á Nasa. „Hún vann hjá mér við að tína saman glös en hún var hlédræg og ljúf kona sem ég hreifst af og hún af mér, en hún var bara 29 ára og ég 45 ára sem þótti mikill aldurs­ munur,“ segir Garðar. Fjölskylda Garðars stóð á gati og skildi ekkert í því hvað hefði eig­ inlega komið fyrir. Hann var kom­ in með kærustu sem var 16 árum yngri og farin að slá um sig og djamma stíft. „Inga var nýkomin frá Ítalíu þegar við kynntumst en hún var gift þar og var áberandi hlédræg og yndisleg kona í mínum augum. Hún fór að hjálpa mér við að reka Óðal og samband okkar þróaðist í ástarsamband. Á þessum tíma bjó ég með syni mínum og hafði aldrei áður sett í þvottavél og það var ekki óalgengt að sjá staflann af pítsukössum um alla íbúð. Heimilishaldið breyttist til batnaðar eftir að Inga kom inn á heimilið,“ segir hann. Nektardansmeyjar Rekstur Óðals gekk hins vegar illa og ákvað Garðar að bregða á það ráð að fá nektardansmeyjar til starfa þar þrátt fyrir að Inga væri því mótfallin. „Ég hafði um tvennt að velja, annaðhvort að loka skemmti­ staðnum og fá mér verkamanna­ vinnu eða taka þá ákvörðun að gera þetta að nektarstað. Inga varð alveg brjáluð og sagð­ ist ekki mundu stíga fæti inn á svona stað, en ég náði að sann­ færa hana um þessa hugmynd og við litum bara á þetta sem vinnu. Við opnuðum Óðal eftir breytingar með hjálp fjárfesta eins og Bræðr­ anna Ormsson en þeir höfðu trú á því sem við vorum að gera. Ég skildi ekki hvað ég komin út í, staðurinn fylltist af fimmtán stelpum sem komu aðallega frá Bandaríkjunum. Þetta voru fag­ manneskjur sem fækkuðu fötum fyrir fé án þess að blikna, það var eins og að drekka vatn fyrir þær. Við Inga efuðumst oft um þessa ákvörðun þegar við gerðum okkur grein fyrir hvar við vorum í raun stödd – við vorum að reka nektar­ stað í miðbæ Reykjavíkur. Dansararnir byrjuðu á því að reyna við mig og ef það gekk ekki þá reyndu þær við Ingu og þegar þær sáu að það gekk ekki heldur þá reyndu þær að komast í bólið hjá dyravörðunum. Þær töldu sig þurfa að sofa hjá til að færast upp metorðastigann og fá hærri tekjur með klíkuskap sem þekkist erlend­ is í þessum bransa,“ segir Garðar. Skuggalegur hagnaður „Stundum átti ég erfitt með að skilja hvernig fólk gat eytt svona miklum peningum en veltan var skuggaleg og hagnaðurinn eftir því. Ég var kallaður nokkrum sinn­ um til VISA og spurður hvað ég væri eiginlega að selja á staðnum því veltutölurnar voru ótrúlega háar og þeim ofbauð þessi sala. En þá kostaði hráefnið í kampavíns­ glasið um þrjátíu krónur en glas­ ið var selt á 2.500 krónur,“ segir Garðar. Hann segir það hafa spurst fljótt út meðal erlendra dansara að á Ís­ landi væri hægt að moka inn pen­ ingi án þess að þurfa að sofa hjá. „Þarna komu menn sem eyddu öllum sínum peningum í stripp. Ég man sérstaklega eftir atviki sem gerðist á Þorláksmessu, en þá hringdi kona og sagði: „Þú ert búin að eyðileggja jólin fyrir mér og fjöl­ skyldu minni“ og ég spurði hvern­ ig í ósköpunum mér hefði tekist að eyðileggja jólin fyrir henni. Þá sagði hún að maðurinn hennar hefði komið á Óðal kvöldið áður og kreditkortið hefði verið strauj að þangað til heimildin var búin og það yrðu engin jól hjá henni. Ég sagði við hana að ef hún kæmi sjálf þá myndi ég endurgreiða henni að fullu og ég talaði við stelpurnar sem höfðu verið að dansa fyrir manninn hennar kvöldið áður og þær voru allar sammála um að endurgreiða konunni alla upp­ hæðina því engin vildi skemma jólin fyrir henni.“ Allt kampavín og allir dansar voru greiddir til baka og allir voru sáttir. „Það hafa allir sál,“ segir Garðar íbygginn á svip. 15 milljónir á 6 mánuðum Dansararnir kepptust um að láta loka sem flestum kreditkortum á einu kvöldi en það var ekki óalgengt að heyra fagnaðarlæti brjótast út þegar einhverri dansmeynni tókst að láta loka fleiru en einu korti. „Einu sinni kom til okkar mað­ ur sem bað okkur um að skrifa hjá sér um hundrað þúsund krónur sem við gerðum. Hann kom svo á umsömdum tíma eftir helgina og borgaði.“ Þessi maður varð fastakúnni og var reikningur hans allt frá tvö­ hundruð þúsundum upp í hálfa milljón hverja einustu helgi. „Hann fékk stundum alla dansar­ ana í einkadans á einu kvöldi og drakk kampavín óspart með. Ég gekk til hans eitt kvöldið og sagði honum að að þetta gengi ekki svona lengur, hann væri að eyða allt of miklum peningum í nektar­ dans. Hann sagði: „Ef þú vilt ekki hafa mig hér þá þú um það en ég erfði þrjátíu milljónir og ég ætla eð eyða þeim.“ Hann borgaði alltaf reikn­ inginn og fór með dansarana utan vinnutíma í Kringluna og verslaði á þær kjóla og það sem þær lang­ aði í. Það var á Þorláks messu sem hann sat með kampavín og horfði á einkadans þegar hann tilkynnti mér að peningarnir væru að verða búnir, þá var hann búin að eyða um fimmtán milljónum á Óðali á sex mánuðum. Ég keyrði hann upp á Vog sama kvöld, hann fór í með­ ferð og ég hef aldrei séð hann síð­ an.“ Sváfu hjá hver annarri Aðspurður um vændi segir hann: „Stúlkurnar nenntu ekki að fara upp á hótel og sofa hjá fyrir þrjátíu þúsund þegar þær gátu náð sömu upphæð á korteri inni á Óðali við það eitt að dansa,“ segir Garðar. „Flestir dansararnir hjá mér voru samkynhneigðar stelpur sem höfðu engan áhuga á karlmönn­ um eða tvíkynhneigðar döm­ ur. Þær fengu sitt kynlíf hver með annarri og þurftu enga karlmenn til þess. Ég man sérstaklega vel eft­ ir einum dansara sem var frá Tékk­ landi og hafði unnið á hárgreiðslu­ stofu í heimalandi sínu. Hún hafði heyrt hvað konur þénuðu mikið á Íslandi við nektardans. Hún sagði fjölskyldu sinni að hún væri að fara til Spánar þegar hún var í raun að fara til Íslands til að dansa nekt­ ardans, en hún fór í ljós áður en hún hélt til síns heima til að sagan virtist trúverðug. Þessi kona hringdi í mig um þremur vikum eftir að hún var komin heim og sagði mér að hún hefði keypt hárgreiðslustofuna. Þessi kona kom aftur um ári seinna til að vinna hjá mér og eftir þá ferð keypti hún sér hús og bíl í Tékklandi. Margar konur komu í þeim er­ indagjörðum að hjálpa fjölskyldu 40 Viðtal 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað „Þarna komu menn sem eyddu öllum sínum peningum í stripp Garðar Kjartansson hefur verið 16 ár í veitinga- rekstri og upplifað tímana tvenna. Hann hefur inn- sýn í sjúkan og óhugnanlegan heim, þar sem víman hefur tekið öll völd og segir sögur frá þeim tíma sem hann rak staði í miðborg Reykjavíkur, þar á meðal hinn alræmda stað Óðal. Garðar segir frá draumi um gleði sem breyttist í martröð en í dag upplifir hann hinn sanna draum, er hættur að drekka og leggur rækt við önnur og hærri gildi. íris Björk Jónsdóttir iris@dv.is Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.