Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Page 62
62 Lífsstíll 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Njótum páskanna með fjölskyldunni n Gerðu páskana skemmtilegri með skreytingum og ýmsum leikjum N ú eru páskarnir að bresta á með tilheyrandi veislu- höldum og súkkulaðiáti. Þetta er tíminn til að njóta og slaka á með vinum og vandamönnum. Krökkum finnst fátt skemmti- legra á þessum tíma en að fara í páskaeggjaleit og keppast þeir við að ná sem flestum eggjum í leitinni. Hefðir eru misjafnar hjá fjöl- skyldum; á meðan einhverjir fela egg víðs vegar á heimilinu fyrir þau yngstu til að finna þá eru aðrir sem búa til miðaleik. Miðaleikurinn fer þannig fram að mörgum miðum er komið fyrir víðs vegar um heimilið og ná þeir jafnvel út í garð eða nærliggjandi umhverfi og gefur hver og einn miði vísbendingu um hvar næsta miða er að finna og svo koll af kolli. Á endanum bíður páskaegg handa þeim sem tekst að leysa þrautina. Til þess að skilja engan útundan er ráð að hafa aukaegg fyrir þann sem lendir í öðru sæti og síðan koll af kolli. Skreytingar Að sitja saman og skapa er gefandi og oft skapast skemmtilegar umræð- ur meðan setið er við borð og dund- að við skreytingar. Þau yngstu ráða auðveldlega við að mála egg í öll- um regnbogans litum og eru þau til- valin til þess að hengja á greinar eða í glugga til skrauts. Páskagott Kökur eru ómissandi á kaffiborðið á páskunum. Einföld súkkulað- ikaka getur orðið að glæsilegri páskaköku með því að skreyta hana í ýmsum litum. Það er auð- velt að skera út marsípan og mála með matarlit, til dæmis páskaunga eða páskakanínu. Um að gera er að láta hugmyndaflugið ráða og leyfa börnunum að hafa sínar skoðanir á þessu. Páskarnir þurfa ekki að vera stíliseraðir, þeir eru til að njóta. n Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is Smart Hér hefur skurnin af eggi verið nýtt undir sprittkerti sem er mjög páskalegt. Skemmtilegt Hér hefur köku verið komið fyrir á priki og skreytt. Girnilegt Soðið egg fyllt með sýrðum rjóma eða majónesi sem hefur verið skreytt með matarlit. Augnakonfekt Það er auðvelt að skreyta einfalda köku með litarefni og marsípan að vopni. Óhefðbundið Svart getur líka passað um páskana eins og alla aðra daga. Páskahreiður Auðvelt og flott hugmynd fyrir páskana. Falleg sætindi á páskum Framsetningin skiptir miklu máli í matseldinni. Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir að skemmti- legri framsetningu. Sumar þeirra eru einstaklega einfaldar meðan aðrar krefjast einbeitingar. Glansmyndir á egg Fyrir þá sem eru ekki sérlega lagnir eða fingrafimir er létt að finna til fallegar glans- myndir og pensla þær með lími á egg. Útkoman er sérlega falleg eins og sjá má hér að ofan. Vanillubúðingur í eggjaskurn Hér eru notuð brotin egg, þau skoluð og í þau sett vanillubúð- ingur. Best er síðan að bera fram eftirréttinn í eggjabakka. Falleg kaka Þessi kaka er fyrir fingrafima. Til þess að vel megi verða eru formkökubotnar mótaðir í ávala lögun. Eggjakökur Hér er formkaka mótuð í egglaga form. Í litla holu fyr- ir miðju er svo sett sítrónumarmelaði. Sítrónuís Notið melónuskeið eða annað áhald til þess að taka úr kjötið úr sítrónunni. Ofan í sítrónuna má svo setja sítrónubúðing eða ís.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.