Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 76
76 Fólk 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað
Ö
ll þjóðin fer á jólatónleika
og mér fannst vanta tón-
leika um páskana, segir
Davíð Lúther Sigurðsson
tónleikahaldari en tón-
leikarnir Páskagleði verða haldn-
ir í fyrsta skipti laugardaginn 30.
mars. Á tónleikunum koma fram
listamenn sem allir eiga það sam-
eiginlegt að spila tónlist sem ein-
kennist af gleði en það eru Ás-
geir Trausti, Sísý Ey, Þórunn
Antonía ásamt Berndsen, DJ Mar-
geir og Daníel Ágúst. Í tilkynningu
segir að tónleikarnir eigi að vera
skemmtilegur viðburður þar sem
frábærir tónlistarmenn komi fram,
glæsilegt hljóðkerfi frá Nýherja
verður notað og stefnt sé að því
að senda tónlistargesti með bros á
vör út í páskafríið.
Davíð segist gríðarlega ánægð-
ur með viðtökurnar og miðasala
gangi vel enda stutt í tónleikana.
Það sé þó eitthvað af miðum eftir
sem verða seldir við innganginn.
„Það er gaman að segja frá því
að Sísí Ey er að stækka gríðar-
lega hratt og þær verða til dæm-
is á Sónar á Spáni í sumar. Ásgeir
Trausti hefur undanfarið spilað í
Bandaríkjunum og Þórunn Ant-
onía sendir frá sér plötu bráðum.
Þetta eru allt mínir uppáhalds-
tónlistarmenn í dag og fannst mér
þau því tilvalið listafólk til að vera
með alvöru páskagleði.“ Aðspurð-
ur hvort hann sjái fyrir sér að tón-
leikarnir stækki með árunum segir
Davíð svo vera. „Þetta er eins stórt
og við getum haft þetta núna en ef
við ætlum að stækka þetta eitthvað
í framtíðinni þá þurfum við líklega
að fara yfir í Hörpu með þetta,“
segir hann.
Listasafn Reykjavíkur 20:00
Páskagleði í
Listasafni Reykjavíkur
Hvað er að gerast?
Miðvikudagur27
Mar
The Croods — frumsýning
Ný teiknimynd frá Dreamworks um
forsögulega fjölskyldu sem neyðist til
að halda af stað í sitt fyrsta ferðalag
þegar hellir þeirra hrynur saman. Þetta
er einstaklega litrík og fyndin saga, en
um leið bæði spennandi og áhrifamikil.
Croods-fjölskyldan hefur búið í sama hell-
inum alla sína ævi enda felst helsta heilla-
ráð fjölskylduföðurins í því að forðast allar
hættur með því að prófa aldrei neitt nýtt,
þar með talið að yfirgefa hellinn.
Um er að ræða eina stærstu frumsýningu
á erlendri mynd á Íslandi frá upphafi.
The Croods verður frumsýnd á morgun
í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói,
Egilshöll, Álfabakka og Borgarbíói Akur-
eyri og á Ísafirði, Sauðarkróki og Akranesi
yfir páskana. Myndin verður sýnd í 19
kvikmyndasölum.
14:00
Ófeigur gengur aftur
— frumsýning
Ófeigur, nýlátinn faðir
Önnu Sólar, gengur
aftur og fer að hlutast
til um líf hennar og
kærasta hennar, Inga
Brjáns. Unga parið ætlar
að selja hús hins látna en
Ófeigur er því mótfallinn og vill ekki að þau
flytji. Afskiptasemi afturgöngunnar er slík
að Ingi Brjánn bregður á það ráð að reyna
að kveða drauginn niður með aðferðum
sem hann finnur í gamalli galdrabók.
Leikstjóri myndarinnar er Ágúst Guð-
mundsson en með aðalhlutverk fara
Þórhallur Sigurðsson, Elva Ósk Ólafsdóttir,
Sigurður Sigurjónsson, Halldóra Geirharðs-
dóttir og Ilmur Kristjánsdóttir.
Sambíóin 29. mars
Síðasta Partíþokan
Partíþokan hefur ferðast um allt land og
bindur endahnútinn að þessu sinni með
tónleikum á Faktorý. Fram koma Jónas
Sigurðsson, Prins Póló, Borko og Sin Fang.
Faktorý 22:00
Coming up
Tveir danshöfundar ætla sér að skapa
dansverk með fullkomnum hápunkti. Þegar
á hólminn er komið eiga þeir erfitt með
að dansa í takt, dansspor eru skilin eftir
í lausu lofti, ein uppbygging tekur við af
annarri, nýjar hugmyndir breyta stöðugt
atburðarásinni og allar tilraunir til að skapa
hinn fullkomna hápunkt renna út í sandinn.
Höfundar og flytjendur eru Katrín Gunnars-
dóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
Tjarnarbíó 21:00
Skírdagur27
Mar
Todmobile
Stórhljómsveitin Todmobile með þau
Andreu, Eyþór Inga og Þorvald Bjarna
í broddi fylkingar hitar upp fyrir 25 ára
afmælið sem er framundan. Hljómsveitin
mun flytja öll bestu Todmobile-lögin og
gott betur.
Græni Hatturinn 22:00
Killer Queen
Queen-heiðurshljómsveitin Killer Queen
var stofnuð árið 2008 af þeim Magna Ás-
geirssyni,Thiago Trinsi, Valmari Valjaots,
Val Hvanndal og Sumarliða Hvanndal en
árið 2011 bættist svo við undrabarnið og
Borgnesingurinn Einar Þór Jóhannsson.
Hljómsveitin hefur það að markmiði að
heiðra hina goðsagnakenndu bresku
hljómsveit Queen og leitast við að ná
fram og mynda hina sönnu „live“ rokk
tónleikastemningu sem einkenndi Queen.
Hof 21:00
Magnús og
Jóhann
Í rúm 40 ár hafa
þessir snillingar
komið saman og sent
frá sér frábærar plötur.
Seint á síðasta ári kom út plata þeirra
Í tíma sem fengið hefur frábæra dóma
og af mörgum talin þeirra besta. Græni
Hatturinn býður með stolti upp á tónleika
með þeim félögum þar sem þeir flytja lög
af þessari plötu auk sem þeir flytja brot af
sínum bestu lögum.
Græni Hatturinn 22:00
Föstudagurinn langi29
Mar
Páskadagur31
Mar
Fjölskyldan
saman
Páskarnir eru í hugum margra tími til að
njóta með fjölskyldunni og vinum. Það
er ýmislegt sem hægt er að gera saman
yfir hátíðardagana og um að gera að
njóta hækkandi sólar með útiveru, svo
sem sundi eða að skella sér á skíði.
Dýrunum í Húsdýragarðinum finnst líka
alltaf gaman að fá gesti:
Húsdýragarðurinn
Opið alla daga frá 10.00 –17.00
Sundlaugar um
páskana:
Flestar sund-
laugar landsins
eru lokaðar á
föstudaginn langa
og páskadag, með
nokkrum undantekn-
ingum. Aðra daga má þó skella sér í
sund og fá jafnvel nokkra sólargeisla á
andlitið Hægt er að sjá opnunartíma á
sundlaugar.is.
Skíðasvæðin:
n Bláfjöll: 27. mars til 1. apríl -
kl. 10.00– 17.00
n Hlíðarfjall: 27. mars til 1. apríl -
kl. 09.00–16.00
n Dalvík: 27. til 31. mars -
kl. 10.00–17.00. 1. apríl - kl. 10.00–16.00.
Kvölddagskrá miðvikudag til föstudags
kl. 20.00–22.00
n Ísafjörður: 27. mars til 1. apríl
kl. 10.00–17.00
n Oddskarð: 28. mars til 1. apríl -
kl. 10.00–17.00. Kvölddagskrá fimmtu-
dag og laugardag kl. 20.00–23.00
Stórtónleikar
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands
og nemendur Tónlistarskólans á Akureyri
sameina krafta sína á sannkölluðum
stórtónleikum að venju á skírdag. Ferðast
er um tímann þar sem ólíkar tónlistar-
stefnur kallast á. Unnendur ástríðu-
fullrar sinfóníutónlistar og magnaðrar
kvikmyndatónlistar ættu ekki láta þessa
tónleika fram hjá sér fara.
Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli
Gunnarsson.
Hof 16:00
Hvað er að gerast?
Aldrei fór ég suður
R
okkhátíðin Aldrei fór ég suð-
ur hefur fest sig rækilega í
sessi í hugum landsmann en
hátíðin fer fram í tíunda sinn
á Ísafirði um páskahelgina. Á þriðja
tug hljómsveita og listamanna
koma fram á hátíðinni í ár og dag-
skráin er einstaklega glæsileg.
Meðal þeirra sem koma fram eru:
n Bubbi Morthens
n Borkó
n Jónas Sig.
n Langi Seli og skuggarnir
n Ojba Rasta
n Sin Fang
n Valdimar
n Ylja
Laugardagur30
Mar
n 29. og 30. mars
n Allir aldurshópar ættu að geta fundið eitthvað fyrir sinn smekk um páskana