Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Page 80

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Page 80
Halló Borg. Honda cr-V 4x4, kostar frá kr. 5.690.000 CR-V sniðinn fyrir snúninga. HALLÓ. MEIRA NÝTT. www.honda.is/cr-v Halló Borg! Allir þekkja lipurð og öryggi Honda CR-V. Fjórða kynslóð Honda CR-V setur ný viðmið í ferðaþægindum, gæðum innréttinga og auknu öryggi í akstri. Ný stopp-start tækni ásamt sparnaðarráðgjafa lækkar eldsneytiskostnaðinn. Upplýsingaskjár, átta fjarlægðarskynjarar og bakkmyndavél víkka sjóndeildar- hringinn. Með aksturseiginleika Honda CR-V óskar þú þér fleiri ferða um borg og bæ. Lifðu meira nýtt og veldu Honda CR-V. Besta 4x4 bíl ársins*. *B es ti 4x 4 bí ll ár si ns s am kv æ m t T ot al 4 x4 M ag az in e. M yn di n sý ni r H on da C R -V E xe cu tiv e út fæ rs lu . Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 „Dislike“ á það! Vala tekur slaginn n „Ég hef verið í miklum erfiðleik- um að finna þá rödd innan stjórn- málanna sem ég get verið sam- þykk og sýnt stuðning. Nú finnst mér ég hafa fundið þá rödd í Lýð- ræðisvaktinni,“ segir sjónvarps- konan Vala Matt, sem tekið hefur 14. sæti fyrir flokkinn í Reykjavík norður. Stefnumál hans hugnast henni best. „Ég er sammála öllum málum á stefnuskrá flokksins og er sannfærð um að þegar fólk kynnir sér þau stefnumál og það fólk sem stend- ur á bak við þau, þá sjái bara þjóðin að þetta er besti val- kosturinn í næstu kosn- ingum – hrein- lega.“ Krókur á móti bragði n Kastljósstjarnan Helgi Seljan lenti upp á kant við verkalýðsforingj- ann Vilhjálm Birgisson á Facebook- síðu þess síðarnefnda á þriðjudag. Þar hlekkjaði Vilhjálmur á pistil um baráttu Verkalýðsfélags Akra- ness við Elkem sem sagt er frá í DV í dag. Þar sá Helgi sér leik á borði og hóf að gera athugasemd- ir þar sem hann vitnaði í eldri pistil Vilhjálms þar sem skotið var föstum skotum á umfjöllun Kast- ljóss um skattamál Norðuráls sem Helgi hafði augljós- lega ekki verið hrifinn af. Eftir að heitar um- ræður höfðu spunnist um málið upplýsti Helgi þá allra skapheitustu að allt hafi þetta verið í gríni gert. Pétur vildi Arnþrúði með n Það fór varla framhjá neinum þegar Pétur Gunnlaugsson, sem gert hefur garðinn frægan á Útvarpi Sögu sagði sig úr Lýðræðisvaktinni fyrir skemmstu og gaf þá ástæðu að flokkurinn væri „femínískur Evrópuflokkur.“ Leiddar hafa ver- ið að því líkur að Pétri hafi ekki hugnast að Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvenna- listans, skipaði fyrsta sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar í Reykjavík. Samkvæmt heimildum DV skýrist brotthvarf Péturs fyrst og fremst af því að Arnþrúður Karlsdóttir, sam- starfskona hans og vinkona af Útvarpi Sögu fékk ekki ör- uggt sæti á neinum fram- boðslista hjá Lýð- ræðisvakt- inni. F yrrverandi skipuleggjandi Söng- keppni íslenskra framhaldsskóla neitar að eftirláta núverandi skipu- leggjendum aðgang að Facebook- síðu keppninnar nema honum verði greiddar 250 þúsund krónur. Meira en 15.000 manns hafa „lækað“ síðuna og því gefur auga leið að hún myndi nýtast vel til að auglýsa keppnina. Fyrirtækið Almiðlun ehf. sá um skipulagningu keppninnar fyrir tveim- ur árum en var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Ríkti nokkur óánægja með störf fyrirtækisins meðal framhaldsskólanna og var því gerður samningur við Saga Film um að skipuleggja keppnina í staðinn. Hvorki Saga Film né Sambandi íslenskra framhaldsskólanema hefur verið veittur aðgangur að Facebook- síðunni, en þar hafa samt nýlega birst stöðuuppfærslur þar sem boðaðar eru útdeilingar á gjöfum og ókeypis mið- um á keppnina. Eva Brá Önnudóttir, formaður Sambands íslenskra fram- haldsskólanema, segist ekki skilja hvað mönnunum gengur til. „Þeir eru ennþá að pósta statusum reglulega og þannig virðist sem síðan sé á okkar vegum. Það veldur talsverðum ruglingi,“ segir hún. Þegar Einar Benedikt Sigurðsson, fyrrverandi meðstjórnandi Almiðlunar, var spurður hvort hann hefði skrifað stöðuuppfærsluna sagði hann að ein- hverjir aðrir hlytu að hafa gert það. Við upphaf símtalsins viðurkenndi hann að hann hefði sjálfur aðgang að síð- unni og að leiga á henni kostaði 250 þúsund krónur. Síðar í símtalinu skipti hann hins vegar snarlega um skoðun og sagði: „Þetta er mjög einfalt, ég er ekki með aðgang að síðunni þar til ann- að kemur í ljós.“ Eva segir að ekki standi til að greiða einum né neinum fyrir aðgang að síð- unni, en þessi hegðun geri skipuleggj- endum söngkeppninnar erfitt fyrir. „Það hefði verið betra að nota þessa gömlu síðu. Hún heitir Söngkeppni framhaldsskólanna, svo það nafn er frátekið. Núna þurfum við að gera nýja síðu á hverju ári og koma henni á fram- færi sem er mjög óhentugt.“ n johannp@dv.is Facebook-síða í gíslingu n Aðgangur að síðu söngkeppninnar kostar 250 þúsund Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80PÁSKABLAÐ 27.MARS–2. APRÍL 2013 36. TBL. 103. ÁRG. LEIÐB. VERÐ 659 KR. Hatrammar deilur Einar Benedikt segir að leiga á Facebook-síðu söngkeppninnar kosti 250 þúsund krónur. Eva Brá Önnu- dóttir, formaður SÍF, er ekki par sátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.