Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Page 8
Helgarblað 21.–24. mars 20148 Fréttir
Héldu sömu stefnu
og vinstristjórnin
n Íslendingar lögðu upp með að halda sínum hlut n Engin stefnubreyting
E
ngin stefnubreyting varð
hjá íslenskum stjórnvöldum
í samningaviðræðum við
Evrópusambandið, Noreg
og Færeyjar í makríl
deilunni þegar ný ríkisstjórn tók
við. Þetta kemur fram í svari sjávar
útvegs og landbúnaðarráðuneyt
isins við fyrirspurn DV um málið.
„Það varð engin stefnubreyting við
ráðherraskipti síðastliðið vor enda
hefur frá upphafi verið haft víðtækt
þverpólitískt samráð um málið og
ríkt góð samstaða um stefnuna,“
segir í svarinu.
Markmiðin breyttust
„Íslendingar lögðu upp með það
að halda hlut sínum í veiðunum
eins og hann var þegar strandríkis
réttur Íslands var viðurkenndur og
að veiðarnar skyldu byggjast á vís
indalegri ráðgjöf. Jafnframt var
leitað eftir aðgangi til makrílveiða
í lögsögu ESB og Noregs,“ segir
Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi
ráðuneytisins, í svari við fyrirspurn
inni. Þetta þýðir þó ekki að ekkert
hafi breyst í kröfum Íslands meðan
á samningaviðræðunum stóð.
„Markmið um hlutdeild og aðgang
þróuðust síðan í viðræðunum eftir
því sem metið var raunhæft,“ segir
hann einnig en ekki liggur fyrir í
hverju þessar breytingar fólust.
Samningaviðræður í makríld
eilunni hafa verið á hendi þriggja
mismunandi ráðherra á Íslandi.
Fyrst var það Jón Bjarnason, síðan
Steingrímur J. Sigfússon og nú síð
ast Sigurður Ingi Jóhannsson. Nú
verandi ríkisstjórn hefur setið und
ir ámæli fyrir að hafa látið koma sér
í opna skjöldu þegar tilkynnt var
um að samkomulag hefði náðst á
milli allra deiluaðilanna að Íslandi
undanskildu.
Gáfust upp á Íslandi
DV hefur áður greint frá því að Fær
eyingar freistuðu þess að ná samn
ingum við Evrópusambandið og
Noreg eftir að samningafundur
með ríkjunum þremur ásamt Ís
landi sigldi í strand í Edinborg í
byrjun mánaðarins. „Við reyndum
að semja á milli fjögurra aðila en
það virtist ómögulegt. Þegar Ísland
var farið frá Edinborg reyndum við
að ræða við Noreg og Evrópusam
bandið og það var okkar skilningur
að þar væri grundvöllur fyrir samn
ingum,“ sagði Jacob Vestergaard,
sjávarútvegsráðherra Færeyja, í
samtali við DV í síðustu viku.
Krafa Íslands um vísindalega
ráðgjöf hefur verið nefnd af ís
lenskum ráðamönnum sem helsta
ástæðan fyrir því að ekki var hægt
að ná samningum og lausn á
deilunni. Samningur ríkjanna
þriggja, sem Íslandi býðst enn að
koma að, gerir hins vegar ráð fyrir
því að ráðgjöf Alþjóðahafrann
sóknaráðsins næstu ára verði fylgt.
Aðeins er gert ráð fyrir umfram
veiði miðað við ráðgjöf í ár. Ekki
liggur fyrir hvort Ísland muni reyna
að komast inn í samninginn eins
og Maria Damanaki, sjávarútvegs
stjóri Evrópusambandsins, hefur
gefið vilyrði fyrir þegar byrjað verð
ur að fylgja vísindalegri ráðgjöf. n
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Ráðgjöfin Sigurður Ingi
hefur sagt að Evrópusam-
bandið, Noregur og Færeyjar
hafi gefið upp á bátinn að
fylgja vísindalegum ráð-
leggingum um heildarkvóta.
Mynd FRAMsóKnARFloKKuRinn
„Það varð engin
stefnubreyting
við ráðherraskipti
síðastliðið vor.
Munaði of miklu
á tilboðum
Of mikill munur var á tilboðum
í útboðum Seðlabanka Íslands
þar sem bankinn hugðist kaupa
evrur fyrir krónur og þeirra sem
bárust frá erlendum eigendum
aflandskróna í öðru útboði sem
fór fram samhliða þar sem bank
inn ætlaði að selja evrur fyrir
krónur. Bankinn hafnaði öllum
tilboðum sem bárust. Þetta kem
ur fram í svörum Stefáns Jóhanns
Stefánssonar, ritstjóra bankans,
á vefsíðunni Spyr.is. „Ákveðið
var að hafna öllum tilboðum þar
sem of mikið verðbil var á milli
tilboða sem gerð voru í útboðum
þar sem bankinn kaupir evrur
fyrir krónur og tilboðanna sem
bárust frá erlendum eigendum
aflandskróna í útboðinu þar sem
bankinn selur evrur fyrir krónur,“
segir hann. Ekki var hægt að para
nema um einn milljarð króna á
milli útboðanna og þótti það ekki
ásættanleg niðurstaða.
Vill vita um
aðlögun
Guðbjartur Hannesson, þingmað
ur Samfylkingarinnar, hefur lagt
fram fyrirspurn til allra ráðherra
sem snýr að hugsanlegri aðlögun
Íslands að Evrópusambandinu
undanfarin ár. Spurningin er í
þremur liðum og snýst um hvaða
breytingar hafi orðið á lögum á
málefnasviði hvers ráðuneytis eða
stofnunum þess frá því að sótt var
um aðild að Evrópusambandinu.
„Hvaða breytingar sem orðið hafa
á lögum á málefnasviði ráðu
neytisins eða á stofnunum þess
frá 2009 má rekja til aðlögunar að
Evrópusambandinu?“ spyr Guð
bjartur ráðherrana. Hann spyr
líka hvaða breytingar voru ein
göngu vegna aðildarumsóknar og
viðræðna við Evrópusambandið
og hvaða breytingar urðu á sama
tíma fyrst og fremst vegna aðildar
Íslands að EES.
Styður baráttu
háskólakennara
Rúnar Vilhjálmsson, formaður
Félags prófessora við ríkishá
skóla, lýsir yfir fullum stuðningi
við yfirstandandi aðgerðir Félags
háskólakennara í kjaramálum. Í
yfirlýsingu Rúnars minnir hann á
að launakjör háskólakennara hafi
versnað undanfarin ár og sífellt
er verið að draga saman í rekstri
háskólans. „Afar brýnt er að snúa
við bágri kjaraþróun og bæta
starfsskilyrði háskólakennara.
Jafnframt þarf að endurreisa fjár
hag opinberra háskóla á Íslandi.
Líta má á aðgerðir Félags háskóla
kennara í kjaramálum sem ákall
og kröfu um slíka endurreisn,“
segir í yfirlýsingunni.
Heilt kjördæmi án fulltrúa
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra vill efla samráð við stjórnarandstöðuna
J
afn mörg atkvæði féllu dauð í síð
ustu alþingiskosningum og sem
nemur öllum kjósendum í Norð
vesturkjördæmi. „Heilt kjördæmi
á engan fulltrúa á Alþingi,“ sagði vara
þingmaðurinn Björn Leví Gunnars
son, sem nú situr á þingi fyrir Pírata, í
óundirbúnum fyrirspurnum á þingi á
fimmtudag þegar hann spurði Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráð
herra um breytingar á kosningalögum.
„Tólf prósent er hærra hlutfall en
heimili í vanskilum húsnæðis eða
leigu. 23 þúsund kjósendur eru fleiri
en allir kjósendur í Norðvesturkjör
dæmi. Tólf prósent og 23 þúsund er
sama talan. Hún telur þann fjölda
manns sem mætti á kjörstað 27. apríl
2013 og kaus en á engan fulltrúa á Al
þingi Íslendinga,“ sagði hann og bætti
við að ríkisstjórnin tæki 100 prósent
ákvarðana í umboði innan við 50 pró
senta greiddra atkvæða.
Hanna Birna sagðist ekki getað tek
ið undir allt í máli Björns en sagðist þó
geta tekið undir að það ætti stöðugt að
vera að endurskoða þessi mál. „Kosn
ingalöggjöfin þarf að vera þannig að
um hana ríki full sátt og að henni verði
ekki breytt þegar ríkisstjórnir koma og
fara,“ sagði hún en bætti við að kosn
ingalöggjöfin gæti aldrei orðið full
komin.
Hanna Birna hvatti þingmenn
til að ræða kosningalögin í stjórnar
skrárnefnd en hún lýsti sig tilbúna
til að vinna með öllum flokkum að
breytingunum. Hún sagðist þó vera
þeirrar skoðunar að það væri stjórn
málahefðin en ekki lögin sem gerðu
það að verkum að stjórnarmeirihluti
réði venjulega öllu. „Ég er þeirrar
skoðunar að við eigum að efla það
samráð sem við getum, tryggja það að
fleiri hafi aðkomu að verkefnum og bíð
ennþá eftir þeim degi að þannig verði
það á hinu háa Alþingi,“ sagði hún. n
adalsteinn@dv.is
Vill samráð Hanna Birna sagðist á fimmtudag bíða eftir þeim degi þegar hægt yrði að efla
samráð allra aðila á þingi við ákvarðanatöku. Mynd siGtRyGGuR ARi