Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Síða 18
Helgarblað 21.–24. mars 201418 Fréttir Hekla er T alið er víst að Heklugos geti hafist hvað úr hverju, en sér- fræðingar segja kvikusöfnun í fjallinu vera komna á það stig að eldgos sé næsta víst. Síðast gaus eldfjallið árið 2000, en það gos þótti lítið í samanburði við fyrri gos. Til eru heimildir um eldgos í fjallinu allt aftur til ársins 1104, en það gos er talið það stærsta sem orðið hefur eld- stöðvakerfi Heklu. Yfirleitt hefur liðið þó nokkur tími á milli gosa, 50 til 100 ár, en styttra hefur liðið á milli síðustu átta gosa og telja vísindamenn það til marks um breytta goshegðun í fjallinu. Gos- in eru tíðari en aflminni, en síðustu tvö gos voru fremur smá í saman- burði við fyrri gos. Þegar fjallið gaus síðast, árið 2000, gátu vísindamenn sagt til um eldgos með klukkustundar fyrir vara en þeir höfðu þá fylgst með kvikusöfnun í þó nokkurn tíma. Nú er eftirlit með fjallinu orðið enn betra, og jarðskjálftamælar fleiri og betri. Þrýstingur kallar á athygli „Í kringum 1970 fer eldfjallið að hegða sér óeðlilega miðað við það sem áður var, þó það sé auðvitað hugsanlegt að slíkt hafi gerst fyrir sögulegan tíma. Þá fer fjallið að gjósa á tíu ára fresti og við vitum í raun ekki hvað veld- ur því,” segir Ármann Hös kuldsson, eldfjallafræðingur við Háskóla Ís- lands. „Þrýstingurinn er kominn á það stig að hann ætti að fara að valda því að kvikan brjóti sér leið upp á yfir- borðið, auk þess sem við sjáum eins- taka skjálfta. Það fangar athygli okkar, en ómögulegt er að segja til um stærð gossins. Ef litið er til sögunnar þá er gosið þeim mun stærra eftir því sem fjallið sefur lengur, svo gos nú ætti ekki að verða mjög stórt. Náttúran er full af alls konar tiktúrum sem okkur gengur illa að skilja og það gæti alveg eins komið stórt gos þó líkurnar á því séu litlar,“ segir Ármann. Fjallgöngur óráðlegar „Frá því að við settum upp jarð- skjálftamæla þá höfum við getað gengið að því vísu að þegar fjallið fer að hristast þá sé von á gosi. Að undanförnu hefur fjallið hins vegar hagað sér öðruvísi og stöku skjálft- ar hafa ekki verið undanfari eld- goss,“ segir Ármann og minnir á að fjallgöngur upp á Heklu séu ekki æskilegar, þrátt fyrir að viðvörunar- kerfi séu orðin öflugri. „Ef miðað er við að eldgos hefjist um klukku- tíma eftir að viðvörunarmerki sjást, þá nær enginn að fara niður af fjallinu svo hratt, sé viðkomandi á toppnum. Það er því alls ekki hægt að mæla með fjallgöngum þarna upp,“ segir Ármann, en í síðustu tveimur gosum liðu á milli 40–70 mínútur frá fyrstu óróamerkjum þar til gos hófst. Hér að neðan má sjá samantekt á síðustu Heklugos- um, en upplýsingarnar eru meðal annars fengnar af heimasíðunni Eldgos.is. n n Gæti orðið gos án fyrirvara n Göngufólk þarf að vera vel á varðbergi„Ef miðað er við það eldgos fer af stað í kringum klukkutíma eftir að viðvörunarmerki sjást, þá nær enginn að fara niður af fjallinu svo hratt sé viðkomandi á toppnum. „Það gæti alveg eins komið stórt gos þó líkurnar á því séu litlar orðin óróleg Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Heklugos síðustu alda 1693 Eitt stærsta Heklu- gos allra tíma hófst í febrúar árið 1693, og stóð yfir með hléum í tíu mánuði. Askan úr gosinu barst til Noregs og rigndi yfir skip á Atlantshafinu. Fénaður sýktist í kjölfarið og drapst, eins og fiskar í vötnum og ám auk þess sem mikill fugladauði varð. 1766 Lengsta Heklugos á sögu- legum tíma hófst árið 1766 og lauk ekki fyrr en 1768. Mest var gosið í byrjun og vikurfall olli skaða á Suðurlandi en fimm bæir fóru í eyði. Ytri-Rangá stíflaðist vegna öskufalls og búpeningur drapst á Norðurlandi, auk þess sem grjót barst langar leiðir allt í kringum fjallið. 1970 og 1980 Árið 1970 hófst lítið gos en það hefur jafnan verið kallað fyrsta „túrista- gosið“ hér á landi sökum þess hve auðvelt var að komast að því. Með þessu gosi hófst óvenjulegt ferli Heklugosa, sem hafa verið mjög tíð síðan þá. Tíu árum síðar varð annað gos, og aska barst norður á land þrátt fyrir að gosið stæði aðeins í þrjá daga. Það hófst síðan aftur nokkru seinna og stóð þá í tíu daga, en þessi gos eru flokkuð sem eitt. 1947 Alls urðu sex gos á árunum 1913–2000 en það fyrsta var lítið og stóð stutt. Um miðja öldina, árið 1947, varð hins vegar öflugasta Heklugos aldarinnar og mjög snarpur jarðskjálfti markaði upphaf gossins. Gosmökkurinn náði 30 kílómetra hæð en gosið olli ekki miklu tjóni þrátt fyrir það. Ljósmyndir voru teknar af gosinu, sem var í fyrsta sinn sem slíkt var gert í Heklugosi, en það var einnig rannsakað vel og vand- lega. Steinþór Sigurðsson vísindamaður lést við rannsóknir á gosinu þegar hann varð fyrir glóandi hraunhellu. 19. öld Á 19. öld urðu tvö gos, sem bæði áttu það sam- eiginlegt að öskufall varð lítið sem og tjón af völdum þeirra. Þó varð vart við ösku á skipum sem sigldu við Hjaltlandseyjar og Orkneyjar við Bretland. Gos- in töldust bæði fremur lítil. 2000 Svipað gerðist árið 2000, en þá mældist órói fyrst um klukkan 17.10 en gos hófst svo 18.17. Gosstrókurinn steig upp í 11 kílómetra hæð og teygði sig í norðurátt. Öskufalls varð víða vart á Norðurlandi og alla leið út í Grímsey. 1991 Árið 1991 byrjaði Hekla að gjósa, flestum í opna skjöldu, en lítil stúlka tók fyrst eftir því þar sem hún var gestkomandi á nálægum sveitabæ. Sérfræðingar sem DV ræddi við sögðu gosið svipað því sem varð árið 1980, en samkvæmt jarðskjálftamæl- um hófst hröð gliðnun á sprungu aðeins 40 mínútum áður en stúlkan tók eftir gosinu. Aðdragandinn var því afar stuttur. Hekla Eldfjallið gæti gosið hvað úr hverju, en um tíu ár líða á milli eldgosa í fjallinu. Síðast gaus fjallið árið 2000. Mynd SigtRygguR ARi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.