Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Qupperneq 24
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi
Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri
og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttASkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AðAlnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtARSími
AUglýSingAR
Sandkorn
24 Umræða Helgarblað 21.–24. mars 2014
Ég ætla að reyna að ná
sambandi við þig
Þetta var svo sannarlega
ekki það sem ég óskaði eftir
Við búum í umhverfi
sem mismunar fólki
Týndur forsætisráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leitar að þjófnum sem stal skónum hennar. – Facebook Ásdís Guðný Pétursdóttir þarf að skila hundi sem hún keypti á bland.is. – DV Sigrún Daníelsdóttir berst gegn fitufordómum. – DV
S
igmundur Davíð Gunn
laugsson forsætisráðherra er
opin ber persóna í vinnu hjá
þjóðinni. Um starf forsætisráð
herra, eins og annarra ráðamanna,
gilda strangar reglur og krafan um
gott siðferði ætti að vera hávær. For
sætisráðherranum er treyst til þess
að ganga um almannafé og eigur
með það fyrir augum að standa vörð
um hag almennings. Hann á að vera
fyrirmynd annarra manna í þessum
efnum.
Við Íslendingar höfum gjarnan
átt forsætisráðherra sem báru
virðingu fyrir hlutverki sínu og um
gengust eigur almennings af alúð
og virðingu. Þeirra á meðal var Jón
Þorláksson, formaður Sjálfstæðis
flokksins, sem áður hefur verið vitn
að til í leiðurum DV. Eftirfarandi orð
hans eru sem meitluð í stein og ættu
að vera öllum stjórnmálamönnum
leiðarljós: „Það er gott að vera vin
ur vina sinna, ekki nema loflegt, að
skólastjóri sýni lærisveinum sínum
rausn eða flokksforingi fylgismönn
um, eftir sinni getu. En takmörk eru
dregin milli hins leyfilega og óleyfi
lega í þessu sem öðru. Af eigin efn
um eða með frjálsu fengnu fé verður
lausnin að ljúkast, svo að leyfilegt sé.
Lyklar að ríkisféhirslunni eru engum
fengnir til þess að að sækja þangað
vinargjafir eða fylgdarlaun.“
Það verður ekki með nokkru móti
séð að núverandi forsætisráðherra
sé upptekinn af boðskap Jóns Þor
lákssonar. Gráa svæðið er leikvang
ur hans. Styrkir eru veittir til vina
flokksins með smáskilaboðum. For
sætisráðherrann fer í boðsferð til
útlanda eins og hver önnur puntu
dúkka og rökstyður það með óljós
um fundarhöldum. Á meðan stjórn
málin eru í fullkomnu uppnámi og
þingið logar í deilum og aðgerðaleysi
hverfur hann fyrirvaralaust úr landi.
Þegar fjölmiðlar spyrja eftir ráðherr
anum er fátt um svör. Hliðverðirnir í
forsætisráðuneytinu gæta þess vand
lega að segja sem minnst og svara
loðið og óljóst með spuna. Ríkis
stjórnarfundur var blásinn af vegna
týnda forsætisráðherrans sem virt
ist ekki mega hugsa til þess að sam
starfsflokkurinn leiddi fundi. Skila
boðin til almennings eru þau að fólki
komi ekki við hvar hann sé. Meira að
segja forseti þingsins hafði ekki hug
mynd um það hvar forsætisráðherr
ann væri á jarðkringlunni. Sama var
að segja um samstarfsflokkinn.
Núverandi forsætisráðherra hófst
til valda á þeirri bylgju sem varð í
kringum Icesave og tilraunir þáver
andi stjórnvalda til að semja um
ránsfeng íslensku bankanna á spari
fé Breta og Hollendinga. Mikið and
óf varð og krafa kom frá grasrótinni
um að þjóðin fengi að ráða því með
hvaða hætti gengið yrði frá málum.
Tugþúsundir skrifuðu undir áskor
un til forsetans um að vísa mál
inu til þjóðarinnar. Krafan var skýr:
Valdið til fólksins. Framsóknarflokk
urinn staðsetti sig í miðju lýðræðis
byltingarinnar og fólkið sem kaus
flokkinn trúði að það væri að kjósa
umbætur. En nú er öldin önnur.
Sigmundur Davíð bar fram feitu
stu kosningaloforð lýðveldissögunn
ar þegar hann boðaði lausnir fyrir
skuldara, afnám verðtryggingar og
slátrun hrægammanna sem voka
yfir Íslandi. Sundurtætt kosningalof
orðin liggja sem hráviður um hinn
pólitíska völl. Skuldalausn heimil
anna er í skötulíki og verðtryggingin
lifir góðu lífi. Valdið til fólksins er
innantómt slagorð sem tilheyrir for
tíðinni. Þjóðaratkvæðagreiðsla á ekki
upp á pallborð hinna spilltu. Undir
skriftir tugþúsunda Íslendinga skipta
engu máli. Forsætisráðherra situr við
kjötkatlana og passar upp á að sumir
fái sitt. Ferðalag hans um lendur rík
isins og til útlanda er mörgum óskilj
anlegt. Hann er kominn óravegu frá
þeim hugsjónum sem komu honum
áleiðis á stól forsætisráðherra: Sig
mundur Davíð er týndur.
Það er nauðsynlegt að koma skikk
á forsætisráðuneytið. Eðlilegt er að
Sjálfstæðisflokkurinn setja mann
inum stólinn fyrir dyrnar. Það er þó
líklega ekki raunhæft því flokkurinn
á takmarkaða möguleika á samvinnu
við aðra flokka. Hann situr því uppi
með Svarta Pétur og ber ábyrgð á for
sætisráðherranum og öllu hans liði.
Raunhæfasta leiðin væri sú að kjósa
aftur og að þessu sinni um svikin
sem áttu sér stað vorið 2013. Það þarf
kjark og áræði heiðarlegra stjórn
málamanna til að stíga það skref og
losa þjóðina úr prísundinni. n
Leki Mikaels
Mikael Torfason, aðalritstjóri
365, vann nokkurn sigur þegar
hann fékk hina umdeildu Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur innanríkis
ráðherra til að koma í þátt sinn,
Mína skoðun. Bjuggust einhverjir
við hörkuspurningum og þá sér
staklega um lekamál ráðuneytis
ins. En þetta fór á annan veg og
reyndin varð drottningar viðtal.
Hið skondna í málinu er að Mik
ael spurði um lekann en svo sem
kunnugt er þá veit hann sem rit
stjóri Fréttablaðsins hver lak til
að koma höggi á hælisleitend
urna og þurfti því ekki að spyrja.
Líklegt er að samið hafi verið
fyrir fram um einstaka liði drottn
ingarviðtalsins.
Illugi týndur
Illugi Gunnarsson menntamála
ráðherra hefur staðið í ströngu
með kennara, gráa fyrir járnum,
í verkfalli. Ráð
herrann er einnig
í umtalsverðum
vandræðum
vegna ráðningar
Hrafnhildar Þor-
valdsdóttur, ná
frænku Davíðs
Oddssonar, sem forstjóra LÍN.
Áminning sem hún hafði fengið
í umhverfisráðuneytinu var afn
umin með ráðherraboði. Þá var
hún ekki efst á lista þeirra sem
stjórn Lánasjóðsins mælti með
en Illugi fór gegn því áliti og réð
hana til starfa. Illugi er þekktur
fyrir að svara fjölmiðlum undir
öllum kringumstæðum og þyk
ir hreinskiptinn. En í þessu máli
kveður við nýjan tón og hann læt
ur ekki ná í sig.
Einn grjótharður
Magnús Geir Þórðarson útvarps
stjóri ætlar ekki að sitja með
hendur í skauti við stjórn Ríkis
útvarpsins. Hann
byrjaði á því að
taka völdin með
því að segja upp
öllum fram
kvæmdastjórun
um sem teljast
flestir til hirðar
Páls Magnússonar, fyrrverandi út
varpsstjóra. Reiknað er með að
fæstir þeirra verði endurráðnir.
Grunsemdir eru uppi um að sett
hafi verið upp leikrit þar sem
löngu fyrirséð tap var gert að
stórmáli. Menn bíða þess spennt
ir að sjá hverja Magnús velur með
sér til að reisa Ríkisútvarpið við.
Stjörnufall á Mogga
Stjörnublaðamaðurinn Agnes
Bragadóttir hefur um áratuga
skeið fylgt Mogganum og átti á
árum fyrr góða
spretti. Síðustu ár
hefur hún verið
fréttastjóri við
skipta á blað
inu og lítið sést
af hennar gömlu
töktum. Nú má
búast við að Agnes taki við sér
aftur eftir að hún missti titilinn og
varð aftur óbreyttur blaðamaður.
Reynir Traustason
rt@dv.is
Leiðari MynD SIGTRyGGuR ARI
Guðbjartur Hannesson
þingmaður
Kjallari „Aðhaldsaðgerð-
ir ríkisstjórnarinnar
sem greiðast af sjúkum,
öldruðum og öryrkjum
eru þannig um 550–600
milljónir króna alls.M
eð nýju frumvarpi fjármála
ráðherra um gjaldskrárlækk
anir í tengslum við kjara
samninga á almennum
markaði birtist enn á ný afleit for
gangsröðun ríkisstjórnarinnar.
Kjarasamningarnir byggðust á því
mikilvæga markmiði að halda niðri
verðbólgu og gerð var krafa um að ríki
og sveitarfélög leggðu þar sitt af mörk
um. Reykjavíkurborg reið á vaðið og
tilkynnti að borgin myndi hætta við
almennar gjaldskrárhækkanir og flest
sveitarfélög fylgdu í kjölfarið.
Ríkisstjórnin lofaði síðan við af
greiðslu fjárlaga að endurskoða gjald
skrárhækkanir og nú loks hafa þær til
lögur verið lagðar fram. Ekki er gerður
ágreiningur um markmiðið að kveða
niður verðbólgudrauginn, en athyglis
vert að skoða hvert framlag ríkisins er.
Bensínlækkun
um 3–7 kr. á dag?
Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar
birtist hér með skýrum hætti. Lækk
un gjalda á eldsneyti, áfengi og tóbak
eiga að halda niðri neysluvísitölu og
bjarga kjarasamningum, hækkun sem
var ákveðin 3% í fjárlögum en verð
ur 2%. Á sama tíma hækka önnur
gjöld langt umfram verðlagsforsend
ur samninga. Forvitnilegt er að skoða
hvaða áhrif þessar gjaldalækkanir
hafa á heimilisreksturinn. Svo virðist
sem álagning ríkisins á bensín lækki
um 1,2 krónur á bensínlítra. Bíleig
andi sparar þannig um 1.200–2.400 kr.
á ári ári (3–7 kr. á dag) ef olíufyrirtækin
skila lækkuninni að fullu út í verðlag.
Sparnaðurinn er mismunandi eftir
stærð og bensíneyðslu bíls, en miðað
er við 20.000 km. akstur á ári.
Samtök atvinnulífsins reiknuðu út
áhrif mismunandi gjaldalækkana rík
isins á neysluvístölu og þar með ráð
stöfunartekjur heimilanna og birtu í
janúar 2014.
Þar er forvitnilegt að sjá að hækk
un innritunargjalda í ríkisháskól
um um 15.000 kr. vegur mun meira
til hækkunar neysluvísitölu (0,114%)
en boðuð lækkun gjalda á eldsneyti,
áfengi og tóbak samtals (0,08%).
Lýðheilsa, forvarnir
og umhverfismál
Til gamans er forvitnilegt að skoða
fyrir hugaða gjaldalækkun í samhengi
við stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar
innar. Veit vinstri höndin ekki hvað
sú hægri gjörir? Í stefnuyfirlýsingunni
stendur: Bætt lýðheilsa og forvarnar
starf verður meðal forgangsverk
efna ríkisstjórnarinnar. Er þetta fyrsta
skrefið í átt til aukinnar lýðheilsu og
liður í forvörnum?
Þar stendur einnig: Ríkisstjórnin
mun vinna að því að Ísland verði
í fararbroddi í umhverfismálum á
heimsvísu og öðrum þjóðum fyrir
mynd á sviði umhverfisverndar. Í
þeim tilgangi lækkar ríkisstjórnin
bensín og umhverfis og auðlinda
skatta!
nemendur og
sjúklingar borga meira
Rétt er að minna á að í fjárlaga
frumvarpi ríkisins fyrir árið 2014 var
ákveðið að setja gjald fyrir innlögn
sjúklinga á sjúkrahús. Sem betur fer
tókst að hrinda þeim áformum. Eft
ir lifði þó hækkun á komugjöldum í
heilsugæslu um 20% og með nýjum
samningum við sérgreinalækna
hækka komugjöld til þeirra um 10–
20%. Þá var ákveðin hækkun á nef
sköttum s.s. áður nefndum innritun
argjöldum í opinbera háskóla um
15.000 á ári og hækkun á útvarps
gjaldi, sem hvorug renna þó til við
komandi stofnana.
Í fjárlögum er hinum eigna og
tekjuhæstu í samfélaginu hlíft öðrum
fremur m.a. með ákvörðun um að
leggja af auðlegðarskatt og að hækka
frítekjumark vegna vaxtatekna. Þá
ákvað ríkisstjórnin að hlífa ferða
mönnum við hækkun virðisaukaskatts
á gistingu og veiðileyfagjöld útgerða
voru lækkuð.
Á sama tíma fá launþegar, lífeyris
þegar og öryrkjar með tekjur undir
250.000 kr. á mánuði enga skattalækk
un.
Lögð voru viðbótargjöld á sjúk
linga vegna sjúkraþjálfunar og
annarrar þjálfunar, reglur þrengdar
og lögð á aukin gjöld vegna nauðsyn
legra hjálpartækja eða búnaðar og
reglur um aðstoð við öryrkja vegna
bílakaupa þrengdar.
Aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar
sem greiðast af sjúkum, öldruðum og
öryrkjum eru þannig um 550–600
milljónir króna alls.
Niðurstaðan er að ríkisstjórnin
lækkar lítillega kostnað þeirra sem
keyra mikið eða nota mikið áfengi og
tóbak í stað þess að lækka álögur á
láglaunafólk, sjúklinga og öryrkja. n
Undarleg forgangsröðun