Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Side 28
Helgarblað 21.–24. mars 201428 Fólk Viðtal
Guðmundur Franklín Jónsson
Þarna stendur hann. Krúnurakaður, í köflóttum
jakka, hettupeysu og gallabuxum. Ber ekki með sér
að hann komi úr hjarta kapítalismans, enda kominn
til að kveðja. En ætlar hvergi að fara fyrr en hann
hefur gert upp árin á Wall Street, lífið í Prag og
flokkinn sem hann stofnaði – og skilnaðinn.
Þ
ar sem hann býr á hótelher-
bergi hittumst við í gömlu
verbúðunum við höfnina.
Á Haítí hefur hann rekist á
gamlan félaga og stendur á
spjalli þegar ég kem. Kaffiilmur er í
loftinu, ítalskt, tyrkneskt og arabískt
kaffi er á boðstólum og baunirnar eru
brenndar á staðnum af eiganda sem
vann á unga aldri við kaffiræktun í
heimasveitinni á Haítí. Guðmundur
Franklín, pantar uppáhellingu og sest
í sófann, breiðir úr sér og segir: „Ég er
búinn að lifa rosalega viðburðaríku
lífi.“
Ekkert er þó jafn eftirminnilegt
og árásin á tvíburaturnana þann 11.
september 2001. Guðmundur Frank-
lín bjó þá í New York ásamt eigin-
konunni, Ásdísi Árnadóttur, og fjöl-
skyldu þeirra. Hann starfaði sem
verðbréfasali hjá Burnham Securities
og var að búa sig undir vinnu þegar
hann heyrði fréttirnar, kveikti á sjón-
varpinu og sá flugvél fljúga á World
Trade Center. „Ég sagði við Dísu að
ég yrði að fara niður eftir og fór strax
af stað. Borgarbúar voru enn að átta
sig þannig að ég náði niður eftir með
leigubíl.
Þegar ég kom á vettvang brann
byggingin og ég horfði á fólk hoppa
út um gluggana og reyna að brjóta sér
leið út. Þetta var óbærileg sýn,“ segir
hann og klappar saman höndunum,
„þetta er hljóðið sem heyrðist þegar
þeir féllu til jarðar. Ég heyri það stund-
um enn, þá sjaldan sem ég hugsa um
þetta. Annars reyni ég alla jafna að
forðast það og þegar ég sé umfjöllun
um þetta í sjónvarpinu loka ég aug-
unum. En minningin lifir og þegar ég
rifja þetta upp þá sé ég hvert smáat-
riði skýrt fyrir mér.“
Versta lífsreynslan
Þetta var eins og í bíómyndunum seg-
ir hann: „Það var allt stopp, það voru
allir bílar stopp, það var engin um-
ferð, það var enginn á ferli. Fólk talaði
ekki saman, símarnir voru hljóðir og
það eina sem þú heyrðir var lýsingin
í útvarpinu því margir opnuðu dyrnar
á bílnum til að fylgjast með, fyrir utan
brakið í byggingunni og þessa skelli.
Ég man að þar sem ég stóð og
fylgdist með velti ég því fyrir mér
hverjir væru þarna sem ég þekkti.
Seinna kom á daginn að þeir voru
nokkrir sem voru dánir.
Skömmu síðar sá ég seinni flugvél-
ina fara í hinn turninn. Í minningunni
er eins og þetta hafi gerst á nokkrum
sekúndum. Svo hrundi þetta ferlíki
niður og reykurinn steig upp. Þá litu
allir hver á annan, hugsuðu með sér
nú væri kannski best að forða sér og
hlupu af stað. Þetta var svo súrreal-
ískt. Enginn trúði því að þetta væri að
gerast. Þetta voru svo stórar byggingar
að það var ótrúlegt að sjá þær verða
að engu.“
Á flótta undan reyknum hljóp
Guðmundur Franklín upp á skrif-
stofu. Þaðan gekk hann heim til fjöl-
skyldunnar, því samgöngur í borginni
lágu niðri. „Fýlan var ógeðsleg. Vind-
áttin var að sunnan þannig að lyktin
lagðist yfir eyjuna, ógeðsleg brunafýla
af öllu sem brann þarna. Þessi lykt var
ólýsanleg og hún er ógleymanleg.“
Sprengja í bílnum
Daginn eftir ætlaði hann að gefa blóð.
Þúsundir manna voru mættir í sömu
erindagjörðum. Eftir þriggja tíma bið
var þeim tilkynnt að það væri ekki
þörf fyrir frekari blóðgjafir. „Það var
enginn slasaður, það voru allir dánir.
Þetta var frekar slæm lífsreynsla, það
versta sem ég hef lent í.“
Þótt ótrúlegt megi virðast var þetta
þó ekki fyrsta hryðjuverkaárásin sem
Guðmundur Franklín lenti í. Árið
1993 óku hryðjuverkamenn trukk
fullum af sprengiefni inn í kjallara
World Trade Center og sprengdu
hann. Sex hundruð kíló af sprengiefni
voru notuð í sprengjuna sem skildi
eftir sig djúpa holu í jörðinni. Sex dóu
í árásinni og þúsundir slösuðust.
Guðmundur Franklín var þá að
vinna fyrir fyrirtæki sem hafði aðset-
ur hinum megin götunnar og fann
vel fyrir sprengingunni. „Þá hélt ég
að flugvél hefði lent á turninum en
svo var ekki. Í þetta skiptið gerðist
það. Þegar ég hafði lent tvisvar sinn-
um í hryðjuverkaárás hugsaði ég með
mér að allt er þegar þrennt er. Fyrst ég
var orðinn skotmark – eða öllu heldur
starfsgreinin sem var í hjarta þessa
kapítalíska heims sem á að vera svo
slæmur en heldur lífinu í öllu, þá velti
ég því fyrir mér hvort þetta væri þess
virði.“
Heillaðist af Ameríku
Hann hafði þá verið í Bandaríkjunum
samfleytt frá árinu 1986. Sautján ára
fór hann fyrst út og heillaðist alveg
af Ameríku. Þá stóð til að fara sem
skiptinemi á vegum AFS en þegar
það gekk ekki eftir skarst systir hans í
leikinn og reddaði honum vinnu við
gardínuverksmiðju Hilmars Skagfjörð
í Tallahassee. „Ég var algjör brjál-
æðingur á þessum tíma,“ segir hann
hlæjandi. „Ég vann við að keyra út
gardínur þangað til ég missti prófið
fyrir hraðakstur.“
Auk þess var hann í skóla þar sem
hann lærði ensku. Eftir ár í Ameríku
kom hann aftur heim til Íslands og
kláraði stúdentsprófið. Þaðan lá leiðin
í lögfræði en hugur hans stefndi ann-
að og hann hætti eftir fyrsta árið. „Það
þýddi ekkert annað en að fara aftur út
til Ameríku.“
Þannig að hann sótti um nám úti
og fékk inni í Johnson & Wales Uni-
versity á Rhode Island þar sem hann
lauk BS-gráðu í viðskiptafræði með
áherslu á fjármál, fjármögnun og fjár-
festingu. „Á þessum tíma var ljóst að
skrifað yrði undir EES-samninginn og
von var á frjálsum fjármagnsflutning-
um. Enginn var að sinna þessu hér á
landi og þjónusta lífeyrissjóðina varð-
andi fjárfestingarmöguleika erlendis.
Þegar þetta gekk eftir þá var ég úti og
til staðar.“
Átta ára í vinnu
Líklega kom það engum á óvart að
Guðmundur Franklín færi þessa
leið. Hann er braskari í eðli sínu og
byrjaði snemma að vinna og finna
leiðir til að græða peninga. „Átta ára
byrjaði ég að vinna sem pokarotta
í Víði. Ég hafði séð að fólk vann við
það í Ameríku að raða í poka og
hugsaði með mér að það væri eitt-
hvað sem ég gæti gert.
Þarna vann ég öll mín æskuár.
Ég varð bara að vinna fyrir mér ef
ég ætlaði að eiga pening. Á þessum
árum voru engir peningar til á Ís-
landi þannig að krakkar voru ann-
aðhvort sendir í sveit eða í vinnu. Ég
var svo heppinn að vera alltaf með
vinnu.“
En það var ekki nóg. Guðmundur
Franklín stofnaði líka götumáln-
ingarfyrirtæki þar sem hann mál-
aði fyrir bílastæðum ásamt Björgólfi
Thor Björgólfssyni og fleirum. „Bíla-
stæði vantaði fyrir utan búðina.
Þegar við vorum að mála fyrir þeim
kom einhver þar að sem vantaði
líka bílastæði. Þetta vatt upp á sig
og endaði með því að við máluðum
á næturnar og um helgar þar til ég
hafði lokið námi.“
Annars var æskan honum góð.
„Reykjavík var svo lítil borg á þess-
um tíma en heill heimur af ævin-
týrum. Ég gat varið heilu dögunum
í ævintýraleit. Eina skilyrðið var að
ég væri kominn heim klukkan tíu á
kvöldin. Annars var frelsið algjört.“
Föðurmissir
Vogarnir voru hans hverfi og í Voga-
skóla var hann sessunautur Ara Ed-
wald, núverandi forstjóra 365, til tólf
ára aldurs. Ari var ári á undan í skóla
og þegar á reyndi, þegar þeir urðu
uppvísir að einhverju, þurfti hann
gjarna að taka á sig sökina. „Ég var
duglegur að víkja mér undan,“ seg-
ir Guðmundur Franklín glottandi.
„Frá þessum tíma er eftirminnilegast
þegar bekkurinn fylltist af Vestmann-
eyingum sem sváfu í leikfimissalnum.
Við vorum bara litlir pollar þegar þeir
þurftu að flýja heimili sín út af eld-
gosi. Okkur fannst það mjög merki-
legt.“
Þótt frelsið einkenndi æskuna
var Guðmundur Franklín alltaf mik-
ill mömmustrákur. Móðir hans,
Guðbjörg Lilja Maríusdóttir, var
heimavinnandi og kletturinn í lífi
hans. Ekki síst eftir að hann varð föð-
urlaus aðeins tvítugur að aldri.
„Pabbi bara dó, fékk blóðtappa og
hjartaáfall eftir helgarferð í Þórsmörk.
Pabbi var ægilegur fjallagarpur og á
sínum tíma stofnaði hann Útivist. Það
var mér mikið áfall að missa hann
en það var ekki um annað að ræða
en að halda áfram. Þar sem systkini
mín voru öll flutt að heiman nema
litli bróðir minn varð ég að vinna
fyrir fjölskyldunni. Ég hafði líka mik-
il áform fyrir framtíðina. Þannig að
ég held að sorgin hafi komið seinna,
þegar ég ætlaði að hringja en hann
var ekki lengur á lífi.“
Þeir feðgarnir höfðu ekki verið
mjög nánir um einhvern tíma. „Pabbi
var af gamla skólanum, vann alla
daga og kom þreyttur heim á kvöldin.
Um helgar og í fríum var hann mik-
ið á fjöllum. En við áttum auðvitað
margar góðar stundir saman og það
eru minningar sem ég geymi með
mér. Þegar ég var yngri fórum við
gjarna saman að skoða landið. En eft-
ir því sem ég varð eldri og sjálfstæðari
fjarlægðumst við.
Hann dó síðan sem ungur maður,
ekki nema 61 árs gamall. Eins og ef ég
myndi deyja eftir tíu ár,“ segir Guð-
mundur Franklín hugsi.
Líf verðbréfasalans
Ári síðar hélt hann utan. „Þá var ég
bara „on my own“,“ segir hann en
bætir því við að það hafi reyndar ver-
ið þægilegt að fara að heiman í skóla.
„Þar var ég í vernduðu umhverfi.
Þegar ég var kominn á vinnumarkað-
inn var ég aftur á móti á eigin vegum.“
Draumurinn var að komast á Wall
Street og það strax eftir útskrift. Guð-
mundur Franklín lagði allt í sölurn-
ar og sótti alls staðar um. Harkið skil-
aði sér því hann landaði starfi hjá
litlu fyrirtæki, Berserc International.
„Þar sátu allir saman í stórum sal og
svo var öskrað og æpt allan daginn.
Fyrstu dagana skildi ég ekkert hvað
var að gerast, en það kom fljótlega.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Skilinn
og farinn
„Hún vildi
skilnað og
það er eitthvað sem
ég þarf að lifa við
„Ég var orðinn svo
gráðugur að ég
gerði þau mistök að fylgja
ekki eigin sannfæringu.