Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Qupperneq 40
Helgarblað 21.–24. mars 201440 Neytendur
Jesús fullur af vori og von
n Niðurstöður úr páskabjórsmökkun DV n Jesús nr. 24 er bestur en Páskagull sístur
J
esús er besti páskabjórinn sam-
kvæmt bragðprófi DV. Í öðru sæti
var sigurvegarinn frá í fyrra, Vík-
ing Páskabjór. Jesús er uppseld-
ur í Vínbúðum en hann er enn
fáanlegur á veitinga- og öldurhúsum.
Almennt þótti bjórinn frekar góð-
ur og voru meðaleinkunnir um það
bil tveimur heilum hærri en fyrir ári.
DV fékk góðfúslega leyfi til að halda
bragðkönnunina á Microbar í Austur-
stræti og sá Steinn Stefánsson um að
bera fram bjórinn. Bragðprófið var
blint, það er, þátttakendur vissu ekki
um hvaða bjór var að ræða þegar þeir
smökkuðu. Allur bjórinn var kældur
og borinn fram í eins glösum. Eftir
að búið var að dæma alla bjórana og
gefa þeim einkunn voru umbúðirnar
metnar sérstaklega.
Dómnefndin
Dómnefndina skipuðu Egill Óskars-
son leikskólakennari, Rakel Garðars-
dóttir, framkvæmdastýra Vesturports,
stofnandi Verðandi, samtaka gegn
sóun matvæla og knattspyrnustjóri FC
Ógnar, Unnur Tryggvadóttir Flóvenz
háskólanemi, Ylfa Helgadóttir, yf-
irkokkur á Kopar, og Ævar Örn Jós-
epsson krossgátugerðarmaður.
Þess var farið á leit við bjórfram-
leiðendur að þeir útveguðu DV
bjór til smökkunar og urðu Vífilfell,
Bruggsmiðjan og Brugghús Steðja
góðfúslega við þeirri bón. Eru
þeim færðar þakkir fyrir. Gæðing-
ur – Öl var búinn að senda frá sér
allan páskabjórinn og ekki náðist
í Ölgerðina þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir. DV keypti þó framleiðslu
Ölgerðarinnar til að hafa með og
því nær bragðprófið til allra þeirra
páskabjóra sem seldir eru fyrir
þessa páska.
Tístandi páskaungar
„Heilt yfir eru þetta bragðgóð-
ir bjórar með skemmtilegan
karakter og mismunandi stíl,“ segir
Ylfa. Unnur tekur undir það. „Þeir
voru allir góðir og enginn sem ég gæti
ekki hugsað mér að drekka aftur,“ segir
hún. „Þetta voru nokkuð góðir bjórar
svona almennt þótt sumir séu minna
afgerandi en aðrir. Þeir skera sig lítið
frá jólabjóralínunni nema Jesús sem
bregður skemmtilega út af línunni,“
segir Ævar og hin taka í sama streng.
Almennt eru þau sammála um að þeir
séu óþarflega dökkir og þungir. „Það
vantar allan vorfíling í þessa bjóra.
Þei eru of dökkir og þungir. Hvar er
tístandi gleðin í páskaungunum?“
Sóun að sulla niður
Sala á páskabjórnum hófst á ösku-
dag, 5. mars síðastliðinn, en stendur
til 19. apríl samkvæmt upplýsingum
á heimasíðu ÁTVR. Það er miðviku-
dagur í dymbilviku. Um sjálfa
páskahelgina verður því ekki hægt að
kaupa páskabjór í Vínbúðum. Rakel
er stofnandi samtakanna Verðandi
sem berjast gegn sóun matvæla. Hún
segir mikilvægt að þessu verði breytt.
Nokkur umræða spannst í þjóðfé-
laginu um það þegar jólabjórnum var
fargað í janúar en eftir að Vínbúðirn-
ar taka árstíðabundinn bjór úr sölu
eiga framleiðendur erfitt með að
koma honum í sölu annars stað-
ar. „Af því að framleiðendurnir fá
áfengisgjaldið endurgreitt þá er
það hvati fyrir þá til að hella hon-
um niður,“ segir hún en gjaldið er
um 100 krónur á hvern bjór. „Það
eru fordæmi fyrir því að hafa út-
sölur í ÁTVR,“ segir hún og þau hin
taka undir. „Þetta myndi tæmast
fyrir hádegi, fólk er alltaf til í ódýrt
áfengi,“ samsinnir Unnur.
Léttur en með karakter
Áður en bragðprófið hófst voru
þátttakendur spurðir að því hvað
þeim þætti einkenna páskabjór.
Þátttakendur voru sammála um
að páskabjórinn væri fyrst og fremst
markaðsbragð en samt skemmtileg-
ur. „Páskabjór er léttari en jólabjór-
inn en samt með karakter,“ segir Ylfa
og hin samsinna því. Rakel er á því
að páskabjór eigi að minna á vorið,
vera léttur og vekja fólki von í brjósti.
„Ég vona að það sé enginn að fara að
vera sniðugur og setja súkkulaði í bjór-
inn,“ segir Ævar. Nú spinnast umræður
um möguleikann á gerjun kakóbauna
til bjórgerðar og áður en samkund-
an leysist upp í vitleysu er ákveðið að
hefja bragðkönnunina. n
Auður Alfífa Ketilsdóttir
fifa@dv.is
1 Jesús nr. 24
Meðaleinkunn: 8,7 Framleiðandi: Ölgerðin Egill
Skallagrímsson Styrkleiki: 7% Verð: 700 kr.
Lýsing: Gullinn. Létt meðalfylling, sætuvottur,
meðalbeiskja. Heilhveiti, banani, sítrus, blóm, tunna.
Egill: Gulur og fínn eftir alla
dökkleitu bjórana. Ger og vanilla
og kakó í lykt og bragði. Frískur og
skemmtilegur. Góður bjór. Mesti
páskabjórinn.
Rakel: Eini ljósi félaginn í
hópnum. Gefur mér vorvon.
Ferskur og frískur, alveg frábær
þangað til í eftirbragði sem er
ekki að mínum smekk. Fullur af
vori, lífi og von.
Unnur: Skrítin gerlykt. Ferskur
með ávaxtakeim. Minnir á vorið
eins og páskabjór á að gera.
Þessi passar ágætlega með
páskalambinu.
Ylfa: Ferskir sítrustónar án þess að vera súr.
Mikill karakter og góður. Stendur undir sín-
um fyrirheitum sem páskabjór. Mjög góður.
Ævar: Gullinn, flatur að sjá, lítil lykt. Dísætur
ávaxtakeimur. Gengur líka með mat. Allt
öðruvísi en útlitið bendir til. Kemur á óvart.
Umbúðir: „Standard frá Borg.“ „Of mikið
auglýsingastofu.“ „Less is more lúkkið
höfðar til mín.“
3 Þari
Meðaleinkunn: 7,6 Framleiðandi: Brugghús
Steðja Styrkleiki: 4,8% Verð: 444 kr. Lýsing:
Rafgullinn. Ósætur, meðalfylltur, lítil beiskja. Malt,
humlar, grösugur.
Egill: Fallegur í glasi. Algjört sæl-
gæti í lykt, karamella, súkkulaði
og allskonar sætt. Sama í bragði.
Mjög bragðgóður og góð fylling.
Rakel: Rosalegur súkkulaði- eða
karamellubjór. Minnir um margt
á páskaegg. Rosalega sætur og
mildur.
Unnur: Súkkulaði og kaffilykt.
Pínu nammibragð. Mjög rauður
miðað við bragðið. Kaffibragð er
allt í lagi en samt ekkert spes.
Hvar er súkkulaðikeimurinn?
Þessi er pínu eins og Júdas sem
svíkur mann.
Ylfa: Sætur og góður Páskabjór. Fín fylling
og bragð. Fallegur á litinn og girnilegur.
Ævar: Fallegur litur, engin froða, skrítin
lykt, grunsamleg, spennandi. Bragðið
stendur ekki undir þessari lykt. Allskonar í
lyktinni en varla neitt í bragðinu. La-la.
Umbúðir: „Rokkstig fyrir að meika engan
sens.“ „Heiðursverðlaun Gylfa Ægissonar.“
„Vonlaust nafn.“ „Elska súru „homemade“
merkingarnar.“
4 Víking Páska Bock
Meðaleinkunn: 7,5 Framleiðandi: Víking Styrk-
leiki: 4,8% Verð: 429 kr. Lýsing: Rafbrúnn. Þétt
meðalfylling, ósætur, meðalbeiskja. Léttristað
malt, karamella, humlar.
Egill: Skrýtinn bjór því það er
lítil lykt en mikið bragð. Malt og
lakkrís. Talsverð sæta. Þetta er
fínn bjór sem kemur á óvart.
Rakel: Rosalega vetrarlegt útlit.
Lyktarlaus en rosalegt saltlakk-
rísbragð. Mildur fyrir utan
lakkrískeiminn. Fínasti bjór
en þó of þungur til að minna
á vorið. Það er greinilega ekki
markmiðið í ár hjá fram-
leiðendunum. Vantar allan
ferskleika en sem jólabjór
hefði þessi slegið í gegn.
Unnur: Lyktarlaus en bragð-
mikill. Kom skemmtilega á óvart. Rosa gott
og mikið eftirbragð. Þessi fær stórt læk.
Ylfa: Saltlakkrískeimur, „stout“-bragð.
Ekki alveg fyrir mig. Þungt beiskt og ramt
eftirbragð.
Ævar: Mjög lítil lykt en mikið bragð. Ekki
kannski til að drekka með mat. Sérstakur
bjór, ekkert miðjumoð. Góður, kemur á óvart.
Um umbúðir: „Minnir frekar á hóstasaft en
páska.“ „Hvar er sköpunargleðin?“
5 Gæðingur Páskabjór
Meðaleinkunn: 7,3 Framleiðandi: Gæðingur – Öl
Styrkleiki: 4% Verð: 370 kr. Lýsing: Rafgullinn,
skýjaður. Ósætur, beiskur. Malt, humlar.
Egill: Skýjaður og fallegur.
Hellingur í gangi í lykt og bragði.
Ger, ávextir og humlar í góðu
jafnvægi. Vel heppnaður bjór.
Rakel: Gruggugur og ljótur á
litinn. Rosalega yfirgnæfandi
ilmvatnslykt tekur á móti
manni. Sopinn er rammur,
fyrir minn smekk er þetta
allt of „busy“ bjór. Höfðar
ekki til mín. Fæ höfuðverk við
tilhugsunina af öðrum sopa.
Unnur: Rosalega góð ávaxta-
lykt. Minnir á Mikkeller Hoppy
Christmas sem er uppáhalds.
Afgerandi ávaxtabragð sem er rosa gott.
Ylfa: Hveitibjórseinkenni. Þungur og ramm-
ur en samt góður í drykkju. Örugglega ekki
góður með mat.
Ævar: Skýjaður, gerlykt, afgerandi bragð.
Of afgerandi til að dekka með mat, sjálfsagt
alveg í samræmi við það sem að var stefnt
en fellur ekki að mínum smekk.
Umbúðir: „Flott lógó.“ „Alltaf ógeðslega
flott.“ „Flottasta flaskan.“
6 Páskakaldi
Meðaleinkunn: 6,3 Framleiðandi: Bruggsmiðjan
Styrkleiki: 5,2% Verð: 395 kr. Lýsing: Rafbrúnn.
Létt meðalfylling, ósætur, miðlungsbeiskja.
Ristað korn, humlar, karamella.
Egill: Rauðleitur, lítur ágætlega
út í glasi. Súr lykt sem lofar
meiru en bjórinn stendur við. Ekki
slæmur á bragðið en ekki í góðu
jafnvægi, vantar fyllingu.
Rakel: Mjög rauður á lit, minnir
á malt án maltsins. Hann er
svona hvorki né. Sætur, svo-
lítið beiskt eftirbragð. Vantar
vorið í þennan. Minnir of mikið
á veturinn en ekki vorið sem ég
vil finna í páskaöli.
Unnur: Pínu súr lykt. Vantar
bjórbragðið. Er að spá í að
blanda þennan með appelsíni.
Ég myndi ekki drekka meira en
einn. Ekkert vorbragð.
Ylfa: Fallega rauðbirkinn á litinn. Vantar
fyllinguna. Minnir á jólabjór. Ágætis bjór.
Ævar: fallegur litur, lítil froða, súr lykt, súrt
bragð en bragðlítill. Lítil tilþrif.
Umbúðir: „Minnir á dauðann.“ „Föstu-
dagurinn langi.“ „Nokkuð flott.“ „Ekki
spennandi.“
7 Páskagull
Meðaleinkunn: 6,1 Framleiðandi: Ölgerðin Egill
Skallagrímsson Styrkleiki: 5,2% Verð: 309 kr.
Lýsing: Rafgullinn. Meðalfylling, ósætur, lítil
beiskja. Korn, malt.
Egill: Sætur. Gerlykt og
sæta í bragði. Vantar
smá karakter, svolítið
óræður. Auðdrekkanlegur
en skilur ekki mikið eftir
sig.
Rakel: Frísklegur, góð
froða. Svolítið stamt
eftirbragð. Ágætur bjór.
Dökkleitur en léttur. Lítið
um karakter. Auðdrekkan-
legur. Fínasti bjór.
Unnur: Pínu bragðlítill, léttur á bragðið og
ferskur en hvorki né. Týpískur fyllerísbjór.
Ylfa: Mildir karamellutónar, auðdrekkan-
legur. Vorkeimur. Engin sterk karakterein-
kenni.
Ævar: Sætbeiskur, mildur. Beiskjan situr
meira eftir en sætleikinn. Flatur og alveg
laus við tilþrif. Ekkert spes en gengur örugg-
lega vel með mat.
Umbúðir: „Öll gleðin í gulu dósinni.“
„Krakkalegt. Maður annaðhvort fílar þetta
eða hatar.“ „Hallærislegt.“
2 Víking Páskabjór
Meðaleinkunn: 8,3 Framleiðandi: Vífilfell
Styrkleiki: 7,8% Verð: 339 kr. Lýsing: Rafbrúnn.
Meðalfylling, ósætur, meðalbeiskja. Malt, humlar,
karamella, kaffi.
Egill: Fallegur litur. Áhugaverðir
hlutir í lykt, sjórinn? Vel smíð-
aður bjór, gott jafnvægi og flott
eftirbragð.
Rakel: Fallega brúnn, mildur en
með góða sætu. Rennur ljúflega
niður og æðislegt eftirbragð.
Frábær páskábjór. Bæði góður
og fagur.
Unnur: Góð blanda af mildu
en miklu bragði. Frískandi
sætur og gott eftirbragð.
Rosalega passlega rammur/
sætur. Rosalega fallegur og
góð lykt. Ég gæti auðveldlega
drukkið fleiri.
Ylfa: Keimur af brenndum sykri, smá
beiskur, mikið jurtabragð.
Ævar: Fallegur litur, góð froða. Beiskur
en samt mátulega sætur. Ferskur, gott eftir-
bragð. Bragðgóður og fínn. Eðalbjór bæði
einn og sér og með mat.
Umbúðir: „Vondir, vondir litir.“ „Myndi ekki
kaupa hann út á útlitið.“ „Þetta stingur í
augun.“
Barþjónninn Steinn Stefánsson bar fram bjórinn.
Dómnefndin
Rakel Garðarsdóttir,
Ylfa Helgadóttir,
Unnur Tryggva-
dóttir Flóvenz, Egill
Óskarsson og Ævar
Örn Jósepsson.
MYnDiR SigTRYggUR ARi