Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Side 52
Helgarblað 21.–24. mars 201452 Fólk S tórleikarinn George Clooney virðist loksins hafa fundið ástina í lífi sínu. Hann sást fyrst með Amal Alamuddin lögfræðingi í október í fyrra. Þau hafa meðal annars farið í frí saman til Tansaníu, þar sem myndir náð- ust af þeim að kanna dýraríkið þar í landi, og í febrúar sáust þau hald- ast í hendur á frumsýningu nýrrar myndar George. Heimildarmaður tímaritsins People segir þau afar ástfangin. „Hún er ekki að sækjast eftir frama í leiklist eða skemmtana- bransanum. Ánægja þeirra er ein- læg.“ Þrátt fyrir að enginn vafi leiki á því að þau eigi í meira en hefð- bundnu vinasambandi forðast þau að sjást saman og fara jafnan leiðar sinnar hvort í sínu lagi. Amal Alamuddin er 36 ára og fæddist í Beirút í Líbanon. Hún er búsett í London og talar reiprennandi frönsku, arabísku og ensku. Hún hefur vakið athygli í starfi sínu og tekist á við mýmörg mál sem hafa ratað í fjölmiðla. Amal var afar vinsæl á Twitter áður en hún gerði aðgang sinn óvirkan og var leikarinn Ashton Kutcher meðal þeirra sem fylgdu henni. Clooney er 52 ára og er því 16 árum eldri en Amal. Hann hef- ur verið orðaður við ýmsar kon- ur í gegnum tíðina en aldrei fest ráð sitt til lengri tíma. Hann gift- ist leikkonunni Taliu Balsman árið 1989 en hjónaband þeirra entist aðeins í nokkur ár. Leikarinn hef- ur þrisvar sinnum hlotið Golden Globe- verðlaun fyrir leik sinn. Nýjasta stórmynd kappans er kvik- myndin Gravity, sem sló allræki- lega í gegn, en hann er ekki síst þekktur fyrir leik sinn í myndum á borð við Out of Sight, Up in the Air og Ocean's Eleven. n ingosig@dv.is Ást í faðmi lögfræðings n George Clooney virðist hafa fest ráð sitt n Fór í frí til Tansaníu „Ánægja þeirra er einlæg“ Sambönd stórleikarans hafa sjaldnast verið langlíf. Mynd ReuTeRs UGG-skór við brúðarkjólinn Yngri systir poppstjörnunnar Britney Spears, Jamie Lynn, hef- ur alla tíð þurft að lifa í skugga eldri systur sinnar. Jamie Lynn, sem er 22 ára, gekk í það heilaga í síðustu viku með viðskiptamann- inum James Watson. Í hátíðar- höldunum um kvöldið klæddi hún sig í UGG-skó við brúðar- kjólinn og vakti það athygli ágengra ljómsyndara sem eltu þau nýgiftu á röndum. Jamie Lynn var aðeins 16 ára þegar hún varð barnshafandi eftir þáverandi kærasta sinn, Casey Aldridge, en hún sagði frá þunguninni í viðtali við OK!-tímaritið. Erfiðara að hætta að reykja en drekka Naomi Campbell prýðir forsíðu aprílútgáfu tímaritsins Shape. Í viðtalinu opnar hún sig um það hversu erfitt það hefur reynst henni að hætta að reykja. „Fólk sagði við mig að það væri erfiðara að sleppa sígarettum en áfengi,“ sagði Campbell sem hætti einnig að drekka fyrir nokkrum árum. „Ég trúði því ekki en vitið þið hvað? Það er erfiðara,“ segir hún í viðtalinu. „Bara að tala um þetta fær mig til langa í eina. Hættum að tala um þetta!“ „Það lenda allir í framhjáhaldi“ Bandaríska leikkonan Cameron Diaz segir alla munu lenda í framhjáhaldi á einhverjum tíma- punkti. Þetta sagði leikkonan er hún ræddi um ástarsambönd og framhjáhald í viðtali við nýjasta tölublað breska tímaritsins OK! „Það hefur verið haldið fram- hjá öllum og það lenda allir í framhjáhaldi. Ég get ekki lag- að það, ég veit ekki hvernig á að gera það. Ég dæmi engan, ég veit ekki hvernig á að laga vanda málið,“ sagði Diaz. „Við erum manneskjur, við erum flókin. Þú getur ekki farið í gegnum lífið án þess að safna nokkrum örum, þú getur ekki farið í gegnum lífið óskaddaður. Það er bara eins og það er. Þessu er öllu ætlað að gerast, lærðu þína lexíu, finndu út úr því og haltu áfram.“ Stórleikarar sem aldrei hafa unnið Óskarinn Bruce Willis hefur ekki einu sinni verið tilnefndur Johnny Depp Þrisvar sinnum hefur Johnny Depp verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna; fyrir leik sinn í myndunum Sweeney Todd, Finding Neverland og Pirates of the Carribean: The Curse of the Black Pearl, og alltaf hefur hann farið tómhentur heim af verðlaunahátíðinni. Leikarinn, sem hætti í skóla 15 ára í von um að verða rokkstjarna, er þekktastur fyrir karakterinn Jack Sparrow, sjóræningjann sem svífst einskis. Bruce Willis Eiturharði töffarinn Bruce Willis varð dýrkaður og dáður um allan heim fyrir túlkun sína á John McClane úr Die Hard-myndunum. Fyrsta myndin í þeim hasarmyndaflokki kom út árið 1988 og er Bruce því orðinn vel sjóaður, og rúmlega það, í kvikmyndaheiminum. Bruce hefur verið tilnefndur til ýmissa verðlauna – en aldrei til Óskarsverðlauna og segist hann láta sér þá staðreynd í léttu rúmi liggja. Leonardo DiCaprio Hvernig má það vera að Leonardo DiCaprio hafi aldrei unnið Óskarinn? Leikarinn hefur farið með veigamikið hlutverk í hverri stórmynd á fætur annarri og verið óviðjafnanlegur í hlutverkum sínum. En það hefur ekki dugað til. Leonardo sló í gegn í kvikmyndinni um farþegaskipið Titanic árið 1997 og hefur frá þeim tíma skipað sér í sess meðal vinsælustu leikara Hollywood. Í fyrra brá hann sér í gervi Jordans Belfort í myndinni The Wolf of Wall Street og hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína. Margir spáðu því að Leonardo yrði loksins verðlaunaður fyrir magnaðan leik sinn í henni – en allt kom fyrir ekki. Vinsæll Fjölskyldumaður- inn Brad Pitt var sannfærandi í kvik- myndinni um Tróju. Öflugur Samuel L. Jackson hefur leikið í fjölda góðra kvik- mynda í gegnum tíðina. Þrisvar tilnefndur Íslandsvinurinn Tom Cruise hefur þrisvar sinnum verið tilnefndur til verðlaunanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.