Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 16
Páskablað 15.–22. apríl 201416 Fréttir Talað um einelti vegna aðgerða Gústafs Adolfs og félaga sem beindust gegn Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur G ústaf Adolf Níelsson, sagn­ fræðingur, fyrrverandi framkvæmdastjóri þing­ flokks Sjálfstæðisflokksins og bróðir Brynjars Níels­ sonar, þingmanns Sjálfstæðis­ flokksins, stormaði inn á fræðilegan vinnufund í Háskóla Íslands um það leyti sem Sigurbjörg Sigurgeirs­ dóttir, lektor í stjórnsýslufræðum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, var að hefja erindi sitt. Með honum í för voru tveir menn. At­ vikið átti sér stað þann 31. janú­ ar og vakti sérstaka athygli fundar­ gesta enda hafði Gústaf þá þegar kært Sigurbjörgu til siðanefnd­ ar Háskóla Íslands fyrir að veitast að Sjálfstæðis flokknum, forseta Ís­ lands og Hagstofunni. Kærunni var vísað frá eftir að hún hafði verið tekin til efnislegrar meðferðar. Ekki náðist í Gústaf við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sama dag birti Hannes Hólm­ steinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, grein í Morgun­ blaðinu undir fyrirsögninni „Nokkr­ ar spurningar til Sigurbjargar Sigur­ geirsdóttur“. Þar rakti hann það sem hann vildi meina að væru rangfærsl­ ur Sigurbjargar um Sjálfstæðisflokk­ inn, Davíð Oddsson og fleiri aðila og bar upp spurningar í fimmtán lið­ um. „Ég vonast til þess, að dr. Sigur­ björg Sigurgeirsdóttir svari þessum spurningum undanbragðalaust á þeim vettvangi, sem Siðfræðistofn­ un Háskóla Íslands hefur veitt henni á föstudaginn,“ sagði Hannes undir lok greinarinnar. Athugasemdir Hannesar voru efnislega skyldar þeim atriðum sem fram komu í kæru Gústafs. Sigurbjörg flutti erindið á vegum rannsóknarhóps um verk­ efnið „How does Democracy work in Iceland? Norms, Practices and Understanding“. DV hefur heimildir fyrir því að fulltrúar úr rannsóknar­ hópnum líti atvikið á vinnufundin­ um alvarlegum augum. Í því sam­ hengi er meðal annars talað um einelti og tilraun til þess að fylgjast með og áreita dr. Sigurbjörgu. Þá mun rektor Háskóla Íslands, Krist­ ínu Ingólfsdóttur, hafa verið tilkynnt sérstaklega um það í febrúar. Telja fulltrúar úr hópnum nauðsynlegt að málið verði tekið til sérstakrar athug­ unar svo sem í ljósi akademísks frelsis, öryggis starfsmanna Háskól­ ans og eineltis. Heimildarmenn DV innan Háskóla Íslands setja birtingu greinar Hannesar Hólmsteins í sam­ hengi við heimsókn Gústafs og fé­ laga á vinnufundinn. Hannes þver­ tekur þó fyrir að kannast nokkuð við uppákomuna: „Mér er ekki kunnugt um þetta mál.“ Ósáttur við skrif Í greininni í Morgunblaðinu sagði Hannes að tilefnið skrifanna væri að Sigurbjörg hefði ásamt Robert Wade, prófessor í stjórn­ málahagfræði við London School of Economics, skrifað grein um ís­ lenska efnahagshrunið þar sem þau hefðu farið óvarlega með tilvitnun í skrif hans. Hannes krafðist þess í fyrrahaust, með aðstoð lögfræðings, að Sigurbjörg bæðist afsökunar á ummælum sem birtust í greininni og snerust meðal annars um brot hans á höfundarrétti Halldórs Kilj­ ans Laxness og að hafa fyrir mistök birt umorðun á endurteknum yfir­ lýsingum hans í aðdraganda hruns­ ins sem beina tilvitnun. Sigurbjörg og Robert höfðu sent svar sitt við þessum og öðrum athugasemdum Hannesar í tímaritið Cambridge Journal of Economics þangað sem Hann­ es sendi athugasemdir sínar. Hannesi nægði ekki að hafa um­ ræðuna á þeim vettvangi þar sem hún átti heima heldur fór með mál­ ið til lögfræðings hér á Íslandi með hótun um að kæra Sigurbjörgu til siðanefndar háskólans. „Ef þér neitið að viðurkenna mistök yðar og gera það sem þér getið til að bæta fyrir þau, þá verður umbjóðandi minn að leita réttar síns eftir öðrum leiðum,“ sagði meðal annars í bréfi lögfræðings Hannesar sem sent var á Sigurbjörgu. „Augljós fingraför“ Viðmælendur DV sem urðu vitni að því þegar Gústaf og félagar hans tveir stormuðu inn á vinnufundinn segja erfitt að trúa því að tilviljun ein hafi ráðið því að grein Hannesar birtist sama dag. Er því meðal annars lýst þannig að svo hafi virst sem um „samantekin ráð“ hafi ver­ ið að ræða. Þá kannast enginn við að hafa reynt nokkuð sam bærilegt á starfsferli sínum við Háskóla Ís­ lands. Erfitt er þó að fá nokkuð stað­ fest í þeim efnum en eins og fram hefur komið segist Hannes koma af fjöllum og ekkert kannast við uppá­ komuna. Hann svarar því þó ekki hvort hann hafi haft hönd í bagga þegar kemur að undirbúningi og vinnslu kærunnar sem Gústaf sendi á siðanefnd Háskóla Íslands en heimildarmenn blaðsins segja að þar séu „fingraför Hannesar“ aug­ ljós. Í samtali við DV í síðasta mánuði sagði Gústaf að hann hefði metið það sem svo að upplýsingar þær sem birtust í greininni um Sjálfstæðis flokkinn væru „ranglega heimfærðar.“ Hann vildi þó ekki fara nánar út það hvernig efnisat­ riði málsins horfðu við honum þar sem það væri ekki fréttaefni: „Þetta er áhugavert mál en eiginlega ekki blaðamál.“ Eins og DV greindi frá í síðasta mánuði hefur kæra Gústafs á hendur Sigurbjörgu valdið upp­ námi innan veggja skólans en siðanefndin tók kæruna til efnis­ legrar meðferðar án þess að Sigur­ björgu væri kunnugt um það, og án þess að hafa fengið úr því skorið hvort Gústaf gæti talist aðili að mál­ inu. Hættuleg þróun Heimildarmönnum DV innan há­ skólasamfélagsins ber saman um málið geti haft „víðtæk áhrif“ til lengri tíma fyrir starfsmenn Háskóla Íslands. Eitt sé að einhver taki sig til og kæri fræðimann til siðanefnd­ ar, jafnvel þótt sá aðili eigi ekki einstakra, verulegra, beinna eða lögvarinna hagsmuna að gæta. Ann­ að sé að siðanefndin ákveði að taka slíkt mál til efnislegrar meðferðar. Þegar ekki er tekin afstaða til þess hvort kærandi sé aðili máls eða ekki áður en til efnislegrar um­ fjöllunar á kæru kemur má líta svo á að siðanefndin sé orðin að verk­ færi til að þagga niður í einstaka fræðimönnum. Með þessu geta þeir sem vilja haldið fræðimönn­ um uppteknum við að bregðast við kærum. Í slíku andrúmslofti sé við­ búið að upplifun fræðimanna sé sú að verið sé að þrengja verulega að akademísku frelsi þeirra. Ekki sé hægt að líta fram hjá því að um hættulega þróun sé að ræða. „Við höfum ákveðnar skyldur gagnvart almenningi um að upp­ fræða fólk um niðurstöðu rann­ sókna okkar,“ sagði einn fræðimaður innan skólans og hélt áfram: „Þetta mál er undarlegt að því leytinu til að þarna er maður úti í bæ sem leggur fram kröfu um að viðkomandi að­ ili verði tuskaður til, og siðanefndin ákveður að taka það fyrir.“ Fordæm­ ið sé alvarlegt og geti valdið því að háskólakennarar sjái sér ekki fært að uppfylla starfsskyldu sína. Gústaf og Hannes eru báðir yfirlýstir sjálf­ stæðismenn og hafa starfað inn­ an flokksins síðustu áratugi. Margir þeirra sem DV hefur rætt við vegna mála þeirra gagnvart Sigurbjörgu segja margt benda til þess að þau séu runnin undan sömu rifjum. n „Mér er ekki kunnugt um þetta mál Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is stormuðu inn á fyrirlestur Ósáttir við fræðimann Hannes Hólmsteinn og Gústaf Níelsson eru ósáttir við fræðimanninn Sigurbjörgu Sigur- geirsdóttur. Gústaf kærði hana meðal annars fyrir að vega að Sjálfstæðisflokknum. Kærunni var vísað frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.