Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 48
Páskablað 15.–22. apríl 201448 Fólk Viðtal V ið vorum á svipuðum tíma í guðfræðinni og kynntumst fyrst þar. Við héldum alltaf vinskap eftir það en urðum svo ekki hjón fyrr en fyrir tæplega fimm árum,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur. Blaða- maður hitti þau hjónin, Kristínu og eiginmann hennar, Árna Svan Dan- íelsson, í Vídalínskirkju í Garðabæ þar sem frúin er prestur um þessar mundir. Árni hins vegar gegnir starfi vefprests hjá Þjóðkirkjunni og sinn- ir líka öðrum verkefnum fyrir kirkj- una. Í vetur leysti hann til dæmis af sem sóknarprestur í Bústaðakirkju. Kynntust í kjölfar skilnaðar Árni og Kristín kynntust við guð- fræðideild Háskóla Íslands þar sem þau námu guðfræði á sama tíma en voru þá bæði í samböndum. „Við héldum vinskap eftir námið en fór- um sitthvora leiðina, eignuðumst okkar börn og lifðum okkar lífi. Síð- an fundum við okkur í sömu að- stæðum á sama tíma í lífinu,“ segir Árni. Slitnað hafði upp úr þeim samböndum sem þau voru í og þau fóru að vera saman. Fyrir tæpum fimm árum giftu þau sig og eiga nú stóra samsetta fjölskyldu. Öllum semur vel Þau Árni og Kristín eiga stóra fjöl- skyldu. Börnin eru samtals sex, 15 ára og yngri, og því oft fjörugt á heimilinu. Kristín átti þrjú börn úr fyrra sambandi; Unni Baleku, 15 ára, Jakob Agni 12 ára og Tómas Viktor, 7 ára. Árni átti fyrir dæturnar Guð- rúnu Maríu, 12 ára, og Elísabetu, 7 ára. Saman eiga þau svo Heiðbjörtu Önnu sem er tveggja ára. „Maður dáist að börnunum sínum, þau eru öll ólík en hvert og eitt með fallega aðkomu að lífinu og gefa manni svo mikið,“ segir Árni. Fjölskyldan er stór og því alltaf nóg um að vera. „Elsta stelpan er fimmtán ára og sú yngsta er tveggja ára,“ segir Kristín og sýnir stolt fal- lega innrammaða mynd af barna- hópnum. Þau segja oft vera líf og fjör á heimilinu og nóg að gera. Samskipti systkinanna eru nokk- uð góð og lítið um árekstra. „Það semur öllum vel og það er fyrir öllu. Það er gaman að fylgjast með þeim og sjá umhyggjuna sem þau sýna hvert öðru. Börnunum líður vel saman og þá gengur þetta vel,“ seg- ir Árni og bætir við: „Kristín kemur úr stórum systkinahópi og er vön þessu. Ég á hins vegar bara einn bróður og því er stórfjölskyldan nýrri fyrir mér.“ Stundum púsluspil Sum börnin eru alltaf á heimilinu, sum eru aðra hverja viku eða aðra hverja helgi. Hjónin viðurkenna að það geti verið púsluspil að sam- eina fjölskyldulífið og prestskapn- um. „Stundum þarf extra skipulagn- ingu en þetta fer bara vel saman. Þegar Árni var að leysa af í Bústaða- kirkju í janúar og febrúar og við vor- um þá bæði í stórum sóknum þá var það kannski aðeins meira álag en það hefst allt. Við eigum líka góða að, það eru afi og amma í spilinu og guðforeldrar líka,“ segir Kristín brosandi. Lærdómsríkt að eiga fatlað barn Synir þeirra tveir hafa báðir þurft að glíma við fötlun. „Annar strák- urinn okkar er einhverfur og er í Klettaskóla og svo er hinn strák- urinn með heyrnarskerðingu og þroskahömlun. Þeir glíma við sína fötlun og það gerir þá einstaka. Að eiga fatlað barn er eitt af því sem er ótrúlega lærdómsríkt í lífinu og kennir manni svo margt,“ segir Kristín. „Það er lærdómsríkt og ekki síst að sjá hvað við eigum mikið af góðu fagfólki. Strákurinn okkar, sem er sjö ára, byrjaði í Klettaskóla síðasta haust. Það er svo gaman að fylgjast með einstaklingi eins og honum, sem passar ekki alls stað- ar inn, finna sig svo vel þarna í skól- anum. Hann sprettur upp eins og gorkúla á morgnana því hann er svo spenntur að fara í skólabílinn,“ segir Árni. Hjálpa fólki í gleði og sorg Prestshjónin Árni Svanur Daníelsson og Kristín Tómasdóttir kynntust fyrst í guð- fræði en urðu ekki par fyrr en mörgum árum seinna, þá bæði fráskilin. Þau eiga stóra fjölskyldu, sex börn og gengur vel að sameina prestskapinn og barnauppeldið og búa að dýrmætri reynslu. Þau eru ný kynslóð presta sem stjórna guðsþjónustum vopnuð iPad, blogga, búa til stuttmyndir og vilja stuðla að því að færa kirkjuna til nútímans. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Samhent hjón Þau Árni og Kristín kynntust fyrst í guðfræði við Háskóla Íslands en tóku ekki saman fyrr en mörgum árum síðar. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.