Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 60
Páskablað 15.–22. apríl 201460 Lífsstíll P áskarnir eru dásamlegur tími fyrir fjölskylduna og er um að gera að sameinast án þess að vera með tölvur og síma uppi við allan lið- langan daginn. Hér eru nokkrir leik- ir sem allir fjölskyldumeðlimir geta tekið þátt í. 1 Hve mörg egg? Það sem þarf til að fara í þennan skemmtilega leik, sem allir fjölskyldumeðlimir geta tekið þátt í er: n 1-Stór, glær krukka eða blómavasi. n 2-Fullt af litlum páskaeggjum. Því minni egg því betra. n 3-Miðar og blý- antar. Leikreglur eru einfaldar: Sá sem tekur ekki þátt í leiknum, fyllir krukkuna eða blómavasann af páskaeggjunum. Þátttakendur eiga að giska á hve mörg egg eru í ílátinu og skrifa fjöldann á miða ásamt nafni sínu. Miðarnir eru settir í pott og sá eða sú sem giskar á rétta tölu eða næst henni fær að eiga öll eggin. 2 Hvar eru eggin? Farið er í þennan leik á mörgum heim- ilum um páskana og fylgir honum ávallt mikil spenna. Það skemmir ekki fyrir að allir vinna í þessum leik og til að gera hann enn meira spennandi er gaman að færa hann út í náttúruna. Það sem þarf er: n 1 – Jafn mörg páskaegg og fjöldi kepp- anda er. n 2 – Miðar og blýantur. Svona er hann leikinn: Vísbendingar eru skrifaðar á miða og er öllum leikmönnum af- hentur upphafsmiði með fyrstu vís- bendingunni að egginu. Til dæmis getur fyrsta vísbendingin leitt leik- mann að bökunarofni í eldhúsinu þar sem hann finnur annan miða sem leiðir hann á annan spennandi felustað. Þetta er svo gert koll af kolli þangað til eggið er fundið. Það er um að gera að láta mið- ana rata út úr húsi og fá þannig leikmenn til þess að leika sér úti í leiðinni. Því meira hugmynda- flug hjá þeim sem skrifar vís- bendingarnar, því skemmtilegri verður leikurinn og spennan magn- ast hjá þeim yngstu. 3 Hvað heitir landið? Þessi leikur er fræðandi og reynir einnig á hugann. Hann er einfaldur og krefst einungis landa- fræðibókar og vísbendinga sem leiða leikmann að rétta svarinu. Svona er hann leikinn: Nokkur lönd eru valin af þeim sem stjórnar leiknum og teiknar hann þau upp á blöð eða blað. Teiknar- inn þarf alls ekki að vera fagmaður því auðvelt er að teikna í gegnum þunnt blað eftir landafræðibók. Síð- an eru nokkrar vísbendingar skrif- aðar á blöð sem fylgja hverju landi. Til dæmis er hægt að skrifa trékloss- ar, myllur eða túlípanar við Holland. Við Sviss mætti síðan skrifa ostur eða Alparnir. Stjórnandinn bendir á eitt land og gefur vísbendingar og sá sem er fyrstur að fatta hvaða land er átt við, vinnur leikinn. nFrumlegar skreytingar Föndrum saman á páskum Um páskana er gaman að skreyta heimilið með fallegu skrauti og oft leynist ýmislegt heima við sem má nýta. Gulir litir voru almennt ríkjandi í páskaskreytingum hér á árum áður, en nú hafa tímarnir breyst. Það er mjög flott að blanda saman gullnum, svörtum, og gulum lit. Útkoman verður fáguð og einföld. Bleikir, grænir og bláir litir er vin- sælir og gefa bjartan svip á heim- ilið. Einnig eru kransar eins og við þekkjum frá jólum, að koma sterk- ari inn með hverju árinu á páskum. Krakkar elska að fá verðlaun fyr- ir unnið verk og er margt vitlausara en að búa til leik í kringum nam- mikransinn. Til dæmis væri hægt að leyfa eitt nammi fyrir að fara út með ruslið, taka til í herberginu, lesa fyrir svefninn og svo framveg- is. Það er um að gera að láta hug- myndaflugið ráða. iris@dv.is Egg í bakka með blómum Þetta er einfalt að gera og mjög flott í glugga eða á borði. Blóm á glasi með nammieggjum Lúpína er falleg skreyting sem kostar lítið sem ekkert. Kertaegg Settu sprittkerti í eggja- skurn og útkoman er rómantísk og flott. Greinar með eggjum Hér eiga allt heimilisfólkið sitt pláss með sínu eggi. Gyllt og svart Penslaðu egg með lími og veltu síðan upp úr glimmeri og útkoman er þessi. Gult skal það vera á þessum tíma árs F yrir þá sem vilja tolla í tískunni allan ársins hring og halda í hefðir, kemur guli liturinn sterkur inn um þessar mundir. Gulir litir fara alls ekki öllum vel. Það er hins vegar hægt að vera með fylgihlut eins og belti eða skart til að vera páskaleg og smart. Gult naglalakk er flottara en það hljómar og er hægt að gera heilu listaverkin á fingurna með frjóu hugmyndaflugi. Lítill gulur kjóll við brúna fót- leggi og svart belti er mjög flott. Einnig er æðislegt að nota lítið gult belti við svartan kjól. Flestar konur geta komist upp með það og litið vel út. Gulir skór eða skór með gulu mynstri geta verið mjög flottir við gallabuxur sem og kjól. Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkrar hugmyndir þar sem guli liturinn er áberandi. n iris@dv.is Glæsilegt Fallegir kjólar sem gætu vart verið gulari. Fræðandi leikur Skemmtilegar vísbendingar um hvert land eru lykillinn að því að gera leikinn skemmtilegan en fræðandi um leið. Páskalegt og smart fyrir þá sem vilja tolla í tískunni Leikum okkur um páskana n Skemmtilegt fyrir fjölskylduna n Eggjaleit og getraunir Íris Björk Jónsdóttir iris@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.