Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 44
Páskablað 15.–22. apríl 201444 Fólk Viðtal lensku ullinni, því ég fór úr öllum fötunum og fór í íslenska ull og regn- gallann yfir. Ullin bjargaði mér alveg. Ég stóð þarna og gróf snjó í tíu tíma stanslaust. Félagarnir gáfust allir upp og skriðu ofan í svefnpoka sem snjó- aði yfir þannig að ég þurfti að hafa mig allan við að koma þeim í skjól þar sem hver mínúta skipti máli. Eft- ir þennan atburð var ég hálfgerð hetja í skólanum og þurfti lítið að leggja til málanna eftir það,“ segir hann og brosir út í annað. Reif niður heilan skóg Dugnaður hans hefur stundum kost- að hann vandræði og árekstra. Hann veldur þeim seinvirkari gremju. Svo fór í Noregi þar sem hann var rekinn úr sinni fyrstu vinnu fyrir hamslaust skógarhögg. „Í Noregi var ég rekinn úr starfi í fyrsta skipti. Ég tók að mér skógarhögg í sumarvinnu. Það var kvóti sem átti að fylgja en ég var í toppformi og reif niður skóginn með keðjusög og hjó þetta allt niður. Það varð allt brjálað. Á tveimur vikum kláraði ég vinnu þriggja til fjögurra mánaða. Ég eyðilagði bónuskerfi sem skógarhöggsmenn unnu eftir og þeir urðu mér afskaplega reiðir. Sögðu við mig: Þú ert Íslendingur, kemur hér í skamman tíma og setur allt í upp- nám. Við eigum eftir að vera hér í lengri tíma! Þeir létu reka mig vegna þess að Norðmenn áttu að ganga fyr- ir og ég því rekinn fyrir dugnað. Þetta var alveg fáránlegt,“ segir hann og hlær að minningunni. Alltaf allsgáður Magnús sneri heim til Íslands eftir frægðarför í Noregi. Enn átti hann eft- ir að finna sína fjöl. Verða húsasmið- ur, íþróttamaður ársins, frumkvöðull ársins, Evrópumeistari og seinna að heimsþekktum baráttumanni fyrir heilsu barna og frumkvöðull í fyrir- tækjarekstri. Hann hóf leikfimikennslu í World Class og tók iðjuna alla leið eins og hans var von og vísa. Hann kenndi á kvöldin og tímarnir voru mjög vinsælir og þóttu einir hörðustu tímarnir í bænum. Hann lang- aði að verða arkitekt en byrjaði á því að læra smíði. Honum fannst hann þurfa að vita hvernig hús væru byggð áður en hann teiknaði þau. Samhliða smiðsnáminu laumaðist hann til að klára stúdentspróf í kvöldskóla. Atorkan vekur hug- renningar um hams- lausa skógarhögg- ið í Noregi. Hvernig kom hann öllu þessu í verk? spyr blaðamaður. „Ég drakk aldrei áfengi eða reykti. Ég var alltaf allsgáður og kom því miklu í verk, og eftir að hafa misst vin minn þá sökkti ég mér í nám og vinnu og áhugamálin mín, sem voru íþróttir og hönnun, en þá sérstaklega hönnun bíla.“ Ekki ofvirkur heldur þrautseigur „Ég heyri mjög oft að ég sé ofvirkur. Ég hef oft verið að velta þessu fyrir mér. Enginn í fjölskyldu minni myndi segja þetta um mig, að ég sé ofvirkur. Þau myndu frekar lýsa mér sem dug- legum. Ég er alinn upp við dugnað og fyrirmyndir mínar í fjölskyldunni voru öflugar. Ofvirkur einstakling- ur getur líkast til ekki einbeitt sér að sama hlutnum eða verkefni í 20 ár. Þeir sem hafa verið mér samferða í rekstri Latabæjar vita líka að ég bý yfir mikilli þolinmæði og þrautseigju. Uppbygging Latabæjar kostaði þolin- mæði, ég var með miklar hugmynd- ir og væntingar en þurfti lengi vel að sætta mig við allt aðra útkomu en ég vonaðist eftir.“ Rétt hugmynd á röngum tíma Latibær varð til við skrif fyrstu bók- arinnar árið 1994. Þá hafði Magn- ús haldið fyrirlestra um heilsu um allt land og kenndi auk þess leikfimi úti um allan heim eftir að hafa náð árangri á heimsmælikvarða. Hann varð þess var á ferðum sínum að for- eldrar voru uggandi og ráðalausir. Offita var farin að há börnum í meira mæli og þar hafði hreyfingarleysi og verra mataræði töluvert að segja. Magnús varð æ sann- færðari um að hér gæti hann lagt sitt lóð á vogarskálarnar og hugmyndin að Latabæ kviknaði. „Ég sá að offita og hreyfingarleysi var farið að há börnum og ungling- um. Mataræðið var að breytast mjög hratt og menning unga fólksins líka, tölvunotkun var að aukast og stafræn afþreying að taka við af útileikjum. Ég sá líka að það var gat á mark- aðinum. Það voru engar heilsusam- legar fyrirmyndir fyrir börn. Það var engin hvatning til staðar, engin já- kvæð hvatning til heilbrigðis. Svoleiðis gerist ekki að sjálfu sér. Iðnaðurinn var lokaður fyrir þessari jákvæðni og upptekinn af öðru. Ég sá það sjálfur þegar ég fór í leiðangur til Silicon Valley fyrir tæpum 20 árum og fór þá á fjölda funda. Erindi mitt var að mig langaði að búa til tölvuleik þar sem krakkar hreyfðu sig fyrir fram- an skjáinn. En ég talaði fyrir daufum eyrum. Ég hafði rétt fyrir mér á röngum tíma. Seinna átti Wii eftir að koma á markað og vekja vinsæld- ir. Ég þurfti því að finna hug- mynd minni annan farveg. Ég talaði ekki bara fyrir dauf- um eyrum í Bandaríkjun- um heldur líka hér heima. Ég sat ör- ugglega 400 fundi áður en mér tókst að efna til maraþons barna og heilsu- átaks og þegar ég ræddi við sjáv- arútvegsfyrir- tæki um mikilvægi þess að efla neyslu ung- menna á fiskmeti fékk ég þau svör að innlendur markaður skipti þá litlu máli. Samfélagsleg ábyrgð var í lág- marki. Alltof fáir sáu sér sérstakan hag í því að vinna að slíkum málum. Bókaútgáfa vindur upp á sig „Við vildum finna réttu lausnirnar á þessu og fórum af stað í að finna rétta fólkið með okkur. Ég ræddi við Karl Helgason sem var með Æsk- una. Hann er gríðarlega öflugur mað- ur, einn af þeim mönnum sem ég hef hitt sem virkilega langaði að láta gott af sér leiða. Hann gaf ekki bara hvaða bækur sem er út, hann langaði að hafa áhrif – að þær byggju yfir boð- skap. Ég gerði þrjár bækur og gaf þær út. Í þeim liggur upphafið. Svo gerði ég leikritið áðurnefnda sem sló svona rækilega í gegn. Eftir að hafa gefið út bækur, leikrit og Latabæjarspilið, þá stofnuðum við Ragnheiður Mel- steð formlega fyrirtækið Latabæ. Við fylgdum því eftir með annarri sýn- ingu í Þjóðleikhúsinu, stofnuðum út- varpsstöð og eigið hagkerfi í kringum hvatningu til barna. Lató-hagkerfið. “ Lató er betri en íslenska krónan Seðlabankinn setti sig uppi á móti Lató-hagkerfinu. Magnús hlær að því í dag en öllu gamni fylgir alvara. „Hagkerfi sem mæla hamingju frem- ur en auð vinna á í heiminum. Seðlabankinn var alls ekki hrifinn af þessu hagkerfi, þeir urðu alveg brjálaðir í bankanum. Ég skil eigin- lega ekki af hverju Lató er ekki í um- ræðunni um evruna,“ segir Magnús. „Lató-peningar munu bara vaxa, hagvöxturinn er mældur út frá hamingju og hollustu. Ég var í við- tali í þætti í Bretlandi í síðustu viku þar sem var verið að segja að ís- lenskt hráefni væri það hollasta í heimi, ég held að við gætum bara staðið nokkuð framarlega með Lató í hagkerfinu, til dæmis gegn dollar. Lató er miklu betri en krón- an, Seðlabankinn þyrfti ekki að stjórna myntinni, fólkið ætti að taka það að sér og gengið færi eftir hamingjunni. Ég held að flestir myndu gefa allar sínar krónur og allar sínar evrur til þess að verða heilbrigðir. Þegar þú verður veikur, þá ertu tilbúinn að gefa allar þínar eigur til þess að öðl- ast heilsuna aftur. Þess vegna er skynsamlegt að vera með hagkerfi sem mælir heilsu og hamingju, frekar en annað.“ Haldið í útrás Latibær stækk- aði og dafnaði og Magnús fékk með sér góðan hóp af fólki, með- al annars CCP og Baltasar Kormák, til að vinna fyrir sig kynningarefni fyrir er- lendan markað. Stefnan var sett á framleiðslu sjónvarpsefn- is fyrir börn. „Við ákváðum að gera kynn- ingarefni til að sýna erlendis. Við lögðumst í ferðalög um heim- inn, ég og Ágúst Freyr Ingason, og börðumst fyrir því að selja hug- myndina um Latabæ. Við tókum mjög góðan tíma í þetta, ferðuðu- mst um heiminn og kynntum okk- ur hvernig menn fóru að þessu. Að því kom að okkur tókst að ná fundi með stórfyrirtækinu Nickelodeon. Þá var komið að stóru stundinni ekkert mátti klikka.“ Blóðug sala Það reyndi töluvert á Magnús áður en hann náði að selja hugmyndina um Latabæ til Nickelodeon. Ellefu dög- um fyrir brottför fór hann í hálskirtla- töku og átti að taka því rólega í kjöl- farið. Magnús fór hins vegar í það að búa til kokkabók og nokkrum klukku- stundum fyrir flugið til Bandaríkj- anna fór að blæða úr skurðinum. „Blæðingin var óhemjumikil. Ég fór upp á slysadeild og það var brennt fyrir sárið í hálsinum. Þá var klukkan eitt og flugið klukkan fjög- ur. Ég gleypti mikið af blóði og læknir sagði við mig að ég yrði hreinlega að æla blóðinu, líkaminn réði ekki við þetta annars. Ég fékk það ekki af mér enda nýbúið að brenna fyrir sárið og það var allt saman heldur viðkvæmt. Ég var í bölvuðu basli með þetta en vildi alls ekki sleppa fundinum. Ég fór bara í flugvélina og læknirinn varaði mig við og sagði: Þú verður veikur. Ég mæli ekki með því að þú farir. Ég fór af stað og það leið ekki á löngu þar til þrýstingurinn í háloftun- um varð til þess að ég varð fárveik- ur. Ég varð svo veikur að ég man eftir því að ég lá þarna og hugsaði að það væri stutt í að ég færi að banka upp á hjá Lykla-pétri. Það var kallað á lækni um borð sem reyndi að hlúa að mér og ástandið þótti svo alvarlegt að við komuna til Bandaríkjanna beið hjóla- stóll við landganginn og það hafði verið kallaður til sjúkrabíll og búið að panta innlögn á spítala í nokkra daga. Ég greip í Ágúst félaga minn í ofboði við þessa uppgötvun og sagði: Ég er ekki að fara í hjólastól úr þessari vél. Ég er að fara að selja heilbrigðasta barnaefni í heimi og ég ætla ekki að fara af flugvellinum í sjúkrabíl. Það kemur ekki til greina! Svo fór að Ágúst studdi mig á leiðinni út úr flugvélinni, ég fór beint upp á hótel. Þar var ég fárveikur alla nóttina, svitnaði og svitnaði og missti marga lítra af vatni. Ég vaknaði síðan klukkan 9 um morguninn, harkaði af mér, fór í sturtu og skellti mér í jakka- föt og bindi. Ég mætti á fundinn, tók söluræðuna, gerði armbeygjur og fór í heljarstökk, splitt, spíkat og allt heila klabbið. Ég var búinn að bíða eft- ir þessu tækifæri í mörg ár og ætlaði ekki að láta tækifærið renna mér úr greipum. Ég var með þeim í tvo tíma að selja þetta og tókst það. Þau vildu framleiða 40 þætti.“ Í búningnum í samfellt fjögur ár Fram undan var heljarmikið átak heima á Íslandi. Magnús tók þá ákvörðun að byggja kvikmyndaver í Garðabænum, fullbúið stúdíó, og framleiða þættina á Íslandi. Hann réð til sín hæfileikafólk úr öllum áttum og fyrstu þættirnir urðu til – 40 þættir sem urðu að þremur þáttaröðum. Latibær er enn að selja þessa fyrstu þætti og reyndar fóru þeir ný- verið í birtingu á Netflix um víðan heim, meðal annars í Suður-Ameríku þar sem risastórt markaðssvæði hefur opnast fyrirtækinu eftir mikla vinnu. Magnús gerði eins mikið sjálfur og honum var unnt. Hann lagði nótt við dag og strax fór hann að sinna fjöl- mörgum hlutverkum innan fyrirtæk- isins. Það ætlaði hann sér ekki og sér- staklega ætlaði hann sér ekki að fest- ast í hlutverki íþróttaálfsins í öll þessi ár. „Vinna mín hefur ávallt falist í því að sinna fjölmörgum hlutverkum, forstjóri, handritshöfundur, leikstjóri, leikari, fyrirlesari og íþróttamaður. Ég var um þrítugt þegar ég gaf út fyrstu bókina um Latabæ. Tíu árum seinna var ég fertugur og byrjaður að leika í þáttunum um Latabæ. Ég leitaði úti um allt að íþróttaálfinum en fann hann ekki, svo var bara komið að tök- unum. Ég ætlaði mér að leikstýra en ekki að leika. En svo lenti ég í því og festist í búningnum í öll þessi ár. Ég hef reiknað það út í gamni mínu að ef tekinn er saman sá tími sem hefur farið í tökur, þá hef ég verið tæp fjögur ár samfleytt í búningnum. Eiginlega er búningur íþróttaálfs- ins skíðagalli enda er hann 45 gráða heitur. Ég ætlaði aldrei að gera þetta að ævistarfi og sérstaklega ekki á fimmtugsaldri. En þannig fór um sjóferð þá. En núna segi ég stopp, ég ætla mér ekki að vera í búningnum á sextugsaldri,“ segir hann og hlær. Talinn geggjaður Samferðamenn Magnúsar eiga það til að hrista hausinn yfir öllum atgangin- um í honum. En sannast sagna „Það vill enginn verða ofurhetja og hafa alltaf rétt fyrir sér „Svo geri ég 20 hopp á meðan ég bíð eftir leigubíl Opnar skemmti- garða víða um heim „Stefnt er að opnum á næsta ári í City of Arabia, aðrir munu rísa í Katar og Kasakstan og á fleiri stöðum.“ Mynd OZZO PHOTOgRAPHy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.