Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 2
Páskablað 15.–22. apríl 20142 Fréttir heitir pottar Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is Við hjá NormX höfum framleitt heita potta í yfir 30 ár fyrir íslenskar aðstæður. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti á verði sem kemur skemmtilega á óvart. GERÐU VERÐ-SAMANBURÐ Þau berjast um stöðuna Búið er að skera niður umsækj- endahópinn sem sótti um starf fréttastjóra RÚV niður í fjóra. Kjarninn greinir frá þessu, en þar kemur fram að þeir fjórir sem eftir eru, af þeim tólf sem sóttu um, séu allt núverandi og fyrr- verandi starfsmenn RÚV. Það eru varafréttastjórarnir Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Rakel Þorbergsdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, fráfarandi yfirmaður nýmiðladeildar RÚV, og Svavar Halldórsson, fyrrverandi frétta- maður hjá RÚV. Fengu 500 þúsund myndir Nýlega barst Byggðasafni Hafnar- fjarðar gjöf frá Ljósmyndastofunni Mynd sem starfaði í bænum um árabil. Um er að ræða filmusafn ljósmyndastofunnar frá árunum 1984–2006, rúmlega hálf milljón ljósmynda. Byggðasafnið hefur á undanförnum árum unnið að því að safna og varðveita gamlar ljós- myndir og er þetta því stór viðbót í safnið. Ljósmyndastofan var alla tíð í Hafnarfirði og var hún rekin af ljósmyndurunum Bjarna Jóns- syni og Grétu Björgvinsdóttur. Páskarnir hafa áhrif Umferði í mars dróst verulega saman í Hvalfjarðargöngum frá sama mánuði 2013. Spölur, sem rekur Hvalfjarðargöng, segir að erfitt sé að byggja á þeirri tölfræði, enda voru páskar í fyrra að mestu í mars- mánuði, en í ár eru þeir um miðjan apríl. Um 12 þúsund færri bílar fóru um Hvalfjarðar- göng í mars nú en í fyrra, sem er 8,4% fækkun milli ára. K ona sem vann í fangelsinu á Litla-Hrauni, en hætti eftir að hún var áreitt kynferðislega af samstarfsmanni sínum, hefur sótt um vinnu á ný hjá Fangelsismála- stofnun. Samkvæmt upplýsingum DV sæk- ist konan þó ekki eftir starfi á Litla- Hrauni heldur í opnu fangelsi á veg- um Fangelsismálastofnunar. Hún mun að líkindum taka til starfa fljót- lega ef samkomulag næst milli henn- ar og stofnunarinnar. Líkt og fram hefur komið sagðist konan hafa hrökklast úr vinnu eftir að hún var áreitt kynferðislega í janú- ar 2013. Áreitið fólst í því að yfirmað- ur hennar á Litla-Hrauni strauk yfir brjóst hennar á vinnutíma. Heimildir DV herma að konan hafi upplifað það af hálfu samstarfsfélaga að málið væri smámál sem óþarfi væri að bregðast of hart við. Þetta varð til þess að hún átti mjög erfitt uppdráttar á vinnu- staðnum og upplifði mikið varnar- leysi eftir atvikið. Hún var mjög ósátt við meðferð Litla-Hrauns og Fangelsismálastofn- unar á málinu og lét af störfum hálfu ári síðar. Hún kærði manninn í kjöl- farið sem svo var ákærður og dæmd- ur í mars síðastliðnum til skilorðs- bundins fangelsis í einn mánuð. Þá bar honum að greiða konunni 170 þúsund krónur í bætur. Hann hefur verið í veikindaleyfi að undanförnu en ákvörðun um áframhaldandi störf hans á Litla-Hrauni hefur ekki ver- ið tekin samkvæmt heimildum DV. Hann starfaði áfram á Litla-Hrauni þrátt fyrir ákæruna. n Vill vinna í fangelsi Hætti eftir að hafa verið áreitt kynferðislega af samstarfsmanni sínum Vill starf Konan hefur sóst eftir því að fá aftur vinnu hjá Fangelsismálastofnun. F ann öryggissíma Íslands til hernaðarbandalagsins í dag, spurning hvort búið sé að svelta UTN of mikið?#t- gifriday,“ segir aðstoðar- kona Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, í texta við mynd af gömlum öryggissíma Íslands til NATO sem er að finna í utanríkis- ráðuneytinu. Myndina birti Sunna Gunnars á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. Myndin vakti athygli netnot- enda og vöknuðu spurningar um öryggissímann, til dæmis hvort einhverjar verklagsreglur giltu um hann. „Ertu að meina græna sím- ann?“ spyr Sunna í samtali við blaðamann DV. Hún er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar forsætisráðherra og er hún menntuð í almannatengslum. Netnotkun aðstoðarmanna Gunnars Braga Sveinssonar hefur áður vakið athygli en DV hefur greint frá því að hin aðstoðarkona Gunnars Braga, Margrét Gísla- dóttir, hafi slegið á létta strengi á internetinu, meðal annars á fundi á vegum utanríkisráðuneytisins á eyjunni Balí í Indónesíu í lok síðasta árs. „Fuck my life“ Margrét birti tíst á samskiptavefn- um Twitter frá fundinum á Balí sem skilja mátti sem svo að henni leiddist nokkuð. Tístið var merkt með merki (hashtag) tveggja Twitt- er-síðna þar sem notendur sam- skiptamiðilsins geta birt staðhæf- ingar um að þeim leiðist. „Hér sit ég að ræða gjaldeyrishöft, verð- tryggingu og skuldaleiðréttingu við Belga, Dana, Mauritusbúa og Indónesíumann #FML #ishould- getamedal „FML“ er skammstöfun á „Fuck my life“ og hafa ýmsir Twitter-not- endur sett ýmsar lýsingar á leiðin- legum kringumstæðum í sínu lífi inn á síðuna með þessu merki. „ishouldgetamedal“ er hins vegar síða þar sem notendur Twitter geta birt lýsingar á aðstæðum sem þeim þykja svo leiðinlegar að þeir ættu að fá verðlaun fyrir að umbera þær. Báðar þessar síður á Twitter eru því vettvangur fyrir lýsingar á leiðindum. Síminn ótengdur Sunna Gunnars segir að öryggis- sími Íslands til NATO sé ekki tengdur lengur og því ekki í notk- un. „Það er smá misskilningur í gangi. Hann virkar ekki þessi sími. Hann gerir ekki neitt. Þetta er bara eitthvað gamalt dót, hann er bara þarna á einni skrifstofunni hjá ein- um starfsmanninum,“ segir Sunna Gunnars í samtali við DV. Aðspurð segir Sunna að einungis hafi verið um að ræða grín sem hún deildi með vinum sín- um á samskiptavefnum Facebook. „Já, þetta var bara grín með vin- um mínum. Þetta var bara af því ég var sjálf með pælingar þegar ég sá þennan síma. Mér fannst þetta bara fyndið,“ segir Sunna sem seg- ir að síminn sé ekki það eina sem vakið hefur athygli hennar og kátínu á skrifstofum starfsmanna utanríkisráðuneytisins. „Það eru líka lundar inni á skrifstofunum okkar, uppstoppaðir lundar,“ segir Sunna og hlær. Keyptu fjarskiptatæki fyrir milljón DV greindi frá því fyrir skömmu að aðstoðarkonur Gunnars Braga, þær Sunna og Margrét, hefðu feng- ið fjarskiptatæki frá ráðuneytinu fyrir um milljón krónur samtals þegar þær hófu störf í ráðuneytinu. Um var að ræða nýjar iPad-spjald- tölvur, iPhone-síma og Macbook Air-fartölvur. n „Fannst þetta vera fyndið“ n Birti mynd af gömlum NATO-síma nNetnotkun aðstoðarmanna vekur athygli Áhugverð netnotkun Aðstoðarkonur Gunnars Braga hafa vakið athygli fyrir netnotkun sína. Mynd FraMSóKnarFloKKurinn ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Það eru líka lundar inni á skrifstofun- um okkar, uppstoppaðir lundar. Græni síminn Aðstoðarkona Gunnars Braga birti mynd af fornfálegum öryggissíma í ráðuneytinu á netinu og spurði hvort ekki væri búið að skera nóg niður hjá ráðuneytinu. Grín með vinum Sunna Gunnars segir myndbirtinguna hafa verið grín með vinum sínum á Facebook.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.