Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 19
Fréttir 19Páskablað 15.–22. apríl 2014 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Súkkulaði-karamellusósa 75 g smjör 75 g ljós púðursykur 1 tsk. saltflögur (Maldonsalt), fínmuldar 150 g rjómi 150 g Pipp með karamellufyllingu Bræðið smjörið í þykkbotna potti. Setjið púðursykur saman við og hrærið í þar til hann er bráðinn. Blandið salti og rjóma saman við. Hrærið að lokum súkkulaðið í litlum bitum saman við. Berið sósuna fram heita eða kalda. Gerðu vel við þig og þína um páskana með ljúffengri Pipp ostaköku. Hún er gómsæt með ljúfum piparmyntutónum sem koma þér í hæstu hæðir. Til að gera hana enn girnilegri þá er gott að bera hana fram með sætri súkkulaði-karamellusósu. Búsetukjarnar byggðir n Úrræði fyrir fatlað fólk með miklar sérþarfir n Kostar 800 milljónir B orgarráð hefur samþykkt áætlun um byggingu fimm nýrra búsetukjarna fyrir fatl- að fólk með miklar og sér- tækar þjónustuþarfir. Samkvæmt áætluninni munu 28 einstaklingar, þar af fimm börn, fá tilboð um bú- setu og þjónustu innan þessara nýju kjarna. Með nýjum húsnæðisúrræð- um losnar um þjónustu sem hægt er að bjóða öðru fólki en biðlistar eru eftir skammtímaheimilum og stuðningsþjónustu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að áætlað sé að hús- næðið verði tilbúið á næstu tveimur árum. Byggingarkostnaður er áætl- aður 800 til 900 milljónir króna en árlegur rekstrarkostnaður verður um 540 milljónir. Samkomulag hefur verið gert við Félagsbústaði sem hefur haf- ið undirbúning með Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Umhverfis- og skipulagssviði. Staðsetning bú- setukjarnanna verður á Austurbrún, Þorláksgeisla, Kambavaði og Ein- holti. Aðrar lóðir koma einnig til greina, en þó ekki fyrr en árið 2017. „Íbúar nýrra þjónustukjarna fá einstaklingsmiðaða þjónustu út frá sínum þörfum og óskum, þó svo um búsetukjarna sé að ræða. Kjarnarnir eru einungis byggðir fyr- ir þá sem þurfa vegna fötlunar sinn- ar mjög sértækt húsnæði þar sem tekið er mið af aðstæðum strax á hönnunarstigi,“ segir í tilkynningu frá borginni. Annað fatlað fólk getur búið í eigin húsnæði, í búseturéttaríbúð- um og eða á leigumarkaði. „Með til- lögu þessari er fundin leið til þess að leigan verði afar sanngjörn þó svo húsnæðið sé í sjálfu sér dýrt. Íbúarnir munu greiða þá fermetra sem eru í sinni íbúð og miðast fer- metraverð við leiguverð Félagsbú- staða í nýbyggðum fjölbýlishúsum,“ segir að lokum í tilkynningunni. n einar@dv.is Norðlingaholt Staðsetning búsetu- kjarnanna verður meðal annars við Kambavað í Norðlingaholti. MyNd dV Uppsagnir hjá CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hef- ur tilkynnt að hann hafi hætt þróun á tölvuleiknum World of Darkness. Um leið tilkynnti fyrirtækið að fækk- að yrði um 56 stöðugildi á skrifstofu CCP í Atlanta í Bandaríkjunum, en þar hefur leikurinn einmitt verið í þróun. Hluta þeirra starfsmanna sem missa vinnuna verður boðinn annar starfi hjá CCP. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að sú ákvörðun, að hætta framleiðslu leiksins, sé ein sú erfiðasta sem hann hefur tekið. Baugur og tengdir aðilar tóku Byr yfir svo meðal annars notaðir til að greiða eigendum Byrs út arð upp á meira en tólf milljarða króna: Upp- hæð sem var um átta milljörðum krónum hærri en sá arður sem Byr mátti greiða út lögum samkvæmt. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Byrs, virðist ekki hafa verið meðvitaður um að arðgreiðsla Byrs árið 2008 – 12 milljarðar króna – hefði verið um- fram heimildir. Í samtali við rann- sóknarnefndina sagði hann: „Arð- greiðslan ákvaðst náttúrulega út frá arðsemi þess rekstrarárs sem þetta er gert en rekstrarárið hafði verið mjög gott.“ Rannsóknarnefndin bendir einnig á að veðin fyrir lán- unum sem Glitnir veitti í stofnfjár- aukningunni hafi verið „með veði í bréfum og væntum arði“. Af ofangreindu má sjá hvernig búið var að samtengja hagsmuni Glitnis og Byrs á þessum tíma. Hluthafar Glitnis voru stærstu skuldararnir í Byr, Glitnir fjármagn- aði stofnfjárbréf eigenda Byrs og var með veð í þeim og væntanleg- um arði af bréfunum í sparisjóðn- um. n Réttlætti arðgreiðslu Jón Þorsteinn Jónsson réttlætti arðgreiðsluna út úr Byr fyrir árið 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.