Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 18
18 Fréttir Páskablað 15.–22. apríl 2014 Íslenskur kalkúnn – gæði í yfir 60 ár Uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á kalkunn.is Hollusta með hækkandi sól A T A R N A Reykjabúið Mosfellsbæ kalkunn.is Baugur og tengdir aðilar tóku Byr yfir n Stærstu skuldarnir n Glitnir með veð í bréfum sjóðsins og væntanlegum arði B augur og tengdir aðilar tóku sparisjóðinn Byr nánast yfir að hluta í aðdraganda falls íslensku bankanna. Félög tengd Baugi urðu stærstu skuldarar sparisjóðsins í aðdraganda hrunsins. Um þetta er fjallað í skýrslunni um sparisjóðina sem gerð var opinber í síðustu viku. Stórir skuldarar í Byr voru meðal annars Baugur, Hannes Smárason, Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson og félög þeim tengd. Baug- ur var einn stærsti hluthafi Glitnis í gegnum FL Group á þessum tíma og hafa birst upplýsingar opinberlega sem benda til að Jón Ásgeir Jóhann- esson, aðaleigandi Baugs, hafi verið skuggastjórnandi í Glitni. Upplýsingarnar sýna ágætlega hvernig sparisjóðirnir urðu hluti af viðskiptablokkunum sem stýrðu öðrum fjármálafyrirtækjum, í þessu tilfelli Glitni. Á sama tíma voru hags- munir nokkurra stærstu sparisjóða landsins tvinnaðar saman við Kaup- þing í gegnum eignarhaldsfélagið Kistu. Í raun má segja að sá eini af stóru viðskiptabönkunum þremur sem ekki var orðinn tengdur beint við einhvern sparisjóð í gegnum eignarhald í aðra hvora áttina hafi verið Landsbanki Íslands. Rúm 20 prósent af eiginfjárgrunni Í skýrslunni um sparisjóðina segir til dæmis að í árslok 2008 hafi skuld- bindingar Baugs og tengdra aðila verið orðnar rúm 20 prósent af eign- fjárgrunni sparisjóðsins. Áhætta Byrs af lánveitingum til Baugs og tengdra aðila var því mikil. „Í árslok 2008 var skuldbinding Baugs Group hf. og tengdra aðila stærsta áhættu- skuldbinding Byrs sparisjóðs og nam 20,8% af eiginfjárgrunni spari- sjóðsins. Á þessum tíma samanstóð lánahópurinn af Baugi Group hf., FL Group hf., Landic Ísland ehf., Hög- um ehf., Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf. og Þyrpingu ehf. Stærstu eins- töku skuldbindingarnar voru við Baug Group hf. og FL Group hf.“ Glitnir hafði meðal annars fjár- magnað stofnfjáraukninguna í Byr í lok árs 2007 sem gerði með- al annars aðilum tengdum FL Group kleift að halda hlut sín- um í sparisjóðnum án þess að þynnast út. Lánin fyrir stofn- fjárbréfunum voru með veði í bréfunum sem seld voru. Þannig var Glitnir einnig orðinn stærsti óbeini hluthafinn í Byr: Ef komið hefði til þess að eigendur Byrs hefðu ekki getað greitt af lán- um sínum við Glitni hefði bankinn getað tekið bréfin í sjóðnum af þeim. Afskrifuð útlán Í skýrslunni um sparisjóðina er vísað til þess að eftir hrun hafi ytri endur- skoðun á bókhaldi Byrs leitt til þeirr- ar niðurstöðu að afskrifa þyrfti út- lán til Baugs og tengdra aðila, auk annarra skuldara í Byr. Orðrétt segir í skýrsl- unni: „Ytri endurskoðandi spari- sjóðsins hjá KPMG fór yfir af- skriftareikning útlána samkvæmt endurskoðunarskýrslum á árunum 2005–2008. Í mars 2009 skilaði KPMG sérstakri skýrslu um skoðun á útlán- um Byrs sparisjóðs. Helstu niður- stöður voru þær að fjármálakrepp- an hefði haft slæm áhrif á útlánasafn sparisjóðsins og væri ljóst að stór- ar fjárhæðir myndu tapast. Stærstu fyrirsjáanlegu útlánatöpin tengd- ust Baugi Group hf., Stoðum hf. (áður FL Group hf.), Runna- félögunum, Hansa ehf. og eignarhaldsfélögunum sem keyptu hluti í Spari- sjóðabanka Íslands hf. (þá Icebank hf.) haustið 2007.“ Ætluð hluta­ félagavæðing Eignarhald og tengsl Byrs og Glitnis byggðust meðal annars á því að til stóð að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Um- rædd stofnfjár- aukning, sem rætt var um hér að ofan, var meðal annars liður í þessari viðleitni. Um þetta segir í skýrslunni: „Stofnfjáraukningin var einnig liður í fyrirhugaðri breytingu á rekstrar- formi Byrs sparisjóðs í hlutafélag. Þannig var á stjórnarfundi spari- sjóðsins 18. október 2007 rætt um „drög að samningi við Glitni um ráðgjöf, sölutryggingu, fjármögnun og útboð í tengslum við breytingu á rekstrarformi BYRS sparisjóðs“. Í samningnum er tiltekið að Byr hafi áætlað að auka stofnfé sparisjóðsins fyrir árslok 2007 þannig að það yrði allt að 30 milljarðar króna. Glitn- ir banki tók að sér að sölutryggja fyrirhugað stofnfjárútboð og tryggja stofnfjáreigendum Byrs fjármögnun til þátt- töku í útboðinu. Þá kvað samningurinn einnig á um ráðgjöf Glitnis banka við framkvæmd hugsan- legra breytinga á rekstrar- formi Byrs sparisjóðs og átti þóknun Glitnis að vera að lágmarki 240 milljónir króna.“ Ekki meðvitaður um brot Fjármunirnir sem fengust í stofnfjár- aukningu Byrs voru Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Arðgreiðslan ákvaðst náttúru- lega út frá arðsemi þess rekstrarárs sem þetta er gert en rekstrarárið hafði verið mjög gott. Tengslin við Byr Tengsl Glitnis við Byr voru orðin veru- leg við fall íslensku bankanna en Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, hefur oft verið sagður hafa verið skuggastjórnandi Glitnis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.