Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Page 18
18 Fréttir Páskablað 15.–22. apríl 2014 Íslenskur kalkúnn – gæði í yfir 60 ár Uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á kalkunn.is Hollusta með hækkandi sól A T A R N A Reykjabúið Mosfellsbæ kalkunn.is Baugur og tengdir aðilar tóku Byr yfir n Stærstu skuldarnir n Glitnir með veð í bréfum sjóðsins og væntanlegum arði B augur og tengdir aðilar tóku sparisjóðinn Byr nánast yfir að hluta í aðdraganda falls íslensku bankanna. Félög tengd Baugi urðu stærstu skuldarar sparisjóðsins í aðdraganda hrunsins. Um þetta er fjallað í skýrslunni um sparisjóðina sem gerð var opinber í síðustu viku. Stórir skuldarar í Byr voru meðal annars Baugur, Hannes Smárason, Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson og félög þeim tengd. Baug- ur var einn stærsti hluthafi Glitnis í gegnum FL Group á þessum tíma og hafa birst upplýsingar opinberlega sem benda til að Jón Ásgeir Jóhann- esson, aðaleigandi Baugs, hafi verið skuggastjórnandi í Glitni. Upplýsingarnar sýna ágætlega hvernig sparisjóðirnir urðu hluti af viðskiptablokkunum sem stýrðu öðrum fjármálafyrirtækjum, í þessu tilfelli Glitni. Á sama tíma voru hags- munir nokkurra stærstu sparisjóða landsins tvinnaðar saman við Kaup- þing í gegnum eignarhaldsfélagið Kistu. Í raun má segja að sá eini af stóru viðskiptabönkunum þremur sem ekki var orðinn tengdur beint við einhvern sparisjóð í gegnum eignarhald í aðra hvora áttina hafi verið Landsbanki Íslands. Rúm 20 prósent af eiginfjárgrunni Í skýrslunni um sparisjóðina segir til dæmis að í árslok 2008 hafi skuld- bindingar Baugs og tengdra aðila verið orðnar rúm 20 prósent af eign- fjárgrunni sparisjóðsins. Áhætta Byrs af lánveitingum til Baugs og tengdra aðila var því mikil. „Í árslok 2008 var skuldbinding Baugs Group hf. og tengdra aðila stærsta áhættu- skuldbinding Byrs sparisjóðs og nam 20,8% af eiginfjárgrunni spari- sjóðsins. Á þessum tíma samanstóð lánahópurinn af Baugi Group hf., FL Group hf., Landic Ísland ehf., Hög- um ehf., Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf. og Þyrpingu ehf. Stærstu eins- töku skuldbindingarnar voru við Baug Group hf. og FL Group hf.“ Glitnir hafði meðal annars fjár- magnað stofnfjáraukninguna í Byr í lok árs 2007 sem gerði með- al annars aðilum tengdum FL Group kleift að halda hlut sín- um í sparisjóðnum án þess að þynnast út. Lánin fyrir stofn- fjárbréfunum voru með veði í bréfunum sem seld voru. Þannig var Glitnir einnig orðinn stærsti óbeini hluthafinn í Byr: Ef komið hefði til þess að eigendur Byrs hefðu ekki getað greitt af lán- um sínum við Glitni hefði bankinn getað tekið bréfin í sjóðnum af þeim. Afskrifuð útlán Í skýrslunni um sparisjóðina er vísað til þess að eftir hrun hafi ytri endur- skoðun á bókhaldi Byrs leitt til þeirr- ar niðurstöðu að afskrifa þyrfti út- lán til Baugs og tengdra aðila, auk annarra skuldara í Byr. Orðrétt segir í skýrsl- unni: „Ytri endurskoðandi spari- sjóðsins hjá KPMG fór yfir af- skriftareikning útlána samkvæmt endurskoðunarskýrslum á árunum 2005–2008. Í mars 2009 skilaði KPMG sérstakri skýrslu um skoðun á útlán- um Byrs sparisjóðs. Helstu niður- stöður voru þær að fjármálakrepp- an hefði haft slæm áhrif á útlánasafn sparisjóðsins og væri ljóst að stór- ar fjárhæðir myndu tapast. Stærstu fyrirsjáanlegu útlánatöpin tengd- ust Baugi Group hf., Stoðum hf. (áður FL Group hf.), Runna- félögunum, Hansa ehf. og eignarhaldsfélögunum sem keyptu hluti í Spari- sjóðabanka Íslands hf. (þá Icebank hf.) haustið 2007.“ Ætluð hluta­ félagavæðing Eignarhald og tengsl Byrs og Glitnis byggðust meðal annars á því að til stóð að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Um- rædd stofnfjár- aukning, sem rætt var um hér að ofan, var meðal annars liður í þessari viðleitni. Um þetta segir í skýrslunni: „Stofnfjáraukningin var einnig liður í fyrirhugaðri breytingu á rekstrar- formi Byrs sparisjóðs í hlutafélag. Þannig var á stjórnarfundi spari- sjóðsins 18. október 2007 rætt um „drög að samningi við Glitni um ráðgjöf, sölutryggingu, fjármögnun og útboð í tengslum við breytingu á rekstrarformi BYRS sparisjóðs“. Í samningnum er tiltekið að Byr hafi áætlað að auka stofnfé sparisjóðsins fyrir árslok 2007 þannig að það yrði allt að 30 milljarðar króna. Glitn- ir banki tók að sér að sölutryggja fyrirhugað stofnfjárútboð og tryggja stofnfjáreigendum Byrs fjármögnun til þátt- töku í útboðinu. Þá kvað samningurinn einnig á um ráðgjöf Glitnis banka við framkvæmd hugsan- legra breytinga á rekstrar- formi Byrs sparisjóðs og átti þóknun Glitnis að vera að lágmarki 240 milljónir króna.“ Ekki meðvitaður um brot Fjármunirnir sem fengust í stofnfjár- aukningu Byrs voru Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Arðgreiðslan ákvaðst náttúru- lega út frá arðsemi þess rekstrarárs sem þetta er gert en rekstrarárið hafði verið mjög gott. Tengslin við Byr Tengsl Glitnis við Byr voru orðin veru- leg við fall íslensku bankanna en Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, hefur oft verið sagður hafa verið skuggastjórnandi Glitnis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.