Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 42
Páskablað 15.–22. apríl 201442 Fólk Viðtal myndatöku á handleggnum og sminkan fékk að vera með að full­ klára farðann. Ætli þetta sé ekki í fyrsta skipti sem röntgenherberginu var breytt í búningsherbergi og sjúk­ lingur farðaður á meðan. Að minnsta kosti skemmtu læknarnir sér yfir að­ förunum. Ég var hins vegar ansi tauga­ spenntur. Leikritið var að hefjast, gestirnir mættir og forsetinn á fremsta bekk. Ég spurði lækninn hvað ég ætti að gera og hann sagði að ég yrði að af­ lýsa sýningunni og fara í gifs. Ég tók það ekki í mál enda sýningin þá þegar byrjuð og því ekki í boði að senda gestina heim. Að lokum féllst hann á að sprauta í hendina deyfilyfjum til að minnka sársaukann. Hann sagði mér svo að fara varlega og að hlífa hendinni. Hann vissi ekki að inn­ koman fólst í því að ég átti að labba á höndum inn sviðið. Ég þaut nið­ ur í leikhús og inn á svið, rétt í tæka tíð. Ég skelli mér í handstöðu og reyni að labba á höndum inn á svið, og átta mig þá á því að önnur höndin er al­ veg dauð. Ég finn ekkert fyrir henni. Ég er því við það að velta af sviðinu á forsetann en tekst að bjarga þessu fyr­ ir horn með því að fara kollhnís. Þetta var afar sérstakt. Ég lét svo setja gifsið á hendina en braut það af hverja helgi fyrir sýningu og þurfti svo að setja það aftur á eftir hverja helgi. Þetta voru fjórar sýningar hverja helgi og enginn tók eftir því að íþróttaálfurinn væri handleggsbrotinn.“ Maðurinn á bak við Latabæ Það er ljóst að Magnús býr yfir einstakri þrautseigju. Frásagnir hans eru líflegar og svo virðist sem líf hans hafi verið þéttskipað æsilegum við­ burðum þar sem hver rekur annan. Það er ekki hjá því komist að velta því fyrir sér hvaða mann hann hafi að geyma. Hver er maðurinn á bak við íþróttaálfinn og Latabæjarveldið? Á meðan Magnús rifjar upp sögur sýnir hann blaðamanni myndir frá lífi sínu og störfum á stórum skjá. Þar birtist hann með heimsþekktum þjóðar­ leiðtogum á borð við Berlusconi, David Cameron og Michelle Obama. Blaðamaður grípur örstutta þögn í hraðri frásögn og spyr hvar ferðalagið hafi hafist. Að því kemst hann. Það hófst í Reykjavík. Því þar fæddist Magnús. Lærði mikið af foreldrum sínum Foreldrar Magnúsar eru Eyjólfur Magnússon og Þórveig Hjartardóttir sem störfuðu við kennslu og um­ önnun barna. Fjölskyldan þvældist á milli landshorna eins og títt var um þá stétt. Magnús flutti oft og náði því sjaldan að mynda sterk tengsl við kunningja sína og leikfélaga. Hann átti ekki eftir að eignast trúnaðar­ vini fyrr en seint á unglingsárum. „Kennarastarfið krafðist flutninga og því þvældist ég á milli. Það var frá­ bært að mörgu leyti þar sem ég hitti fyrir margt fólk og kynntist áhuga­ verðum persónum. Átti til dæmis fremur breiðan hóp af kunningjum en fáa trúnaðarvini. Þá eignaðist ég ekki fyrr en seinna á ævinni. Ég leiddi nú samt ekki hugann að þessu sem lítill drengur, ég var atorkusamur og fann mér ávallt eitthvað að gera eins og að vera í hljómsveit, í íþróttum og að teikna. Ég held að ég hafi verið lesblindur, ég bjó mér til sérstaka aðferð til að geta komið mér í gegnum námsbækur. Not­ aði sjónminnið til að bjarga mér, styrk­ leikar mínir í dag liggja í því sem ég þurfti að sigrast á í æsku. Ég á til dæm­ is auðvelt með að horfa á bíómynd sem er öll í bútum, ég get raðað henni saman á nokkrum sekúndum. Það er einhver afleiðing af því sem ég þjálfaði sjálfur með mér. Ég á auðvelt með að sjá ramma uppbyggingu mynda sem kemur sér vel í mínu starfi. Ég var hugmyndaríkt barn og átti bara frekar góða æsku. Ég var oftast í þeirri stöðu að pabbi kenndi mér. Það var ekki alltaf gaman að hafa pabba sinn sem yfirkennara eins og allir geta ímyndað sér. Þá er maður nemandi, ekki sonur. Þótt að ég væri ekki alltaf ánægður yfir hlutskipti mínu þá hafði pabbi mikil og góð áhrif á mig. Hann kenndi bæði bók­ legar greinar og leikfimi og sund auk þess sem hann rak kvikmyndahúsið í Borgarnesi. Hann gerði margt og tók mig oftast með þannig að sem sonur hans þá tók ég einnig þátt í mörgu.“ Fimm ára íþróttaálfur Magnús var aðeins fimm ára þegar hann fór að vinna. Hann hljóp með símskeyti um Borgarnes þvert og endilangt og stundum út fyrir bæinn enda bjó þar einhleypur maður sem fékk ótæpilegt magn símskeyta frá örvæntingarfullum konum í bænum. „Símskeyti virkaði þannig að einhver hringdi niður á pósthús/símstöð og ég náði í viðkomandi í símann. Lúlla sem vann á símanum opnaði glugg­ ann og öskraði, Maggi – skeyti! Ég kom hlaupandi og náði í lítið blað og hljóp svo af stað til að ná í við­ komandi í síma. Á þessum tíma voru ekki allir komnir með símtæki. Þá beið hinn aðilinn á enda línunnar eftir að ég næði í viðkom­ andi og því nauðsynlegt fyrir mig að hlaupa eins hratt og ég gat. Það bjó einhleypur maður um fjóra kílómetra utan við bæinn. Ég þurfti oft að hlaupa til hans. Það voru margar konur að hringja í hann um helgar. Ekki mikið um einhleypa menn í Borgarnesi svo það mæddi mikið á honum og mér sem þurfti að hlaupa oft og iðulega til hans með skeyti. Þetta voru stundum tvö símtöl á dag, fjórir kílómetrar til hans og til baka. Þetta eru átta kílómetrar. Tals­ verð vegalengd fyrir barn en jók út­ haldið sem kom sér vel síðar í lífinu.“ Hann starfaði við þetta í nokkur ár og segist oft hafa orðið sársvangur á öllum þessum hlaupum. Því borð­ aði hann ber og annað tilfallandi sem konur bæjarins létu honum í té yfir daginn. Sannkallaður lítill íþróttaálf­ ur. „Ég var oft svangur og örmjór. Ég grenjaði mig inn á nokkrar konur sem gáfu mér að borða. Ég sjarmeraði þær til og sagði stundum að mamma hefði ekki vaknað nógu snemma til að gefa mér að borða. Sem var reynd­ ar alls ekki rétt því mamma var frábær húsmóðir en ég var bara alltaf svang­ ur á þessum árum. Ég átti það til að teygja mig bara í ber sem uxu á trjám á leiðinni, rifs­ ber og slíkt – íþróttanammi. Stundum stökk ég inn í garða og náði mér í stóra rabarbara. Ég var strax orðinn lítill íþróttaálfur.“ Með laun á við forsetann Fjórtán ára flutti fjölskyldan til Hvammstanga. Þar upplifði Magnús sinn besta tíma í uppvextinum. „Ég var fjórtán ára og byrjaður að standa á eigin fótum og það var gríðarlega gaman. Í bæjarfélaginu var nánast ekkert um að vera. Ekkert íþróttahús og engin sundlaug og mik­ ið sjokk fyrir íþróttastrák. Ég notaði því öll tækifæri til að hlaupa og hreyfa mig. Ég tók snemma þátt í rörsteypu á Hvammstanga. Það var hálfgerð fang­ elsisvinna. Þar var ég lokaður inni við að steypa rör í akkorði. Það er ein magnaðasta vinna sem ég hef unnið. Ég held að ég hafi verið með svipuð laun og forsetinn. Það var gert ráð fyr­ ir því að meðalmaður framleiddi um 30 10 tomma rör á dag. Ég var mjög röskur ungur maður og gerði 300 rör á dag. Ég var 15 ára, ég vann frá sjö á morgnana til tvö á nóttunni. Þetta var ógeðsleg vinna en mér fannst hún skemmtileg. Ég leit á vinnuna sem keppni og keppti við sjálfan mig hvað ég gæti steypt mörg rör á dag. Ég hef allt mitt líf unnið í mikilli akkorðsvinnu. Svo tók ég stundum að mér á kvöldin að bóna bíla. Ég bónaði alla bíla bæjarins með félögum mín­ um. Við þóttum gera þetta vel, vorum meira að segja látnir sækja lögreglu­ bílinn og keyrðum hann fram og til baka þótt við værum próflausir. Missti góðan vin Magnús hélt uppi flakkinu að hætti foreldra sinna. Fimmtán ára flutti hann til Englands og stundaði nám í ensku og prófaði hnefaleika. Þar styrktust vinaböndin við vini hans, Ingu Helgadóttir, eða Systu kennda við Kentucky á Íslandi, og æskufélaga hans, Steinar Skúlason, sem lést fyrir aldur fram í bílslysi. „Á þessum árum flaug mér í hug að læra ensku og prófa hnefaleika og því fór ég til Englands. Þar í landi kynntist ég svo enn betur æskuvini mínum, Steinari Skúlasyni heitnum og Systu sem ég á enn sem vin. Hann Steinar heitinn hefði orðið fimmtugur núna 20. apríl. Hann lést 21 árs í bílslysi á Keflavíkurvegi. Það var mikil sorg fyrir mig. Fyrsti alvöru missirinn og hann breytti mér til frambúðar. Þá uppgötvaði ég hversu viðkvæmt lífið er. Hversu stutt er á milli þess að það sé allt í lagi og von­ leysis. Það er hending ein og þess vegna svo mikilvægt að njóta ferðar­ innar. Við vorum mjög góðir vinir og ég fór við þetta að draga andann öðru­ vísi. Lífið gæti allt eins verið mér horf­ ið á morgun. Auðvitað týni ég eins og aðrir þessum mikilvæga fróðleik öðru hverju. En hann er þarna samt. Ég veit að það að lifa í núinu hefur enga merkingu ef maður hugsar ekki til framtíðar. Núið þýðir ekki núna. Það að lifa í núinu þýðir að maður vonar að það sé morgundagur og að maður veit að gjörðir manns hafa áhrif. Bæði til góðs og ills. Það er stanslaus bar­ átta hins einstaka manns að breyta rétt með þessa vitneskju í farteskinu og auðvitað er línan sú að gera miklu meira af því góða en hinu illa. Þetta er lína sem maður dansar á allt sitt líf. Lát Steinars færði mér þessa vitneskju snemma á lífsleiðinni.“ Bjargaði skólafélögunum Sautján ára fór Magnús til Noregs og stundaði nám í lýðháskóla. Hann naut sín vel í skapandi skólastarfi og ekki leið á löngu þar til hann var orðinn að hetju í skólanum eftir að hafa bjargað skólafélögum sínum frá því að verða úti í fimbulkulda. „Mér fannst Norðmenn hálf­ leiðinlegir en samt naut ég mín vel í Noregi. Í skólanum sem ég gekk í ríkti mikil sköpunargleði. Ég tók þátt í upp færslu sem fór um allan Noreg – danssýningu – og þemað var á móti kjarnorku. Sem betur fer er þetta ekki til á myndbandi,“ segir hann og hlær. „Ég málaði og bjó til höggmyndir og hafði unun af því að skapa. Í þessum skóla voru tvinnaðar saman listir og íþróttir á mjög árangursríkan hátt. Þarna var sáð einhverju fræi sem ég bý enn að í starfi mínu við Latabæ. Þetta var ekki tíðindalaust. Ég var verðlaunaður fyrir að bjarga félögum mínum með því að grafa þá í fönn. Þá kom íslenska lopapeysan sér vel. Við vorum á gangi, á leiðinni í fjallakofa, þegar við lendum í brjál­ uðu veðri og verðum næstum því úti. Ég greip þá til þess ráðs að grafa okk­ ur niður, tólf manna hóp, þar af einn Indverja sem hafði aldrei áður séð snjó. Sá var nærri dauða en lífi. Ég hef aldrei verið jafnþakklátur ís­ „Ég gleypti mikið af blóði og læknir sagði við mig að ég yrði hreinlega að æla blóðinu Í heljarformi Magnús hefur þurft að vera í toppformi sem íþróttaálfur og gerir líkamsræktaræfingar hvar og hvenær sem honum gefst færi á. „Núna segi ég stopp, ég ætla mér ekki að vera í búningnum á sextugsaldri,“ segir hann og hlær. Alltaf í búningnum Í 20 ár hefur Magnús verið bundinn í hlutverki íþróttaálfsins. Honum reiknast til að hafa verið í búningnum sem samsvarar fjórum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.