Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 67
Menning 67Páskablað 15.–22. apríl 2014 Bestu nágrannar í heimi Fyrsta mótið Sigurlaug Jóhannsdóttir og Jonathan Motzfeldt á fyrsta alþjóðlega mótinu í sögu Grænlands, sem haldið var í Qaqortoq 2003. Sundkrakkarnir Á hverju ári býður Kalak – vinafélag Íslands og Grænlands – stórum hópi barna frá Austur-Grænlandi til Íslands í sundkennslu. Þetta er ævintýraferð fyrir börnin. Grænlandsveikin Hrafn Jökulsson er með „Grænlandsveiki“ á háu stigi. Mynd KriStinn MaGnúSSon Hermaðurinn sem hjálpar barninu í gegnum nóttina Lestrarnautn er nýtt ljóðasafn frá Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur, rithöfundi og skáldi. Ljóðasafnið inniheldur allar ljóðabækur Gerðar Kristnýjar. Af því tilefni valdi hún sitt uppá­ haldsljóð: Stjarna fæðist á Vest­ dalseyri, sem birtist í ljóðabók­ inni Ströndum. „Ég hafði verið að lesa Úr þagnarhyl, ævisögu Vil­ borgar Dagbjartsdóttur, skálds og kennara, eftir Þorleif Hauksson. Þetta er afbragðsbók, vel skrifuð og skemmtileg en líka sorgleg. Vilborg er frá Vestdalseyri þar sem breska hernámsliðið hreiðr­ aði um sig í heimsstyrjöldinni. Eitt atvik frá þeim tíma sat í mér að lestri bókarinnar loknum. Sveitin moraði öll af breskum hermönnum sem voru með­ al annars á útkikki eftir þýskum flugvélum í fjallinu fyrir ofan bæ Vilborgar. Kvöld nokkurt þegar hún var á leið heim til sín úr sendiferð í niðamyrkri tók varðmaðurinn í fjallinu eftir stúlk unni. Hann gerði sér lítið fyrir, kveikti á kast­ ara og lýsti henni leiðina heim. Mér finnst þessi saga af ókunn­ uga hermanninum sem hjálpar barninu í gegnum nóttina ákaf­ lega falleg. Það var full ástæða til að yrkja um hana ljóð.“ Stjarna fæðist á Vestdalseyri Hún skipti um bæn í miðri á enda fullung til að hafna allri synd Hún hét því að verða dugandi manneskja ef Guð leiddi hennar litlu hönd og teymdi hana létta eins og flugdreka í gegnum nóttina og heim Ekki var hún fyrr komin upp á bakkann en það kviknaði á kastara í fjallinu hennar Enskur dáti fylgdist með förinni og nú lék geisli í grasinu við tána á vaðstígvélunum Án þess að hugsa sig um sparkaði hún þeim af sér og steig inn í ljósið Sagan á bakvið uppáhaldsljóðið Grænlendingar eru bestu nágrannar í heimi Hrafn segir að starf Hróksins á Græn­ landi snúist ekki bara um skák­ ina. „Við vinnum í anda einkunnar­ orða alþjóðaskákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Kynni mín af Grænlandi og Grænlendingum hafa sannfært mig um að þjóðirnar tvær eiga að stórauka samskipti sín á sem allra flestum sviðum. Við eig­ um samleið hér í norðrinu og getum margt af vinum okkar lært, og það er vonandi gagnkvæmt. Blíðari og glað­ lyndari þjóð hef ég aldrei kynnst, og Grænlendingar líta á okkur sem bestu vini sína. Það eru forréttindi að eiga slíka þjóð að nágrönnum, og Ís­ lendingar ættu að rækta tengslin sem allra mest. Það var stór áfangi þegar Íslendingar opnuðu sendiráð í Nuuk í fyrra, þar sem Pétur Ásgeirsson sendiherra hefur einmitt Benedikte Thorsteinsson sér til halds og trausts. Þau vinna þrotlaust að því að koma á tengslum, hvort sem er á sviði menn­ ingar, æskulýðsmála eða viðskipta. Bæði núverandi og fyrrverandi ríkis­ stjórn hafa lagt mikla áherslu á aukna samvinnu við Grænland, og það er stefna sem er mér sannarlega mjög að skapi.“ Uppskeruhátíð vináttunnar Hrafn segir að gaman hafi ver­ ið að fylgjast með áhuga Íslendinga á Grænlandi aukast síðustu árin. „Ég fæ fyrirspurnir oft í viku frá einstaklingum, félögum eða fyrir­ tækjum sem vilja bralla eitthvað skemmtilegt á Grænlandi. Sífellt fleiri sýna áhuga á ferðalögum til Grænlands, en staðreyndin er sú að jafnvel víðförlustu Íslendingar hafa aldrei kynnst töfraheimi Grænlands. Nú er líka búið að stofna Græn­ lensk­íslenska viðskiptaráðið, sem starfar undir forystu kraftaverkakon­ unnar Kristínar S. Hjálmtýsdóttur. Ég naut þeirra forréttinda að vinna með henni að Grænlandsdögum nú um síðustu mánaðamót, í samvinnu við Flugfélag Íslands, kempurnar í Melabúðinni og ótalmarga aðra. Það var veisla sem sameinaði viðskipti, menningu, skák, grænlenskan mat, og var sannkölluð uppskeruhátíð vináttunnar.“ Ævintýraferð grænlenskra barna til Íslands Hrafn er líka virkur í Kalak – vinafé­ lagi Íslands og Grænlands, en stærsta verkefni félagsins er að bjóða ár­ lega stórum hópi ellefu ára barna frá litlu þorpunum á austurströndinni til Íslands. Hér dvelja þau í tvær vik­ ur, ganga í skóla í Kópavogi, kynnast jafnöldrum og íslensku samfélagi – og þau læra að synda. „Engar sundlaugar eru á Austur­ Grænlandi og aðeins tvær á landinu öllu. Hugmyndina að sundverkefn­ inu átti Stefán Herbertsson, þáver­ andi formaður Kalak og dyggur skák­ trúboði. Stefán lét verkin tala og í haust kemur áttundi hópurinn á okk­ ar vegum. Síðustu árin hefur Skúli Pálsson, gjaldkeri Kalak, borið hitann og þungann af þessu dásamlega og gefandi verkefni, en margir hafa lagt hönd á plóg, ekki síst Flugfélag Ís­ lands sem ég hugsa að sinni fleiri samfélagsverkefnum á Grænlandi en flest grænlensk fyrirtæki. Fyr­ ir grænlensku börnin er þetta mikið ævintýri, enda langflest að koma til útlanda í fyrsta skipti, og mörg hafa ekki einu sinni komið út fyrir sitt fæðingarþorp áður. Hér sjá þau ótal­ margt í fyrsta skipti: Tré, hesta, um­ ferðarljós, rúllustiga. Þau fara í bíó, útreiðartúra, kynnast náttúru okkar og eru jafnan boðin sérstaklega á Bessastaði, þar sem forseti vor tek­ ur vel á móti þeim. Héðan fara börn­ in flugsynd, með góðar minningar og gleði í hjarta. Fræjum vináttu er sáð, og þau munu bera ríkulegan ávöxt.“ Ævintýrið er rétt að byrja Hrafn og félagar staldra ekki lengi við á Íslandi, þegar þeir koma frá Itt­ oqqortoormiit. Um miðjan maí verð­ ur skákhátíð í Nuuk, tileinkuð minn­ ingu Jonathans Motzfeldt. „Það voru forréttindi mín að kynnast þessum landsföður Grænlendinga lítillega og það var mikill heiður að hann skyldi taka þátt í fyrsta skákmótinu okk­ ar 2003. Síðustu ár hefur ekkja hans, Kristjana Guðmundsdóttir Motz­ feldt, verið sannkölluð verndargyðja Hróksins á Grænlandi, enda ekki til sá Íslendingur sem betur þekk­ ir til á Grænlandi en hún. Kristjana er heiðursforseti okkar á Grænlandi, og allt er mögulegt þegar við Róbert leggjum á ráðin með henni. Græn­ landsævintýrið er rétt að byrja.“ n Guðmundur Þorsteinsson og Bendó Hann er guðfaðir handbolt- ans á Grænlandi og rekur fjölsmiðjur fyrir ungmenni. Benedikte hefur unnið þrekvirki við að efla tengsl Ís- lands og Grænlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.