Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 49
Páskablað 15.–22. apríl 2014 Fólk Viðtal 49 Lengi ungur í prestastéttinni Tiltölulega erfitt getur verið að fá fasta stöðu sóknarprests hérlendis og margir prestar eru búnir að starfa í nokkur ár áður en það ger­ ist. „Nú er að verða endurnýjun, það eru nokkrir prestar að hætta vegna aldurs og verið að auglýsa laus­ ar stöður, til dæmis á höfuðborgar­ svæðinu,“ segir Árni og vísar í frétt­ ir sem sagðar voru þennan daginn. „Annars er það þannig í presta­ stéttinni að maður er rosalega lengi ungur. Mér finnst til dæmis mjög fyndið þegar það er talað um okk­ ur sem unga presta, við erum bæði komin yfir fertugt en þykjum enn þá mjög ung í þessari stétt,“ segir Krist­ ín hlæjandi. „Ég myndi ekki tala um mig sem ungan prest, ég er búin að vera prestur frá árinu 1998 og hef mjög mikla reynslu. Ég myndi hins vegar segja að það væri rosa­ lega skemmtilegt að vera fertug­ ur prestur, með lífsreynslu úr sínu eigin lífi og starfsreynsluna og góða heilsu, mikinn áhuga og brennandi anda,“ segir hún. Miklar breytingar Satt að segja falla þau hjónin líklega ekki innan ramma þeirra staðal­ ímynda sem flestir hafa af prest­ um. Þau eru hress og frjálsleg í fasi –allavega ekki eins og sú mynd sem flestir höfðu af prestum í æsku. Þau eru líka nýjungagjörn og nota iPad í guðsþjónustum og athöfnum auk þess sem þau halda úti bloggsíðu og gera stutt myndbönd sem þau birta á Youtube. Bloggsíðan þeirra er arniogkristin.is en þar skrifa þau færslur um allt milli himins og jarð­ ar. Tímarnir breytast og mennirnir með og miklar breytingar hafa orðið innan Þjóðkirkjunnar á undanförn­ um árum. „Það hafa orðið mjög miklar breytingar undanfarið sem ég held að hafi fallið fólki mjög vel í geð og það skiptir máli,“ segir Kristín. Prestslífið heillaði Kristín er alin upp í prestsfjölskyldu en faðir hennar er Tómas Sveins­ son sem er nýhættur sem sóknar­ prestur í Háteigskirkju. Kristín segir að líklega hafi það alltaf legið bein­ ast við hjá henni að verða prestur sjálf. Árni hins vegar ólst bara upp við sína barnatrú en á unglingsár­ unum uppgötvaði hann að líklega yrði þetta hans starfsvettvangur. „Ég fór beint í guðfræðina eftir MH, fór svo í framhaldsnám til Bandaríkjanna og hef verið prestur síðan,“ segir Kristín. „Ég hafði mik­ inn áhuga á trúnni og faginu. Svo heillaði þetta líf, að vera prestur og þjóna kirkjunni sem ég kynntist í gegnum foreldra mína,“ segir hún brosandi. „Ég kem úr allt annarri átt. Ég ólst ekki upp á svona trúræknu heimili,“ segir Árni. „Ég hafði mína barnatrú en var svolítið að velta því fyrir mér á sínum tíma hvort ég ætti að fermast eða ekki. Þá kom eldri frændi minn til mín og sagði við mig að ég ætti að sjálfsögðu að ferm­ ast. Ég fór í fermingarfræðsluna og fannst þetta áhugavert og fann um leið að mér leið vel í kirkjunni,“ segir hann og heldur áfram. „Ég tók það svo upp hjá sjálfum mér um miðj­ an menntaskóla að mæta í messur. Það þótti ekki mjög hefðbundið og ég man ég var spurður í fjölskyldu­ boðum af hverju í ósköpunum ég væri að sækja messur, það þótti ekki mjög dæmigert. Ég hafði aldrei tekið virkan þátt í kirkjustarfinu og hlaut ekki mjög hefðbundið kirkjulegt uppeldi,“ segir hann. Fjölbreytt og skemmtilegt Leið Árna lá í Verzlunarskólann og þar kunni hann vel við sig og fékk sýn á framtíðina. „Þar uppgötvaði ég að ég vildi ekki vera í viðskiptum, ég var á stærðfræði­ og eðlisfræði­ línu og fann að ég vildi heldur ekki vera í raunvísindum. Eftir á upp­ götvaði ég að það lögðust öll spilin þannig að augun opnuðust fyrir ná­ kvæmlega þessum starfsvettvangi. Þetta er bæði fjölbreytt og skemmti­ leg leið til að nálgast lífið og sam­ tímann,“ segir Árni. Hann fór í guðfræðinám en ætl­ aði ekkert endilega að starfa sem prestur. „Ég ætlaði að vera fræði­ maður og láta gott af mér leiða þannig. Ég var kominn af stað í því þegar ég útskrifaðist, ætlaði að fara í doktorsnám en kláraði samt starfs­ þjálfun í kirkjunni og fannst það fer­ lega skemmtilegt og gaman að vera hluti af lífinu í söfnuðinum. Á sama tíma veiktist mamma mín og dó og það var einhvern veginn þannig að þá þurfti ég að púsla þessu öllu saman, að glíma við það þegar manneskja á besta aldri er tekin frá mér. Fyrir einhverja hendingu fór ég að skipta mér af því hvað kirkj­ an væri að gera á netinu og tók að mér svona smá verkefni á Biskups­ stofu sem er ekki enn lokið,“ segir Árni sem var árið 2008 vígður sem sérstakur vefprestur Þjóðkirkjunnar og starfar á Biskupsstofu. Skiptast á skin og skúrir Þeim finnst báðum starfið vera líf­ legt og skemmtilegt þó að vissulega geti það líka tekið mikið á. Prestar eru til staðar fyrir fólk á þeirra mestu gleðistundum og eins þeirra erfið­ ustu sorgarstundum. Það skiptast því á skin og skúrir í starfinu. „Þetta er mjög fjölbreytt starf. Á sama deg­ inum er maður kannski með yngstu krakkana þar sem er hopp og hí hjá litlum börnum og rosalega gaman, gleði lífsins í hámarki. Síðar sama dag getur maður svo hitt fólk sem er að ganga í gegnum mjög erfiða hluti, missa ættingja eða eitthvað slíkt. Þá ferðu að hugsa út í það sem Jesús sagði um lærisveinana – að fagna með fagnendum og gráta með syrgjendum. Þannig er líf prestsins svolítið. Maður reynir að sýna með­ líðan og skilning á því sem fólk er að ganga í gegnum. Þetta er gífurlega fjölbreytt,“ segir Kristín. Erfitt að vera í hjónabandi Þau eru líkt og áður sagði bæði fráskilin. Þau segja það vissulega hjálpa þeim í starfinu þar sem þau vita hvað fólk er að ganga í gegn­ um þegar það leitar til prests vegna þess að hjónabandið er á enda. „Það var eins og um daginn þegar einn hringdi í Árna og spurði hvort það væri mikið mál að ganga í hjóna­ band,“ segir Kristín og horfir bros­ andi á eiginmanninn sem tekur við. „Já, einmitt. Það hringdi í mig mað­ ur sem vildi ganga í hjónaband al­ veg á næstunni og spurði að þessu. Ég sagði að það væri mjög lítið mál að ganga í hjónaband en gæti ver­ ið meira mál að vera í hjónabandi,“ segir hann kankvís. „Lífið er eins og það er. Stund­ um gengur allt vel og er auðvelt og stundum gengur ekki eins vel og þá verða hlutirnir erfiðir,“ bætir hann við. „Ég held það styrki okkur í þessu starfi að hafa sjálf gengið í gegn­ um skilnað og að fólk beri virðingu fyrir þeirri reynslu prestanna,“ segir Kristín. „Við mætum fólki sem er að ganga í hjónaband og lífið er æðislegt en við mætum líka fólki sem er komið á endastöð í sam­ bandi sínu eða hjónabandi og býr við sársauka. Hafandi sjálf geng­ ið í gegnum það þá getur maður kannski stutt fólk með öðrum hætti og talað öðruvísi inn í aðstæðurnar. Við finnum það líka að það er mik­ il skömm sem hefur tengst erfiðleik­ um í hjónabandi í samfélagi okkar, þótt það hafi örlítið dregið úr því á síðari árum,“ segir Árni. Stjúpfjölskyldur glíma við sérstök vandamál „Þessi reynsla gefur okkur ákveðna yfirsýn. Við vitum að úrvinnslan eft­ ir sambandsslit er langhlaup. Fólk ákveður að skilja og þá byrjar heil­ mikil vinna. Hún tekur langan tíma og fólki á eftir að líða allavega á þeirri vegferð. Það er reynsla sem er gagnlegt veganesti þegar maður mætir fólki í þeim aðstæðum,“ segir Kristín. Það sama gildir um reynslu þeirra af stjúpfjölskyldunni. „Nú vitum við að langflestir stofna til nýrra sambanda eftir skilnað og þá verða stjúpfjölskyldur til. Stjúpfjöl­ skyldan glímir við sérstök mál sem kjarnafjölskyldan þarf ekki að kljást við og það getur valdið streitu hjá einstaklingum,“ segir Kristín. Hún segir mikilvægt að fagstéttir sem vinna með fjölskyldum séu meðvit­ aðar um veruleika stjúptengslanna, til að geta dregið úr streitu en ekki aukið á hana ómeðvitað. Fólk opnara um sorgina Hjónin segja samfélagið hafa breyst á undanförnum árum. Til dæmis sé sorg vegna ástvinamissis ekki leng­ ur jafn mikið tabú og áður, sem bet­ ur fer. „Fólk er opnara og reiðubún­ ara að ræða reynsluna af sorginni og dauðanum. Þetta hefur alltaf ver­ ið hluti af starfi prestsins en maður finnur að fólk er orðið miklu skiln­ ingsríkara á það hvers konar föru­ nautur sorgin er í lífinu. Til dæm­ is eru sorgarhópar í kirkjum orðnir mjög algengir þar sem fólk vill fá að vinna með sína sorg, tala um hana og finna henni farveg,“ segir hún og tekur fram að þetta hafi einnig breyst mikið innan fagstéttanna. „Já, þetta hefur breyst gríðarlega. Einu sinni mátti ekki láta sorg sjást. Ég held við séum samt ekki að gera of mikið úr sorginni. Ég held frekar að við séum enn að glíma við þann vanda að hið formlega rými fyrir sorgina er ekkert mjög mikið. Skiln­ ingur okkar á sorginni hefur breyst, þetta er náttúrulegt ferli sem tekur ákveðinn tíma,“ segir Árni. Spennt fyrir páskunum Þau Árni og Kristín eru spennt fyrir páskunum. „Páskarnir eru stærsta hátíð kristinna manna og þeir eru lífshátíð. Það rímar vel við gang nátt­ úrunnar þegar allt er að lifna við, trén að laufgast og blómin að stinga upp kollinum,“ segir Árni. Hann bætir við að íhugunarefni kyrruviku og páska tengist líka grundvallar­ þáttum lífsins og spanni eiginlega allt litrófið og föstudagurinn langi sé til dæmis dagur vonleysisins. Kristín tekur undir það. „Andspænis von­ leysi föstudagsins eru svo páskarnir. Eggin, ungarnir, blómin og laufg­ aðar greinar eru lífstákn. Páskarnir sjálfir eru tákn um trúna og hug­ rekkið, um málstað Jesú sem rís upp í lífi þeirra sem trúa á hann. Upp­ risan gefur kraft til að vona og elska og feta í fótspor Jesú. Upprisan seg­ ir okkur að ef við sýnum sama hug­ rekki og hann, getum við breytt sam­ félaginu til betri vegar.“ n Börnin Samtals eiga þau hjónin sex börn og því oft mikið líf og fjör á heimilinu. Mynd Johann K.JohannSSon Fjölskyldan Þegar ljósmyndara DV bar að garði var hluti barnahópsins á heimilinu. Mynd Sigtryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.