Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 30
30 Umræða Páskablað 15.–22. apríl 2014 Heimsókn gamla mannsins M argir lesenda kannast sjálf­ sagt við leikrit Friedrich Dür­ renmatts, Heimsókn gömlu konunnar (þ. Der Besuch der alte Dame). Aðalpersónan, hin há­ aldraða Klara, snýr aftur til fæðingar­ bæjar síns, fokrík kona. Hún hafði nánast verið hrakin það­ an ung, svikin í tryggðum af kærasta sínum, Alfreð. Hún gerir nú bæjarbúum magnað tilboð, sá sem drepi Alfreð fái millljarð dollara að launum. Í fyrstunni streit­ ast bæjarbúar á móti en á endanum er gert út af við Alfreð og einhver verður milli fyrir vikið. Hugsum okkur að gamall maður snúi aftur til Íslands, hafandi þénað morðfjár í útlöndunum stóru. Hann gerir hinum fégráðugu Íslendingum tilboð sem erfitt er að hafna. Hann býðst til að borga útrásar­ gaurum, businesstossum, málníð­ ingum, enskusnobbhænsnum, tísku­Íslendingum og erkiameríkani­ seruðum, bílóðum græðgisplebbum stórfé fyrir að flytjast úr landi. Þeirra bíði hjólhýsaborg í Texas og tveir amerískir bílar á fjölskyldu, ham­ borgarar og pitsur eins og hver geti í sig látið. Vel mætti hugsa sér að þriðjungur þjóðarinnar tæki tilboðinu. Og Ísland yrði skárra land fyrir vikið. n Generáll Björn Umsjón: Henry Þór Baldursson 1 Véfengir framburð Pistorius: „Hvar var Reeva?“ Saksóknarinn í máli hlauparans segir vörn hans hreinan uppspuna. 72.455 hafa lesið 2 Átakanlegt bréf Vil-hjálms til látins sonar Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, skrifaði hjartnæma færslu á Facebook um fráfall sonar síns. 40.015 hafa lesið 3 „Þá gengur þú í málið, sama hvað“ Harpa Dís hjálpaði rænulausri stelpu sem ókunnugir strákar reyndu að draga heim af djamminu. 30.258 hafa lesið 4 Neyða íbúa til að taka ný lán fyrir íbúðunum: „Það eru bara allir í sjokki“ Haldinn var krísufundur með íbúum Öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar um liðna helgi. 23.937 hafa lesið 5 Sambýlisfólk ákært fyrir 70 milljóna fjárdrátt Sérstakur saksóknari hefur ákært sam- býlisfólk, þau Hildi Nönnu Jónsdóttur og Sig trygg Leví Kristófersson, fyrir fjárdrátt. 21.488 hafa lesið 6 „Það er ruglað fólk sem gerir svona“ Þriggja ára telpu var rænt af heimili sínu í Ástralíu en skilað aftur. Lesið: 21.280 Mest lesið á DV.is „Hann gerir hinum fégráðugu Íslendingum tilboð sem erfitt er að hafna. Stefán Snævarr Af blogginu T vö hugtök og hugsjónir virðast öðrum fremur gefa mönnum lagaleg, félagsleg og siðferðileg réttindi um­ fram það sem dýrin njóta. Það eru friðhelgi og mannhelgi, sjálf kjarnahugtök siðvæðingar og andlegrar tilveru mannsins. Lög­ gjafinn hefur ekki skilgreint þessi mikilvægu hugtök. Hér er gerð til­ raun til þess að þrengja skilgrein­ ingu á þessum hugtökum til þess að gera notkun þeirra markvissari og notadrýgri. Mannhelgi er innsti og helgasti kjarni mannlegs lífs. Friðhelgi einkalífs er landhelgi eða varnarmúr um mannhelgina. Hér er litið á frelsi sem dyggð, meðalhóf milli ofuraga og óreiðu. Frelsi án ábyrgðar er merkingarlaust. Friðhelgi er félagslegur réttur manns til þess að gera það sem hug­ ur hans stendur til án þess að vera stöðvaður. Friðhelgi verndar ferða­ frelsi, félagafrelsi, atvinnufrelsi, athafnafrelsi og tjáningarfrelsi manns frá afskiptum samfélagsins. Friðhelgi vísar til neikvæðs frels­ is Isaiah Berlin, þ.e.a.s. frelsi frá af­ skiptum (e. freedom from interfer­ ence). Þessi réttur skerðist brjóti einstaklingur rétt á öðrum. Mannhelgi er réttur til persónu­ legs öryggis og hýsir sjálfsmynd okkar, kynvitund, kynáttun, hugar­ far, hjartalag, trúarlíf og andlegt líf mannsins. Mannhelgi er sjálfsá­ kvörðunarréttur einstaklings, þ.e. persónubundinn réttur manns til þess að vera og verða það sem hann kýs sér sjálfur. Mannhelgi hýsir virka merkingarleit manns­ ins sem fer eftir þremur lögmál­ um að mati Viktors E. Frankl. Tign fjallar um hæfileika, vilja og getu til þess að elska og vera elskað­ ur. Göfgi er hæfileikar, vilji og geta til þess að skynja og skapa fegurð, iðrast og fyrirgefa. Reisn felur í sér hæfileika, vilja og getu til þess að skynja og skapa lausnir sem skaða ekki aðra. Mannhelgi samrýmist já­ kvæðu frelsi Isaiah Berlin um rétt til sjálfstæðrar persónumótunar (e. freedom as self­mastery, which asks not what we are free from, but what we are free to do). Mannhelgi er okkar helgustu vé sem enginn ytri máttur má snerta, nema líf liggi við eða vel skilgreind samfélagsleg ógn. Hér hefur tveimur mikilvægum hugtökum og hugsjónum verið lýst og gerð tilraun til hugtakagrein­ ingar. Friðhelgi er neikvætt frelsi Isaiah Berlin og metur frelsi út frá sjónarhóli samfélagsins. Mann­ helgi er jákvætt frelsi þar sem horft er á frelsið út frá okkur sjálfum og dýpstu strengjum merkingarleitar. Þegar einhver er sviptur neikvæðu frelsi er honum hamlað að gera það sem hann vill. Þegar jákvætt frelsi er brottnumið felst í því hömlun á að vera eða verða sá sem hver vill. n Mannhelgi og friðhelgi „Mannhelgi er okkar helgustu vé sem enginn ytri máttur má snerta. Björn Hjálmarsson læknir Kjallari Mynd Eyþór ÁrnaSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.