Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 20
Páskablað 15.–22. apríl 201420 Fréttir Flokkurinn verður til eftir páskana n Nýr sjálfstæðisflokkur í burðarliðnum n Á ekki að verða eins máls flokkur U ndirbúningsfélag fyrir stofnun „Nýja Sjálfstæðis- flokksins“ verður sett á fót fljótlega eftir páska. Stór hópur áhugamanna um stofnun flokksins hefur hópað sig saman á leynilegri Facebook-síðu þar sem leiðtogar hins nýja fram- boðs gefa upplýsingar. Benedikt Jó- hannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópusinna, gefur hópmeðlimum reglulega upplýsingar um framgang mála en svo virðist sem lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson sé einhvers konar leiðtogi í Facebook-hópnum. Þekkt andlit í hópnum Mörg þekkt andlit úr Sjálfstæðis- flokknum eru meðal þeirra sem taka þátt í undirbúningnum. Má meðal annars nefna Vilhjálm Egilsson sem meðal annars fór fyrir endurreisnar- nefnd Sjálfstæðisflokksins eftir hrun þar sem tilraun var gerð til að gera upp þátt flokksins í hruninu. Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins, tætti skýrsluna eftirminni- lega í sig í óundirbúinni ræðu á landsfundi flokksins þegar skýrslan var kynnt. Leiðtogar hópsins vilja gera sem mest úr því þegar stofnun flokksins mun eiga sér stað. Unnið er að því að fá þekkta sjálfstæðismenn og jafnvel þingmenn til liðs við hið nýja fram- boð. Ætlunin er að þungavigtarfólk, bæði af vettvangi Sjálfstæðisflokks- ins og annarra flokka, verði inn- an raða hópsins þegar hann verður formlega stofnaður. Hrundi í annarri könnun Tvær skoðanakannanir hafa verið gerðar þar sem hugsanlegt fylgi nýja sjálfstæðisflokksins er mælt. Önnur var gerð af MMR og var spurt hvort fólk myndi kjósa Evrópusinn- að framboð sem nyti stuðnings Þor- steins Pálssonar, fyrrverandi for- manns Sjálfstæðisflokksins. Hin var gerð af Capacent og var spurt um Evrópusinnaðan hægriflokk en ekk- ert nafn var gefið upp í tengslum við það. Í könnun MMR þar sem nafn Þorsteins fylgdi með spurningunni sagði, af þeim sem tóku afstöðu, 38,1 prósent að til greina kæmi að kjósa nýtt framboð hægrimanna í næstu kosningum. Fylgið hafði hins vegar hrunið strax í annarri könnun. Fréttablaðið greindi frá niðurstöðum í henni en þar sögðust 21,5 prósent aðspurðra telja það líklegt eða öruggt að þeir myndu kjósa Evrópusinnað- an flokk hægra megin við miðju. Andlitslaust framboð Munurinn á fylginu í könnunum tveimur má hugsanlega rekja til þess að nafn Þorsteins var sett fram í annarri en ekki hinni. Þau klofn- ingsframboð sem hafa mælst vel í fyrstu könnunum hafa síðustu ár alltaf haft sterkan og skýran leið- toga. Enginn hefur viljað stíga fram sem leiðtogi hópsins þó að Benedikt og Sveinn Andri séu greinilega í for- ystusveitinni. Þorsteinn Pálsson hefur ekki vilj- að kenna sig við hinn nýja flokk opin- berlega og hafa liðsmenn Sjálfstæðis- flokksins lýst yfir efasemdum um að hann sé raunverulega einn þeirra sem vinna að stofnun hans. Þor- steinn þykir ekki yfirlýsingaglaður og vakti það því mikla athygli þegar hann lýsti því yfir að þingsályktunar- tillaga um slit á aðildarviðræðum við ESB væru „ein stærstu svik sem gerð hafa verið í íslenskum stjórnmálum“. Vilja ekki vera eins máls flokkur Þeir sem taka þátt í undirbúningi hins nýja flokks hafa nokkrar áhyggjur af því að flokkurinn verði stimplaður sem eins máls flokkur, stofnaður um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Engin mál- efnavinna hefur hins vegar farið fram enn sem komið er og óljóst hvar flokkurinn ætlar að koma sér fyrir gagnvart öðrum veigamiklum málum. Á milli manna hefur hins vegar verið rætt um hin ýmsu mál; þar á meðal tolla- og landbúnaðarmál. Mörgum hægrimönnum hefur lengi gramist stefna Sjálfstæðisflokksins gagnvart verndartollum á landbún- aðarafurðir. Þá hefur einnig verið rætt um vestræna samvinnu, sjávar- útvegsmál og frjáls viðskipti. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Þróunin Tvær kannanir hafa verið gerðar á fylgi flokksins n Fylgi hins óstofnaða flokks hefur verið mælt tvisvar. Talsverður munur er á fylginu samkvæmt mælingunum. Spurt var um Evrópusinnaðan flokk hægra megin við miðju. Í könnun MMR var nafn Þorsteins Pálssonar nefnt í tengslum við framboðið en ekki í seinni könnuninni. 38,1% 21,5% 1. apríl MMR 12. apríl Capacent Klofningur Þó að nýi flokkurinn sé klofningur úr Sjálfstæðisflokknum mun hann líklega sækja fylgi sitt úr fleiri áttum. Mynd Sigtryggur Ari Leiðtogi Benedikt gefur áhugasömum hægrimönnum upplýsingar um ganginn í stofnun hins nýja flokks á Facebook. Eftirspurn Þegar nafn Þorsteins Pálssonar var nefnt í tengslum við framboðið mældist flokkurinn með umtalsvert meiri stuðning. Hjallahraun 2 - 220 Hfj. s. 562 3833 - 852 4556 www.asafl.is asafl@asafl.is FPT bátavélar frá 20-825 hö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.