Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 58
Páskablað 15.–22. apríl 201458 Lífsstíll Heimur Hendrikku Það eru rúm fimm ár frá hruni eða tæplega sex, eftir því hvort hentar manni betur. Til að fyrir- byggja allan misskilning þá tek ég skýrt fram að mér finnst ekkert að því að fólk eða fyrirtæki ákveði á einhverjum tímapunkti að játa sig sigrað fyrir bönkum og öðrum fjármálastofnunum og byrji upp á nýtt eftir erfiðan róður. En þetta fólk sem virðist komast endalaust upp með það að stofna ný félög á „leigðum“ kennitölum skyld- menna og vina, það er óþolandi! Félög sem hafa skilað tapi ítrekað síðustu árin, poppa upp með nýja kennitölu og hreint borð. Stjórnendur slíkra fé- laga halda einbýlishúsum, bíl- um, sumarvillum hér og þar um heiminn utan við félög sín. Af hverju skyldi það vera? Treysta þeir ekki sjálfum sér fyrir eign- um sínum, en ætlast til að þjóð- in borgi fyrir taprekstur félaga þeirra? Síðan er fjöldi fólks sem vill verða heiðarlegt og er með allt uppi á borðum, en fær enga að- stoð frá bönkum né nokkrum öðrum. Þeir sem eru gjaldþrota mega ekki skrá börn sín í tómstund- ir né tryggja fjölskyldu sína hjá tryggingafélögum. Ríka og fræga fólkið heldur öllu sínu og er boð- ið í öll „fínustu“ partíin og er GULLTRYGGT! Þetta lið heldur sig saman og helst hönd í hönd í gegnum óþverrann og er nákvæmlega sama um Guggu og Bjössa sem búa í félagslegu húsnæði og eru á bótum. Gugga og Bjössi lentu illa í því í hruninu og misstu allt sitt. Þau fengu áfallastreituröskun í kjölfarið og þróuðu með sér vefjagigt og þunglyndi. Þau misstu vinnuna líka, en einhvers staðar þurfa þau að búa, ekki satt? Það eina sem þau höfðu efni á eftir að hafa gengið í gegnum margra mánaða ferli til að öðlast bótarétt sem nemur um 180 þús- und krónum á mann á mánuði, var lítil sæt íbúð í hverfi sem þyk- ir ekki fínt hjá efnuðum einstak- lingum. Nýjar kennitölur eru vel- komnar í kokteilboð í Hörpunni í boði Eimskipa á meðan „lýður- inn“ getur hópast saman á næsta hverfispöbbi í hverfi sem þykir ekki flott – og drekkt sorgum sín- um þar. Ég skal játa það að fyrir hrun þá skildi ég ekkert í fólki sem þáði bætur og var með gigt eða eitthvað þvíumlíkt. Ég var spillt og skildi ekki venjulegt fólk sem þurfti að hafa fyrir því að eiga ofan í sig og á. Mikið lærði ég mikið á þessum tíma sem betur fer og þegar ég lít til baka þá skammast ég mín. Ég er mikið erlendis og mér brá verulega þegar ég kom heim um daginn og sá risaverslun sem er verið að opna á Laugavegi. Manninum, sem stendur á bak við þann nýja rekstur, hefur tek- ist að setja félög í sinni eigu oftar einu sinni á kollinn. Þetta er nú meira bananalýðveldið sem við búum í. Verum góð við Guggur og Bjössa og hættum að snobba fyrir fólki sem gengst upp í því að fara illa með fé annarra. Nýjar kennitölur í gömlum umbúðum eru ekki smart! Kennitöluflakk flotta fólksins Huggulegir náttfatapáskar Ragnhildur Jónsdóttir sýnir hvernig má skreyta heimilið með litlum tilkostnaði R agnhildur Anna Jónsdóttir lét þann draum sinn að hanna línu undir eigin merki rætast. Hún rekur fyrirtækið Jónsdóttir & Co og framleiðir ungbarnaföt, sam- fellur og smekki úr lífrænni bóm- ull með Fairtrade-vottun. Sam- fellurnar lætur Ragnhildur sauma í Tansaníu í Afríku, þar sem lífræn bómullin er tínd og unnin. Þá er prentunin á samfellurnar og smekkina unnin með vatnsleysan- legum umhverfisvænum hlutum þar sem liturinn fer inn í bómull- ina en liggur ekki utan á henni líkt og þegar aðferðum silkiprentunar er beitt. DV leitaði til Ragnhildar og bað hana um að skreyta fyrir sig páska- borð en hún framleiðir margt fleira af samfélagslegri ábyrgð, svo sem litla gjafapoka, dúka og fleira. Margt af þessu er saumað í vinnustofunni Ási, sem er verndaður vinnustað- ur. Vörurnar selur Ragnhildur í fjöl- mörgum verslunum, svo sem Epal, Minju og Þjóðminjasafninu. Stolt af samstarfinu „Ég er stolt af samstarfinu, á Ási vinnur einstakt fólk og það eru mér forréttindi að nýta starfs- krafta þeirra. Páskapokarnir sem ég skreyti borðið með og dúkurinn er hannað þar. Ég gerði svolitla páska- línu í ár. Þeir sem vilja kynna sér hana geta haft samband við mig í gegnum heimasíðu mína, jonsdott- ir.is eða á Facebook-síðu minni.“ Nýtin Ragnhildur segist nýtin þegar hún skreytir heimilið. „Ég á ótrúlega margt fallegt geymt í skápum sem ég dreg fram ár eftir ár. Ég keypti að- eins fáeina hluti, til að mynda þess- ar fallegu birkigreinar og sítrónurn- ar. Mér finnst gaman að lífga upp á heimilið með þessum bjarta gula lit og það er varla hægt að ná sér í ódýrara páskaskraut.“ Hefðbundinn hátíðarmatur Það verður fjölskyldan sem fær þess notið að sitja til borðs með Ragn- hildi. Hún ætlar að lauma páska- eggi í litla sérsaumaða poka sem liggja við hvern disk. Á boðstólum verður hefðbundinn hátíðarmatur. „Það verður alveg örugglega páska- lamb á boðstólum en okkur langar líka að prófa að vera með pöru- steik.“ Náttfatapáskar Annars ætlum við að njóta hátíðar- innar í mestu rólegheitum. Við eig- um stóran hund, við munum fara með hann í langar gönguferðir og hafa það sem notalegast. Dóttir okkar gaf okkur Netflix, og því er einnig freistandi að kíkja á góða þætti. Þetta verða að mestu líkind- um náttfatapáskar með teppið á sófanum.“ n Innblástur úr náttúrunni Ragnhildur notar náttúruleg efni til skrauts. Birki- greinar úr gönguferðum og sítrónur prýða heimilið yfir páskana. MyNdIR SIgtRygguR ARI Kristjana guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Stílhreint og líflegt Yfir páskana vilja flestir láta minna sig á vorið og þá litagleði sem í vændum er. Vel skreytt páskaborð Það er fjölskyldan sem fær þess notið að sitja við vel skreytt borð Ragnhildar. Í ár verður boðið upp á lambakjöt og ef til vill pörusteik. Egg og sítrónur Dröfnóttu eggin gaf eiginmaður Ragnhildar henni. Litlir pokar Skemmtilegir pokar sem Ragnhildur útbjó, þá má fá hjá henni. Í þá ætlar hún að setja lítil páskaegg fyrir fjölskylduna. Kerti og greinar Gul kerti og greinar prýða heimilið. „Ég á ótrúlega margt fallegt geymt í skápum sem ég dreg fram ár eftir ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.