Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 62
Páskablað 15.–22. apríl 201462 Lífsstíll „Ekki vera frosin úr kulda“ n Í Ferðafélagi barnanna gilda sérstakar ferðareglur n Börn þola illa kulda og vosbúð B örn eru aldrei fyrirstaða í gönguferðalögum. Auðvitað þarf að laga ferðaáætlun­ ina að aldri og þörfum barn­ anna og þeir fullorðnu þurfa að temja sér ákveðna þolinmæði, því þeir munu hvorki ganga eins hratt né eins langt og áður. Á móti kemur að við sem eldri erum fáum tækifæri til að upplifa náttúruna upp á nýtt í gegnum augu barnsins og lærum að dást að hinu smáa sem á vegi verður, svo sem köngulóarvef og daggardropa, gjótu í hrauni og polla á steini. Ferðafélag barnanna var stofnað árið 2009 á vegum Ferðafélags Íslands að fyrirmynd norska ferðafélagsins DNT. Höfuðmarkmið Ferðafélags barn­ anna er að hvetja börn og foreldra til útiveru og samveru í náttúru lands­ ins og fá þannig öll börn til að upp­ lifa sanna gleði í náttúrunni og upplifa leyndardóma umhverfisins. Ferðir Ferðafélags barnanna eru farnar á forsendum barna og sniðnar að þörfum þeirra. Ungbörn Nokkurra mánaða gömul börn má setja framan á sig í burðarpoka og ganga með um fjöll og firnindi. Þegar börn eru farin að geta setið upprétt er hægt að setja þau á bakið í þar til gerða burðarpoka og þannig geta foreldr­ ar hæglega gengið með börnin sín, til dæmis í trússgönguferðum. Hér gildir að hafa í huga að þó að þeim fullorðna sé heitt á göngunni þá situr barnið kyrrt og þarf því að vera vel klætt og varið m.a. fyrir sól og vindum. Leikskólaaldur Erfiðasti aldurinn til að ganga með börn er frá því að þau verða of þung í burðarpokann og þar til að þau geta farið að ganga einhverjar vegalengdir sjálf. Það fer eftir þyngd og líkamlegri hreysti barnanna hversu langur tími þetta er, en hægt er að miða við frá tveggja, þriggja ára aldri til u.þ.b. fimm ára. Á þessum aldri er best að fara í styttri dagsferðir, til dæmis út frá tjaldi eða skála, skoða fjörur og gil, hoppa í mosa og pollum, búa til músahús úr trjágreinum og laufblöðum, stífla læki og stikla á steinum. Börn á þessum aldri ættu þó að fá sínar gönguáskor­ anir enda geta þau hæglega gengið á flest lægri fjöll, eins og t.d. Úlfarsfell í Mosfellsbæ eða Valahnúk í Þórsmörk. Grunnskólaaldur Að öllu jöfnu eru börn fær um að ganga flestar styttri dagleiðir frá fimm, sex ára aldri. Auðvitað er mikilvægt að fyrsta ferð fimm ára barns sé ekki fjögurra daga ferð um Laugaveginn en fimm ára börn geta hins vegar gengið slíkar vegalengdir án nokkurra vandkvæða, hafi þau vanist útiveru og göngum. Passa þarf að börnin séu aldrei svöng, aldrei kalt og aldrei leið og stundum þarf að hvetja þau áfram með því að láta þau keppa að einhverju takmarki eða láta þau gleyma þreytunni með því að segja þeim spennandi sögu á meðan gengið er. Gott er að skipta göngunni upp í sjáanlega áfanga (þegar komið er að þessari á, þessum kletti, undir þetta fjall) þar sem hægt er að stoppa, hvíla, nasla og dunda. Gera þarf ráð fyrir að gangan taki allt að helmingi lengri tíma en þegar bara fullorðnir eru á ferð. Unglingar Frá 10 ára aldri byrja börn að sýna meira sjálfstæði í ferðalögum og á göngu og eru farin að geta gengið til jafns við fullorðna. Þau vilja gjarnan taka vini sína með, virðast geta geng­ ið endalaust og gleyma sér oft á vina­ spjalli svo að helsta verkefni foreldr­ anna getur falist í því að passa að þau gangi ekki eitthvað út í buskann og týnist! Á þessum aldri vilja krakkar oft fá að reyna meira á eigin getu og prufa eitthvað nýtt. Þeim finnst gaman að klifra og skrönglast um hella, sigra fjallstoppa, vaða ár, skoða kort og plana gönguleiðir. Börn og búnaður Það getur stundum verið erfitt að átta sig á því hvort börnum er kalt, of heitt eða eru vot. Börn þola minni kulda en fullorðnir en verður aftur á móti fljótt heitt þegar þau hreyfa sig. Því er mikil­ vægt að fylgjast vel með líðan þeirra og taka ekki einungis mið af því hvern­ ig manni sjálfum líður. Það þarf líka að fylgja því eftir að þau klæði sig úr og í eftir því sem veðrið breytist með­ an á ferðinni stendur. Athugið að vatn leiðir kulda þrisvar sinnum meira en loft og því er nauðsynlegt að halda sér þurrum til þess að koma í veg fyrir að manni verði kalt. Undirföt Best er að hafa ull innst við líkamann, t.d. þunnan ullarbol og þunna ullar­ sokka. Það er líka gott að láta börn­ in nota síðar ullarbuxur þegar þau eru á ferðalagi og slíkar buxur eru t.d. fínar göngubuxur. Hægt er að fá ullar­ föt sem ekki klæjar undan og má þvo í þvottavél. Millilag Auka flís­ eða ullarpeysa í bakpokan­ um er nauðsynleg ef maður situr kyrr lengi. Að öðru leyti er betra að klæða sig í fleiri þunn lög heldur en eitt þykkt. Loft milli fatalaganna heldur hita og það er miklu auðveldara að stjórna lík­ amshitanum með því að geta farið úr og í mismunandi flíkur. Ytri föt Vind­ og vatnsþétt föt, regngalli eða kuldagalli, gjarnan með hettu, eiga alltaf að vera með í för. Þetta gildir bæði vetur sem sumar. Mjög þykkir og hlýir gallar henta hins vegar oft illa, bæði til göngu og skíðaiðkunar. Vindþéttur regnfatnaður eins og jakki og buxur eru betri og barnið getur þá stjórnað hitanum með því að bæta við eða fjarlægja þynnri lög undir jakk­ anum. Hlýir sokkar og hanskar eru nauðsynlegir ef vera á lengi úti í snjó. Fötin eiga að vera þægileg þó að þau verði blaut. Skór Hægt er að kaupa vandaða og góða gönguskó á börn. Það er þó ekki alltaf nauðsynlegt að fjárfesta í dýrum skóm. Góðir íþróttaskór, upp háir kuldaskór eða jafnvel stígvél geta vel dugað á styttri göngu, allt eftir veðri. Gott er að hafa skó til skiptanna í náttstað og inniskó ef dvalið er í skála. n ritstjorn@dv.is n Passið að börnin drekki vel á göngu. Jafnframt þarf að passa upp á að þau haldi ekki í sér pissi, því það getur leitt til þess að þeim verði kalt og fái verk í magann. n Bakpokar eru ekki vatnsheldir svo það þarf að pakka öllu sem ekki má blotna í plastpoka ofan í pokann. n Ef skór eru blautir er ágætt að fara í þurra sokka og svo í plastpoka ofan í skóna. Þetta er þó ekki lausn til lengri tíma þar sem að lokum myndast raki innan í plastpokunum. n Alltaf ætti að bæta á sig fötum í stopp- um. Líkaminn er fljótur að kólna niður þegar hann er ekki á hreyfingu. n Gott er að mæta smávægilegum hita- breytingum með húfu og vettlingum. Þessir hlutir ættu því alltaf að vera aðgengilegir í bakpokanum. n Ullarfatnaður er að jafnaði besti ferða- klæðnaðurinn enda heldur ullin einangr- unargildi sínu og er hlý þótt hún sé vot. n Bómullarfatnaður er afleitur ferðafélagi því bómullin verður bæði þung og köld þegar hún blotnar og þornar illa. n Gallabuxur eru aldrei leyfilegar á fjöllum enda beinlínis lífshættulegt að verða blautur í slíkri flík. n Skíðaútbúnaður þarf ekki að vera nýr af nálinni og hægt er að gera góð kaup á skiptimörkuðum. n Börnin eiga að vera í skíðaskóm sem eru þægilegir og það rúmir að þau komist í þá í hlýjum ullarsokkum. n Barnaskíði eiga almennt að vera breið, þ.e. ekki mjórri en hællinn á skónum, þau eiga að mjókka í miðjunni og vera mjúk til að gefa þeim betri festu í brekkunni. n Almenna reglan er að lengd skíða á að vera svipuð og hæð barnanna, en þriggja til fjögurra ára börn geta verið á styttri skíðum. Stafirnir eiga að bera við öxlina, vera með rúnnaðan odd og ólar sem hægt er að lengja/stytta. n Sólgleraugu með vörn gegn útfjólubláum geislum eru líka mikilvæg fyrir börn. Festið þau með bandi um hálsinn svo þau týnist ekki. n Gott er að hafa sólarkrem með hárri vörn meðferðis, bæði í vetrar- og sumarferðum og líka í skýjuðu veðri á fjöllum, því þá er ekki síður mikilvægt að bera vel á nef og kinnar. n Í miklum kulda á veturna er nauðsynlegt að bera feitt krem, t.d. sérstakt kuldakrem, á kinnarnar. n Ef barnið á að bera bakpoka þá ætti hann að vera mjög léttur, helst bara með nesti barnsins eða aukapeysu, húfu og vettlinga. Barn undir átta ára aldri ætti aldrei að bera meira en sem nemur 1/10 af þyngd þess. n Það getur verið ágætt að láta eldri börn hafa einn göngustaf og stilla hann rétt fyrir þeirra hæð. Stafir gera hins vegar minna gagn hjá yngri börnum og vilja oftast bara flækjast fyrir fótunum á þeim. n Ungum börnum finnst oft gaman að ganga með einhvers konar létt stafprik, t.d. úr bambus, trjágrein eða jafnvel bara flugeldaprik sem þau geta notað til að pota í það sem á vegi verður. Sögustund Magnús Jónsson sagnameistari segir börnum sögur. Börn á göngu Börn þurfa lengri tíma til göngu en fullorðnir og þola kulda verr. Hafið það ávallt í huga svo þau hafi gaman að útiverunni. Leyfið þeim að taka með vini og njóta samverunnar við þá. Ferðareglur barnanna n Öll börn geta farið í ferðalag n Við viljum gjarnan hafa vin okkar með n Við viljum taka þátt í að skipuleggja ferðina n Okkur langar til þess að ganga á undan og ákveða hraðann n Við viljum hafa tíma til þess að leika og upplifa spennandi hluti n Við viljum hafa tíma til að tala um það sem fyrir augu ber n Við viljum fá eitthvað gott þegar takmarkinu er náð n Við viljum hafa það notalegt á kvöldin þegar við erum að gista n Við viljum ekki vera frosin úr kulda, blaut eða smeyk Ull en ekki bómull Bómullarfatnaður er afleitur ferðafélagi því bómullin verður bæði þung og köld þegar hún blotnar og þornar illa. Góð ráð fyrir börn á ferð Dekkverk WWW.DEKKVERK.IS578 7474 OPIÐ ALLA DAGA frá 10–19 // ÓDýr ný Dekk // LYnGáS 20, GArÐABÆ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.