Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 32
Páskablað 15.–22. apríl 201432 Umræða Áhættuferða- mennskan á Íslandi Á langri ævi lifir fólk mörg furðufyrirbæri. Mér er minnisstætt þegar stofnað var til óvanalegs ríkisstjórn- arsamstarfs fyrir nokkrum áratugum, ríkisstjórnar brots úr Sjálfstæðisflokknum með Fram- sókn og Alþýðubandalagi. Þá tókst meðal annars að setja Íslandsmet í verðbólgu, sem seint verður sleg- ið. Verðbólgan sló þá yfir 100% með tilheyrandi afleiðingum, en þá var heitið „forsendubrestur“ enn ekki orðið til yfir slíkar hamfarir, enda engum bætt tjónið. Slíkt heiti á verðbólguskoti varð ekki til fyrr en löngu síðar og þá um miklu lægri verðbólgu. Það voru víst þeir Framsóknarfrostarnir, sem endurskírðu verðbólguskotin og nefndu þau „forsendubrest“. Það heiti lætur betur í eyrum. Fram- vegis mun þjóðin sum sé upplifa „forsendubresti“ með svo sem eins og 5-6 ára millibili í ljósi reynslunnar. Vegna fordæmisins nú verðum við þá að senda langömmubörnum okkar reikninginn til þess að greiða bætur fyrir „forsendubrestina“ þar sem gjaldþol núverandi kynslóða, barna okkar og barnabarna verður þá fyrir löngu þrotið. Átak í nýsköpun Meðal atburða, sem þetta óvana- lega ríkisstjórnarsamstarf kom á laggirnar, var að stofna til sérstaks átakshóps til þess að gera tillögur um nýbreytni í atvinnusókn, eink- um og sér í lagi í ferðaþjónustu við útlendinga. Slíkur átakshópur er ekki nýmæli – slíkt hefur verið gert aftur og ítrekað og verður gert æ og aftur eins lengi og landið lifir. Nýmælin voru tillögur átakshópsins sem eru ótví- rætt meðal þess allra merkasta sem ferðaþjónustunefndir hafa skilað í þessu efni; e.t.v. að frádreginni niður- stöðu nefndarinnar sem skilaði fjár- veitinganefnd undir forystu undirrit- aðs álitsgerð um uppbyggingu Bláa lónsins og komst að þeirri niðurstöðu eftir ítarlega skoðun á sambærileg- um heilsulindum í Mið- Evrópu að til þess að slíkt fyrirbæri gæfist vel þyrfti slíkur rekstur nánast án undantekn- inga að vera í tengslum við spilavíti og „hitt“. Ég læt lesendum um að geta sér til um hvað þetta „hitt“ var að áliti nefndarmanna en læt þess getið svona í „forbifarten“ að þar var ekki gert ráð fyrir jafnrétti kynj- anna í mönnun sérhæfðs starfsfólks. Þessar athyglisverðu umsagnir og ábendingar náðu nú aldrei lengra en inn á borðið hjá fjárveitinganefnd. Þrátt fyrir strandið þar tókst Blátt lón – án spilavítis og „hins“. Krókódílar og áhætta En að efninu. Tillögur um nýsköpun í ferðaþjónustu, sem mótaðar voru af hinum sérstaka átakshópi hinn- ar óhefðbundnu ríkisstjórnar, sem stýrði landinu í þrjú heil ár, voru m.a. á þá leið, að í Þingeyjarsýslum ættu menn að hefja krókódílarækt. Lifandi krókódílar myndu efalaust draga að sér grúa erlendra ferðamanna auk þess sem mörgum útlendingum þætti kjötið af þeim gómsætt, svona á meðan væri verið að venja þá við að éta íslenskt lambakjöt, - þ.e.a.s. ferðamennina, ekki krókódílana. Þar að auki var lagt til að skipulagðar yrðu sérstakar áhættu- ferðir fyrir ríka útlendinga. Í áhættu- ferðunum ætti að skipuleggja uppá- komur, sem virtust vera óundirbúnar, svo sem eins og að springa myndi á rútunni uppi á fjöllum en varadekk hefði gleymst, bílstjórinn yrði fullur, leiðsögumaðurinn myndi villast og rútan yrði föst í miðju fljóti. Björg- unarsveitir kæmu skyndilega aðvíf- andi með útbúnað til þess að bjarga úr bráðri lífshættu og þar fram eftir götunum. Væru þessar tillögur upp- færðar til nútímans myndu líklega þarna hafa fundist tillögur eins og að hryðjuverkamenn al-Kaída tækju far- þega í gíslingu og Magnús Scheving ryddist fram á saklausa útlendinga á ferð um Kjalveg sem Skugga-Sveinn – nú eða í líki sjálfrar fuglaflensu- veirunnar. Nefndarmenn voru inni- lega sammála um að slíkt átak, svona áhættuferðamennska, myndi verða feikivinsæl meðal útlendinga; eink- um meðal ríkra útlendinga. Með bravör Nú sé ég ekki betur en að markvisst sé verið að innleiða slíka áhættuferða- mennsku í ferðaþjónustuna á Íslandi. Farið er með ferðamenn til dæmis að Gullfossi og Geysi og þeim vísað út á samfelldan og langan svellgljáa þar sem vísasti vegurinn er að fólk brjóti á sér hausinn – eða a.m.k. einhverja útlimi. Hvar annars staðar geta ríkir útlendingar fengið slíka spennutilf- inningu, slíka ævin týrakennd. Geta meira að segja fengið að horfa al- veg ókeypis á aðra útlendinga detta! Hvað er meira spennandi en að fá að sjá aðra fara á hausinn. Sjá ann- að fólk fljúga á hausinn með lima- burði eins og beljur á svelli! Stórkost- legt! Nú eða hvernig boðið er upp á áhættu samfara því að gera í buxurn- ar. Annað hvort að gera þarfir sínar á bak við næstu þúfu, reyna að halda í sér – nú eða láta bara vaða í buxurn- ar? Hvar í víðri veröld gefst kostur á annari eina áhættuferðamennsku og á Íslandi? Loksins, loksins er oss að takast að framkvæma tillögurnar í hinu sér- staka ferðamálaátaki, sem nefnd á vegum óhefðbundnustu ríkisstjórn- ar Íslandssögunnar stofnaði til fyrir nokkrum áratugum. Seint og um síð- ir – en með „bravör“. Og samt hvorki til á Íslandi spilavíti né „hitt“. Bara svona áhættuferðamennska grunn- þarfa líkamans. Að selja þjónustu – með ábata Gjaldtakan fyrir að fá að skoða ríkis- eignina á hverasvæðinu á Geysi held- ur áfram þrátt fyrir að gjald sé hvorki tekið fyrir veitta þjónustu – sem engin er – né innheimt af eigendum. Eigendur eru í vanda staddir því Ög- mundur vill ekki borga. Sérfræðinga- hópurinn, sem ég vitnaði til hér áðan, hefði orðið fljótur að leysa úr þeim vanda. Hvaða þjónustuvandi er bagalegastur fyrir erlenda ferðalanga á áætlunarbílum um ferð milli glæsi- valla náttúrunnar á Íslandi? Örugg- lega skortur á salernisaðstöðu. Þar er hún mest, áhættuferðamennskan. Hvers vegna hugkvæmist jarð- eigendunum við Geysi, sem rukka ferðamenn fyrir enga þjónustu, ekki það einfalda ráð að láta landrukkar- ana t.d. afhenda salernispappír gegn gjaldinu? Slíkt er þjónusta sem myndi draga ákaflega úr áhættuferðamennskunni á Íslandi því fáum erlendum ferða- mönnum kemur í hug að hafa slíkan pappír með sér í langferðunum um náttúruparadísina Ísland. A.m.k. gæti Ögmundur ekki mikið sagt ef hann fengi svo sem eins og eina eða tvær salernispappírsrúllur fyrir skoðunar- gjöldin á Geysi. Þarna yrði sem sé boðin þjónusta fyrir greitt gjald – þó dýr yrði pappírinn fyrir 600 krónur. n Ævintýrakennd „Farið er með ferðamenn til dæmis að Gullfossi og Geysi og þeim vísað út á samfelldan og langan svellgljáa þar sem vísasti vegurinn er að fólk brjóti á sér hausinn – eða a.m.k. einhverja útlimi.“ Mynd RögnvAlduR MÁR „Framvegis mun þjóð- in sum sé upplifa „forsendubresti“ með svo sem eins og 5–6 ára millibili í ljósi reynslunnar. Sighvatur Björgvinsson Fyrrverandi ráðherra Kjallari JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 www.arctictrucks.is Hljóðlát og endingargóð jeppadekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.