Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 56
Páskablað 15.–22. apríl 201456 Skrýtið Sakamál S hepherds's Bush-morðin 12. ágúst, 1966, áttu sér reynd- ar stað í East Acton í vestur- hluta Lundúna, skammt frá Wormwood Scrubs-fangels- inu, en fjölmiðlar þess tíma nefndu ávallt Shepherd's Bush sem vettvang morðanna. Blár, dældaður bíll vekur athygli Klukkan korter yfir þrjú síðdegis þennan örlagaríka dag, í Braybrook- stræti, ráku þrír óeinkennisklæddir lögreglumenn á eftirlitsferð augun í bláan, dældaðan Standard Vangu- ard-bíl með skráningarnúmerið PGT-726. Það sem vakti athygli lög- reglumannanna var að hvergi var að sjá „tax disc“, sérstakan hringlaga miða sem sýna á að bifreiðagjöld hafi verið greidd fyrir viðkomandi bifreið. Þrír á móti þremur Lögreglumennirnir sem um ræð- ir voru Christopher Head, 30 ára, David Wombwell, 25 ára, og und- ir stýri var Geoffrey Fox, 41 árs. Í bláa, dældaða bílnum voru einnig þrír menn, en af allt öðrum toga; glæpamennirnir John Witney, John Duddy og Harry Roberts, en um það höfðu lögreglumennirnir enga hug- mynd þegar þeir gengu að Standard Vanguard-bílnum með einhverjar spurningar í huga. Og eftir var einn Það voru þeir Christopher og David sem röltu að bílnum og spurðu John Witney út í tax-diskinn sem vant- aði og sáu í sömu andrá að bíll- inn var óskoðaður og ótryggður. Þegar Christopher Head gekk yfir að vinstri hlið bifreiðarinnar greip Harry Roberts, sem sat í far- þegasætinu frammi í, 9 millimetra Luger-skammbyssu og skaut Dav- id Wombwell í vinstra augað og lést David samstundis. Christopher sá sitt óvænna og hljóp að bíl sínum en Harry elti hann og skaut hann í höfuðið. Eftir var Geoffrey sem sat enn undir stýri bif- reiðar lögreglumannanna. Geoffrey Fox felldur John Duddy, sem sat í aftursætinu, lét ekki sitt eftir liggja, stökk út úr bílnum vopnaður .38 Colt-skamm- byssu og lét kúlunum rigna yfir bif- reið lögreglumannanna með þeim afleiðingum að allar rúður brotnuðu. Geoffrey Fox reyndi í örvæntingu sinni að komast undan, en Duddy skaut hann í höfuðið. Deyjandi steig Geoffrey á inngjöfina með þeim af- leiðingum að hann ók yfir líkama Christophers Head, sem var í dauða- teygjunum. Tveir gripnir strax Þó nokkur vitni urðu að morðunum og John Witney og John Duddy voru handteknir innan skamms, en Harry Roberts tókst að komast undan og segir sagan að hann hafi notið þess sem hann hafði lært fyrrum í breska hernum. Harry tókst að forðast arm laganna í þrjá mánuði, en var að lokum hand- tekinn 15. nóvember í Hertfordskíri. Réttarhöld yfir þremenningun- um hófust 5. desember og urðu lyktir þeirra þær að allir voru sakfelldir og fengu lífstíðardóm og skyldu afplána 30 ár hið minnsta. John Duddy yfirgaf jarðlífið í Parkhurst-fangelsinu árið 1981. John Witney var sleppt árið 1991, og var barinn til bana í ágúst 1999. Harry Roberts er enn á bak við lás og slá. n Shepherd's Bush-morðin n Grunlausir lögreglumenn féllu fyrir hendi forhertra glæpamanna Fórnarlömb forhertra glæpamanna F.v. Christopher Head, David Wombwell og Geoffrey Fox. Af vettvangi Hér voru lög- reglumennirnir þrír myrtir. „Deyjandi steig Geoffrey á inngjöf- ina með þeim afleiðing- um að hann ók yfir lík- ama Christophers Head. Flest morð í Hondúras Morðtíðni er hvergi hærri en í Mið-Ameríkuríkinu Hondúras, samkvæmt niðurstöðum skýrslu sem fíkniefna- og afbrotamála- skrifstofa Sameinuðu þjóðanna birti í síðustu viku. Árið 2012 voru 90,4 morð framin í landinu fyrir hverja hundrað þúsund íbúa. Þetta sama ár voru 437 þúsund manns myrtir, samkvæmt skýrsl- unni. Hondúras var einnig á toppi síðasta lista sem náði yfir árið 2011. Í skýrslunni er einnig tíundað hvaða vopn voru al- gengust í umræddum morðmál- um. Í ljós kom að skotvopn voru notuð í 41 prósenti tilvika og beitt áhöld, til dæmis hnífar, í 24 pró- sentum tilvika. Frá sjötta áratug liðinnar aldar hefur morðtíðni í löndum Mið- og Suður-Ameríku verið fimm til átta sinnum hærri en að meðal- tali í ríkjum Evrópu og Asíu. Hér að neðan má sjá þau lönd þar sem hlutfallsega flest morð voru framin árið 2012. Talan fyrir aftan nafn landsins er fjöldi myrtra á hverja hundrað þúsund íbúa. 1) Hondúras – 90,4 2) Venesúela – 53,7 3) Belís – 44,7 4) El Salvador – 41,2 5) Gvatemala – 39,9 6) Jamaíka 39,3 7) Svasíland – 33,8 8) Sankti Kristófer og Nevis – 33,6 9) Suður-Afríka 31,0 10) Kólumbía 30,8 Játaði á sig 40 morð Bandaríkjamaðurinn José Manu- el Martínez, sem er af mexíkósku bergi brotinn, hélt til Kaliforníu frá Alabama í marsmánuði til að heimsækja ættingja sína. Það sem átti að verða róleg fjölskyldu- heimsókn endaði með hörmung- um þegar Martínez skaut tveimur skotum í höfuð kunningja síns sem hafði móðgað dóttur hans. Margt athyglisvert kom fram við yfirheyrslur yfir Martínez, einna helst það að morðið á kunningjanum var langt í frá fyrsta morðið sem hann hafði á samviskunni. Hann játaði við yfir heyrslur að hafa myrt 30 til 40 manns í starfi sínu sem leig- umorðingi fyrir mexíkósk fíkni- efnagengi. Hann hefur nú verið ákærður fyrir níu sík morð í Kali- forníuríki sem hann er sagður hafa framið á árunum 1980 til 2011. Þá er hann grunaður um morð í Flórída og fleiri morð í Alabama. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt dauðarefs- ingu yfir höfði sér. PáskaoPnun á Hverfisgötu skírdagur: Opið frá kl. 17.00 - 22.00 föstudaginn langa: Opið frá kl. 17.00 - 22.00 Laugardaginn: Opið frá kl. 11.30 - 23.00 Páskadagur: Lokað annar í páskum: Opið frá kl. 17.00 - 22.00 ATHUGIÐ: Það er lokað á Skúlagötunni alla páskana gLeÐiLega Páska Kryddlegin HjörtuMeð hjartað á réttum stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.