Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 41
Páskablað 15.–22. apríl 2014 Fólk Viðtal 41 sig í sessi sem vörumerki heilsu barna um allan heim. Ekkert er ofsagt í þeim efnum. „Ég dáist að því fólki sem vinnur hér. Í fyrra kom út þriðja þáttaröðin um lífið í Latabæ og sú þáttaröð hef- ur nú þegar verið seld til rúmlega 120 landa, við eigum eftir að selja þá til fleiri landa, því enn er ekki hafin sýn- ing á þáttaröðinni í Suður- Ameríku – sem er eitt okkar sterkasta vígi. Og nú erum við að leggja lokahönd á fjórðu þáttaröðina. Ef við berum hana saman við fyrstu þáttaröðina sem við framleiddum, þá skilur að himinn og haf. Þróunin er ótrúleg,“ lýsir hann og útskýrir að þekkingin hafi búið til lærdómskúrfu í fyrirtækinu sem sé í veldisvexti. „Þekking starfsfólks Lata- bæjar hefur farið stigvaxandi á öllum sviðum þáttagerðarinnar. Við erum að keppa við risafyrir tæki, þau bestu í heimi og það er áhugavert hversu vel okkur tekst upp miðað við það hversu litla reynslu við Íslendingar höfðum í framleiðslu á barnaefni eða sjón- varpsefni almennt. Þeir einstaklingar sem starfað hafa hjá fyrirtækinu um árin hafa fengið þjálfun og þekk- ingu á breiðu sviði kvikmyndagerð- ar. Í sjónrænni tölvuvinnslu og hljóði, búningagerð, leikmyndagerð, tækni- töku og mörgu fleiru. Fjölmargir stigu sín fyrstu skref í þessum iðnaði á Íslandi hjá Latabæ. Margir þeirra sinna enn innlendri framleiðslu. Frá því að Latibær var fyrst settur á fót, hefur hann skap- að mörg hundruð störf á Íslandi og gegnt stóru hlutverki við þróun og efl- ingu íslensks kvikmyndaiðnaðar. Ég get nefnt CCP og True North sem far- sæl fyrirtæki sem eiga rætur að rekja til Latabæjar.“ Nýjar græjur og brellur álfsins Margt kemur á óvart í nýju þáttaröð- unum að sögn Magnúsar. Fyrirtækið fór í samstarf við Iron Head Studio í Los Angeles fyrir tökur á þáttaröð þrjú til að uppfæra búning íþrótta- álfsins. Þetta sama fyrirtæki hannaði Magnús kveður álfinn„Það varð allt brjálað „Skilnaður er erfiður og hann er sár Lítill íþróttaálfur Magnús segist halda að hann hafi verið lesblindur þegar hann var lítill og kom hann sér upp sérstakri aðferð til að koma sér í gegnum námsbækurnar. Hann hljóp tugi kílómetra á dag með skeyti sem lítill drengur og var sannkallaður lítill íþróttaálfur í íslenskri sveit. einmitt búninga fyrir stórmyndir á borð við Batman Returns, Spiderman, Wolwerine, X-Men og fleiri. Í nýju þáttaröðunum er íþróttaálfurinn því vel útbúinn, með sérstakan bakpoka sem lumar á ýmsu gagnlegu fyrir hetju með enga ofurkrafta. „Íþróttaálfurinn er engum ofur- kostum búinn öðrum en viljanum til góðs lífs. Hann fær styrk sinn með því að borða hollustufæðu og því að hreyfa sig. Í bakpokanum góða geymir hann ýmis þarfaþing, svo sem snjall- ar flaugar, sem hann getur ferðast um á íþróttamót, og tennisspaða til að hjálpa öðrum úr vandræðum og auð- vitað íþróttanammi. Þá er hann núna með útbúnað á úlnliðunum sem skýtur út gagnlegum græjum. Margt fleira er nýtt í þáttunum, þar reynir á nýja stjörnu í hlutverki Sollu stirðu, hana Chloe Lang, frábæra stúlku frá New York sem stendur sig frábærlega. Solla úr fyrstu tveim- ur þáttaröðunum var orðin 23 ára og eltist úr hlutverkinu. Máni Svavars- son gerði 26 ný lög fyrir seríu þrjú og fjögur sem Chloe syngur mörg hver. Í fjórðu seríu, sem við erum að ljúka við núna, eru að mínu mati þeir allra bestu þættir sem við höfum gert. Þeir fara í sjónvarp í haust. Það er líka skemmtilegt að segja frá því að fjölmargir íslenskir leikarar fara með hlutverk í þáttunum.“ Allt unnið innanhúss Magnús segir frá nokkuð merki- legri staðreynd. Nánast öll sú starf- semi sem fram fer í Latabæ er unnin innan húss í þessu gráa bárujárnshúsi í Garðabæ. Latibær framleiðir ekki bara sjónvarpsefni, heldur fjölmargt annað. Leiksýningar, bækur, tónlist og þá tekur Magnús virkan þátt í heilsu- átaki ríkisstjórna um allan heim. „Við vorum til að mynda að nota Turner Special Effects í Atlanta en við sáum hag í því að færa þetta frekar til Íslands þar sem við settum saman teymi af Íslendingum sem er eitt flottasta teymi sem ég hef séð á Ís- landi. Það er mjög sjaldgæft í fram- leiðslu almennt að allt sé unnið í sama húsinu. Frá hugmynd að full- búinni vöru. Ég hef ekki séð það neins staðar og þekki engin dæmi þess.“ Iðnaður sem á undir högg að sækja Hann nefnir að því miður eigi kvik- mynda- og sjónvarpsgerð í landinu undir högg að sækja. Ríkisstjórn sjái ekki tækifærin sem kvikmynda- gerðarfólk hefur lagt þrotlausa vinnu í að hlúa að svo þau skili margföldum arði til landsins. Hann þekkir skilningsleysið á eig- in skinni. „Í þessi tuttugu ár sem við höfum starfað þá höfum reiknað okkur til að um 11 milljarðar króna hafi kom- ið í hagkerfið vegna framleiðslu þátt- anna. Þar af, hafa 4,5 milljarðar kom- ið inn síðast liðin 2,5 ár – eða eftir að við fórum í framleiðslu á seríu 3 og 4. Mér hefur verið tjáð að það sé stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi eftir að höftin voru sett á. Mér finnst gjörsamlega óskiljan- leg afstaða stjórnvalda að skera niður framlög til kvikmyndaiðnaðar þegar það hefur verið sýnt fram á með ótví- ræðum rannsóknum að skapandi greinar skila margfalt til baka því sem ríkið leggur iðnaðinum til. Það eru auðvitað aðilar sem hafa reynst okk- ur vel eins og embætti forseta Íslands og iðnaðarráðuneytið sem hefur oft sýnt iðnaðinum skilning. En betur má ef duga skal. Við stöndumst ekki samkeppni þrátt fyrir að vilja vera fremst ef ríkið styður ekki betur við okkur. Það er útilokað. Ég hef oftar mætt lokuðum dyrum en opnum þegar kemur að íslensk- um stjórnvöldum. Hér þarf að verða vitundarvakning. Við erum ekki bara álver. Við erum ekki þriðja heims iðnaðarríki og við eigum ekki bara að horfa á láglaunastörf í ferðamennsku. Sköpum störf sem ganga ekki á auð- lindir landsins heldur búum til nýjan auð sem er hugvit.“ Þátttaka stjórnvalda nauðsynleg „Það má hækka endurgreiðslurnar og virkja stjórnvöld til meiri þátttöku. Í dag er endurgreiðslan 20% en við erum að sjá hana hækka í löndunum í kringum okkur. Þannig hefur Bret- land nýlega hækkað hana upp í 25%. Ríkisstjórn Nýja-Sjálands flaug til Hollywood til viðræðna við fram- leiðendur Hringadróttinssögu vegna fyrir ætlana um að hætta við tökur þar. Þar sáu menn mikilvægið. Mér finnst stjórnvöld oft vera of skammsýn. Í þessu samhengi dettur mér í hug að fjárfestar taka oft áhættu með frumkvöðlafyrirtæki. Það er oft talað um að íslenskir fjárfestir séu drifnir af græðgi, það er alls ekki alltaf þannig. Margir fjárfestar á Íslandi hafa sýnt frumkvöðlafyrirtækjum skilning. Þannig hafa íslenskir fjárfestar stund- um tapað miklum peningum með því að leggja til fjárfestingu í áhættusam- an iðnað sem þrátt fyrir allt stuðlar að uppbyggingu í samfélaginu. Það hafa fjárfestar tapað pening á Latabæ til dæmis. Jón Ásgeir er meðal þeirra, hann lagði til fé í Latabæ í byrjun. Þá var hann rétt að byrja í viðskiptum en trúði á mig og án hans hefði Latibær ekki orðið til.“ Opnar skemmtigarða víða um heim Magnúsi gefst meiri tími en áður til að gaumgæfa málin. Nú þegar hann hef- ur lokið tökum á sinni síðustu seríu í hlutverki íþróttaálfsins horfir hann til framtíðar. „Latibær er eins og áður sagði vett- vangur fyrir miklu fjölbreyttari fram- leiðslu en á sjónvarpsþáttum og þess vegna er eðlilegt að starfsemin breyt- ist nú þegar við höfum framleitt um 100 þætti. Það er ávinningur í þeirri framleiðslu. Við höfum til dæmis ekki sinnt stafrænni framleiðslu á borð við öpp sem hvetja til heilsu og holls mataræðis. Við vinnum að undir- búningi á slíku efni, þar sem börn fá markvissa hvatningu á hverjum degi frá íþróttaálfinum. Þá stefnum við á að opna skemmtigarða með áherslu á hreyfingu víða um heim. Stefnt er að opnun á næsta ári í City of Arabia, aðrir munu rísa í Katar og Kasakstan og á fleiri stöðum. Við vinnum náið með Turner-samsteypunni í þessum málum. Latabæjarhluti skemmtigarðanna er hugsaður fyrir yngstu börnin. Ég tel skort á slíkri afþreyingu fyrir börn og Latibær mun taka þátt í þeim víða um heim.“ Ný íslensk leiksýning „Svo erum við líka að hugsa um að gera leiksýningar að stærri viðburð- um. Ég er sérstaklega spenntur fyrir nýrri íslenskri leiksýningu sem verð- ur frumsýnd í haust í tilefni afmælis- ársins í Þjóðleikhúsinu. Það eru liðin ansi mörg ár síðan við vorum síðast með leiksýningu á Íslandi og kominn tími til að ný kynslóð fái að njóta. Þetta er frumsamið íslenskt verk eftir mig og Ólaf Þorvaldz sem hefur starfað sem handritshöfundur í Lata- bæ. Við Íslendingar eigum Latabæ eins og Danir eiga Lego og Legoland.“ Handleggsbrotinn á handahlaupum Það er athyglisvert í því samhengi að rifja upp að Magnús hefur sett upp tvær leiksýningar á Íslandi sem báð- ar gengu fyrir fullu húsi. Í fyrsta sinn sem hann vildi setja upp verk fékk hann ekki einu sinni inni í stóru leik- húsunum. Hann gafst ekki upp og sýndi verkið í Loftkastalanum þar sem það sló algerlega í gegn og fékk fleiri gesti en til að mynda Borgar- leikhúsið allt leikárið. Leikstjórinn var Baltasar Kormákur og í verkinu lék Selma Björnsdóttir Sollu Stirðu og Magnús íþróttaálfinn. Þá var fall fararheill því hann handleggsbraut sig á æfingu nokkrum mínútum fyrir frumsýningu verksins og fór í gegnum leiksýninguna á hörkunni. „Mér tókst að brjóta á mér hand- legginn rétt fyrir frumsýningu og þurfti að rjúka á slysadeildina á með- an gestir komu sér fyrir í salnum. Þangað mætti ég í hálfu gervi, var með hattinn á hausnum og bjöll- una dinglandi. Með rautt í kinnum og gerviskegg. Ég var í röntgen-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.