Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 4
Páskablað 15.–22. apríl 20144 Fréttir Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121 Algjört orku- og næringarskot „ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“ Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar TREYSTI Á LIFESTREAM BÆTIEFNIN! Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin. 365 hefur brugðið fæti fyrir Stórveldið F jölmiðlafyrirtækið 365 hefur ítrekað reynt að bregða fæti fyrir sjónvarps- og fram- leiðslufyrirtækið Stórveldið á liðnum mánuðum. Þetta herma heimildir DV. Segja má að nánast hafi ríkt stríðsástand á milli fyrirtækjanna og herma heimildir DV að 365 hafi meðal annars haft samband við forsvarsmenn fyrir- tækja sem auglýst hafa á sjónvarps- stöðvum Stórveldisins, Bravó og Miklagarði, auk þess sem 365 gerði sína eigin skoðanakönnun á áhorfi á stöðvunum tveimur og sendi niður- stöðuna svo til auglýsenda. Stjórnendur 365 virðast því líta samkeppnina frá Stórveldinu alvar- legum augum. Þetta er raunar í samræmi við orð sem Ari Edwald, forstjóri 365, lét falla í viðtali við DV í febrúar síðastliðinn þar sem hann var spurður út í harðnandi samkeppni á fjölmiðlamarkaði: „Við höfum hins vegar brugðist við þessari samkeppni af fullri hörku. Það er ekkert annað við þessu að gera en að reyna bara að vera betri. Samkeppnin á fjölmiðlamarkaði á Íslandi í dag er alþjóðleg, yfirvöld þurfa að gera sér grein fyrir því. Fjölmiðlamarkaðurinn hefur gjör- breyst af því internetið hefur engin landamæri. Það gengur ekkert að greina fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi þannig að það séu bara RÚV, Stöð 2 og Skjárinn á staðnum.“ Í samtali við DV vill Sigmar Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri og einn af eigendum Stórveldisins, ekki tjá sig um þessa erfiðleika sem komið hafa upp á milli fjölmiðla- fyrirtækjanna tveggja. Baráttan um bílinn Ljóst er að 365 hefur alls ekki tekið samkeppninni frá Stórveldinu þegj- andi. Eitt hið fyrsta sem spurðist út varðandi aðgerðir 365 til að bregðast við samkeppninni var að fjölmiðla- fyrirtækið ætlaði sér að setja aukið púður í sjónvarpsstöðina Popp Tíví en Ari Edwald gekkst við því í viðtali við DV að þetta hefði verið gert til að bregðast við samkeppni. Þá hefur DV heimildir fyrir því að 365 hafi tekið ákvörðun um að leigja útsendingarbíl í eigu einka- aðila sem Stórveldið hafði haft á leigu og gert langtímasamning við eiganda hans. Þetta var gert á með- an Stórveldið var að undirbúa opn- un sjónvarpsstöðva fyrirtækisins og olli þessi aðgerð töfum á opnun stöðva fyrirtækisins. Sú staðreynd að 365 tók ákvörðun um að leigja bílinn kom sér því illa fyrir Stór- veldið á þeim tíma. Athygli vekur að 365 hafði ekki haft mikinn áhuga á að leigja bílinn áður en Stórveldið leigði hann af eigandanum. DV hef- ur heimildir fyrir því að 365 hafi látið bílinn standa ónotaðan í nokkurn tíma eftir að hann var leigður. Stór- veldið fann svo aðrar lausnir á sín- um tæknimálum. Sendu út áhorfstölur Stórveldisins Í lok mars síðastliðinn sendi 365 svo niðurstöður úr eigin könnun á áhorfi á miðla Stórveldisins út til auglýsenda. Starfsmaðurinn sem sendi niðurstöður könnunarinnar var Sverrir Agnarsson sem sér um slíkar markaðsrannsóknir hjá fjöl- miðlasamsteypunni. Í tölvupóstinum til auglýsend- anna sagði Sverrir meðal annars: „Við könnuðum einnig áhorf á nýju stöðvarnar, Bravó og Miklagarð, og spurðum um hvort svarandi hefði horft á viðkomandi stöð undanliðna 7 daga og þeir sem svöruðu já fengu spurningar í kjölfarið um hversu oft í vikunni þeir höfðu horft og hvernig þeim líkaði stöðin á skalanum 1–10. Við spurðum líka sérstaklega um þátt Péturs Jóhanns á Bravó.“ Ekki er hægt að fullyrða um til- gang 365 með því að senda aug- lýsendunum niðurstöður þessarar könnunar en ætla má að það hafi verið til að benda þeim á að áhorf á miðla stöðvarinnar hafi ekki verið svo mikið, á milli 10 og 19 prósent. Þá sagði í tölvupósti Sverris að þeir sem hefðu horft á þátt Péturs Jó- hanns á Bravó gæfu honum aðeins 6,8 í meðaleinkunn og áhorfendur Miklagarðs gáfu stöðinni aðeins 5,4 í meðaleinkunn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fram koma upplýsingar sem benda til þess að 365 reyni að koma höggi á samkeppnisaðila sína. Á árunum 2010 til 2012 kom til dæmis fram að Samkeppniseftirlitið hefði haft til skoðunar kvartanir útgáfufélags Fréttatímans vegna meintra hót- ana í garð auglýsenda þess blaðs. Þá kvartaði Myllusetur, útgáfu- félag Viðskiptablaðsins, einnig til Samkeppniseftirlitsins vegna meintrar misnotkunar 365 á mark- aðsráðandi stöðu sinni. n Aukin samkeppni á sjónvarpsmarkaði leiðir af sér stríðsástand milli 365 og Stórveldisins Stríðið á milli fjölmiðla 365 hefur brugðist við aukinni samkeppni frá Stórveldi Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar með margs konar hætti. Mynd dv/ gúndi ingi Freyr vilhjálmsson ingi@dv.is Barist um bíl Eitt af atriðunum sem er nefnt sem dæmi um stappið á milli 365 og Stórveldisins er að fyrrnefnda fyrirtækið hafi leigt útsendingarbíl sem Stórveldið hafði haft á leigu. Ari Edwald er forstjóri 365. Mynd Sigurjón ragnar „Við höfum hins vegar brugðist við þessari samkeppni af fullri hörku. Rætt um óánægju innan Isavia Viðskiptablaðið greindi frá því fyrr í mánuðinum að samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Isavia lét gera um ánægju starfs- manna væru 43% ánægð í starfi. Niðurstöðurnar voru kynntar starfsmönnum munnlega, en alls starfa 650 manns hjá fyrirtækinu. Þessi óánægja hefur nú komið til tals í kjaraviðræðum flugmála- starfsmanna. „Við eigum auðvitað fyrst og fremst að ræða krónur og aura en þegar menn geta ekki talað við fyrirtækið á milli þess sem kjara- samningar eru lausir, þá auðvitað ratar þetta inn í viðræðurnar,“ seg- ir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkis- ins. „Ekki stendur á okkar vilja til samningaviðræðna, við erum full samstarfsvilja að gera fyrirtækið að góðu fyrirtæki. Til að gæta sann- girni þá er margt sem starfsfólk er ánægt með. Fyrirtækið stendur sig vel að mörgu leyti, laun skila sér á réttum tíma, það heldur flottar árs- hátíðir fyrir sitt fólk og gefur flottar jólagjafir. Það má margt gott segja, en það er bara ýmislegt annað sem er alls ekki jafn gott. Þar er sóknar- færi, að reyna að laga það,“ segir Kristján, sem segir vandamálin aðallega snúa að samskiptaörð- ugleikum innan fyrirtækisins, þá sérstaklega á milli yfirmanna og al- mennra starfsmanna. Frá Isavia fengust þær upp- lýsingar um könnunina að af 519 svörum hefðu 74% sagst vera ánægð í sínu starfi, á heildina litið. Ekki fengust þó upplýsingar um ánægju með samband við yfir- menn eða svör við öðrum spurn- ingum, þar sem skýrslan var aðeins hugsuð til „innanhúsnotkunar.“ Í flugturninum í Keflavík ákvað margreyndur flugumferðarstjóri að hætta sem varðstjóri, en slíkt hefur aldrei gerst áður. Hann starfar þó áfram í turninum sem almennur flugumferðarstjóri og segir í samtali við DV að hann hafi sagt af sér til að forðast samskipti við yfirmenn sína. Í raun geta flug- umferðarstjórar hér á landi, og fjöldi annarra starfsmanna í flug- tengdum störfum, ekki unnið fyrir annað fyrirtæki en Isavia nema skipt sé um starfsvettvang. Því er erfitt að gagnrýna yfirmenn og stjórnendur fyrirtækisins án þess að eiga það á hættu að gera starfs- umhverfið enn verra. Lítil aðkoma í lekamáli Aðkoma sérstaks saksóknara að rannsókn lekamálsins minni en útlit var fyrir H eimildir DV herma að aðkoma sérstaks saksóknara að rann- sókn lekamáls innanríkis- ráðuneytisins sé mun minni en útlit var fyrir í upphafi. DV greindi frá því þann 21. febrúar að embætti sérstaks sak- sóknara myndi koma að tæknilegri hlið rannsóknarinnar. Samkvæmt heimildum innan úr lögreglunni var embættið fengið til þess að sinna þessum hluta rannsóknarinn- ar meðal annars vegna fjölskyldu- tengsla Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við Theódór Kristjánsson, yfirmann tölvurann- sóknardeildar, sem er bróðir hennar. Lögreglumenn sem DV ræddi við í febrúar sögðu óþægilega stöðu komna upp vegna rannsóknarinnar. Bentu þeir meðal annars á þessi fjöl- skyldutengsl ráðherrans. Fregnir um aðkomu sérstaks saksóknara lægðu þessar óánægjuraddir. Eins og fyrr segir virðist nú sem sú aðkoma hafi verið í mýflugumynd. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stýrir rann- sókninni en hún hófst að undirlagi ríkissaksóknara. Hvorki lögregla né ríkissaksóknari vilja veita svör um gang rannsóknarinnar en heimild- ir DV innan lögreglunnar herma að niðurstöðu sé að vænta á næstu vikum. Málið snýst um minnisblað inn- anríkisráðuneytisins sem innihélt viðkvæmar persónuupplýsingar um hælisleitendur frá Nígeríu og end- aði í höndum fjölmiðla. Eins og DV hefur greint frá höfðu einungis ör- fáir aðgang að skjalinu þegar því var lekið til fjölmiðla: starfsmennirnir sem útbjuggu það hjá skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu, Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráð- herra og aðstoðarmenn ráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhjálmsdóttir. n jonbjarki@dv.is Takmörkuð aðkoma Ólafur Þ. Hauksson er sérstakur saksóknari. Aðkoma embættis hans að rannsókn lekamálsins er afar takmörkuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.