Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 40
Páskablað 15.–22. apríl 201440 Fólk Viðtal
S
em barn hljóp hann tugi kíló-
metra á dag með símskeyti, á
námsárum sínum í Noregi
bjargaði hann skólafélögum
sínum með því að grafa þá í
fönn, sem ungur maður fór hann af
stað með hugmynd sem öllum þótti
brjáluð en er nú orðin að stórveldi.
Það kostaði blóð, svita og tár. Bók-
staflega. Fall hefur margsinnis verið
fararheill á vegferðinni. Hann gekk
handleggsbrotinn á höndum, ældi
blóði fyrir mikilvægan fund þar sem
söluvaran var heilbrigði og sleit sér
út við vinnu.
Magnús hefur að auki átt merkileg
kynni við marga af þekktustu þjóðar-
leiðtogum heims. Hann hefur gert
armbeygjur með Berlusconi, lagt
sjálfri Michelle Obama lið og verið
rænt í Kólumbíu á aðkallandi fund
með forseta landsins. Heima á Íslandi
stendur hann hins vegar oft í stappi
við stjórnvöld til þess að fá þau til að
viðurkenna verðmæti iðngreinarinn-
ar sem hann stendur í stafni fyrir.
Magnús tekur á móti blaðamanni
í stúdíói Latabæjar í Garðabæ. Það
lætur lítið yfir sér. Gráleitt kassalaga
bárujárnshús sem er ekki einu sinni
merkt Latabæ.
Þarna inni hafa hins vegar verið
framleiddir yfir 100 þættir af einu
vandaðasta barnaefni í heimi sem
seldir hafa verið til yfir 170 landa í
heiminum. Allir unnir innanhúss,
frá hugmynd að fullunninni vöru.
Verðmætið er gríðarlegt og að baki
því er þrotlaus vinna frumkvöðuls-
ins Magnúsar og þess fólks sem hann
hefur fengið til liðs við sig en magnið
sem framleitt hefur verið innan
þessara veggja samsvarar framleiðslu
26 bíómynda í fullri lengd. Latibær
hefur verið til í 20 ár. Í upphafi var
boðskapurinn festur á bók, þá leikrit
og seinna braut hann sér leið í sjón-
varpsþáttum þeim sem allir þekkja og
hafa ratað á sjónvarpsskjái á yfir 500
milljónum heimila um allan heim.
Dýrmætari en fiskur
Magnús er skjótur á fæti og skýst um
húsið á meðan hann rekur söguna
og kynnir blaðamanni hvern krók
og kima hússins. Hann hefur að
miklum hluta byggt innviði hússins
sjálfur. Reyndar virðist hann koma
að flest öllu sem við kemur rekstrin-
um, jafnvel smæstu smáatriðum.
Aðstoðarmaður hans er honum inn-
an handar, ekki er vanþörf á. Flestir
samstarfsmanna hans lýsa því að
þeir eigi fullt í fangi með að fylgja
Magnúsi eftir. Orka hans er engu lík.
Hann hlýtur að vera dýrmætari fyrir
landsframleiðsluna á Íslandi en fisk-
ur. „Hann lítur út eins og karlmaður
frá Skandinavíu sem er fastur í
líkama lífvarðar frá Ástralíu,“ sagði
blaðamaður Times dagblaðsins eftir
að hafa tekið viðtal við hann fyrir
nokkrum árum.
Hann hefur sjaldan verið í betra
formi og síðustu árin hafa reynst
honum ákaflega krefjandi.
Fyrir fyrir tæpum fjórum árum
urðu vatnaskil í rekstrinum þegar
fjölmiðlarisinn Turner festi kaup á
Latabæ. Undir Turner-samsteypuna
heyra sjónvarpsstöðvar á borð vð
CNN, TNT og Cartoon Network. Turn-
er setti það skilyrði að Magnús yrði
áfram bæði forstjóri fyrirtækisins og
í hlutverki íþróttaálfsins. Þess vegna
þurfti hann að koma sér í toppform og
leggja enn harðar að sér við rekstur-
inn. Seinna segir hann frá stórfurðu-
legum aðferðum sínum til að máta
líkamsræktina við daglega rútínu.
Hver mínúta skiptir máli
Nú er verið að leggja lokahönd á
fjórðu seríu þáttanna og annirnar
eru miklar. Það þarf að ljúka vinnslu
á þrettán nýjum þáttum fyrir páska
og það má greina í andrúmsloftinu
að hver mínúta skiptir máli. Reglu-
lega koma aðvífandi starfsmenn með
skjöl til undirritunar eða til að bera
eitthvað undir Magnús. Honum er
einkar lagið að afgreiða allt sem að
höndum ber fumlaust og án þess að
missa þráðinn.
Slökunarherbergi vekur athygli
blaðamanns, hvítir leðurstólar og hvít
tjöld. „Ég þurfti að búa mér til eitt-
hvert skjól hér á vinnustaðnum því
hér þurfti ég stundum að vinna heilu
sólarhringana samfleytt. Álagið getur
stundum verið fullmikið,“ segir hann
og er þar með rokinn aftur af stað.
„Það er nauðsynlegt að hvíla sig til að
ná áttum,“ kallar hann, því hann veit
að blaðamaður er einhvers staðar á
eftir honum og mögulega að dragast
aftur úr.
Suðupottur
Í hverjum kima fyrirtækisins er
hæfileikafólk að störfum. Bæði Ís-
lendingar og sérfræðingar utan úr
heimi. Stefán Karl Stefánsson situr í
hljóðveri og leikur eftir ískur í skóm
gamallar konu. Hann gerir það svo
spaugilega og vel að það er ekki ann-
að hægt en að skella upp úr.
Í tölvuveri vinnur tækniteymi að
tölvuteiknuðum brellum. Blaðamað-
ur fær nasasjón af því og það er óhætt
að segja að þættirnir hafa þróast hratt,
persónur Latabæjar fara út í geim í
þeim þætti sem hann fær að sjá stutt
brot úr. Þarna eru staddir íslenskir
tæknigúrúar og erlendir sérfræðingar
sem leggja krafta sína saman.
Þannig er andrúmsloftið í Lata-
bæ, suðupottur af hugmyndum og
fólki sem hefur hæfileika til að fram-
kvæma þær.
Keppir við þá bestu í heimi
Leiðin liggur í stórt fundarherbergi
hússins. Tússtafla þekur stóran vegg
og er þéttskrifuð. Önnur stór tússtafla
stendur í herberginu, einnig þéttskrif-
uð. Það er líka skrifað á gluggana. Það
er lýsandi fyrir stemninguna. Hún er
bæði hamslaus og öguð í senn. Yfir-
þyrmandi og krefjandi.
Í skál á borðinu eru ávextir og
Magnús gæðir sér á vínberi og vipp-
ar fótunum upp á borð meðan hann
talar.
Honum er efst í huga – eftir leið-
angurinn um fyrirtækið – hversu
mikið vatn hefur runnið til sjávar og
það fólk sem hefur lagt honum lið.
Latibær á eins og áður sagði 20 ára af-
mæli á árinu og hefur á þeim tíma fest
Magnús kveður álfinn
Magnús Scheving stendur á merkum tíma-
mótum í lífi sínu. Hann verður fimmtugur á árinu, er
nýskilinn og stígur úr hlutverki íþróttaálfsins sem á
hug og hjarta barna víða um heim. Við slík tímamót
er eðlilegt að líta bæði um öxl og fram á veginn.
Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Magnús um við-
burðaríkt líf hans sem jafnast á við Íslendingasögu
þar sem hver æsileg dáðin rekur aðra.
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Í mörgum hlutverkum
Magnús upplifir frelsi nú
þegar hann er loks laus
úr búningi íþróttaálfsins,
að verða fimmtugur.
Hann hefur snúist í ótal
hlutverkum í lífi sínu.
MynD OZZO PHOtOGraPHy