Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 46
Páskablað 15.–22. apríl 201446 Fólk Viðtal reynir hann einfaldlega að nýta tíma sinn sem best hann getur. Síðustu ár hafa verið krefjandi að þessu leyti enda þarf íþróttaálfurinn að vera í toppformi og maður á fimmtugsaldri þarf að hafa meira fyrir hlutunum til að halda sér í formi. Þá er ótalið að halda úti jafn viðamiklum fyrirtækja­ rekstri og Latibær er á sama tíma. Það er þess vegna sem forstjórinn og íþróttaálfurinn Magnús þarf að gera armbeygjur á flugvöllum heimsins, hoppa á meðan hann bíður í röðum, taka fundi á skokki í kringum húsið eða í verslunarferðum. „Menn fatta ekki stundum að ég æfi mjög lítið vegna anna. Ég þarf ein­ hvern veginn að koma æfingaáætlun­ inni í mitt daglega líf og það kemur mér oft í þau vandræði að ég er talinn geggjaður. Ég er með nokkrar undarlegar æf­ ingavenjur sem ég fylgi til að halda mér í formi. Til að mynda að gera 200 armbeygjur áður en ég fer í flug. Það er ekkert gaman fyrir þá sem ferðast með mér. Ég er að gera armbeygjur um allan flugvöll. Ferðafélagar mínir biðja mig um að gera þær í hvarfi, til dæmis á bak við töskubeltið eða bekki. Svo geri ég 20 hopp á meðan ég bíð eftir leigubíl. Ég hef setið fundi þar sem ég er að lyfta lóðum eða gera maga­ æfingar, ég hef einnig beðið fólk um að mæta til fundar við mig í jogging­ gallanum og svo tökum við fundinn á skokki í kringum húsið. Þeir fundir eru hins vegar oftast styttri en ella. Skeggjaður aðdáandi vekur ugg Það skiptir Magnús hreint engu máli hvort fólki finnist hann haga sér furðulega þar sem hann hoppar um á förnum vegi. Álit barna skiptir hann meira máli. Mörg þeirra barna sem hann hefur hitt geymir hann sér í hjartastað. „Mjög snemma á ferlinum áttaði ég mig á því að Latibær hefur mjög mikil áhrif á börn. Mér hefur alltaf fundist krakkar treysta íþróttaálfinum og trúa honum fyrir mörgu og segja honum sögur, þeir sjá líka í gegnum mann ef maður er ekki heill. Þér verð­ ur að þykja vænt um hvað þú ert að gera og börn sjá það strax í augunum á þér ef þú ert ekki heill í því sem þú ert að gera. Ég hef hitt svo mikið af krökk­ um og það sem er áhugavert fyrir mig er þegar krakkar vilja sýna mér hvað þau vilja vel, hvað þau eru dugleg og áhugasöm. Það gleður mig. Ég fer á leikskóla og ég fer út í búð og krakk­ ar taka upp á því að sýna mér alls kyns leikfimikúnstir – splitt, armbeygjur og hopp. Það kemur reyndar oft fyrir að fullorðnir geri slíkt hið sama sérstak­ lega ef þeir rekast á mig á þegar þeir eru að skemmta sér. Um daginn fór ég út í Melabúð og þar var alskeggjaður maður sem að þakkaði mér það að hann reykti ekki vegna þess að ég hafði komið í skól­ ann hans með fyrirlestur. Ég hugsaði með mér, hvað er ég eiginlega orðinn gamall? Ér ég er orðinn 100 ára? Þá var þetta bara vel skeggjaður ungur mað­ ur í nýjustu tísku og leit út fyrir að vera miklu eldri. Ég hef líka heimsótt ótal börn sem njóta ekki sömu lífsgæða og önnur börn. Börnum í krabbameinsmeð­ ferðum og öðrum erfiðum meðferð­ um vegna illvígra sjúkdóma. Ég er oft beðinn um að koma af læknum, for­ eldrum og aðstandendum. Ég hef kynnst þessum börnum og skemmt þeim og mætt með hollan mat handa þeim að borða. Í sumum tilvikum hef ég flogið hálfan hnöttinn með íþrótta­ nammi handa þessum vinum mínum. Erfiðustu heimsóknirnar „Erfiðast hefur mér fundist að heim­ sækja börn á líknardeildum, börn sem ég veit að eru að kveðja þennan heim. Eiga kannski bara viku eftir. Þá hefur maður þurft að vera sterkur og til staðar fyrir þessi börn. Ég hef oft verið nærri því að brotna saman í þessum aðstæðum, en þegar ég horfi til baka sé ég að þessar stund­ ir hafa gefið mér styrk. Ég er mjög meðvitaður um það hversu dýrmætt og viðkvæmt líf og heilsa barna er að öllu leyti. Sárasta minningin er um dreng sem ég heimsótti á líknardeild. Við gáfum þessum strák skó íþrótta­ álfsins og sendum honum sérstakan svona tíu­kristal, eins og Íþróttaálfur­ inn er með á brjóstinu. Foreldrarnir mynduðu stundir okkar saman til minningar og grétu allan tímann. En þau voru samt svo ánægð að ég hefði komið að hitta hann. Seinna var strák­ urinn jarðsunginn í búningnum.“ Armbeygjur með Berlusconi Ferðalög Magnúsar hafa einnig falið í sér fundi með þjóðarleiðtogum og merkisfólki um allan heim. Hann hef­ ur átt fjörlegan fund með Berlusconi, verið rænt í Kólumbíu, rætt við David Cameron, talað á ráðstefnu með Colin Powell og verið beðinn um ráð af for­ seta Chile. „Þetta eru allt mjög litríkt fólk. Þegar ég talaði á ráðstefnu með Colin Powell, voru 5.000 gestir. Það voru 2.000 manns í röð að fá eiginhandar­ áritun hjá mér eftir fyrirlesturinn fyrir börnin sín. En enginn sóttist sérstak­ lega eftir eiginhandaráritun Powells. Hann sagði við mig: ég þyrfti nú eigin­ lega að fá lánaðan hjá þér búninginn til að auka vinsældir mínar.“ „Á Ítalíu var mikið fjör með Berlusconi, hann kallaði til allt starfs­ fólk í ráðuneyti sínu og aðstoðarmenn til að horfa á mig gera kúnstir. Ég þurfti að henda mér niður fyrir hann að gera armbeygjur og hann var hinn skemmtilegasti karl en sérstakur.“ Rænt í Kólumbíu „Ég varð svo ansi skelkaður á ferðalagi í Kólumbíu. Þar var ég staddur í við­ tali og var ekki í ósvipuðum aðstæð­ um og núna. Allt í einu komu fjórir menn inn með vélbyssur og tilkynntu mér fjarrænir á svip að ég þyrfti að koma með þeim undir eins. Ég skildi ekki hvað var að gerast en stóð upp. Þá sagði einn þeirra vopnuðu að ég yrði að gjöra svo vel að koma og ræða við bæði forseta landsins og heilbrigðis­ ráðherra. Þeir skelltu mér með vopna­ fylgd aftan í gamlan Range Rover og keyrðu svo á undan á mótorkrosshjól­ um með vélbyssurnar út í loftið eins og brjálæðingar. Mér var hent inn í ráðuneytið í myndatöku og þar fékk ég afhenta hnausþykka bók og sagt við mig: Offita í Kólumbíu er 49% Fix it! Smá pressa sko. Svo var mér skellt aftur til baka sömu leið aftur í viðtalið. Frekar sérstæð lífsreynsla.“ Með Michelle Obama Magnús tók þátt í lýðheilsuherferð Michelle Obama í Bandaríkjunum og tók upp auglýsingar með forseta­ frúnni í Hvíta húsinu. Hann hefur oft­ ar unnið með ríkisstjórnum landa að ýmsum heilsutengdum efnum. „Ég var nærri því búinn að brjóta kristalskrónuna í Hvíta húsinu þegar við vorum þar að gera stökk. Fékk Róbert fimleikastrák með mér og við vorum að hoppa og stökkva um Hvíta húsið. Á sama tíma voru í húsinu all­ ir þingmenn Bandaríkjanna í teboði. Þennan eina dag á ári sem allir hittast. Um leið og ég var kominn heim úr herferðinni með Michelle fékk ég símtal frá forsetafrúnni í Chile, sem vildi gera eins og Michelle. Þannig að við fórum þangað og til Mexíkó. Það er áhugavert að nefna í þessu sam­ bandi að ég reyndi sjálfur að fá fund við heilbrigðisráðherrann á Íslandi. Það tókst ekki. Ég fékk hins vegar fund með heilbrigðisráðherranum í Mexíkó klukkan fjögur um nótt. Af því að ég var að fara í flug klukkan sjö og hann vildi ekki missa af fundi með mér. Hann kom bara klukkan fjögur og hitti mig. Við erum búin að vera í mörgum löndum með heilsuherferð­ ir en ekki mikið á Íslandi síðastliðin ár. Það væri gaman að gera meira hér heima.“ Erfiður og sár skilnaður Magnús stendur á tímamótum í líf sínu í mörgum skilningi. „Það er margt sem hvílir á mér. Ég er á miklum tímamótum persónu­ lega. Ég á stórafmæli á árinu og ég gekk í gegnum áfall í einkalífinu. Skilnað. Það er mikill söknuður yfir því. Skilnaður er erfiður og hann er sár og það er sérstaklega erfitt fyrir börnin. Það vill auðvitað enginn ganga í gegnum skilnað en slíkt gerist. En lífið heldur áfram og ég er staðráð­ inn í að finna hamingjuna.“ Nýjar áskoranir Þrátt fyrir að Magnús hafi klætt sig úr níðþungum og heitum búningi íþróttaálfsins hvílir enn á honum þung ábyrgð og nýjar áskoranir. Frels­ ið er fram undan og hann hefur um margt að velja. „Það er auðveldara fyrir mig að draga mig í hlé en oft áður vegna þess hversu langt við erum komin í þróun Latabæjar. Það er allt mótað, klapp­ að og klárt. Hugmyndafræðin er sterk og þekkingin hefur byggst upp í góð­ an grunn sem hægt er að byggja á til framtíðar. Nýjar fylgja því að afklæðast íþróttaálfsbúningnum. „Ég er í rútínu sem ég þarf að venja mig af, það verð­ ur skrýtið en samtímis upplifi ég frels­ istilfinningu. Ég vil ekki lengur keyra mig áfram í þessari streitu en njóta meira lífsins. Það er svo margt sem ég hef ekki getað leyft mér vegna af samninga tengdum Latabæ – til dæmis að fara á skíði. Um leið og tök­ um lauk fór ég á skíði og snjóbretti sem ég mátti ekki gera vegna hættu á að ég slasaði mig. Ég upplifi frelsið í smáskömmtum og sé lífið fram und­ an í björtu ljósi.“ Tækifærin mörg og víða Ég á það til að beina kröftum mín­ um víða. Hella mér í margvísleg við­ fangsefni, ég óttast lítið. Undirmeðvit­ undin stýrir mér. Ég get nefnt dæmi. Ég les mikið af góðum og skemmti­ legum bókum en ég les einnig bækur sem ég hef engan áhuga á að lesa. Ég grip þær tilviljunarkennt af bókasafni og má ekki einu sinni glöggva í tit­ il bókarinnar fyrr en ég er til dæm­ is kominn upp í næstu flugvél og svo verð að klára þær. Ég les til að róa mig og opna á nýjar hugmyndir. Það er nauðsynlegt að víkka út sjóndeildar­ hringinn og skoða eitthvað nýtt. Þegar ég byrjaði á þessu fannst mér þetta stundum óspennandi en með tím­ anum eru þessar bækur stöðugt að koma mér á óvart. Það er aldrei að vita hvað næsta bók fjallar um; stjórnmál, ævisögur, geimferðir eða kúbverska vindla. Innan um þessar bækur eru gullmolar og ljóðskáld sem ég hefði annars ekki kynnst. Ég hugsa stundum um lífið fram undan eins og ferð á bókasafnið. Af hverju ekki að grípa eitthvað nýtt og kanna það? Kannski verður það ekki þess virði, en kannski hitti ég fyrir eitt­ hvað óvænt sem breytir öllu og opn­ ar mér nýja sýn. Nú er bara að bíða og sjá. Ég er opinn fyrir tækifærum lífsins. Framtíð mín byggist á því að mig langar að gera eitthvað öðruvísi og stærra í sniðum. Ég held marga fyrir­ lestra um allan heim en hef þurft að takmarka það vegna vinnu upp á síðkastið en nú ætla ég að fara að auka við það aftur. Mig langar líka að reyna fyrir mér í kvikmyndagerð og hef áhuga á heim­ ildamyndagerð og að gera kvikmynd­ ir sem eru í allt öðrum anda en það em ég hef hingað til unnið að hér í Latabæ.“ Enginn getur staðið einn Hann segist hafa lært það á veg­ ferðinni að enginn geti staðið einn. „Það vill enginn verða ofurhetja og hafa alltaf rétt fyrir sér og bjarga heim­ inum aleinn. Á bak við alla sem eru að gera eitthvað er alltaf fjöldi fólks og þá er auðvitað best að fjölskyldan geti staðið með þér sem mín hefur ávallt gert og svo er styrkur frá samstarfs­ fólki og vinum mjög mikilvægur. Ég hef verið það lánsamur að vera um­ kringdur góðu starfsfólki og vinum. Heilsa snýst um jafnvægi og ef ég myndi draga hring í kringum all­ ar Latabæjarpersónurnar, þá mundu þeir mynda eina heilbrigða mann­ eskju. Hver og einn þarf að finna sitt jafnvægi á milli þessara persóna. Stundum er ég íþróttaálfurinn þegar ég vakna og mér finnst ég geta flest. En næsta dag er kannski Glanni í mér og ég vil gera minna. En stundum er maður eins og Solla stirða, óhrædd­ ur við að prófa nýja hluti og stökum sinnum er maður Siggi sæti og gæl­ ir sér á smá súkkulaði. Annan daginn getur maður verið Halla hrekkjusvín sem brýtur reglur og það þarf ekki að vera slæmt. Við þurfum stundum að brjóta reglur til þess að breyta rétt. Það þekkjum við af mannréttindabar­ áttu í gegnum söguna. Konur voru til dæmis ekki með kosningarétt þangað til einhver braut þá reglu. Enginn vill ala upp barn sem eingöngu fylgir regl­ um. Börn geta speglað sig í þessum persónum og þau ættu aldrei að þurfa að standa undir þeirri kvöð að vera fullkomin og hafa alltaf rétt fyrir sér. Börn eru fædd ofurhetjur og við getum lært svo mikið af þeim. Ofur­ hetjuhugmyndin á að felast í því smáa en mikilvæga í lífinu, að velja heil­ brigði og efla með sér sjálfstraust. Það besta sem foreldrar gefa börn­ um sínum er ótakmörkuð umhyggja og sjálfstraust. Þeim sem hafa það veganesti tekst að vinna þrekvirki á lífsleiðinni.“ n „Ég var nærri því búinn að brjóta kristalskrónuna í Hvíta húsinu Allt unnið innanhúss Magnús segir iðnaðinn eiga undir högg að sækja, stjórnvöld sjái ekki tækifærin og arðinn sem skilar sér margfalt til baka. Í Latabæ er allt unnið innanhúss, frá hugmynd að fullgerðri vöru. MyNd OZZO PhOTOgRAPhy Erfiður skilnaður „Það vill auðvitað enginn ganga í gegnum skilnað en slíkt gerist. En lífið heldur áfram og ég er staðráðinn í að finna hamingjuna.“ „Ég vil ekki lengur keyra mig áfram í þessari streitu en njóta meira lífsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.