Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 38
Páskablað 15.–22. apríl 201438 Fólk Viðtal Það er skemmst frá því að segja að símalínan var svo ásetin að það lá við að hún myndi springa. Á þremur kvöldum á milli átta og tíu hringdu 32 konur sem allar höfðu verið beitt- ar kynferðisofbeldi í æsku, af feðrum sínum, öfum, bræðrum eða frændum. Þá vissum við að við vorum ekki að flana að neinu.“ Stofnun Stígamóta Í kjölfarið voru fyrstu sjálfshjálparhóp- arnir settir af stað. „Það var stórt skref fyrir mig að ganga inn í þetta starf því það var erfitt að taka á móti því sem þessar konur höfðu upplifað og erfitt að sjá hvað það hafði hryllilegar af- leiðingar á líf þeirra sem beittar höfðu verið ofbeldi sem börn og unglingar.“ Sjálfshjálparhóparnir fylltust hver á fætur öðrum. Smám saman varð þeim ljóst að það væri ofraun að ætla að sinna þessu í hjáverkum, í sjálf- boðavinnu um kvöld og helgar. Þær ákváðu því að smala saman kon- um víðs vegar að, úr verkalýðshreyf- ingunni og félagasamtökum kvenna og efna til fundar. Þar kynntu þær hugmynd að ráðgjafarmiðstöð fyrir konur og börn sem höfðu orðið fyrir ofbeldi. „Við fengum feiknamikinn stuðning og hrintum hugmyndinni í framkvæmd á baráttudegi kvenna, þann 8. mars 1989. Það var ofboðslega sterk stund.“ Eitt af því sem Kvennaframboðið hafði gert var að fá konur til þess að kaupa saman Hlaðvarpann undir menningarmiðstöð fyrir konur. Helga Bachmann tók þátt í því verkefni og setti þar á svið sögurnar hennar Ástu Sigurðardóttur í grófum steinkjallar- anum. Í gamalli trésmiðju á bak við setti hún upp aðra sýningu, þar sem hún hafði tjaldað alla inni með svörtum tjöldum og gyrt fyrir alla glugga. „Það var eins og að koma inn í gröf að koma þar inn. Við ákváðum að hafa stofnfund- inn í þessum svarta sal því það var umgjörðin, öll þessi sorg og allt þetta myrkur sem hafði umleikið allar þess- ar hörmungar sem samfélagið hafði lokað augunum fyrir. Þetta var óhemju sterkur stofnfundur. Ég held að enginn sem þar var gleymi honum.“ Lærdómsríkur tími Enn fannst Guðrúnu sig skorta fræði- legan grunn fyrir starfið svo hún hélt til Bretlands og dreif sig í doktorsnám. Ritgerð hennar byggði á viðtölum við breska og íslenska þolendur sifja- spella. Hún sneri síðan aftur heim og hóf störf á Stígamótum þar sem hún vann allt til loka starfsferilsins. „Ég var orðin 67 ára gömul og æði þreytt á þessu pexi. Ég var ekki nema þrettán ár á Stígamótum en það var ansi mikill fyrirgangur á mér. Ég þótti algjör karlahatari, karlahatari númer eitt. Ég lærði mikið á þessum árum. Ofbeldismálin orkuðu svo sterkt á mig. Þau breyttu mér, gerðu mig sterkari. Fyrst fannst mér eins og þau ætluðu að kaffæra mig en svo náði ég andanum.“ Biskupinn kærði Stundum þurfti hún bara að bíta á jaxlinn og halda áfram. Eins og þegar Ólaf- ur Skúlason biskup kærði hana til lögreglunnar. Hann hafði sætt ásökunum um að beita þrjár konur kynferðisofbeldi og Guðrún staðfesti við fréttamann Ríkisútvarpsins að þær hefðu leitað til Stígamóta. „Þær voru búnar að reyna að reka þetta mál innan kirkjunnar. Málið var búið að fara fyrir siðanefnd og formaður siðanefndar var búinn að greina frá því opinberlega. Þær höfðu sjálfar komið fram í fjölmiðl- um áður og báðu mig um að staðfesta þetta. Þannig að ég var ekki að koma fram með nýjar fréttir og leit ekki svo á að ég væri að rjúfa trúnað. Minn trún- aður var gagnvart þessum konum en ekki gagnvart ofbeldismanninum.“ Guðrún var kölluð fyrir lögreglu þar sem hún gaf skýrslu. Málið dróst á langinn og að endingu felldi ríkis- saksóknari það niður. „Ég vissi ekki hvernig það færi. Þetta reyndi á sam- heldnina á Stígamótum því við vorum lentar á ógnvænlegum vegg. Það lék enginn vafi á því að biskup naut stuðn- ings ráðamanna. Við fengum mjög slæma umfjöllun fyrir meint trúnað- arbrot. Við þurftum að hafa sterk bein til þess að gefa ekki eftir en okkur tókst að halda ró okkar og tala einum rómi út á við. En starfsemin hélt áfram og jókst svolítið. Í hvert sinn sem fjallað var um kynferðisofbeldi í fjölmiðlum kom gusa af málum til okkar. En það var sjaldan sem þessi mál voru til um- ræðu í fjölmiðlum.“ Sorgartónninn sleginn Í von um að rjúfa þögnina reyndu Stígamótakonur alltaf að vera með einhverjar aðgerðir í kringum 8. mars. Ári eftir stofnun Stígamóta klæddu þær og skjólstæðingar þeirra sig í kufla með skýlu fyrir andlitinu og gengu milli stofnana með kransa úr kreppappír með rósum. Þær gengu til lögreglu, rannsóknarlögreglu, hér- aðsdóms og Hæstaréttar. „Við vorum með gjallarhorn og lásum upp viðeig- andi texta um leið og við afhentum þeim kransa í minningu allra þeirra mála sem þeir höfðu fellt niður. Við höfðum fengið unga konu til þess að ganga í broddi fylkingar með trommu og hún sló sorgartón- inn. Stemningin var mjög sérstök. Við gengum í grafarþögn, blankalogni og snjómuggu. Gangan var mjög fjölmenn, sterk og eftirminnileg.“ Í annan stað bjuggu þær til karlamerki, jafn mörg og karlarnir sem voru nefndir sem ofbeldis- menn það árið, og hengdu upp á spýtu. Spýtuna báru þær á herðum sér þegar þær þræddu bæinn. „For- seti Sameinaðs þings tók svo á móti okkur. Við hent- um okinu af okkur fyrir framan hann og sögðu- mst ekki ætla að bera það á herðum okkar lengur.“ Borgarfulltrúinn handtekinn Aðgerðirnar voru fleiri og þær voru af öllum toga. Einu sinni var hún hand- tekin. Þá sat hún í borgarstjórn og ákvað að fara út með vinkonum sín- um til þess að minna á Hírósíma. „Við bjuggum til skapalón af veru sem ligg- ur í dauða sínum, fórum á milli staða og máluðum þessa mynd á gang- stéttina. Svo vorum við komnar nið- ur í Fógetagarð þegar lögreglan kom á vaktbílnum og sá hvað við vorum að gera. Hún þaut út úr bílnum og tók okkur fastar. Síðan kom babb í bátinn. Þeir voru í vandræðum með málningardósirnar í skottinu á bílnum mínum. Svo þeir spurðu hvort mér væri treystandi til þess að keyra sönnunargögnin upp á stöð. Ég kom alveg brunandi. Síðan vorum við látnar bíða lengi, lengi eftir varðstjóranum. Ein okkar þurfti að pissa og spurði hvort hún mætti fara á klósettið. Lögreglan sagði að það væri ekki hægt. Hún spurði af hverju. Þá sagði hann að við gætum skemmt einhver sönnunargögn. Þegar við vorum loks kallaðar fyrir varðstjórann áttaði hann sig á því að þarna væri borgarfulltrúi. Hann varð kindarlegur á svip og spurði hvað við hefðum eiginlega verið að bralla. Við gerðum grein fyrir máli okkar og sögðumst hafa verið að minna á að Hírósíma væri á morgun. Hann spurði hvort við hefðum málað á veggi og við neituðum því. Jæja, farið þið þá, sagði hann þá. Svo kom einhver smá klausa um það í DV þar sem sagði að borgar- fulltrúi hefði verið handtekinn.“ Kölluð á teppið En hún horfir sátt um öxl. „Ég gerði eins mikið og ég gat. Ég hefði ekki ráð- ið við meira, enda er þetta ekki eins manns barátta. Enda breytti ég ekki neinu heldur allar þessar konur sem tóku þátt í þessari baráttu. Enn er margt sem betur mætti fara. Konur eru of kurteisar. Langlundar- geðið er of mikið. Það vantar meiri óþolinmæði, meiri kraft og sterkari kvennahreyfingu. Það gengur ekki að hér sé enn sami launamunur og þegar ég var kölluð á teppið hjá forseta ASÍ á 9. áratug síð- ustu aldar og spurð hvort ég ætlaði að eyðileggja verkalýðshreyfinguna með samtökum kvenna á vinnumarkaði. Misréttið fylgir okkur alla leið í gröf- ina. Ég fæ enn lægri laun en maðurinn minn en nú í formi lífeyrisgreiðslna. Það er gjörsamlega óþolandi.“ Samrýnd hjón Hún hefur ekki fyrr sleppt orðinu en hann gengur inn úr dyrunum, Ólafur Thorlacius lyfjafræðingur. Þau kynnt- ust forðum daga í Þjóðleikhúskjallar- anum á gamlárskvöld. Skömmu síðar gengu þau Fjallabaksleið með kunn- ingjum sínum og hafa verið saman síðan. „Hann er alveg einstakur. Þol- inmóður fram úr hófi. Ég er sérstak- lega heppin. Mikil gæfumanneskja.“ Ólafur sest við hlið konu sinnar. Í gegnum tíðina hafa þau stundum tekist á, eins og gengur, en það hefur alltaf jafnað sig. „Í dag erum við góð- ir vinir og styðjum hvort annað, eins og við höfum alltaf gert. Mér finnst ég eiga meiri félaga í honum nú þegar við erum alltaf saman og lífið er orðið ró- legra,“ segir hún og viðurkennir að hún eigi það samt til að argast svolítið í honum. „Aðallega vegna þess að hann getur verið svolítill rati með fötin sín. Það er helsti ásteytingarsteinninn.“ Ólafur grípur orðið og segir að það sé gott þegar það sé ekki meira en það. „Ég hef aldrei komist upp á lag með að vita hve mikið ég á af skyrtum og peys- um. Ég vil alltaf vera í sömu fötunum. Mér finnst það best,“ segir hann og hlær. Guðrún horfir hlýlega til hans og segir að hann hafi staðið þétt við bakið á henni öll þessi ár. Þeir séu ófáir kaffi- bollarnir sem hann hafi þvegið í kosn- ingamiðstöðinni á sínum tíma. Hann hafi skúrað gólf, smíðað kröfuspjöld og gert það sem þurfti að gera. Þau stóðu í þessu saman. Þetta var þeirra barátta. n Samherjar Guðrún og Ólafur kynntust í Þjóðleikhúskjallaranum forðum daga og hafa staðið saman í gegnum súrt og sætt. Fagna fálkaorðunni Guðrún var sæmd riddarakrossi fyrir framlag sitt til réttindabaráttu. Hér fagna þau hjónin. Fann frelsið Ekkert færði Guðrúnu eins mikla frelsis- tilfinningu og aktívisminn. Í gegnum hann tókst henni að brjótast úr viðjum fortíðar og njóta lífsins. Mynd Sigtryggur Ari „Hann er einstakur. Þolinmóður fram úr hófi. Ég er sér- staklega heppin. „Ég var búin að hlakka svo mikið til og hann var svo fal- legt barn. Síðan gerðist þetta af því að læknirinn var haugafullur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.